Alþýðublaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 6. apríl 19B7 — 48. árg. 76. tbl. VERÐ 7 KR. Norðurlönd vilja semja við EBE GENF, 5. apríl (NTB) - Sendi- nefnd Norðurlanda í Kennedy- við'ræffunum rnn alþjóffleg'ar tollalækkanir hefur sent sendj-' nefnd Efnahagsbandlalagsihs til- lögu, sem hefur þaff í för meff sér aff viffræffurnar komast á nýtt stig, aff sögn talsmanns norrænu sendi nefndarinnar. Þessi almenna tillaga er í raun og veru uppkast að tvíhliða samn- ingi milli Norðurlanda og Efna- ihagsbandalagsins um gagnkvæm- ar tollalækkanir, samkvæmt góð- um heimildum. Þar með draga Norðurlönd til baka lista þ'á, sem þau hafa lagt fram um tilboð um tollalækkanir, en þegar slík til- Iboð eru lögð fram er áskilinn rétt ur til að draga tilboðin til baka ef mótaðilinn gerir ekki tilslak- anir á móti. Til þessa hafa þessir listar verið grundvöllur afstöðu norrænu sendinefndarinnar. Aukin eining vinstrisinna í Frakklandi PARÍS, 5. apríl (NTB-Reuter) Fránski jafnaffarmannaleifftog- iun Guy MoIIet skýrði frá því í dag í vifftali viff tímaritiff „Nou vel Observateaur", aff vinstri flokkarnir í Frakklandi affrir en kommúnistar hefffu í september 1965 gert meff sér Ieynilegan samning er gerffi ráff fyrir auk inni einingu flokkanna um næstu áramót. Flokkarnir hafa staffiS saman í kosningabandalagi, sem hlaut 121 þingsæti í kosning- unum á dwgunum. Mollet kvaðst telja þennan samning bindandi fyrir alla flokk ana og vill að sameiningu þeirra verði hraðað. Hann kvaðst vona, að flokkur Pierre Mendes-France fv. forsætisráðherra gengi í Vinstriflokkabandalagið. Samkv. áreiðanlegum heimildum lialda flestir ráðherrar í stjórn Georges Pompidous, sem sagði af sér í síðustu viku, embætt.um sín um í hýju stjórninni, sem skipuð verður í vikulokin. Sa'gt er, að listarnir hafi þjón- að sínum tiigangi. Listarnir hafi leitt til þess að gagntilboð EBE hafi batnað nokkuð, en hins vegar sé ekki unnt að byggja viðræðum- ar endalaust á neikvæðum þatt- um eins og hótunum og viðvörun- arlistum. í staðinn hafa Norðurlönd á- kveðið að fara þá leið að bera fram fram eina heildartillögu, og er talið að hér sé um að ræða mik- ilsverða viðleitni til að koma við- ræðunum inn á jákvæðari brautir. Norðurlönd hafa afhent EBE ná- kvæman lista yfir tilslakanir sem þau eru fús að fallast á og jafn- nákvæman lista yfir tilslakanir sem vænzt er að EBE geri. Of snemmt er að segja um hvernig EBE muni bregðast við, en norrænu fulltrúamir draga ekki dul á það að enn sé mikill munur á tilboðum EBE og heild- , artilboði Norðurlanda. Sendinefnd EBE mun gefa framkvæmdastjóm inni skýrslu um tillögu Norður- landa og verða þær eitt aðalmálið á ráðherrafundi EBE á mánudag- inn. □ í skýrslu sem ráðherranefnd EBE hefur látið gera og birt var Framhald á bl. 14. Ódýra húsiff viff Reynimel. Alþingi kemur saman í dag Alþingi kemur saman til fundar í dag aff löknu páskahléi, og hefst þá lokasprettur þingsins fyrir kosningarnar. Eldhúsumræffur fara fram á þriffjudag og fimmtu- dag í næstu viku. Hagkvæmast að færri aðilar byggi íbúðir Reykjavík — KB Blaðafregnir sl. daga hcrma aff Byggingarsamvinnufélag sjómanna og verkamanna í R- vík hafi nýlega byggt íbúffir fyiir mun lægra verff en al- mennt gerist og miklu lægra en almennt söluverff er á sams læn^r íbúð'um. Eru fjögurra herbergja íbúffir seldar á 680 þúsund, fimm herbergja á 555 þúsund til 595 þúsund og 2ja lierbergja íbúffir á 480 þúsond. Þeim, sem Alþýðublaðið hef- ur talað við um þéSSi mál, ber sáman ura, að mikýl fengur sé að því að hafa fengið upplýsing ar um þessa ódýru byggingu og eflaust megi ýmisíégt læra af framkvæmdum við^hana, sem geti orðið til lækkunar bygg- ingarkostnaðar. Hins vegar draga ýmsir í efa að kostnaður sé raunverulega eins lágur og talið er á þessu stigi, enda liggi fullnaðarreikalingar um húst- bygginguna enn ekki fyrir og ennfremur vanti ýmislegt á að um fullfrágen'gnar íbúðir sé að ræða. Mönnum þykir þó gleði- legt að þetta skuli verða til þess að koma af stað umræð- um um byggingarkostnaðinn og hugsanleg ráð til þess að halda honum sem lægstum. Halldór Halldórsson skrif- stofustjóri hjá Húsnæðismála- stjórn ríkisins sagði blaðinu í gær, að Húsnæðismálastjórn mundi fá kostnaðarreikninga um byggingu blokkarinnar, þeg ar þeir lægju fyrir, og að sjálf- sögðu draga allan þann lær- dóm af þeim, sem hægt væri. Halldór kvaðst ekki vera rétti aðilinn til að segja, hvaða ráð- Ráku ruslaralýðinn burt stafanir væru beztar til að halda húsnæðisverði niðri, en hann benti á að í nágranna- löndum okkar væru langflest íbúðahús, sem nytu opinberra lána, byggð af byggingafélöig- um. Þessi félög yrðu að leggja fram kostnaðaráætlanir áður en smíði húsanna hæf'st, og þessar áætlanir yrðu aí' sam- þykkjast til þess að lán fengj- ust út á húsin. Þá bent*. hann einnig á nauðsyn þess að' færri •aðilar en nú önnuðust hygging/ isambýlishúsa. í Reykjavík þyrftu að vera þrír eða fjórir þyggingaaðilar, en í öðrum bæjum ekki nema einn. Með þessu fengjust stærri starfs- heildir og gæti það prðið til þess að hægt væri að koma við meiri hagsýni við allar 'fram- kvæmdir og lækka þannig hús- næðiskostnaðinn. AMSTERDAM, 5. apríl (NTB-Reu ter) — Hollenzkir sjómenn og gest ir af erlendum herskipum tóku lögin í sínar hendur og hreinsuðu járnbrautarstöffina í Amsterdam af slæpingjum og óknyttaungling. um í nótt. Um 120 sjómenn og sjóliðar gengu skipulega til verks, en það voru aðallega unglingar 'á aldrin- um 16—22 ára sem urðu fyrir barð inu á þeim. Unglingarnir voru í minnihluta og höfða' ekkert að gera í hendurnar á hinum vel þjálfuðu sjómönnum, sem skyndi- iega birtust. Ungur piltur meiddist alvarlega, allmargir fengur slæm högg og töluvert margir hárprúðir piltar glötuðu lörugum lokkum, að sögn yfirlögreglustjórans í Amsterdam. Sjómennirnir og gestirnir sem stóðu fyrir aðgerðunum sögðu blaðamönnum, að þeir hefðu les- ið um slæpingja þá og óróaseggi, sem héngju í nánd við lögreglu- stöðina og öbbuðust upp á ferða- menn, einkum ungar stúlkur, sem fseru til járnbrautarstöðvarinnar í fyl'gd með unnusta sínum eða eig inmanni. — Þetta gæti hent unnustur okkar svo að við ákváðum að láta til skarar skríða, sagði einn þeirra. Lögreglan í Amsterdsm g^tur ekkert gert, því að hún er látin svara til saka ef einhverjir fá sm'áskrámu í viðureign við hana, sögðu þeir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.