Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 14
Körfufoolti Frh. af 11. síðu. 18000 manns. UCLA liðið hefur um þessar mundir höfuð og herðar yfir önn- ur háskólalið í Bandaríkjunum í tvennum skilningi. Auk þess að vera lang bezta liðið hvað leik Snertir, er hinn 220 cm hái Lew- ts Alcindor mótherjum liðsins sí- Hvert viljið þér fara? Nefnið staðinn. Við flytjum yöur, Jljótast og þcegilegast. fi'afíð samband vift ferðaskrifstofurnar eða t“A.csr A ívi i' R i c: /v v Hafnarstræti 19 — simi 10275 mW fellur höfuðverkur. Leikni hans ^ og hæð gera hann að miðdepli alls, sem fram fer á vellinum, og gnæfir hann eins og tröll yfir mót- herja sína, sem venjulega eru þó um og yfir tvo metra á hæð. Ekki nægir að setja einn mann til höf- uðs honum, eins og tiðkast þegar um venjulega menn er að ræða, heldur verða allir að leggjast á eitt við að reyna að stöðva hann. Það verður svo aftur til þess, að losnar um samherja hans, sem allir eru frábærir körfuknttleiks- menn, hver á sínu sviði. Fram- herjarnir, Lynn Shackleford og Denny Heitz, eru báðir skyttur í fremstu röð og bakverðirnir, Mike Warren og Lucius Allen eru álitnir bezta bakvarðasamstæða Bandaríkjanna. Næsta ár munu bætast í lið UCLA nokkrir mjög góðir leikmenn, og er talið að ekkert geti ógnað sigri liðsins í háskólakeppninni fyrr en í fyrsta lagi 1969, þegar Alcindor og skólafélagar hans sem nú eru, ljúka námi. G.Þ. Ghana Frh. af 3. síðu. mennirnir síðan tilkynningum um, að Þjóðfrelsisráðinu hefði verið isteypt af stóli og herforingja- stjórn væri tekin við völdum. Byltingarmenn beittu vopnum sínum, en tókst ekki að handtaka alla ráðherra ÞjólðfrelEisráðsins. Þeim tókst heldur ekki að ná lög- reglustöðinni og mikilvægustu samgöngumiðstöðvum á sitt vald. Að nokkrum klukkustundum liðnum höfðu stjórnarhermenn 'hvarvetna undirtökin og barizt var af heift, □ Nkrumah saklaus? J. A. Ankrah hershöfðingi, for- seti Þjóðfrelsisráðsins, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi, að hann teldi ekki að Kwame Nkru- mah fv. forseti sem nú dvelst í Reynið nýju Guineu, eða flokkur hans, Alþýðu- bandalagið, hefðu staðið á bak við byltinigartilraunina. Flokkurinn var bannaður eftir byltinguna gegn Nkrumah í fyrra. Rannsókn hefur nú verið fyrir- skipuð á byltingartilrauninni, skv. góðum heimildum. Fréttamenn í Ghana telja, að byltingartilraun- in leiði sennilega til þess að stjórn in taki upp harðskeyttari stefnu og myndun borgaralegrar stjórnar dragist á langinn. Áreiðanlegar heimildir í Lome í grannríkinu Togo 'herma, að höf- uðpaur byltingartilraunarinnar hafi látið til skarar skríða þar sem liann taldi að hækka bæri ’hann í tign. Kúluvarp Frh. af 11. síðu. Guðjón Magnússon, ÍR 3,10 Elías Sveinsson, ÍR 2,65 Keppt var í þrem greinum auk unglinga- og drengjagreinanna, en hér eru úrslit í þeim: Kúluvarp: m. Guðm. Hermannsson, KR 16,96 Kjartan Guðjónsson, ÍR 14,02 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 12,45 Valbjörn Þorláksson, KR 12,24 Hástökk án atrennu: m. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 1,70 Páll Björnsson, USAH, 1,55 Erlendur Valdimarsson, ÍR 1,50 Karl Hólm, ÍR 1,50 Stangarstökk: m. Valbjörn Þorláksson, KR 4,11 Kjartan Guðjónsson, ÍR 3,40 Karl Hólm, ÍR 3,25 Vinnustöðvun Frh. af 3. síðu. Samningsbundið kaup málmiðn aðarsveina og skipasmiða er nú eftir 12 ár frá því að nám hefst kr. 2,792,00 á viku, en byrjunar kaup sveina í þessum iðngreinum er kr. 2.410,00 á viku. Jafnframt hafa félögin lagt fram tillögu um grundvallarregl- ur varðandi ákvæðisvinnu í þess um starfsgreinum, einnig þeirri tillögu hafa atvinnurekendur vís- að frá ásamt öðrum hagræðingar tillögum. Um árabil hefur verið mikil vinna í málm- og skipasmíði og heildartekjur sveina því markast af mjög mikilli yfirvinnu. Frá því í október sl. hefur atvinna dregizt mikið saman í iðngreinum þessum og heildartekjur málm- og skipasmiða að sama skapi eða varlega áætlað um 25%. Fréttatilkynning frá Málm- og skipasmiðasambandi ísl. íbúöir ’ Frh. af 1. síðu. alþýðu í Hafnarfirði hefur ný- lega reist við Melabraut 5 þar í bæ. í því húsi eru 12 ibúðir og er byggingarkostnaður sam- tals kr. 7.541.522,70, en það gerir kr. 593 þúsund 517,85 á hverja þriggja herbergja íbúð og krónur 663 þúsund 402,60 á hverja fjögurra herbergja í- búð í húsinu. Er þarna miðað við verð á íbúðunum fullfrá- gengnum að öðru leyti en því að málning íbúðanna er ekki talin með, en hins vegar er allt sameiginlegt fullfrágeng- ið og húsið málað að utan. Er þetta ívið lægra verð heldur en er á Reynimelsibúðunum, sem mest hafa verið umræddar undanfarna daga. ÚrskurÖur Frh. af 3. síðu. einfaldri eða rökstuddri dagskrá, eða með því að fresta því“. Eng- in undantekning er gerð um þetta varðandi tillögur, sem snerta fjár- hagsáætlun og afgreiðslu hennar, hvorki í landslögum né fundar- tköpum. Þar sem félagsmálaráðherra Eggert G. Þorsteinsson hefur end anlegt úrskurðarvald um kæru- atriðin og til dómstóla verður þvi ekki leitað um réttmæti úrskurð- arins, verður að hlíta honum á þann hátt, sem fyrir er lagt og samþykkir því bæjarstjórn að taka fjárhagsáætlunina aftur til síðari umræðu á næsta bæjar- stjórnarfundi. , Stefán Jónsson, \ Árvi Gunnlaugsson. TOYOTA CORONA Glæsilegur og traustur einkabíll með frábæra ökuhæfileika. Innifalið í verði m.a. 74 HA. VÉL — SÓFASTÓLAR — ALTERNATOR GÓÐ MIÐSTÖÐ — TOYOTA RYÐVÖRN ÞYKK TEPPI — BAKKLJÓS — RÚÐU- SPRAUTA. Japanska bifreiöasalan hf. Ármúla 7 — Sími 34470. 14 19. apn'l 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.