Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 10
Leikhús Frh. af 5. síðu. Svein Halldórsson, hinn aldna og reynda áhugaleikara, sem gaf Ölafi bónda merkilega glöggan svip, oig Líneyju Bentsdóttur sem gerði Snjólaugu sambærileg skil. Bergsveinn Auðunsson og Jón Bragi Bjarnason eru vasklegir piltar og lýstu þeim Eysteini sterka og Magnúsi biskupsfóstra samkvæmt því; þeirra elskuðu Guðnýju lék Gyða Thorsteinsson sem er falleg og myndarleg stúlka en sýnilega alveg óreynd á sviði. Gesti Gíslasyni varð ekki mikið úr Kotstrandarkvikindinu Freysteini; og Arni Kárason minnti einkennilega mikið á Valdimar Lárusson í gervi Torfa í Klofa, engum þeirra til framdráttar. En Brynhildur Ingjaldsdóttir sómdi sér sem frú Helga, og Loftur Ánwtfidason gaf Ingólfi á Selfossi einhæfan en trúverðugan svip. Allt á litið (hygg ég að Baldvin Halldórsson leikstjóri hafi reynzt Leikfélagi Kópavogs þarfur mað ur og gert það sem unnt var úr efnum félagsins til sýningarinnar Tin eins og vaninn er í íslenzk um leikhúsum tókust hópsenur sízt; almúigi á hlaðinu í Klofa samanstóð af tómum skrýtnum körlum, en sveinar Lénharðar af skólastrákalegum væsklum. — - Ó. J. Kastljós Frh. úr opnu. við 400.000 háskólakennara lands ins og hinar mörgu milljónir bandariskra stúdenta. Hvergi er óánægjan með stefnu Johnsons í . Vietnammálinu jafnmikil og með al þeirra. En eins og nú standa sakir geta samtökin ekki bent á nein önn- ur úrræði en þau sem Johnson forseti hefur reynt. Kjör Galbra . iths í formannsembættið og ann arra fyrrverandi samstarfsmanna Kennedys forseta í trúnaðarstöð ur innan samtakanna hefur leitt • til þess að samtökin hafa á sér ’svip „Kennedy-úiSlagastjórnar'4. En Robert Kennedy öldungadeild í armaður hefur endurtekið þá yf ii'lýsingu sína, að hann muni ekki gefa kost á sér sem forsetaefni í forsetakosningunum á næsta ári og auk þess hefur hann skorað á alla demókrata að styðja John son.. Þing ADA skoraði varfærnis- lega á Repúblikanaflokkinn að til nefna framfarasinnaðan mann ir fulltrúar á þinginu lögðu jafn vel til, að samtökin byðu fram þriðja forsetaefnið, en sú tillaga fékk dræmar undirtektir. Eins og nú standa sakir virðast margir , meðlimir ADA munu skila auðu •í forsetakosningunum á næsta Skéiaskáld Framhald af 7. síðu. og gerðist í Ungverjalandi. En það sem mér þótti allra leiðin- legast við þetta, var þegar Thor Vilhjálmsson kom upp á fundi í Austurbæjarbíói og leyfði sér að leiðrétta stríðið frá hendi Viet- Cong. Við hljótum að viðurkenna eitt, að það er glæpur áð drepa mann. Og það er jafn mikill glæp ur og að tefla mannslífum út i dauðanna. Að heyja stríð, það er að tefla mannslífum út í dauðann, og það er að lejðrétta manndráp að leiðrétta stríð á nokkurn hátt. Menn láta aðeins svívirðast me'ð því að reyna að leiðrétta stríð, hvoru megin sem þeir standa. Þetta stríð á að leysa með samn- ingum. Og yfirleitt öll vandamál á að leysa með samningum, því þar sem heilinn hættir þar taka hendurnar við. Hvar stendurðu í stjórnmálum? — Ja, ég yrði sennilega tal- inn af Heimdellingum og Æsku- lýðsfylkingarmönnum algjör gleði kona í pólitík. Ég var t.d. einu sinni í FUJ, svona til að kynna mér það, og hafði þar einu sinni framsögu á málfundi. Ég verð að viðurkenna, að ég varð fyrir mikl- um vonbrigðum með FUJ og dag- aði þar eiginlega uppi og sagði mig svo úr því. Ég held að eina afstaðan, sem ég tek í pólitík, sé að mér er ákaflega illa við alla framsóknarmenn. Hvert er álit þitt á þessum blessaða her, sem við höfum hér? — Já, einmitt. Styrmir Gunn- arsson kom fram með þá fífla- legustu 'hugmynd, sem ég hef nokkum tíma heyrt í sambandi við þennan her. Ég tek nú kannski stórt upp í mig, en ég gapti þegar ég heyrði hana. Hann var á móti sjónvarpi, en með her! Það er ekkert nema þjóð- j erniskomplex á bak við þetta; j heigulsháttur og smáborgarskap- mr. Ég sé ekkert athugavert við það, að við höfum bandarískt sjónvarp hérna á meðan við höf- um her. Við bætum ekkert með ! því að setja þannig púður yfir j kýlið og loka sjónvarpinu. Það er | verið að tala um bandarísk spill- j ingaráhrif. Ég held að þetta sé | algjör misskilningur. En ég er j algjörlega á móti öllum milliter | og milliterisma og ég vil reka herinn héðan einsog skot. Það var t.d. mjög sorgleg saga sem kom fyrir mig, þegar ég gekk Keflavíkurgönguna. Ég gekk einu sinni Keflavíkurgönguna, ég við- urkenni það. Og ég var meira að segja svo duglegur, að ég byrjaði einhvers staðar fyrir utan Hafn- arfjörð og gekk í bæinn, fullur af eldmóði og hugsjónum, og var á móti öllu^sem varðaði her. Það var samt dálítið skrítið, og ég var oft að furða mig á því í göng- unni, að það var ekkert nema „Minnist Dominicu", „Hvað eru Bandaríkjamenn að gera í Viet- Nam“ og eitthvað í þessum dúr. Af hverju mátti ekki vera spjald þarna, sem á stóð „Hvað gerðist í Ungverjalandi“, „Minnist Ung- verjalands" eða „Minnist Eystra- saltslandanna" eða eitthvað i þeim dúr. Ja, ég sætti mig nú við þetta og gekk niður í bæ. Síðan kom ég á fund niðri í bæ og þar hélt Ingimar Erlendur ræðu. Hún var um það, að Bandaríkjamenn væru að hrekkja gamalt fólk og draga tennurnar úr smábörnum og búa til úr því byggingarein- angrunarefni eða eitthvað svoleið is. Og allt í þeim dúr, að Banda- ríkjamenn væru svo vondir. En það kom hvergi fram að þetta væri gegn her og hernaðaranda. Þetta var anti-bandarísk ganga, £0 19. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ alls ekki anti-milliterisk, og um leið var gangan fallin um sjálfa sig. Enda veit ég það, að hópur af fólki, sem ég þekki í Mennta- skólanum, myndi hiklaust ganga þessa göngu, ef hún væri ekki siðferðislega rangt rekin og svona mikill misskilningur á bak við hana. Og á meðan blað einsog Þjóðviljinn blæs þetta upp, eru ekki nema vissir menn, sem fara í þessa göngu. En ef hún yrði aft- ur á móti rekin á þeim grund- velli, að þetta væri gegn her, er ég viss um að stór hluti iþjóðar- innar mundi taka þátt í henni. SKIPAtiítiCR# RIKISINS Ms. Esja fer vestur um land til fsafjarð ar 27. þ. m. Vörumóttaka á mánudag og þriðjudag til Pat- reksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldu dals, Þingeyrar, Flateyrar, Suð ureyrar og ísafjarðar. Farseðlar seldir á miðvikudag. Ms. Blikur fer austur um land til Siglu- fjarðar 28. þ. m. Vörumóttaka á mánudag og þriðjudag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breið dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fá- skrúðsfjarðar. Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóa- fjarðar, Seyðisfjarðar, Borgar- fjarðar, Vopnafjarðar, Bakka- fjarðar, Þóshafnar, Raufarhafn- ar, Kópaskers, Húsavíkur. Akur eyrar, Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar. Farseðlar seldir á miðvikudag. M/S HerSubreið fer vestur um land til Akureyr ar 29. þ. m. Vörumóttaka á mánudag og þriðjudag til Bol- ungarvíkur, Ingólfsfjarðar, Norð urfjarðar, Djúpavíkur, Hólma- víkur, Hvammstanga, Blöndu- óss, Skagastrandar og Sauðár- króks. Farseðlar seldir á miðvikudag. ENSK FATAEFNI NÝKOMIN Hltima FJÖLIDJAN • ÍSAFIRDI EINANGRUNARGLER FIMM ÁRA ABYRGÐ Söluumboð; SANDSALAN S.F. Elíiðavogi 115. Sími 30120. Pósthóif 373. Minningarorð: Friðþjófur Thorsteinsson Hinn 13. apríl sl. andaðist hér í í borg Friðþjófur Thorsteinsson verzlunarmaður, eftir mikla van-1 heilsu. Friþjófur var fæddur 28. á- gúst 1895, og var því kominn á áttræðisaldur, er hann lézt. Með Friðþjófi er fallinn í val inn, einn af frumherjum knatt- spyrnuíþróttarinnar hér á landi, óg einn í hópi þeirra snjöllustu, sem hafa haslað sér völl undir merki þessarar göfugu íþróttar. Fyrsti opinberi knattspyrnu- kappleikurinn, sem talið er, að fram hafi farið hérlendis, var á aldarafmæli Jóns forseta Sig- urðssonar, órið 1911. Þar var Friðþjófur í hópi leikmanna, og tryggði meira að segja félagi sínu, Fram, sigurinn, með því að skora úrslitamarkið á síðustu mínútunni. Friðþjófur gerðist félagi í Fram, á unga aldri, og stóð þar stöðugur undir merkinu allt til aldurtilastundar. Þessum fyrsta sigri sínum fyrir Fram árið 1911 fylgdu margir á eftir, á komandi árum, að frumkvæði Friðþjófs. Það er flestra manna mál, sem til þekkja, að vart hafi í fylk- ingu íslenzkra knattspyrnu- manna, komið fram öllu glæsi- legri knattspyrnumaður, en Frið þjófur. Hann var flestum leikn- ari, skotfimari og sprettharðari. En þó efniviðurinn sé góður, verður enginn óbarinn biskup. Æfing og aftur æfing skapar meistarann. Þetta skildi Frið- þjófur öðrum betur og hagaði sér þar eftir, með þeim árangri að hann verður alltaf minnst þegar góðrar knattspyrnu er get- ið. Á yngri árum dvaldi Frið- þjófur í Skotlandi. Hann var þar öll fyrri styrjaldarárin. Þar komst hann fljótt í kynni við knattspyrnuna, og lék þar árum saman með atvinnuliði, en sem áhugamaður. Eftir heimkomuna lék hann að nýju með sínu gamla félagi, eða þar til hann enn á ný fluttist af landi brott Sumardagurinn fyrsti Aðgöngumiðar að skemmtunum Sumargjafar í Austurbæj'arbíói, Laugarásbíói, Réttarholts- skóla og Tjarnarbæ, verða seldir í húsunum sjálfum frá kl. 4-6 í dag, síðasta vetrardag og frá kl. 1 á morgun, Sumardaginn fyrsta. SUMARGJÖF. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim mörgu er sýndu mér vinarhug á sjötugsafmæli mínu 6. þ. m. með gjöfum, skeytum og hlýjum hand- tökum, GUÐMUNDUR I. MAGNÚSSON, Hafnargötu 70, Keflavík. og til Kanada, þar sem hann dvaldi í 10 ár. Friðþjófur var í undirbúnings og móttökunefnd A.B., sem kom hingað í heimsókn árið 1919, fyrst erlendra knattspyrnuliða. Hann lék og í úrvalsliðinu gegn A.B. Friðþjófur kom heim aftur frá Kanada árið 1934, m.a. fyrir atbeina Fram, og tók þá upp hinn félags.lega og íþrótta- lega þráð að hýju, þar sem áður var frá horfið. Hann hóf m.a. þjálfun í félaginu, og þá var fyrst hafizt handa um innanhúss æfingar. Auk þess tók Friðþjóf- ur þátt í beinu félagslegu starfi með því að starfa í stjórn og sem fulltrúi í KRR. Má því segja að Friðþjófur lægi ekki á liði sínu í störfum fyrir sitt gamla og góða félag. í skemmtilegu viðtali við Friðþjöf í 50 ára afmælisriti Fram, viðurkennir hann, að leik menn sem séu nú munu leiknari, en áður en þeir séu hættir að geta skotið á mark. Hér hittir hin aldna kempa naglann á höfuðið, og gat djarft úr flokki talað, því einn af meginþáttum í knatt spyrnuhæfni hans, var ótrúleg skotfimi. Þurfti vart nokkur um skóinn að binda, eftir skot hans. Með Friðþjófi Thorstei.nsson er horfinn af leikvéllinum, mik- -ilhæfur íþróttamaður drengur góður, lundléttur og velviljað- ur, jafnt í striti og starfi fé- lagsmálanna sem hins daglega lífs. Útför hans verður gerð í dag frá Dómkirkjunni. Einar Björnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.