Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 4
 Eitstjóri: Beiicdikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Augiýsingasíml: 14906. — Aösctur: Alþýöuhúsiö viö HverXisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. — Áskrlftargjald kr. 105.00. — i lausa* sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgeíandi: Aiþýðuflok'kurinn. Listamannal aun GYLFI Þ. GÍSLASON hefur gegnt embætti mennta málaráðherra á ellefta ár. Á þessu tímabili hefur verið meira gert á sviði listanna en nokkru sinni fyrr, og viðhorf rík'isvaldsins til listamanna hefur -gerbreytzt. Deila má um gildi þeirra listaverka, sem hver kynslóð skapar, en um hitt verður ekki efazt, að undanfarinn áratug hafi alþýða manna í landinu ■notið fjölbreyttari og meiri ávaxta listanna í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. Eitt verkefni hefur lengi vafizt fyrir Alþingi og ráðamönnum. Það er að finna viðunandi skipan á úthlutun þeirra listamannalauna, sem ríkið veitir ár hvert. Um skeið hefur þingið kosið til þess nefnd á hverju ári, og hefur sú skipan ekki þótt vera til frambúðar. Á þessum vetri tókst Gylfa Þ. Gíslasyni að ná víð- tæku samkomulagi við samtök listamanna um frum- varp til nýrra laga um listamannalaun. Var flutt um málið xstjórnarfrumvarp, sem Alþingi hefur nú afgreitt sem lög. Er þetta merkur áfangi og ber að vona, að þessi skipan reynist vel. Um hana er meiri og betri samstaða en áður hefur fengizt um þessi mál, og er því ástæða til að vona, að þessi lausn menntamálaráðherra á áralöngu vandamáli reynist farsæl. Höfundar og bókasöfn UNDANFARIN ÁR hafa listamenn náð miklum ár- angri í sókn sinni til sanngjarnra launa fyrir verk sín, sérstaklega þau sem hægt er að endurtaka eða endu.hjóta. Tónskáldin hafa náð miklum árangri með STEFI, samtökum um flutningsrétt. Ríkisútvarpið eitt greiðir því til dæmis um 4 milljónir á ári, enda notar það geysimikla tónlist í hljóðvarpi og sjónvarpi. Rithöfundar hafa lengi bent á, að þeir fái engar greiðslur fyrir þúsundir lesenda, sem taka bækur •þeiira að láni úr bókasöfnum. Slíkur lestur hlýtur að krms að nokkru leyti í stað kaupa á viðkomandi bólíum. Flefur lengi reynzt erfitt að finna fram- 'lívæmanlega lausn á þessu máli. Nú heíur Alþingi samþykkt stjórnarfrumvarp, sem menntamálaráðherra flutti um þetta efni. Greiðsla til höfimda mun teljast sem annar kostnaður við bókasÖfnin, eins og eðlilegt er, og skiptast milli ríkis og sveitarfélaga. Er hér ekki um miklar fjárhæðir að ræða, en öllu mikilsverðari viðurkenningu fyrir íslenzka rithöfunda. 4 19. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ mm mm á krossgotum SJÓNVARPINU ÞAKKAÐ. „Sjónvarpsglápandi" skrifar: „Flestir held ég, að séu ánægðir með íslenzka sjónvarpið og gegnir í rauninni furðu vel það fyrirtæki hefur tekizt og mega þeir sem for- dæmdu það muna hvílíku moldviðri þeir þyrluðu upp í sambandi við. stofnun þess. ÍÉg verð þó að segja að mér finnst að meira megi vera af íslenzku efni og helzt skemmtiefni, því ekki er um auðugan garð að gresja hjá okk- ur. Síðastliðið föstudagskvöld brá þó lieldur en ekki til hins betra, þá hóf í sjónvarpinu göngu sína nýr íslenzkur skemmtiþáttur, flutt var bráð skemmtilegt (og napurt) smáleikrit og fengu marg ir þar óþvegna ádrepu, hópur af börnum undan Eyjafjöllum fluttu nokkur lög, af svo mikilli snilld, að gaman var að, sýndur var dans og hjól- reiðapar skemmti og síðast en ekki sízt kynnti Bryndís Schram mjög smekklega. Sérstaklega fannst mér fyrsta atriðið fallegt, er hún söng og dansaði. Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir þennan þátt og vona að fleiri eigi eftir að fylgja og mun ið að efnið á að vera íslenzkt, ekki erlend stæling, svo sem léleg eftirlíking af Keflavíkursjónvarp- inu. Það er engum vafa bundið að við getum lagt til efni sjálfir, og ég vonast eftir öðru slíku kvöldi sem llra fyrst.“ + MEIRA INNLENT EFNI. „Sjónvarpsglápandi" mælir hér áreiðanlega fyr fyrir munn margra. Almenn ánægja virðist vera með íslenzka sjónvarpið, og það hefur raunar far ið fram úr öllum vonum. meira að segja hinna bjartsýnustu. Slíkt ætti að vera góð uppörvun fyrir þá, sem við sjónvarpið starfa og hafa ef til vili búizt við misjöfnum dómum eins og gengur, því að öll byrjun er erfið. Flestir munu einnig geta r þau orð bréfri að hafa sem mest af vönduðu innlendu efni, ,og vonandi er, að sjónvarpið sjái sér það fært í fram tíðinni. — Við þökkum bréfið. — Steinn. Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900 MEGRUNARKEXIÐ FÆST MEÐ: OSTABRAGÐI SITRÓNUBRAGÐI VANILLUBRAGÐI APPELSÍNUBRAGÐI A SUKKULAÐIBRAG ÐI EITTHVAÐ FYRIR ALLA ÚTSÖLUSTAÐIR: A P Ó T E K I N LIMMITS - TRIMETTS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.