Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 5
Björn Einarsson og Gyða Thorstcinsson í hlutverkum sínum. Sem Leikfélag Kópavögs: LÉNHARÐUR FÓGETI Leikrit í fimm þáttum eftir Einar H. Kvaran. Leikstjóri: Baldvin Halldórs son. Leikmyndir: Hallgrímur Helga son. Áratugurinn 1910—20 var ein kennilegt blómaskeið í íslenzk- um bókmenntum. Einkennilegt fyrir það að þá virtust bókmennt irnar vera að flytjast úr landi, hver höfundurinn af öðrum vann stórsigra erlendis, allt ungir menn, Jó'hann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Kamban. Oig einlcennilegt fyrir þáð, að í borglausu, leikhúslausu landi virtist kveða mest að ein- hverskonar borgaralegum realis mus í bókmenntunum, en tveir hinna ungu og upprennilegu höf unda erlendis voru leikritahöf undar. En þeir voru ekki einir um þá hitu. Fremsti og atkvæða mesti skáldsagnahöfundur lands' ins, Einar H. Kvaran tók nú einn ig að semja leikrit handa áhuga mannaféíaginu í Iðnó; það þurfti sem sé ekki erlendra leikhúsa né leikmenningar við itil leikrita gerðar. Þessi áratugur er tví- mælalaust blómaskeið íslenzkrar leikrilunar. Sé stofnun Leikfé- lags Reykjavíkur og starfræksla sviðsins í Iðnó talinn fremsti hvati þessara verka mætti ætla að stofnun Þjóöleikhússins hálfri öld síðar hefði þá 'átt að hafa sam bærileg á'hrif. En liaía menn orð ið varir við mikinn „blóma“ í ís lenzkri leikritun undanfarin ár? í seinni tíð hefur verið næsta hljótt um verk Einars Kvaran, og ekki með öllu maklega. Þeir Jón Trausti voi-u fyrstu skáld- sagnahöfundar okkar í stórum stil og hafa taaft mikil áhrif á þróun þeirra skáldskapargreinar síðan. Með sk,áldsögum sínum og leikritum lagði Einar Kvaran þann grundvöll sem Guömundur Kamban byggöi á sín fyrstu verk, og hann hefur einnig haft mótandi áhrif á Gunnar Gunnars son í upphafi hans í Danmörku. En skáldsögur Einars Kvaran munu lítið lesnar á seinni árum enda ófáanlegar á markaði; út- varpið rifjaði þær helztu raunar myndarlega upp með leikgerð Æv ars Kvaran á Ofurefli og Gulli fyrir skömmu. En það er líka lielzta lífsmarkið: sjálf leikrit Ein ars Kvaran hafa að mestu legið í þagnargildi. Þjóðleikhúsið sýndi að vísu Lénharð fógeta einhvern tíma á fyrstu árum sínum, ósögu legri sýningu, en fremsta leikrit gott Kvarans, Syndir annárra, hefur ekki komið á fjalirnar þar. Hins vegar munu leikfélög úti um land öðruhverju taka bæði 'þessi leik rit upp, og nú síðast sýnir Leik félag Kópavogs Lénharð fógeta, fyrsta og vinsælasta leikrit Ein ars Kvarans. Það er að líkindum rétt sem Andrés Kristjánsson segir í leik skrá að Lénharður fógeti hafi vérið „kunnáttusamlegra sviðs- verk“ en flest fyrri íslenzk leik rit þegar hann var frumsýndur á jólum 1913. En ekki státar Lén harður skáldskap Fjalla-Eyvind ar né æskulegum þokka Skugga- Sveins, þó vísast hafi vígreif þjóð einisiliyggja leiksins og sífelldar hnútur til Dana fallið í góðan jarðveg hjá leikhúsgestum á bræðingstímanum milli upp- kasts og fullveldis. Ástarsagan í leiknum er jafn-einföld og hugs azt getur, og þjóðlífslýsingin fet ar kunnugleiga slóð fyrri leikja; það er titilhlutverkið, Lénharður fógeti sj'álfur sem mestu skiptir í leiknum. Lénharður er renaiss anee-maður, sá helzti sinnar teg undar í íslenzkum tiókmenntum, mikið hlutverk handa leikara sem. til þess væri fallinn. í sýningu Leikfélags Kópavogs fór Björn Einarsson með hlutverkið og gerði því furðulega góð skil af óskóluðum áhugamanni að vera; hann lýsti skilmerkilega stór- bokkaskap Lénharðs, með ivafi sínu af drengilegum þokka í fyrri þáttunum; en lengst náði Björn þar sem Lénliarður gerðist drukk inn í fjórða þætti; af þeirri frammistöðu hefði margur ,,al- vöruleikari" verið fullsæmdur. Björn bar af í sýningunni og bar hana uppi, en aðrir þátttakendur sýndu að vísu að Leikfélag Kópa vogs hefur fjölmennu og áhuga sömu liði á að skipa; varla hefðu mörg leikfélög úti um land get að sett upp myndarlegri sýningu Lénharðs fógeta en þessa. Úr hópnum er einkum að nefna Frh. á 10. siðu. BIRGIR FINNSSON: Tíð stjórnarskipti þjóðinni skaðleg HIN TÍÐU stjórnarskipti, sem áttu sér stað áður en núver- andi stjórnarsamstarf hófst, hafa án alls efa verið þjóðinni skaðleg, og sízt til þess fallin að efla trú manna á það lýð- ræðis- oig þingræðisstjórnarfar sem við höfum valið okkur. Þetta þarf ekki að rökstyðja með mörgum orðum, því aug- ljóst er, að þegar ein og sama stjórn situr aðeins skamman tíma þá verða úrræði hennar í aðsteðjandi vandamálum, hvort sem þau hafa nokkuð til síns ágætis eða ekki, aldrei reynd til hlítar. Þegar næsta ríkis- stjórn tekur við, sem einnig verður skammlíf og reynir gagnstæðar leiðir, þá verður árangurinn engu betri, og þannig koll af kolli. Einkum ú þetta við í éfna- hagsmálunum, og var það raun ar meðferð þeirra, eða stund- um óviðráðanleg þróun, sem áður varð flestum stjórnum að falli, þe'gar rekin var ýmiskon- ar tilraunastarfsemi á því sviði. Stefna núverandi stjórnar- flokka í efnahagsmálum, sem þeir mótuðu í upphafi, og hafa síðan liaft tækifæri til að fram- fylgja í 8 ár, hefir ’hins vegar boriö mikinn og góðan árang- ur, sem allsstaðar blasir við, og er vel til þess fallinn að end urvekja traust þjóðarinnar á lýðræðislegu og þingræðislegu stjórnarfari íslenzka ríkisins. Á hinn bóginn er svo reynsla fyrri ára þjóðinni til varnaðar um þær afleiðingar, sem það kynni að hafa, ef hún kysi sér í þingkosningunum í júní- mánuði n.k. stjórn, sem færi í gagnstæða átt — ,,hina leið- ina“ — og stefndi að niðurrifi þess, sem upp hefir verið byggt á síðustu 8—9 'árum. Sú niðurrifsstefna er margyfirlýst af hálfu stjórnarandstöðunnar, og er raunar það eina áþreif- anlega í stefnu hennar. Allt annað í þeim herbúðum ein- kennist af fálmkenndum yfir- boðum og kjósendaveiðum. Langar og margendurteknar þingræður stjórnarandstæð- inga, svo og blaðaskrif og sam- þykktir á flokksþingum þeirra, benda ótvírætt til þess, að með því sem Eysteinn Jónsson hef- ir nefnt „faina leiðina", stefni stjórnarandstaðan og þá eink-. um Framsóknarflokkurinn, að slíku niðurrifi, Kjarninn í þeim boðskap er sá, að horfið skuli frá spari- fjárbindingu, vextir lækkaðir, útlán aukin án tillits til getu bankanna og gjaldeyrisvara- sjóðnum eytt. Það er þó öllum vitanlegt, að útlán peninga í heilbrigðu hag- kerfi hljóta að byggjast á inn- lánum og sparnaði, sem fæst því aðeins, að greiddir séu við- unandi vextir, og girt sé fyrir veÉðgildisrýrnum ihnllinsfjáþ1- ins. Einnig er augljós þörfin fyrir öflugan igjadleyrisvarasjóð þar sem þannig hagar til, eins og hér á landi, að útflutningsfram leiðslan er til tiltölulega einhæf, og þjóðin þarf að flytja inn flestar vörur til neyzlu og fjár- festingar. Verðsveiflur og magn sveiflur í útflutningnum geta valdið mjög snöggum umskipt- um í gjaldeyrisstöðunni til hins verra og þá er ómetanlegt að geta gripið til gjaldeyrisvara- sjóðs í stað þess að innleiða hafta- og skömmtunarkerfi í líkingu við það, sem áður þekkt ist hér og allir voru fegnir að vera lausir við, þegar viðreisn- in afnam það. Það mætti segja, að fyrir- ættlanir stjórnarandstö)Iunnar um niðurrif þess efnahagskerf- is, seni viðreisnarflokkarnir hafa byggt upp, væru réttlæt- anlegar, ef hægt væri með rök- um að sýna fram á, að þeir erf- iðleikar, sem nú steðja að ýms um igreinum atvinnuveganna, væru kerfinu að kenna, og ættu rót sína að rekja til ágalla þess. Svo er þó alls ekki, heldur er auðvelt að sanna, að ástand- ið mundi vera orðið miklu verra en raunber vitni, ef ekki hefði verið komið upp gjald- eyrisvarasjóði, ef ekki hel'ðu verið bundnar innistæður til þess að sjá atvinnuvegunum fyrir lánsfé, og ef vextir hefðu ekki verið hækkaðir til þess að örva þann sparnað sem ei grundvöllur þess að eitthvað fáist til útlána. Vegna stefn- unnar í þessum málum hefir fjármunamyndun í landinu orð ið meiri en nokki-u sinni áður, og þjóðin er nú efnahagslega sjálfstæðari en hún var fyrir viðreisn. 19. apríl 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.