Alþýðublaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 10
 lljllv Gamanleikurinn Lukkuriddarinn hefur nú verið sýndur 23 sinnum í Þjóðleikhúsinu og eru aðeins eftir tvær sýningar á leiknum. Næst síðasta sýningin verður n.k. föstudag þann 7.þ.ni. Árbók Fl Framhald af 7. síðu. milli laridsfjórðunga í æ ríkara mæli og eftir að bílkláfur kom á Tungnaá má segja að miðlands öræfin hafi opnast almenningi og eiga þó vafalaust eftir að gera það betur í náinni fram- tíð. Á Sprengisandi er því mjög timabær bók og kemur í góðar þarfir. í henni er m. a. nýr uppdráttur af miðhálendinu og leiðinni yfir Sprengisand, þar sem færð hafa verið inn á helztu kennileiti og örnefni, og mætti segja mér, að hann yrði mörgum kærkominn og notadrjúgur leiðarvísir. Annars eru færri ör- nefni á Sprengisandi en ætla mætti í fljótu bragði. Kemur að líkindum tvennt til: í fyrsta lagi er landslagið nokkuð ein- hæft og gefur minna tilefni til nafngifta en ella. í öðru lagi hefur lengst af verið litil um- ferð um Sprengisand, eins og áður er að vikið, en það mun einmitt ráða miklu um örnefna- fjöldann. í bókinni koma þó fyrir all- mörg örnefni, gömul og ný, þar á meðal nokkur, sem höfundur hefur sjálfur gefið stöðum og kennileitum. Er í rauninni allt gott um þau að segja, nema mér finnast þau ívið löng, teldi heppilegri eins eða tveggja at- kvæða orð, þar sem nýnefni eiga oft eftir að bæta við skott- ið á sér í ýmsum samböndum. Eitt örnefni í bókinni verður trúlega ágreiningur um og er raunar þegar orðið deiluefní, en það er Nýidalur, sem jöfnum höndum hefur verið kallaður Jökuldalur á seinni árum. Ég er ákaflega íhaldssamur, þegar um varðveizlu gamalla örnéfna er að ræða, en að athuguðu máli er ég sammála röksemdum höf- undar og hefði sjálfur valið Nýjadalsnafnið. Mér vitanlega er ekki kunnugt um neitt nafn á dalnum áður en Bárðdæling- ar fundu hann haustið 1845 og kölluðu Jökuldal. Nýjadals- nafnið skýtur hins vegar fljót- lega upp kollinum og nær fót- festu, á sér enda rök í sögunni, þótt bæði nöfnin sé að vísu að finna á uppdráttum. Hallgrími liggja vel orð til ör- æfanna og landsins yfirleitt í skrifum sínum öllum og hall- mælir því ógjarnan. Þessi bók er engin undantekning frá þeirri regiu. Sköpunarverkinu þarf að vera í einhverju verulegu áfátt, til að toann hafi orð á því eða láti það uppi opinberlega. Kannski er hann í grandvarasta lagi að þessu leyti. Sprengi- sandur er ljótur, þegar frá er dregin f jallasýnin, en það kem- i ur ekki mikið fram í bókinni. Ef til vill er skýringarinnar að leita í þessu vísubroti höfund- ar: „auðnin bjarta ávann sér / ást í hjarta mínu.” Ætli maður sjái ekki í gegnum fingur við hann og fyrirgefi honum þetta, hafandi í huga eðli ástarinnar og blindu. Um fjörutíu ljósmyndir eru í bókinni, þar af fimm í litum, flestar teknar af Páli Jónssyni, bókaverði, mikil bókarprýði sumar hverjar. Pappír og frá- gangur er góður og prentvillur ekki ýkjamargar eða meinlegar, þó sýnist mér vera ótuktar- skekkja í vísunni um ullarpok- ann og kvenmannslærið, ef ég misskil hana ekki. Þetta er eins og ég gat um í upphafi grcinarinnar íertug- 10 6. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ asta árbók Ferðafélagsins. Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, hef- ur lengst af haft útgáfustjórn árbókanna með höndum og unn- ið verkið af alúð og kostgæfni. Á Sprengisandi hæfir vel þess- um tímamótum í útgáfustarf- semi félagsins og er öllum sem að henni standa til sóma. Hafi þeir heila þökk fyrir. Gestur Guðfinnsson. Kvikmyndir Framhald úr opnu. engin þeirra toafi verið sýnd hér. Yæri óskandi að bíóhúsið tæki ein hverjar þessara mynda til sýning ar í staðinn fyrir óraunverulegar hetjumyndir og igeimmyndir sem virðast væntanlegar á næstunni, eftir sýnishornum að dæma. En „realistískt“ séð sæmir það samt ekki kvikmyndahúsi, er útbýtir amerískum áróðri í göngum húss ins, að kynna góðar kvikmyndir. Sigurður Jón Ólafsson. Matvæli Framhald úr opnu. þykkt að senda matvælahjálp fyr ir tilstuðlan Alþjóðamatvælaáætl unarinnar. Um 482.000 manns, sem hafa orðið illa úti í þurrkum munu á næstu sex mánuðum fá sendar baunir og sykur, og nem ur sú tojálp 924.000 dollara (um 40 miljónir ísl. kr.) Fyrri helming marzm'ánaðar sat hópur sérfræðimga á rökstólum í Aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York til að kanna mögu leikana á að auka neyzlu jurta hvítuefna í vanþróuðum löndum m.a. með því að koma á nýtízku ræktunaraðferðum, útvega jurtir með meira jurtatovítumagni, draga úr spjöllum og slælegri búsýslu við matvælageymslu, bæta við- skipti og dreifingu, og vekja á- huga almennings í vanþróuðu lönd unum á jurtahvíturíkri fæðu, sem gæti leitt til þess að hann breyti mataræði sínu. Trúlofysiarhringar Sendum gegn póstkröfu. Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12. PÖNTUNARLISTI TSóka/nttnn i Nú eru síðustu forvöð að eignast eftirtalin rit á hagstæðu verði. Siim þeirra eru að verða uppseld, en önnur á þrotum i ganila og ódýra bandinu. Klippið auglýsinguna úr blaðinu, krossið við þær bækur, sem |)ér viljið panta, og sendið pöntunina ásamt greinilegu Iieimilisfangi yðar lil Bókaútgáfu Menningarsióðs, pósthóbi 1398, Reykjavík. Pn'r, sem panta fyrir 500 hr. eða meira samkvœmt þessum pöritunarlista, /« 20% afsliitt jrd neðangreindu útsöluverði. Sendum bækur gegii póstkröfu um land allt. n l.eihrilasafn Menningarsjóðs J—XX, ób..............• 600.0(1 Q J.eihrilasaf/i Menningarsjóðs J—XX, innb. . .•....... 900.00 □ Saga íslendinga IV—IX (allt sem út cr komið), ób. 610.00 □ Saga íslendinga IV—IX, skinnlíki .................. 820.00 □ Andvökur I—IV, Stcphan G. Stephansson, ób......... 387.00 □ Andvökur I—IV, skinnlíki ........................... 517.00 □ Andvökur I—IV, skinnband ........................... 900.00 Q Heimshringla l—lll, skinnlíki ....................... 350.00 Q Hundrað ár i þjóðminjasaf/ii, Kristján Eldjárn . . 375.00 □ Rilsafn Theodóru Thoroddsen, innb................... 225.00 Q Jiitsafn Theodóru Thoroddsen, skinnb................. 280.00 □ Kalevala I—II, tölusctt xiðhafnarútgáfa, ób. .:.... 500.00 □ ’ Mannfiíndir — íslenzkar ræður í þúsuncl ár, innb. 118.00 £g undirrit.... óska þess, að mér verði sendar gegn póst* kröfu bækur þær, sem tnerkt er við á skrá liér að ofan. Narn Heimili 1‘óststöð Bókaúfgáfa Menningarsjóðs Afmælisfagnaður íbróttafélðgs Reykjavíkur verður haldinn í Lídó annað kvöld (föstudag) og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Miðasala og borðpantanir afgreiddar í Lídó frá kl. 4-7 í dag. Stjórnin. Á krossgötum •r Framhald af 4. síðu. ★ KUNNINGI Á FERÐ í BÆNUM, Fuglalíf á íslandi er fremur fá- skrúðugt og hér í höfuðborginni er lítið um fugla utan þá sem heimilisfastir eru á Tjörriinni. Að vetrarlagi eru það helzt snjótitlingar og þrestir, en þó kemur fyrir að öðrum tegundum bregður fyrir. Nýlega átti ég leið um götu í Austurbæn- um. Heyri ég. þá allt í einu, að einhver ávarpar mig kunnúglega og lít í kringum mig, en sé eng-. an á götunni og held áfram. Aftur heyrist mér vera talað til mín handan yfir götuna, röddin dá- lítið rám og óskýrmaélt og orðaskil ógreinanleg, en kunnugleg eins og áður. Ég svipast um og situr þá ekki hrafn á þakburst í húsaröðinni rétt hjá mér og ávarpar mig svona kompánlega. Ég tek ofan hattinn, sem enginn var, í virðingárskyni, en krummi hefur sig til fiugs og stefnir í átt til fjálla. Varla líður á löngu úr þessu, að við getum boðið vorfuglana velkomna, og þótt þeir gefi kannski ekki miklar gjaldeyristekjur í aðra hörid, þá vona ég að allir, bæði börn og full- orðnir, taki vel á móti þeim og geri þeim sum- ardvölina sem ánægjulegasta. — Steinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.