Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 13
KSMmlOíCSBÍD Synir frumunnar Hörkuspennandi ítölsk litmynd. EndursÝnd kl. 5, 7 og 9. Den stenne, síærlta og uafrystelige krigsfiloi om helvedeti junglen p5 , gen Leyte iforáret 1345 Fræg japönsk kvikmynd. Leikstjóri, Kon lohikawa. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 1G ára. Koparpípur og Rennilokar. Fittings. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3. Síml 3 88 40. IViassey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENBUR Nú er rétti tíminn tfi a6 láta yfirfara og gera við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-víð- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonar hf. Síðumúla 17. sími 30662 v fin n mtjarsjfjo S.ÁRS. m Framhaldssaga eftir Astrid Estberg ÉG ER SAKLAUS Vissi fólk, hvað hafði komið fyr- ii' hana? Sennilega sumii'. Fólk mundi vel eftir slysum annarra. Merete hataði allt þjóðfélagið, slúðrið, forvitnina. . . Hún hélt með báðum höndum um vatns- slönguna og sá um að vatna blómunum jafnt og vandlga. Ef einhver þessara andstyggilegu kerlinga kæmi til að kaupa á- vexti eða agúrku ætlaði hún að sprauta beint framan í þær. Dyrnar að baki hennar opnuð- ust. Hún leit við. Það var Há- kon. Hún brosti og hann brosti og hún skrúfaði fyrir vatnið. Hann gekk til hennar með út- breiddan faðminn. — Til hamingju. Vilhelmsen játaði. Þú ert hrein sem snjór. Hann faðmaði hana og þrýsti henni að sér. — Er það satt? spurði hún ijómandi. — En hve ég er ham- ingjusöm. Kemur það í blöðun- um? — Hvort það gerir. Með öðr- um orðum, Ulrik les það. Hákon gretti sig. — Ég skal vera svo göfuglyndur að segja honum það sjálfur ef þú vilt. Gleðin dó í augum Merete. — Nei — það skiptir ekki máli. — Eins og þú vilt. En ég hringi til Karlsens yfirlögreglu- þjóns eftir nokkra daga til að vita, hvort eitthvað hefur verið rannsakað á óðalsetrinu. — Gerðu það, svaraði hún. — Ég get það ekki. Ég vil að allt sé upplýst svo ég geti farið til Ameríku án þess að skuggar séu á fortíð minni. Ég vil gjarnan komast sem fyrst af stað. — Ég skil það vel, sagði Há- kon. — En gætirðu ekki hugsað þér að við tvö — ég og þú. . . — Ekki enn a.m.k. 23. KAFLI Jensen ræskti sig taugaóstyrk- ur þegar lögreglubíllinn ók upp að óðalinu. Karlsen yfirlögreglu þjónn og tveir yngri lögreglu- menn stigu út. Jensen gekk út til að taka á móti þeim. Hann fór með lögregluþjón- ana að skrifstofudyrunum og barði á þær. — Já, sagði Ulrik — Kom inn, en hann reis úr sæti sínu, þegar dyrnar opnuðust og lögreglu- Ulrik hafði grennst og sól- mennirnir gengu inn. brennt andlit hans var fölara. — Hvað er að? spurði hann. — Það er viðvíkjandi pen- ingunum sem liurfu á útborg- unardegi hér í Ulrikslundi. — Ég hef ekki kært það, sagði Ulrik hvasst. — Hversvegna gérðuð þér það ekki? Ulrik hugsaði sig smástund um. Hvað kom lögreglunni þetta við? Hann elskaði Merete og vildi ekki að hún yrði handtekin. — Af einkaástæðum, svaraði hann. Karlsen lögregluforingi leit á óðaleigandann. Svona lá þá í málinu. Nú skildi hann allt. — Var það til að verja ungfrú Ravnsborg? Ulrik kinkaði kolli. — Já og þar sem þetta voru mínir pen- ingar leyfðist mér víst að láta málið niður falla. — Rétt. — Hver kærði þá? — Ungfrú Ravnsborg. — Merete. . . hún. . . hvernig þorði hún. , . — Hún þorði víst naumast að 23 láta málið niður falla þar sem hún var ákærð fyrir dauðsfall fyrir fáeinum árum. Nú er bú- ið að upplýsa það mál. — Er það virkilega? Gerði hún það ekki? — Nei. Vissuð þér það ekki? Ulrik hristi höfuðið. — Frú Rasmussen lofaði að skila þessu til ungfrú Ravnsborg en lét það vera. Ég hélt að hún hefði a.m.k. minnst á það við yður. — Vissi Louise að Merete var saklaus? — Hvernig gat hún gleymt að skila svo mikilvæg- um skilaboðum til hennar? — Ættum við ekki að spyrja hana sjálfa? sagði yfirlögreglu- þjónninn. Hann reis á fætur. — Það er líka annað, sem okkur langar til að spyrja hana um. Eru margir lyklar að peninga- skáp yðar? — Já, það er varalykill í gamla skrifborðinu mínu. — Er það ekki fremur kæru- laust? — Já, sagði Ulrik, — hann hefur legið þar síðan faðir minn dó og — ég hefði auðvitað átt að senda hann í bankann en ég hef ekki munað eftir því. En hver ætti svo sem að hafa tekið lykilinn þann? Yfirlögregluþjónninn brosti með sjálfum sér. Hversvegna er það aðeins óheiðarlegt fólk sem grunar aðra um græzku? Þeir heiðarlegu eru alltaf trú- gjarnir. Louise kom fram þegar hún heyrði mannamál í forstofunni. Heimsóknir voru henni krydd lífsins en hún hrökk við þegar hún sá lögregluþjónana í fylgd með Ulrik. — Karlsen yfirlögregluþjónn þarf að leggja fáeinar spurning- ar fyrir þig. Það er víst aðeins formsatriði. Svo sagði hann við lögregluþjónana. — Frú Ras- mussen hefur ekkert með skrif- stofustörfin að segja. — Nei, ég óttast að ég hafi heldur lítið vit á þeim hlutum, sagði Louise brosandi. Ætlaði hún nú einu sinn enn að fara að tala um að hún væri aðeins húsmóðir? hugsaði Ulrik óþolinmóður. Hann var ringlað- ur — og hann var þreyttur á henni. Hún var blátt áfram ó- þolandi. — Við skulum koma inn fyrir, sagði hann. — Má ég bjóða ykkur kaffi? spurði Louise. — Nei, takk, sagði Karlsen yfirlögregluþjónn. Louise yggldi sig. En hvað hann var ókurteis. En það var víst ekki við betra að búast af lögregluþjóni. Hann og lögregluþjónarnir tveir fóru inn í setustofuna. Ulrik kom síðastur inn og bauð þeim sæti. — Frú Rasmussen var að verzla í borginni um daginn, sagði Karlsen. — Er það svo? — Leyfist mér að spyrja, hvað þér keyptuð? — Vitanlega. Ég get ekki skil ið, hvað það kemur yður við en ég keypti skó, hatt og kjól. Ég hef verið í sorg lengi og mig vantaði föt. — Ég skil það vel. Hvar verzl- uðuð þér? — Hún nefndi nafnið á skó- búðinni, kjólabúðinni og hatta- búðinni. — Munið þér með hverju þér greidduð vöruna? Ég á við með fimmtíukrónaseðlum, hundrað- krónaseðlum — eða álíka. Louise varð óróleg. En skrítn ar spurningar. Hún varð að hafa stjórn á sér. Hún varð að vera Skemmtanir Framhald af bl. 2 skólans sjá um þá skemnfitun. Sú breyting verður einnig, að ekki verður útvarpað frá úti- skemmtunum barnanna, en í staðinn sér Sumargjöf um barna tímann, sem verður kl. 5 og mjög fjölbreyttur. Kvikmyndasýningar verða í Nýja bíói, Gamla bíói og í Aust urbæjarbíói og í Iðnó verður barnaleikritið Kubbur og Stubb- ur bæði kl. 2,30 og kl. 5. Barnablaðið Sólskin verður selt eins og venjulega, á síðasta vetrardag og fyrsta sumardag og er það 38. árgangur þess. Einnig verða seldir íslenzkir fánar á veg um Sumargjafar. Árið 1921 var Sumardagurinn fyrsti haldinn há- tíðlegur hér og sáu þá kvenfélags samtökin um hátíðahöldin, en síð an 1924 hefur Sumargjöf séð um hátíðahöldin á Sumardaginn fyrsta. Barnavinafélagið Sumargjöf rek ur nú 8 leikskóla og 8 dagheifnili í borginni og eru daglega 454 börn á dagheimilum og 763 börn á leikskólunum. Nýr leikskóli, Staðaborg, í smáíbúðahverfinu, tók til starfa um miðjan janúar. Með haustinu kemur svo nýr leik skóli í Safamýri og verður þar rúm fyrir 100-120 börn. einnig mun innan tíðar taka til starfa leikskóli í Árbæjarhverfi, og hráð lega hefst bygging nýr ragheim- ilis í Vogahverfi. Um 170 manna starfslið sam- tals er á dagheimilum og leik- skólum félagsins og eru þar með talið lærðar fóstrur, aðstoðar- stúlkur, matráðskonur og ræsting arfólk. Á hverju ári útskrifast um 25-30 fóstrur úr Fósturskól- anum, sem Sumargjöf rekur með styrk frá ríki oð borg, en margar þeirra fara til starfa úti á landi og alltaf er skortur á lærðum fóstrum. í stjórn Barnavinafélagsins Sum argjafar eru Ásgeir Guðmunds- son formaður, Jónas Jósteinsson, Þórunn Einarsdóttir, Valborg Sig urðardóttir, Helgi Elíasson, Sigur ión Björnsson og Kristín Pálsdótt Hanoi Frh. af 3. síðu. hafi þegar hafnað tillögunni. Stjórn Kys forsætisráðherra lagði þetta til er henni barst frið- aráætlun kanadíska utanríkisráð- herrans, Paul Martins, í síðustu viku. í tilkynningu frá suður-viet- namska utanríkisráðuneytinu í kvöld segir, að Suður-Vietnam- stjórn sé velviljuð tillögum Mart- ins, og er talið að utanríkisráð- herra Suður-Vietnam, Tran Van Do, sem dvelst í Washington um þessar mundir, haldi til Ottawa að ræða nánar við Kanadamenn um tillögur þeirra. □ Suður-kóreskir hermenn luku í dag víðtækustu og órangursrík- ustu aðgerðum sínum í Vietnam. Síðan aðgerðir þessar hófust fyr- ir 42 dögum í grennd við bæinn Phu Diem, um 400 km norðaustur af Saigon, hefur svæði með 210.000 íbúum komizt undir yfirráð þeirra og eru nú um 400 km af aðalþjóð- veginum frá norðri til suðurs á valdi Suður-Kóreuhermanna. 831 Vietcongmaður hefur fallið í að- gerðunum og 414 hafa verið tekn ir til fanga. ALLT TIL SAUMA 19. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.