Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 1
Fjögurra herbergja
íbúð á 663 þúsund
Reykjavík — KB
Undanfarnar vikur hafa orðið
allmikil blaðaskrif um verðlag
á húsnæði og hafa verið dreg-
in fram dæmi um það mis-
ræmi, sem oft er á raunveru-
legu kostnaðarverði íbúða og
söluverði þeirra. Sérstaka at-
hygli (hefur vakið frétt um lágt
verð á íbúðum- í sambýlishúsi,
sem Byggingarfélag sjómanna
og verkamanna hefur reist við
Reynimel í Reykjavik, en þar
er áætlað að 4 herbergja íbúð
kosti um 680 þúsimd krónur,
sem er miklu lægri upphæð en
söluverð sambærilegra íbúða
væri á frjálsum markaði.
Býgging sem þessi mun þó
ekki vera neitt einsdæmi. Al-
þýðublaðið hefur aflað sér upp
lýsinga um kostnaðarverð á f jöl
býlishúsi, sem Byggingarfélag
Framhald á 14. síðu
ÞINGLAUSNIR eiga að fara fram í dag, og lýkur þar með sögu
legu þingi, hinu síðasta fyrir kosningar 1967. Miklar annir hafa
verið á þinginu undanfarna daga og stóðu fundir í gærkvöldi fram
á nótt. Umræðnr voru allmiklar um ýmis mál, en samkomulag mllli
stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um framgang stærstu mála.
Höfðu framsóknarmenn um skeið uppi mál-
þóf til að tefja eitt frumvarp, en um það náðist einnig samkomu-
lag.
í gær og í nótt var mest fjallað um eftirfarandi mál, og var búizt
við, að flest þeirra yrðú að lögum, áður en nótt væri úti:
20 ÁRA KOSNINGAALDUR var samþykktur einróma. Þeir,
sem vilja 18 ár létu af andstöðu til að tefla ekki frumvarpinu
í hættu.
■fr SKÓLAKOSTNAÐUR — mikill lagabálkur um framkvæmd skóla
mála með stórmerkum umbótum á ýmsum sviðum. Deilur ura
héraðsskólana leiddu til þess, að þeir voru teknir út úr frum-
varpinu.
HAFNALÖG eru nýr bálkur um hafnaframkvæmdir með mikl-
um breytingum til bóta og stórauknu ríkisframlagi til hafnar-
gerðar sveitarfélaganna.
■j^ ORKULÖG eru enn einn stórbálkur, sem gerbreytir skipan
raforkumála ríkisins.
■£ RITHÖFUNDAR fá samkvæmt frumvarpi um almenningsbóka
söfn greiðslur fyrir útlán bóka þeirra í söfnum.
SAMTÖK SJÓMANNA fá 0,79% af útflufningsgjaldi sjávar-
afurða, eins og útvegsmenn liafa lengi fengið.
HEIMILAÐ er í frumvarpi að krefja stjórnendur stóirirkra
vinnuvéla um próf eða tiltekna reynslu í starfi.
125 MILLJÓNA skuldabréfalán verður boðið út af ríkissjóðl
til margvíslegra framkvæmda í landinu.
SÍLDARYERKSMIÐJUR RÍKISINS fá tvo viðbótarmenn í
stjórn, annan fulltrúa sjómanna, hinn útvegsmanna.
SJÓMENN á öðrum skipum en farþegaskipum fá 500 Itr. ð
mánuði í skattafrádrátt.
Slegizt á lögreglustöö
Rcykjavík, — Hdan.
Sá einstæði atburðnr átti sér
stað í fyrrakvöld á Akranesi, að
ráðizt var á lögreglumann, þar
Deila um
úrskurðinn
Bæjarstjórnarfundur var hald-
inn í Hafnarfirði í gær síðdegis og
kom þar til uimræðu úrskurður fé-
lagsmálaráðuneytisins, þar sem
fjárhagsáætlun bæjarins fyrir ár-
ið 1967 var úrskurðuðu ógild
vegna galla á uppsetningu og af-
Igreiðslu. Voru þetssar umraííur
allheitar með köflum en vegna
rúmleysis í blaðinu og þess, hve
lengi fundurinn stóð, verður frek-
ari frásögn af honum að bíða næsta
dags. ' i j .-l
sem hann var einn á lögreglustöð
inni og þurfti hann að beita
kylfu tii að ráða niðurlögum ár-
lásarmannsins.
Samkvæmt frásögn Björns H.
Björnssonar varðstjóra, sem var
á vakt um kvöldið ásamt tveim
lögreglumönnum, kom drukkinn
maður á lögreglustöðina laust
fyrir kl. 23 og bað um að sér
væri ekið niður á bryggju. Sagð
ist Björn, sem var að fara út í
eftirlitsferð ásamt öðrum lögreglu
manninum, hafa vísað honum út
og jafnframt sagt honum, að bezt
væri að hann færi heim því að
öðrum kosti yrði lögreglan að
geyma hann um nóttina.
Virtist maðurinn taka þessu vél
og hvarf á brott. Skömmu síðar
birtist hann á ný á lögreglustöð-
inni og var þá Fróði Einarsson
lögreglumaður þar einn- fyrir. Ósk
aði maðurinn enn eftir því að
sér yrði ekið, en þar sem ekki
var orðið við þeirri ósk hans,
réðst hann að Fróða. Upphófust
nú miklar sviptingar, sem stóðu
all lengi og var það ekki fyrr en
Fróði náði við illan leik að berja
manninn með kylfu í höfuðið að
hann lét sér segjast og slapp út.
Fróði hafði síðan samband við
hina lögreglumennina, sem fundu
manninn von bráðar á heimili
sínu. Hafði hann skorizt á höfði
við átökin og var gert að sárum
hans í Sjúkrahúsinu. Fróði Einars
son slapp að mestu ómeiddur,
nema hvað hann var skrámaður
og marinn á handleggjum. Það var
eins og í sláturhúsi á lögreglu-
stöðinni eftir átökin, blóðslettur
út um allt gólf og húsgögn og
annað úr lagi farið.
Sameinað þing afgreiddi fjáraukalög, og vegaaætlun og þingsalykt-
unartillögur um dvalarheimili aldraðs fólks, þungaflutninga í snjó,
samgöngur yfir Hvalfjörð, veg um Fjarðarheiði, staðgréifislu opin-
berra gjalda og 1100 ára afmæli
ÍSLENZK SÍLD
í frétt frá NTB segir að mikill
hlnti af íslenzku síldarframieiðsl-
unni, frá sl. ári, sem seld hafi
verið út til Norðurlandaima, hafi
reynzt gölluð.
Mikill hluti af síldinni var rot-
inn og var fýla af Ihenni, segir í
nörska dagblaðinu Bergens tid-
ende. Kaupmennirnir voru sam-
dóma um að síldin hafi ekki ver-
ið meðhöndluð á réttan hátt, eft-
ir að hún 'hafi verið sett í tunn-
urnar, en sOdin reyndist of sam-
anþjöppuð í tunnunum.
Hluti af þeirri Íslandssíld, sem
íslandsbyggðar.
ÚNÝT VARA
norsku niðursiíðuverksmifljiumar
hafa keypt upp á síðkastið hefur
reynzt með öllu ónothæf. Hefur
seljendunum hérlendis horizt
krafa frá norskum niðursuðuverk-
smiðjum varðandi þessa gölluðu
síld.
Blaðið leitaði núnar upplýsiniga
hjá Gunnari Flóvenz, framkvstj.
Síldarútvegsnefndar og forraánni
hennar Erlendi Þorsteinssyni;’ en
þeir vörðust allra fregna og kváð-
ust ekkert geta sagt á þessu stlgi
málsins. Sagði Eriendur ,að enn
stæðu yfir málaferli út af þessu
og væri nú verið að vinna í þvi.