Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 16
UM ALLT OG EKKERT t>að var leiðinlegt, þetta sem gerðist í Lidó um kvöldið. Satt að segja gat ég ekki annað en vor- kennt aumingja fatafellunni, yfir l>ví, að einhver óprúttinn náungi skyldi vera að ræna hana flíkun- fxm — og þa'ð brjósthaldaranum. Nú vaknar sú spurning hjá mönn um, thvaða not þessi maður mundi íiafa fyrir brjósthaldarann. Hvað tim það, það er alltaf leiðinlegt, (þegar fólk fellir fötum í mesta sakleysi, að það megi ekki hafa sín föt í friði. ■Fyrst farið er að ræða um %Iæðnað hins veika kyns, þá mætti Og geta þess, að nú virðist vera að draga úr vinsældum stuttu pils anna. Menn virðast ekki lengur náttúraðir fyrir svona lagað. Nema 4>á helzt þegar frægar kynbomb- ur klæðast afar stuttum pilsum Og ganga svo kannski uppí þing- hús, eins og gerðist hjá Bretum um daginn. Það væri ekki ama- legt, ef sams konar fyrirbrigði ætti sér stað hér á landi. Senni- lega yrði þá að fresta kosningun- um, þar eð ekki mundi takast að afgreiða nógu mörg mál, áður en til þeirra kæmi. Um daginn rákumst við á all sérkennilega og merka ljóðabók, sem okkur minnir að hafi hlotið nafnið Nakin orð eða eitthvað, í þá áttina. Okkur baksíðumönnum datt þess vegna í hug að gefa út ljóðabók, sem mundi þá bera nafn ið Stígvélaðar setningar. Hún yrði ábyggilega vinsæl. Gagnrýn- endurnir mundu hrósa henni á hvert reipi og hefja hana til ský- anna. Eitt Ijóðið mundi hljóða eitthvað á þessa leið: Þú komst inní líf mitt á stígvéluð- um vængjum tímans. [ I r II ' r- Minni Reykjavíkur í Reykjavík býr gott og fallegt fólk og fiskimannaþjóð, þar finnast einnig ótal skáld sem ég, er yrkja nóbelsljóð. Og engin borg á blárri fjallahring, jafn blóðrautt sólarlag, og hvergi í heimi finnst jafn falleg borg, jafn falleg borg í dag. Og engin borg er betri en Reykjavík með banka og kirkjufans og okkar gömlu góðu leikhúsmennt og Guðlaug Rósinkranz og indæl hús og tún og tré og- blóm og timburmannastétt og persilklukku, er amstrar ár og síð, en aldrei gengur rétt. Og engin borg á aðra eins bæjarstjórn, sem alvalds stjórn er lík. Og hvergi er minna hitaveitufrost en hérna í Reykjavík. Og Reykjavík á Ingólf Arnarson, hvers aldrei hróður deyr. Og ekki nokkur nokkur önnur borg á neinn á borð við Geir. og saungst Ijúflingsljóð á livolf- þaki ástarinnar. Ég heyrði rödd þína sem fjær- lægan vorsaung og gleðin fyllti brjóst mitt rós- rauðri ástravímu. Hver heilvita gagnrýnandi (þeir eru að vísu fáir) mundi sjá að hér væri komið eitthvert stórkost legasta skáld þjóðarinnar fram á sjónarsviðið. Svo við sleppum öllu gamni, >á vildum við minna fólk á það, að sumardagurinn fyrsti er í nánd og því siðustu forvöð fyrir menn að komast í sumarskap. Annars hefur veðrið verið ósköp vetrarlegt undanfarið, menn hafa þurft að klæða sig eins og um liá- vetur væri að ræða. Vonandi verður þar breyting á og Vetur konungur iiverfi á burtu hið bráð- asta. Fyrst á annað borð er farið að minnast á sumardaginn fyrsta, þá vildum vér baksíðumenn endilega að skemmtidagskrá þessa dags yrði breytt. Það eru alltaf sömu skemmtiatriðin úpp aftur og aft- ur, sama skrúðgangan aftur og aftur. Þessu ber að breyta og vild um vér, að reynt yrði að fagna sumrinu á einhvern annan hátt. Ef svona yrði haldið áfram til lengdar gæti farið svo, að menn færu að kvíða fyrir sumardegin- um fyrsta og væri hann þá því miður ekki eins kærkominn og ella. spdug — Bull og þvæla. Æskan í dag er ckkert verri en við vorum. — Því miður, frú. Þér vcrðið að kaupa báða. Annar talar bara kínvcrsku og hinn þýðir. Þau tvö eru veikar og ráff- þrota mannverur, dauffinn öskiar sinfóníu vitisvélanna í eyru þeirra, og þau leita hælis saman — í hjónarúm- inu. Efnbskrá kvikmyndahúss Mér brá þegar ég sá Nordisk kontakt, blaff Norffurlanda- ráðs, en þar stóff aff íslenzk- ir jafnaffarmenn vildu lækka kosningaaldurinn niffur í 8 ár. Þeir ætla aff sýna Jeppa á Fjalli í Þjóðleikhúsinu. Mér er spurn, livort er þaff Austin effa Landrover? Alltaf eru karlmeiw eins. Stela brjóstahaldara af kven- manni ... J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.