Alþýðublaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 13
'Uiii ÍlðHt O. S. S. 117 Snilldar vel gerð og hörku- spennandi, ný, frönsk sakamála mynd. Mynd í stíl við Bond myndirnar. Kenvin Mathews Nadia Sanders. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. Sumarið með MONIKU Ein af beztu myndum Ingmar Bergmans. Harriet Andersson Sýnd kl. 9. FJÖUÐJÆ.M • ÍSAFIRDI EiNANGRUNARGLER FIMM ÁRA ABYItGÐ Söluumboð: SANDSALAN S.F. Elliðavogi 115. Sími 30120. Pósthólf 373. Massey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENDUR Nú er rétti tíminn tii a6 látá yfiríara og gers. við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonat hf. Síðumúla 17. sími 30662. Björn SveinJjjörnsson hæstaréttarlögmaður LÖ GFRÆÐISKRIFSTOF A Sambandshúsinu 3. hæð. Símar: 23338 — 12343. Framhaldssaga eftir Astrid Estberg ÉG ER SAKLAUS hvarf. Fuglarnir fóru að syngja. Leðurblaka flaug yfir himininn. Toppar trjánna urðu rauðleitir, náttúran beið eftir sólaruppkom unni. Og Merete svaf þarna inni. Hann elskaði hana. . . En hann varð að kvænast Louise. 15 KAFLI. Hákon og Merete fóru að synda fyrir morgunmatinn. Þegar þau komu í mat var Louise þar fyrir en Ulrik var ekki kominn. Er húsbóndinn ekki vaknaður enn? spurði Hákon. — Nei, hann sefur. Hann vakti lengi í nótt, sagði Louise afsak andi. Merete opnaði munninn til að segja að þau hefðu farið snemma að sofa en þagnaði svo og leit á Hákon. Hún hafði líka séð roð ann á vöngum Louise. Hún líktist brúður. Merete varð kalt. Þessi feimni Louise sagði meira en nokkur orð. Merete skammaðist sín og hún fann til megns við- bjóðs. Hún hafði hagað sér eins og flón. — Heyrðu Merete, sagði Há- kon, þegar þau fóru út eftir mat inn. — Ég skal útvega þér vinnu í Ameríku ef 'þú vilt. Þegar ég fer utan í haust á ég við. Merete dró andann djúpt. Henni fannst hún vera að kafna — Það er vízt bezt, sagði hún: — Ekki get ég verið (hér, — Nei, ekki ef þú elskar Ulrik því ég held að hann elski þig líka. Hann var afbrýðisamur í gær. En hann borðar greinilega heima. Fyrigefðu mér að ég er svona hæðinn. — Það er ágætt að vita sann leikann, sagði Merete. — Ég verð að fara að vinna. Hvað ætl ar þú að gera í dag? — Ég ætla í bæinn, sagði hann — Ég á erindi þar. Hann hafði lagt bílnum sínum fyrir framan aðalbygginguna. Merete gekk með honum í átt ina þangað. Ulrik kom út um dymar og gekk til þeirra. — Skollinn sjálfur, ég vildi ekki tala við hann, tautaði Há- kon. Merete lá við að hrópa þegar hún sá Ulrik. Hví var hann svona óhámingjusamur að sjá. Hann hefði átt að ljóma — eins og Louise. — Þakka ykkur fyrir í gær, sagði Ulrik. — Ætlið þið í öku- ferð? — Við? Hákon leit spyrjandi á hann. — Nei, ég fer einn. — Langar þig ekki með? spurði Ulrik Merete. Hann ætlaði víst að kaupa hringi. — Ne—ei. Svo það var ekki nauðsynlegt. Kannski Hákon hefði tekið mál af fingri hennar eða tekið með sér annan hring. — Timbraður? spurði Hákon hlæjandi. — Má é'g minna þig á að Merete vinnur hjá þér 'á skrif stofunni? Hann leit á Ulrik og Merete, Bæði jafn niðurbrotin. Veslings Merete, fyrst hafði hann komið illa fram við hana og svo varð hún ástfangin af Ulrik. Hún var sannarlega óheppin í ástamálum. Hverskonar maður var Ulrik eiginlega? Því leit hann út eins og allur hans heimur hefði hrun ið í rúst? Hann hafði Louise. 15 Vildi hann líka fá Merete? Það leit út fyrir að hann vildi bæði eiga kökuna sína og eta hana. — Ætlarðu ekki með? Merete hristi höfuðið. — Ég fer að vinna. Ulrik reyndi að brosa, en það mistókst. —Við sjáumst seinna, sagði Hákon. Það var gott að losna við þau, hugsaði hann. Hann ók af stað. Merete horfði ekki á eftir honum hún stóð og henni fannst enn hún tilheyra U1 rik og hann henni. í gær hafði henni fundizt þau tilheyra hvort öðru en svo. . . Roðinn í kinnum Louise, gleð in, sem ljómaði af henni. Feimn in og gætni í orðum. . . Hún hefði eins vel getað sagt það hreint út. Og orð Hákons: — Hann borðar heima. Hún leit á Ulrik og hló. En augu hennar voru svört og allt of gijáandi. Ulrik mátti ekki mæla. Þurfti hún að hata 'hann vegna þess að þau Hákon voru s'átt? Hvert fór Hákon? Því fór hann í dag? Ég vildi að hann kæmi fyrir kvöldmat, hugsaði Merete. Hún beið eftir bílhljóðinu allan daginn. En hann kom ekki. Það leið fram að hádegi og Ulrik gekk fram. Merete sat hreyfingarlaus, hún snéri í hann baki og hreyfði si'g ekki. Þannig hafði Birthe Eliassen setið þegar Merete kom fyrst til Ulrikslundar. — Það er matur, sagði Ulrik stuttur í spuna. — Takk ég hef ekki matar lyst, svaraði Merete jafn stutt aralega. — Því ekki? — Mér líður ekki vel. Svo henni leið ekki vel. Það hafði hann svo sem heyrt fyrr allt saman. Birthe Eliassen hafði líka hætt að mæta í mat. Hún hafði fundið upp á öllu mögu- legu til að losna við að mæta í mat. Síðast hafði hann óttazt að hún sýlti í hel. En Merete þráði víst bara Há kon. Hvernig yrði þegar hann færi? Hann stakk höndunum í buxnavasana og gekk yfir tún ið. Louise hafði sagt að Birthe Eliassen hefði orðið hálfbrjáluð af ást á honum. Birthe Eliassen hálfbrjáluð af ást? Það gat ekki verið rétt. Einhvers staðar var púslan sem vantaði í púsluspilið: — Komdu og borðaðu hjá mér, sagði Jensen allt í einu. Merete snéri sér á . stólnum. —• En kæri vinur. .. Hann leit á hana yfir gler- augun. — Konan mín eldar allt af meira en við borðum' sagði hann. — Komdu bara með. — Ertu giftur? spurði Mer- ete heimskulega. Hún hafði ver- ið viss um að hann væri pip- arsveinn og aldrei komið til hugar að spyrja hann um það. — Svo þú hélzf ég væri frír og frjáls? sagði hann stríðnis- lega og brosti. —Auðvitað. Ég ætlaði að fara að biðja þín. — Það kemur til með að gleðja konuna mína! — En - en ég get ekki bara farið með þér heim í mat, mót mælti Merete. — Ég sagði líka áðan að mér liði ekki sem bezt. — Ég heyrði það en Birthe Elíassen leið ekki alltaf sem bezt heldur, svaraði hann Merete leit undrandi á hann. — Var hún - ég á við. .. — Já, hún þurfti að þola eitt og annað. En komdu nú því konan mín verður reið ef hún þarf að bíða með matinn. Merete fór með. Hún var fegin að losna frá óðalssetrinu. .Hún dró andan léttar. Það var eins og að koma í annan heim, heim lausan við áhyggjur og erfiðleika. Ef hún gæti aðeins losnað við að sitja til borðs með Louise og Ulrik daglega. Hún gat ekki hugsað sér það en hún gat ekki heldur verið þekkt fyrir að fara fyr en Hákon hefði útvegað henni stöðu í Ameríku. Jensen bjó á gömlum bæ, sem Ulrik hafði látið gera upp og lagfæra. Þar var alit. sem hugurinn girntist, rafmagn frysti kista, ísskápur, útvarp og sjón varp og allt tandurhreint. Frú Jensen var feit og rauðhærð. Dóttirin var þrettán ára og lif andi eftirmynd föður síns og drengirnir tveir, sjö og níu ára skemmtileg blanda beggja for- eldra. Frú Jensen var ekki vitund undrandi yfir því að hann kom með gest heim. — Velkomnar! sagði hún að- eins. Kannski Jensen hefði haft tíma til að hringja og segja að hann kæmi heim með Merete? — Þakka yður kærlega fyrir! Ég vona að ég valdi yður ekki óþægindum með komu minni, sagði Merete. — Það gerið þér alls ekki. Ég vona að þér látið eins og þér séuð heima hjá yður, frú Jensen brosti hlýlega. Merete fannst hún frjáls. Það var langt síðan henni hafði liðið svona vel. Hérna töluðu allir saman og gerðu að gamni sínu, allt var tekið létt og það voru ekki broddar bak við orðin eins og hjá Louise. Hér var hún aftur hún sjálf. En hversvegna gat •hún ekki verið það á óðalinu? Af því að hún elskaði TTlrik? Af því að hún þurfti að gæta hverrar setningar, hvers svip- brigðis til að koma ekki upp hm sig? Eða af því að Louise var svo fullkomin? Það var kveljandi farg yfir öllu á Ulriks lundi. Hvað var hann að gera núna? Þau Louise voru víst hamingju söm yfir að fá að vera ein. Þau sátu víst og brostu hvort til annars eins og ástfangið fólk gerir gjarnan. Og það var hlýr glampi í augum Ulriks. Merete óskaði þess að hún þyrfti ekki að fara þangað aft- ur. Aldrei hafði matartíminn lið ið jafn hratt. Þegar þau Jensen «gengu að Ulrikslundi fannst henni skrefin erfiðari eftir því sem hún nálgaðist meira. Bíll kom eftir veginum. Það var Hákon. Hann nam staðar og opnaði dyrnar. — Inn með þig Merete! Ég þarf að tala við iþig, sagðt hann 'ákafur. Hann setti Jensen fyrst út úr bílnum og hélt svo áfram með Berete við hlið sér. Þegar hann nam staðar fyrir utan skrifstofubygginguna spurði hún: — Jæja? — Þú mátt ekki verða reið Merete, sagði Hákon. — Ég hef alltaf haft samvizkubit yfir að svíkja þig. Ég var svo hrifinn af þér og mér leið afar illa meðan ég liagaði mér - svona... Ég varð æstur yfir að þú vild- ir ekki viðurkenna, að ...-. — Að ég væri sek, skaut hún inn í. — Já - vitanlega var það rangt af mér en ég var svo ung- ur og heimskur og ég varð fyrir áhrifum af almenningsáhtinu - nú er ég sannfærður um að þú segir satt, því þú gazt nefnt ýmis smáatriði. Rödd manns- 6. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.