Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 16
 tmSÍMSD VORID ER KOMID Nú er komið vor samkvæmt alman akinu, þótt þess sjóist kannski lítil merki á veðráttunni. Og þó var eins að það væri eitthvað bjartara umhorfs í gær og jafn- vel í fyrradag líka, heldúr en ver- ið hefur að undanförnu, þótt frostið væri samt við sig áfram og hitaveitan komin í stræk, eins og alltaf þegar hennar er mest þörf. Raunar þarf alls ekki að vera svo bölvað að frost sé um sumarmálin, að minnsta kosti var það gamalla manna mál að það vissi á gott sumar, þegar saman frysi vetur og sumar. Við skulum vona að þessi gamla veðurkredda reynist rétt í ár, enda áreiðan- lega sköpuð af reynslu og ekki orðin til út í bláinn. Vorið er sem sagt komið og ejálfsagt dregur úr frostinu inn- an tíðar, enda má búast við að bráðum fari að hitna í kolunum, þegar kosningarnar færast nær. Þess má þegar sjá ýmis merki -að keppendurnir í þeirn lands- leik, sem nefnist kosningar, eru farnir að hita sig upp, eins og það heitir á íþróttamannamáli, og farnir að undirbúa komandi stórsigra. Það væri óskandi að |>að hitnaði í fleiru heldur en kolunum, þegar lengra kemur fram á vorið enda segir máltæk- íð — eða kannski var það skáld- ið — að funi kveikist af funa, og hvað er þá eðlilegra en hinn innri hiti hafi áhrif á hina ytri hlýju? Sjálfsagt skrifa þ'ó ekki allir undir þetta. Sumir líta ekki á þá hlið kosninganna, sem kveikir í mönnum og kemur þeim til að volgna, heldur benda á aðrar. hliðar sama fyrirbæris og segja að hamagangur eins og kosning- ar eigi ekki heima að vorlagi, heldur færi bezt að hafa þær í svartasta skammdeginu; það hæfi nefnilega bezt að myrkraverk séu unnin í myrkri. Út af fyrir sig er þetta ekkert óaðgengileg kenn ing, en nú er komið fram á sum- ar, og þá er bjartari hugmyndin orðin meira freistandi. Enda er það líka ósköp eðlileg sjálfs- bjargarviðleitni að reyna að hlýja sér við heitar hugsanir í hita- veitukuldanum. Það er oft sagt, að vorið hafi bætandí áhrif á mannfólkið; fólk verði hjálpsamara og greiðvikn- ara hvað við annað og hafi meiri trú á náunganum heldur en áð- ur, meðan vetrarmyrkrið grúfði yfir. Það kann að vera eitthvað til í þessu, að minnsta kosti var óskabarn þjóðarinnar. Eimskipa- félagið, svo hugulsamt á fyrstu nótt sumarsins að skilja allar pen ingahirzlur eftir opnar eða með ! SUMARVÍSUR í dag er loftið blítt og blátt og bjart um fjallakamb, og hjartað í mér hemst ei kyrrt, en hoppar eins og lamb. Ég gæti brugðið brandi á loft og brotizt inn í haug og rifið kjaft við kóng og prest og kveðið niður draug. Hver von og ósk er frjáls og fær og feit um lend og hupp. Og sérhvert kolflækt klögumál sem kapall gengur upp. / * lykla í skránum til þæginda fyr- ir þá gesti, sem þar kynnu að rekast inn um nóttina. Þessi greiðasemi var vel þegin, enda vandi vel boðnu að neita, svo að aftur sé vitnað í gamalt og gott máltæki. En þó að vorið færist í allt og alla, þá er þó einn söfnuður, sem ekkj fær á sig vorblæ, jafnvel þótt hann hitni ákaft annað veif- ið. Það er bæjarstjórnin í Hafn- arfirði; það er áreiðanlega eng- in hætta á öðru en að þeir sem þar sitja haldi áfram-að hrella hverjir aðra og angra á alla lund, alveg eins og það væri hörkuvet- ur eða jafnvel ísöld enn við lýði. Það er nefnilega einu sinni svo, að til þess að kunna að meta vorið og geta látið það hafa áhrif á sig, þurfa menn að hafa til að bera eiginleika, sem sumir menn eiga því miður ekki mikið af; , það er skopskyn. Þess má geta að lokum að Bo- eing fæddist í Mösfellssveit og fluttist til Ðanmerkur með foreldrum sínum þegar hann var tíu ára gamall . . . Þotufrétt í Mogga Nú er sumardagurinn fyrstl liðinn. Við skulum vona að það komi líka eittlivert sumar fyrir haustið. Fötin hafa allt að segja. Það komst ekkert líf í tuskurnar í Eden fyrr en Adam og Eva hættu að vera klæðlaus . . . Það er undarlcgt að í þessunai hcimi skuli enginn hafa minnsta vit á bamauppeldi, nema konur eins og ég, sent engin börn eiga ...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.