Alþýðublaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 7
MINNINGARORÐ:
BENEDIKT JAKOBSSON
/jb róttakennari
Á SPRENGISAND
Benedikt Jakobsson, íþrótta-
kennari varð bráðkvaddur 29.
marz sl. Hinum mörgu vinum og
kunningjum Benedikts kom frá-
fall lians mjög á óvart, en hann
var á 62. aldursári, er hann lézt.
Útför lians verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í dag.
Benedikt fæddist að Fosseli í
Suður-Þingeyjarsýslu 19. apríl
1905. Foreidrar hans voru hjón-
in Jakob Hallgrímsson og Helga
Benediktsdóttir. Benedikt dvald-
ist í föðurgarði fyrstu níu ár æv-
innar, en þegar móðir hans veikt-
ist flutti hann að Grenjaðarstöð-
um, sem vikapiltur til séra Helga
Hjálmarssoar.
Hugur Benedikts stefndi
snemma til mennta, en fjármunir
voru litlir í þá daga og erfitt um
vik. Hann stundaði nám í liéraðs-
skólanum að Breiðumýri, sem var
eins konar undanfari Laugaskóla.
Haustið 1923 innritaðist Bene-
dikt í búnaðarskólann að Hvann-
eyri, en þar kynntist hann ýms-
um mönnum, sem höfðu mikil og
góð áhrif á hinn unga og glæsta
mann.
Einn af kennurum skólans var
Þorgils Guðmundsson, íþrótta-
kennari, en hann var íþróttamað-
ur góður. Þorgils hvatti Benedikt
mjög til að gerast íþróttakennari.
Þar komst Benedikt fyrst í kynni
við íþróttirnar og þar var kveikt-
ur sá neisti, sem lifði með hon-
um alla ævi.
Benedikt hélt til Reykjavíkur
og stundaði þar ýms störf, en í-
þróttaneistinn, sem kveiktur var
að Hvanneyri, náði stöðugt meiri
tökum á liinum unga og gjörvu-
lega manni. Hann tók þátt í í-
þróttanámskeiði, sem UMFÍ og
ÍSÍ gengust fyrir veturinn 1926 —
’27. Þar kynntist hann ýmsum á-
hugamönnum um íþróttir, m.a.
Jóni Þorsteinssyni, sem hvatti
hann mjög til að leggja stund á
frjálsíþróttakennslu.
Haustið 1929 sigldi Benedikt
til Stokkhólms og innritaðist í
GCI (Gymnastiks Central Insti-
tut), sem þá var einn merkasti í-
þróttaskóli Evrópu. Þar stundaði
hann nám í þrjá vetur og auk
náms í íþróttakennslu, lagði Bene-
dikt mikla rækt við sjúkraleik-
fimi og nudd.
Að loknu námi við GCI kom
Benedikt heim og haustið 1931
tók húnn við af Birni Jakobssyni
sepi fimleikakennari hinna þekktu
ílokka ÍR. Ilann var kennari hjá
ÍR til 1934, en réðist þá til KR
og var kennari þess félags í nær
öllum greinum íþrótta. Mesta al-
úð lagði Benedikt þó við frjálsar
íþróttir og fimleika.
í febrúar 1932 gerðist Benedikt
íþróttakennari Háskólans og sá
um líkamsrækt háskólaborgara
til dauðadags.
Auk kennslu hjá KR og Há-
skólanum þjálfaði Benedikt fjöl-
mörg landsiið, og flokka á Evr-
ópu- og Olympíumót. Þing og ráð-
stefnur sótti hann um íþróttamál
og þjálfun. Árið 1962 hlaut Bene-
dikt styrk frá Raunvísindadeild
Háskólans til að sitja þing, sem
Sameinuðu þjóðirnar stóðu að.
Benedikt Jakobsson var sannur
hugsjónamaður. Hann taldi fátt
betra fyrir uppvaxandi æsku, en
hæfilega iðkun góðra íþrótta. í
viðtali, sem undirritaður átti við
Benedikt sextugan sagði hann
m.a.:
„íslendingar hafa ekki enn
gert sér nægilega grein fyrir
gildi íþrótta í nútíma þjóðfélagi.
Meirihluti menntamanna þjóðar-
innar gerir sér ekki grein fyrir
þýðingu íþrótta, svo að ekki er
von, að almenningur geri það.
Tökum Bretland sem dæmi, þar
þykir sjálfsagt að iðka einhverja
íþrótt. Kennarar og nemendur
brezkra skóla, jafnt æðri skóla
sem annarra, telja ekkert eðli-
legra en leggja stund á íþróttir,
þar eru íþróttir almenningseign.
Á þessari vélaöld vex stöðugt
gildi íþrótta.‘“
Á öðrum stað í sama viðtali
segir Benedikt:
„Það þarf að efla íþróttirnar
mun meira innan skólanna. Kenn-
ararnir þurfa helzt að vera í
tengslum við hina frjálsu íþrótta-
hreyfingu. Það þarf að haga í-
þróttakennslunni þannig, að æsk-
an sækist eftir íþróttaiðkun. Ein
klukkustund á dag í íþróttaiðkun
í skólunum ætti að vera lágmark“.
Hugur Benedikts var ávallt þar,
sem hann gat orðið uppvaxandi
kynslóð til heilla., Einn af síðustu
dögum ævinnar var hann aðal-
starfsmaður og stjórnandi eins
fjölmennasta skólamóts í frjáls-
íþróttum, sem hér hefur farið
fram.
í samtali við Benedikt eftir það
mót lét hann í Ijós mikla ánægju
með mótið, taldi það spor í rétta
átt. Ef vel gekk í íþróttunum
geislaði Benedikt af ánægju.
Ilann taldi ekkj eftir sér tímann
sem fór til íþróttanna. Benedikt
var ekki í hópi þeirra, sem al-
heimti daglaun að kveldi, enda
voru þær ófáar klukkustundirnar,
sem hann veitti íþróttafólki leið-
sögn, endurgjaldslaust. Benedikt
fékk sín laun aðallega í góðum
árangri og reglusemi íþróttafólks
ins.
Ég tel það mjög mikils virði
að hafa átt þess kost að kynnast
Benedikt Jakobssyni. Hann var
ávallt hreinn og beinn og hélt
skoðunum sínum fram af einurð
og drenglyndi. Síðasti þátturinn
í samstarfi okkar Benedikts, sem
var allnáið síðustu árin, var er
við vorum í fararstjórn flokks
tugþrautarmanna, sem kepptu í
Svíþjóð sí. haust. Það var létt
verk að vera fararstjóri með Bene
dikt við hlið sér. Þekking hans
og reynsla ásamt einstökum sam-
starfsviíja gerði þá för ánægju-
lega.
Við fráfail Benedikts Jakobs-
sonar á íslenzk æska og íþrótta-
hreyfingin í heild að baki að sjá
einum sínum bezta forystumanni.
Manni, sem ætíð var boðinn og
búinn til að veita þá leiðsögn sem
hentaði, hvort heldur var á sviði
íþróttakennslunnar eða félags-
mólanna. Margþætt þekking hans,
regluscmi, dugnaður og fórnfýsi
gerði honum kleift að ná þeim
bezta árangri, sem náð varð á
hverjum tíma.
Fyllstu samúðarkveðjur eru
sendar eiginkonu Benedikts, Gyðu
Erlendsdóttur, svo og börnum og
öðrum ættingjum.
örn -Eiðsson.
' t
Árið 1934 kom til starfa hjá
Knattspyrnufélagi Reykjavikur
ungur íþróttaþjálfari, einn af fá-
um, sem á þeim árum hafði
gerzt svo bjartsýnn að gera í-
þróttakennslu að aðalstarfi sínu
og fara utan til sérstakrar mennt
unar á því sviði.
Þessi maður var Benedikt Jak-
obsson, sem í dag er kvaddur
liinztu kveðju og til moldar bor-
inn.
Benedikt réðst til félagsins
einkum sem fimleikakennari og
frjálsíþróttaþjálfari, en kenndi
auk þess einnig fleiri greinar.
Það varð brátt ljóst, að það
hafði verið félaginu hin mesta
gæfa að ráða þennan unga mann
til starfa, því að hann reyndist
afburða góður þjálfari, sem bezt
sér á því, að KR hefur undir
handleiðslu hans jafnan átt á
að skipa harðsnúnu liði frjáls-
íþróttafólks, sem oftast' hefur
farið í fylkingarbrjósti íslenzkra
frjálsíþróttamanna og kvenna
hér á landi. Þá eru ótaldir allir
þeir sýningarflokkar í fimleik-
um, sem undir hans stjórn hafa
borið hróður félagsins og stjórn-
anda síns bæði innanlands og
erlendis.
Auk þess að vera aðalþjálfari
Framhald á 15. síðu.
Hallgrímur Jónasson :
ÁRBÓK 1967
Á Sprengisandi
Ferðafélag íslands
Reykjavík 1967, 200 bls.
FERTUGASTA ÁRBÓK Ferða-
félags íslands er nýkomin út og
fjallar um Sprengisand. Höf-
undur bókarinnar er liinn
kunni ferðamaður og fararstjóri,
Hallgrímur Jónasson, kennari.
Ferðafélag íslands hefur nú í
stórum dráttum lokið lýsingu
sinni á byggðum og öræfum
landsins, þótt einstökum stöðum
þurfi að gera ítarlegri skil og
endurskoða lýsingu annarra.
Félagið markaði þegar í upp-
hafi stefnuna í útgáfustarfsemi
sinni, þ. e. að gefa út ferðalýs-
ingar, leiðarvísa og uppdrætti,
og strax í fyrstu árbókinni, sem
út kom árið 1928, er að finna
leiðarlýsingu ásamt uppdrætti
af Þjórsárdal. Síðan hefur hver
•árbókin rekið aðra og ekki ver-
ið hvikað frá hinni upphaflegu
ákvörðun, staðfræði og leiðar-
Iýsingar hafa setið í fyrirrúmi
í mismunandi ítarlegri útfærslu.
Þetta er þegar orðið mikið og
merkilegt verk og í heild ná-
kvæmasta íslandslýsing, sem
við eigum.
Á Sprengisandi er með líku
sniði og fyrri árbækur félagsins,
í senn staðarlýsing og leiðarlýs-
ing með ívafi af þjóðsögum og
ferðasögum, gömlum og nýjum,
ásamt kvæðum og kviðlingum,
sem á einhvern hátt eru tengd
Sprengisandi.
Þáð er fráleitt vandalaust
verk að skrifa bók af þessu tagi,
þannig að hún verði ekki þurr
og þreytandi aflestrar, enda á
svona bók fyrst og fremst að
vera uppsláttarrit. Samt held ég,
að enginn ætti að þurfa að sál-
ast úr leiðindum við lestur
hennar, enda vita þeir, sem
ferðast hafa með höfundinum,
að hann hefur sérstakt lag á að
segja vel og eftirminnilega frá.
Hann er heldur ekki neinn við-
vaningur við skrifborðið, hefur
sem kunnugt er samið árbók
Ferðafélagsins um Skagafjörð
og auk þess nokkrar ferðabæk-
ur, sem notið hafa almennra
vinsælda.
Hallgrímur Jónasson er flest-
um kunnugri á Sprengisands-
leið. Hann hefur ótal sinnum
átt leið um Sandinn með ferða-
mannahópa að sunnan og norð-
an, en auk þess farið þangað
sérstakar könnunarferðir eftir
að hann tók að sér að semja ár-
bókina fyrir Ferðafélagið. Hann
liefur lesið og kynnt sér bækur
og annað, sem ritað hefur verið
um Sprengisand, og átt viðtöl
við ýmsa núlifandi menn, sem
kunnugir eru á þessum slóðum.
Hann þekkir þetta því allt eins
og göturnar í Skerjafirðinum og
gæti eflaust gengið blindandi
yfir Sprengisand án þess að vill-
ast, þótt honum væri snúið í sjö
hringi áður en hann legði af stað.
Ég mundi þess vegna ekki reyna
að reka ofan í hann, þótt ég
þættist finna einhverja vitleysu
i bókinni, af liræðslu við að vit-
leysan væri mín megin. Við
lauslegan yfirlestur hef ég raun-
ar enga fundið.
Eitt atriði langar mig þó til
að gera athugasemd við, þótt það
skipti í raun og veru lillu máli.
En það er sú tilgáta bókarhöí-
undar, að hin alkunna vísa
Kristjáns Fjallaskálds, ,-,Yfir
kaldan eyðisand,” sé kveðin á
Sprengisandi. Þar er ég á
annarri skoðun. Ekki er óalgengt
að skáld yrki um ákveðha staoi
án þess að vera þar á ferð.'jafn-
vel þar sem þau hafa aldrei
komið, og eru nærtæk dæmia
af þessum slóðum, nægir að
minna á Tómasarhaga Jónasar
Hallgrímssonar og melgrasskúf-
inn hans Jóns Helgasonar í
Vonarskarði, sem raunar hefur
aldrei fundizt, en hvorugur
þeirra hafði komið á staðinn,
sem um var kveðið. En hér kem-
ur fleira til. Þeir, sem æittlivað
hafa fengizt við að klambra
saman^vísu upp á gamla^mátann,
vita að rímið heimtar sitt.
Kristján hefur trúlcga byrjað
á seinnipartinum, eins og venju-
legast er, og auðvitað varð þá
ekki á betra orð kosið en „sand”
til að fullnægja rímþörfinnl.
Mér þykir langlíklegast’ að
Kristján hafi hvorki ■’ kveðið'
vísuna á Sprengisandi né nokkr-
um öðrum sandi, heldur milli
rekkjuvoða hér I höfuðstaðnum
að afstöðnu svo sem hálfsmán-
aðar fylliríi, og ekki só heldui*
átt við neinn sérstakan sand í
vísunni, lieldur í líkingum taJ-
að, symból. Svona -:lagaður
timburmannakveðskapun er víst
ekki óalgengur. 3
Sprengisandur er einnlaf elztu
fjallvegum landsins, lqngst af
fáfarinn og þó misjafrilega. Á
síðustu áratugum hafti orðið
þáttaskil í umferð um Sandinn.
Ferðamannahópar í \ stórum
langferðabilum hafa lsgt leið'
sína um þennan forna.;fjallveg
6. apríl 1967
Frh. á 10. siðu.
♦
ALÞÝÐUBLAÐIÐ J