Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 7
UMSJÁ: Sigurður Jén Ólafsson Hér á þessari síðu hefur göngu sína nýr þáttur er hlotið hefur nafnið UNGT FÓLK Á ATÓMÖLD. Er þessi þáttur ætl aður ungu fólki á tvítugsaldri og þar um, en svo kann einnig að fara, að eldra fólk muni finna þar eitthvað við sitt hæfi. Ekki er þessum þætti ætlað að vera vettvangur bítlahliómsveita og bítlaaðdáenda, sem venja er með marga Iþá þætti, sem ætlað- ir eru ungu fólki, heldur verður reynt að fjalla um ýmis menn- ingarmál, aðallega innlend, og verður fjallað um bókmenntir og aðrar listgreinar. Reynt verður eftir beztu getu að kynna ung íslenzk skáld og listamenn, eða rætt um ýmis málefni af ungu fólki. Er hér aðeins fátt upp tal- ið, en þætti iþessum er ætlað að flytja fjölbreytt efni. Við skor- um því á allt ungt fólk í dag að kaupa Alþýðublaðið hálfsmánað- arlega og lesa þáttinn UNGT FÓLK Á ATÓMÖLD. Fyrir skemmstu kom út nýstár legt smásagnahefti, er hlaut nafn ið MENNTASKÓLASÖGUR. í þessari bók eru sögur eftir 15 ung og efnileg skáld úr Mennta- skóla Reykjavíkur. í fyrra komu út MENNTASKÓLALJÓÐ og var þar að finna Ijóð eftir skáld úr sama skóla. Við ræddum við einn þeirra er stóðu að útgáfu þessa smásagnaheftis, Hrafn Gunnlaugsson, en hann stóð jafn framt að útgáfu Menntaskóla- ljóða, og átti auk þess efni í báðum bókunum. Ilrafn Gunn- laugsson er ennþá ungur að ár- um (verður 19 ára 17. júní n.k.þ en hefur þegar getið sér gott orð meðal skólasystkina sinna sem efnilegur listamaður. Hrafn sit- ur nú í 4. bekk skólans. Mun- um við síðar birta sögu úr þess- ari merku bók. Að gefnu tilefni skal það tek- ið fram, að öllu ungu fólki um land allt er heimilt að skrifa þættinum og segja álit sitt á hon um. Einnig geta menn, ef ein- hver kærir sig um, sent efni í þennan Iþátt. Takið því penna í hönd og sendið þættinum nokkr- ar línur, merkt: Þátturinn UNGT FÓLK Á ATÓMÖLD, Alþýðu- blaðinu, pósthólf 320. Kvöldstund með Hrafni Gunnlaugss. Hver er nú eiginlega tilgangur- inn með útgáfu þessarar bókar — Menntaskólasögur? — Tilgangurinn er nú fyrst og fremst sá að gefa þeim mönnum, sem fást við skriftir, tækifæri til að birta eftir sig sögur á prenti; m.ö.o. að gefa mynd af því sem er að gerast innan skólans á bók- menntasviðinu. er getur setzt niður og skrifað eitthvert kjaftæði og kallað sig skáld á eftir. Þetta gútera flest- ir. því enginn er fær um að dæma þetta fullkomlega, og ef menn fara út í að dæma það, er það venjulega gjörsamlega misskilið. Ég man t.d. eftir því, að í skóla- blaðinu í vetur birtist Ijóð eftir Þórarinn Eldjárn, sem hét Þjóð- ast upp á simbólikk. Leikritið byrjaði á því, að maður kemur inn á sviðið og fer að hlæja. Sið an kemur höfundur inn og segir: „Áslaug, Áslaug, þú komst inn í líf mitt einsog kaldur hitamælir, sem er stungið upp í bossann á manni, þegar maður er veikur". Og þá kom þriggja metra stór hitamælir, svífandi ofan úr loft- Er þetta nokkurs konar fram hald af Menntaskólaljóðum, sem voru gefin út í fyrra? Nei, það þarf nú ekki að líta á þetta sem framhald. Okkur þótti ástæða til að gefa út sögur, þar sem búið var að gefa út ljóð. Annars er þetta allt öðru vísi unnið. Er mikið um skáld í skólán- um, núna? — Ja, þetta er að verða eins konar tízkufyrirbrigði núna í augnablikinu. Og hefur aukizt með árunum? — Alveg gífurlega. Það er því. miður þannig, að þegar fram kemur einhvers konar absúrdismi, eða poppismi sem í raun og veru er svo lítill vandi að skrifa eftir, en meiri va.ndi. að gera eitthvað igott úr, þá, geta falið sig á bak við þetta form og íivaða fábjáni sem drápa. Þar voru öll amerísku fylkin og ísland upptalin — og ljóðið var ekkert annað, en mjög góð hugmynd og athyglisvert. Þessu urðu menn gífurlega reiðir og rifust mikið út af. En hins vegar birtast þarna sögur, sem eru algert kjaftæði, sem enginn hefur neitt við að athuga, einsog Þrekráðshjal og eitthvað slíkt. Þetta les enginn og þess vegna er það kannski allt í lagi. Þú lézt flytja eftir þig á Jóla- gleðinni, man ég, absúrd leikrit? — Já, þetta átti að vera nokk- urskonar ástarjátning, sett á svið, en það komu fram ýmsir van- kantar við uppsetninguna og við sáum, að sennilega mundu menn ekki gútera alla þá siðfræði, sem kæmi fram í þessu leikriti. Svo við neyddumst til að gera það enn absúrdara en átti að vcra í upphafi. Þetta átti allt að byggj- inu og hékk yfir miðju sviðinu. Síðan átti að koma það atriði þeg ar Áslaug missti meydóminn. Það átti að tákna með því, að inn átti að bera stóran kassa með hvítu laki á. Síðan áttu að koma piltur og stúlka sitt úr hvorri áttinni og fara undir lakið, oní kassann og leggjast þar. Þá áttu þau að taka upp tómatsósu og sprauta rauðan blett í lakið. Það geta náttúrlega flestir látið sér detta í hug, hvað það á að tákna. En þetta var ekki liægt, svo þessu var breytt, og í staðinn voru menn látnir bera inn líkbörur og draga upp sveðju og steypa sér undir lak og sprauta á það tó- matsósu, og flestir héldu að þarna væri verið að éta lík. Og þegar ég sagði seinna við ein- hvern mann í gríni, að þetta væri bara sexsimból, þá sagði hann: , Já, nú fatta ég það loksins. Þetta hefur þá átt að vera simból fyrir þessa sexmaníu í Englándi, þegar þeir ráðast inn í kirkju- garða til að grafa líkin upp og éta þau“. Nú hefur þú fengizt eitthvað við smásagnagerð, leikritun og ljóðagerð. Hvað af þessu þiennut stendur hugur þinn næst? — Ja, ég veit eiginlega ekH hvað stendur mér næst. Maður er svona að þreifa fyrir sér. Lík- lega verða þetta bara bernsku- brek, sem verða hjá 90% af þ'ess- um strákum, sem skrifa í mennta skóla. En ef svo færi að ég héldi eitthvað áfram að skrifa, sem ó- mögulegt er að segja nokkuð um, þá hugsa ég, að ég mundi fara út í að skrifa leikrit eða jafn- vel frekar kvikmyndahandrit. Ég skrifaði nú einu sinni kvikmynda- handrit að gamni mínu, en ég hugsa að enginn mundi vilja sjá þá kvikmynd. Hverjir eru nú þínir eftirlæt- ishöfundar? -- Af íslenzkum höfundum, ljóð skáldum, hef ég mestar mætur á Hannesi Péturssyni og Þorsteini frá Hamri. Þó held ég einna mest upp á þýðingar Jóhanns Hjálm- arssonar á ítalska nóbelsverðlauna skáldinu Quasimodo, af því sem .ég hef séð af nútímaljóðum. Ég hef nú kannski ekki mikið vit á því, en mér finnst þær ákaflega skemmtilegar. Heldurðu að Tómas Jónsson hafi haft mikil áhrif á ritsmíðar skólaskálda? — Nei, alls ekki. Ég held, að þessi stíll, sem kemur fram í Tómasi Jónssyni, þessi poppstill eða hvað sem á nú að kalla hann, hafi ekki breytt neinu í vetur, því að í fyrra og hitteðfyrra var þessi stíll byrjaður að helriða skólablaðinu. Hvert er álit þitt á stríðkiu í Viet-Nam? — Stríð er alltaf óréttlætan- legt, hvernig sem það er rpkið og á hvaða grundvelli sem þafS er rekið. Öll stríð hafa verið órétt- lætanleg og það hefur ekkert stríð verið háð sem hugsjónasjtríð. Hinum einstaka hermanni hpfur verið talin trú um, að hann væri , að berjast fyrir einhverja hug^jón, v en það er algjör misskilniqgúr. Vissulega tel ég stefnu Ttanda- ríkjamanna í Viet-Nam rang^ og þetta er á sinn hátt innrésar- t> stríð, þó að þetta verði senntlega Y aldrei talinn jafn mikill glígpur . Frh. á 10. síðu. 19. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.