Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Símar 14Ö00 —14903. — Auglýsingasíml: 1490G. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Nýju hafnalögin EITT ÞÝÐINGARMESTA mál þess Alþingis, sem lauk störfum á miðvikudag, var setning nýrra hafna- laga. Er tæplega áratugur síðan hafizt var handa um endur'skoðun þessarar löggjafar, en samkomulag hefur ekki náðst um breytingar fyrr en nú. Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráðherra setti nýja ’nefnd til að semja frumvarp síðastliðið haust, og lauk hún störfum um páska. Lagði Eggert ríka á- herzlu á, að málið yrði afgreitt á þessu þingi og tókst það rétt fyrir þinglokin. Ekki þarf að fjölyrða um hina ríku nauðsyn góðra hafna hér á landi. Hefur sú nauðsyn farið ört vax- hndi eftir því sem stærri og meiri fiskiskip hafa bætzt í flotann. Hafnir eru verkefni sveitarfélag- anna, en ríkisvaldið hefur veitt til þeirra 40% stuðn- ing til þessa. Er meginefni hins nýja frumvarps að auka verulega þessa aðstoð ríkisins til þess að létta 'byrði sveitarfélaganna. Verður hlutur ríkisins í varn- argörðum og dýpkun færður upp í 75% og ger- breytir það afstöðu margra byggða. Margar fleiri umbætur eru í fnumvarpinu. Má nefna það helzt, að hafnabótasjóður er efldur til muna og honum fengið víðtækara hlutverk en hann hefur haft til þessa. Á hann að vesrða almennur lána- sjóður fyrir hafnargerð og létta sveitarfélögunum útvegun þess fjár, sem þau þurfa að leggja fram til hafnargerðar. Hin nýju umbótalög munu á komandi árum greiða fyrir hafnaframkvæmdum og stuðla að því, að fiskr flotinn fái allur góðar og öruggar hafnir. Aukinn réttur sjómanna TVÖ STJÓRNARFRUMVÖRP, sem urðu að lögum ;rétt fyrir þinglok, bæta aðstöðu sjómannasamtak- janna. Annað er þess efnis, að sjómenn skuli fá full- 'trúa í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, og hitt ákveð- ur, að s.jcmannssamtökin skuli fá 0,79% af útflutn- ingsgjaldi því, sem lagt er á sjávarafurðir. Hafa út- vegsmer.n um langt árabil fengið hluta af þessu gjaldi, og eiga sjómenn ekki síður kröfu til þess Það vakti nokkra athygli á Alþingi, að kommún- istar snarust gegn þessum réttarbótum sjómannasam- tat '.nna og fluttu meira að segja tillögu um lækkun útflutnirgsgjaldsins á síldarafurðum. í almennum umræðum um efnahagsmál hafa kommúnistar gert lítið úr beim verðhækkunum, sem orðið hafa á ís- lenzkum afurðum erlendis, en nú þótti þeim síldar" iðnaðurjnn svo aðþrengdur, að ástæða 'væri til að létta af fccnum þessu gjaldi. E'nn eitt st jórnarfrumvarp, sem samþykkt var, á- kvrðrr sjómönnum öðrum en fiskimönnum skatta- frádrátt vegna hlífðarfata. Hafa fiskimenn haft slík- an frádrátt og er nokkur kjarabót fyrir þá. 4 22. apríl 1967 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ á krossgötum ★ SLYSIN í UMFERÐINNI. Fruntaskapur og níðingshúttur í um- ferðinni hér í Reykjavíkurborg virðist vaxa jafn- vel enn hraðar, en bílafjöldinn á götunum og er þó fjölgunin þar ærin, og vafalaust alltof mikil að þeirra dómi, sem enn eru svo gamaldags, að telja bíla lúxus, en ekki nauðsyn. Það þarf að fara að taka ökufantana fastari tökum en gert hefur verið, því heiðarlegt. og saklaust fólk á merktum gangbrautum virðist nú orðið Vera í einna mestri hættu allra í um- ferðinni, að minnsta kosti, ef marka má slysin, sem urðu í síðustu viku. Svo alvarlegt brot er það, að aka fram úr bifreið við merkta gangbraut, sem stanz- að hefur til að hleypa fólki yfir, að umsvifalaust ætti að svipta þá níðinga, sem gera sig seka um slíkt, ökuleyfunum, og jafnvel svipta þá umráða- rétti yfir farartækjum sínum, ef um ítrekuð brot er að ræða. í þessum efnum duga vettlingatökin ekki lengur. Það þýðir ekki að taka með silki- hönzkum á lögbrjótum eins og enn er, því miður gert hér, t. d. menn, sem aka drukknir. ★ AUKAST SLYSIN ? Ýmsum þykir nú vafalaust nóg um slysin' í umferðinni, þótt ekki verði farið að búa til slys með því að innleiða hér hægri handar akstur, sem mjög almenn andstaða virðist vera gegn. Það er raunar eins og fólk hafi ekki full- komlega gert sér Ijóst hvað vgir að gerast, þegar Alþingi samþykkti lögin um hægri akstur. Nú hafa leigubílstjórar byrjað undirskriftasöfnun gegn hægri akstrinum og hefði hún sannarlega mátt hafa verið fyrr á ferðinni. Mun vafalaust margur maðurinn verða til þess að skrifa sig á þessa lista, því þeir virðast óneitanlega fáir, sem mæla þessir furðulega tiltæki bót. Það er áreiðanlega rétt, að þeim milljónum, sem nú á að draga upp úr vösum bif- reiðaeigenda til þess að standa straum af breyt- ingunni til hægri, mundi betur varið til slysavarna og aukinnar dómgæzlu og löggæzlu á sviði um- ferðarmála. Þar blasa verkefnin við iivert af öðru og þola sum enga bið. í umferðarmálum eigum við ekki það sameiginlegt me'ð Svíum, sem réttlætir þá í'urðulegu hugmynd að fara að apa eftir þeira breytinguna til hægri. — K a r 1. Richard Nixon, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og vonbiðill fyrir kosningarnar 1968, er um þessar mundir á ferðalagi umhverfis hnöttinn. Þegar hann var í Vestur-Þýzkalandi, hitti hann Wiliy Brandt, utanríkisráðherra, og átti við hann viðræður. Þessi mynd yar tekin við það tækifæri. (Mynd: Bj. Bj.) FYRIR HELGÍNA 0NDULA hárgreiðslustofa Aðalstræti 9. - Sími 13852 HÁRGREIÐSLUSTOFA ÓLAFAR Ii ''ÖRNSDÓTTUR Hátúni 6. Simi 15493. Skólavöröustig 21 A, Sími 17762. GUFUBAÐSTOFAN HÓTEL L0FTLEI3UM Sími 40613. Kvenna- og karladeildir: Mánudaga til föstudaga 8.8 Laugard.aga 8-5 Sunnuda^a 9-12 f.h. Býður yður: Gufubað, sundlaug, sturtubað, nudd kolbogaljós, hvíld. Pant.ið þá þjónustu er þér óskið í síma 22322. GUFU15AÐSTOFAN Hótel Loftleiðum ANDLiTSBÖÐ KVOLD- HAND- SNYRTING BÓLU- AÐGERÐIR STELLA ÞORKELSSON snyrtisérfræðingur Hiégerði 14, Kópavogi. EESffij

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.