Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 8
OPINBER STUÐNINGUR
VIÐ ÆSKULÝÐSMÁL
SKÖMMU fyrir þinglok lagði
menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gísla
son fram stjórnarfrumvarp til laga
um æskulýðsmál. Hefur fjölmenn
nefnd æskulýðsleiðtoga undirbúið
mál þetta að ósk ráðherrans, og
má telja víst, að þetta frumvarp
geti orðið undirstaða að aukinni
og skipulegri æskuiýðsstarfsemi í
framtíðinni. Frumvarpið var of
seint á ferð tii að fá afgreiðslu A1
þingis nú, en var lagt fram til að
kynna það og gefa mönnum kost á
að íhuga það til hausts. Má telja
víst, að Alþingi taki það þá til af
greiðslu.
Alþýðublaðinu þykir rétt að
birta frumvarpið í heild, svo að
áhugamenn geti kynnzt því.
I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Tilgangur þessara laga er að
setja regiur um opinberan stuðn
ing við æskulýðsstarfsemi:
Þeir aðilar er njóta skulu stuðn
ings samkvæmt lögum þessum eru:
I. Félög er vinna að æskulýðsmál
um á frjalsum áhugamannagrund
velii, enda byggist félagsstarfsem
in fyrst og fremst á sjálfboðastarfi
og eigin fjárframlögum félags-
manna.
2. Aðrir aðiiar, er sinna einkum
veiferðarmálum ófélagsbundins
æskufólks í skipulögðu starfi.
Heimilt er að styðja frjálsa fé-
lags- og tómstundastarfsemi í skól
um, sem ekki er takmörkuð við
nemendur viðkomandi skóla.
Lögin taka til iþrótta- og bindind
isstarfsemi að svo miklu leyti sem
við á og önnur lög og aðrar reglur
giida ekki þar um.
Lögin miðast einkum við æsku
lýðsstarfsemi fyrir ungmenni á
aldrinum 12—21 árs.
II. KAFLI
Stjórn æskulýðsmáik.
2. gr.
Menntamálaráðuneytið fer með
yfirstjórn þeirra æskulýðsmála, er
lög þessi fjalla um.
Stofna skal Æskulýðsráð ríkis
iris, skipað fimm mönnum. Ráð-
herra skipar formann ráðsins án
tilnefningar. Þrír menn skulu til
nefndir af aðildarsamtökum Æsku
lýðssambands Islands og öðrum
ihliðstæðum æskul^ðssamböndum
samkvæmt nánari ákvæðum í
reglugerð. Einn maður skal til
nefndur af Sambandi islenzkra
sveitarfélaga. Sömu reglur gilda
um varamenn. Skipunartími er
þrjú ár.
3. gr.
1. Að skipuleggja og samræma
opinberan stuðning við æskulýðs
starf í landinu og að örva starf
semi þeirra samtaka, sem að æsku
lýðsmálum vinna.
2. Að leitast við að samræma
æskulýðsstarfsemi félaga, skóla og
8 22. apríl 1967
sveitarfélaga og stuðla að sam-
vinnu þessara aðila um æskulýðs
mál og efla þau til sameiginlegra
átaka um lausn ákveðinna verk
efna.
3. Að gera tillögur til mennta
málaráðuneytisins um fjárveiting-
ar til æskulýðsmála. Tillögur skulu
berast ráðuneytinu fyrir 1. júní
ár hvert.
4. Að efna til umræðufunda
og/eða ráðstefna um æskulýðsmál
eigi sjaldnar en einu sinni á ári.
5. Að safna gögnum um æsku
lýðsmál hérlendis og erlendis, fylgj
ast með þróun þeira mála og gera
tillögur og láta í té umsagnir til
Gylfi Þ. Gíslason,
stjórnvalda um mál, er varða æsku
lýð og æskulýðsstarfsemi. Ráðið
hlutast til um, að fram fari fræði
legar rannsóknir á sviði æskulýðs
mála.
6. Að sinna öðrum verkefnum,
sem talin eru í lögum þessum eða
r'áðuneytið kann að feia því.
Menntamálaráðherra setur
Æskulýðsráði ríkisins starfsreglur
þar sem verkefni ráðsins skulu rak
in ítariega og fyllra en gert er í
lögum þessum.
Kostnaður við störf ráðsins
greiðist úr ríkissjóði.
4. igr.
Menntamálaráðherra skipar
æskulýðsfulltrúa ríkisins að fengn
um tillögum Æskulýðsráðs ríkis-
ins, og greiðast laun hans úr ríkis
sjóði samkvæmt hinu almenna
launakerfi ríkisstarfsmanna. Full
trúi skal annast framkvæmdastj.
fyrir ráðið og gegna öðrum þeim
Störfum að æskulýðsmálum, sem
ráðherra felur honum með erindis
bréfi.
Æskulýðsráði skal heimilt að
leita sérfræðilegrar þjónustu eftir
því sem fjárveitingar leyfa.
5. gr.
Æskulýðsráð, skipuð fæst fimm
mönnum skulu starfa í öllum kjör
dæmum landsins.
Samband ísl. sveitarfélaga sem
ur reglur fyrir þessi æskulýðsráð
en ráðuneytið staðfestir þær, að
fenginni umsögn Æskulýðsráðs rík
isins.
Meðan æskulýðsráð er ekki stofij
að í kjördæmi, skulu æskulýðs
nefndir þær, er um getur í 6. gr.
annast verkefni ráðsins hver í
sínu umdæmi.
Æskulýðsráð kjördæma skulu m.
a. gera tiilöigur til Æskulýðsráðs
ríkisins um opinberan stuðning við
æskulýðsstarfsemi hvert í sínu um
dæmi. Skulu tillögurnar hafa bor
izt fyrir 15. apríl ár hvert ásamt
skýrslu um æskulýðsstarfsemi í
kjördæminu á liðnu ári.
6. gr.
Hpimilt skal að stofna æskulýðs
nefndir sveitarfélaga innan hvers
kjördæmis.
Skulu starfsreglur þeirra sam-
þykktar af sveitarstjórn og stað-
festar af Æskulýðsráði ríkisins, að
fenginni umsögn hlutaðeigandi
æsKuiýðsráðs í kjördæmi.
III. KAFLI
Stiiöningur við félags- og tóm-
stundastarfsemi.
7. gr.
Þjálfun og störf leiðbeinenda.
Stuðningur við félags- og tóm
stundastarfsemi skal m.a. fólgin í
eftirfarandi:
1. Þátttöku í kostnaði við þjálf
un leiðbeinenda.
2. Þátttöku í launagreiðslum til
sérþjálfaðra leiðbeinenda.
Skal stefnt að því, að ríkissjóð
ur greiði allt að 50% af framan
greindum kostnaði og meira, ef
fjárveitingar leyfa og Æskulýðsráð
ríkisins samþykkir.
Menntamálaráðuneytið setur
reglur um leiðbeiningaþjálfun og
hlutverk og störf leiðbeinenda, þar
sem m. a. skal kveðið á um styrk
hæf verkefni, lágmarkstölu nem-
enda og kennslustunda og önnur
skilyrði, sem fullnægja þarf, til
þess að leiðbeinendastörf séu
sytrkhæf.
8. gr.
Menntun æskulýðsleiðtoiga.
Æskulýðsráð ríkisins gengst fyr
ir því, að haldin séu námskeið fyrir
æskulýðsleiðtoga. Skulu námskeið
þessi, ef ástæða þykir til, haldin
í samráði við Kennaraskóla ís-
lands eða íþróttakennaraskóla ís
lands. Allur kostnaður við nám
skeiðin greiðist úr rákissjóði.
Menntamálaráðuneytið setur
reglur um námskeið þessi, þar sem
m.a. skai ákveða lágmarkstölu þátt
takenda, inntökuskilyrði, náms-
greinar og próf.
Heimilt skal að styrkja efnilega
æskulýðsleiðtoga til framhalds-
náms og þjálfunar erlendis, eftir
því sem fjárveitingar leyfa.
9. gr.
Sumarbúðir, útivistarsvæði
og ferðalög.
Heimilt skal að veita viður-
kenndum aðilum styrki a) til sum
arbúðastarfsemi fyrir æskufólk og
b) til að lagfæra olg bæta aðstæð
ur á ákveðnum útivistarsvæðum.
Enh fremur skal heimilt að
styrkja landssambönd til þátttöku
í alþjóðlegum æskulýðsmótum og
öðru æskulýðsstarfi, þegar ástæða
þykir til og fj'árveitingar leyfa.
Um framangreindar styrkveiting
ar skulu settar sérstakar reglur.
10. gr.
Önnur starfsemi í þágu
æskufólks.
Heimilt er að styðja einstök
verkefni í þágu æskufólks, þ.á.m.
nýjungar og tilraunir í æskulýðs
starfi, svo og ráðstafanir, sem
miða að lausn sérstakra æskulýðs
vandamála, er skapast kunna.
IV. KAFLI
Stuðningrur bæjar- og' sveitarfé-
laga við æskulýðsmál.
11. gr.
Samband ísl. sveitarfélaga sem
ur í samráði við sveitar- og bæjar
stjórnir og borgarstjórn Reykjavík
ur reglur um stuðning þessara að
ila við æskulýðsmál, en mennta
málaráðherra staðfestir reglurnar
Skal stuðningur þessara aðila m.a.
ná til þátttöku í kostnaði við störf
leiðbeinenda, tækjakaup og hús-
næði.
V. KAFLI:
Reglugrerð og grildistaka.
12. gr.
Menntamálaráðuneytið setur
reglugerð um framkvæmd laga
þessara.
Lög þessi- öðlast þegar gildi.
Gjafir til Skálholtsskóla
♦-
Menningarsjóður Kaupfélags
Suður-Þingeyinga hefur lagt fram
kr. 10.000,00 — tíu þúsund krón-
ur — til hins áformaða lýðháskóla
í Skálholti.
Jón II. Þorbergsson, Laxamýri,
hefur gefið kr. 5.000,00 — fimm
þúsund krónur — til lýðháskól-
ans. Jón hefur áður gefið skólan-
um höfðinglegar gjafir og nema
framlög hans nú alls kr. 40.000,00
— fjörutíu þúsund krónum. '
Síðan tilkynnt var um niður-
stöðu af fjársöfnun í Danmörku
til lýðháskólans, hefur J. C. Möll-
er, forstjóri, afhent Sendiráði ís-
lands í Kaupmannahöfn gjöf til
skólans d. kr. 5.000,00 — um þrjá-
tíu þúsund ísl. krónur. Einnig
hefur A. Kalsböll, fv. mennta-
skólakennari, gefið d. kr. .50,00
— um þrjú hundruð ísl. krónur.
Þessar gjafir eru þakkaðar af
alhug. Bislzupsstoja.
ÞAÐ er lærdómsrikt að líta ura
öxl og bera saman það, sem var
og það sem er, bera saman lífs-
kjör íslenzku þjóðarinnar eins
og þau voru fyrir rúmlega hálfri
öld, og hvernig þau eru í dag.
Um og fyrir síðustu aldamót
voru íslendingar örfátæk þjóð,
sem hafði tæplega nóg að borða,
léleg klæði og alls óviðunandi
húsnæði, og út yfir þetta hafði
almenningur ekki nejtt, þó að
unnið væri myrkranna á milli,
þegar vinnu var að fá, sem þó
skorti mikið á að ávallt væri..
Þó að tækniþróun aldarinnar
hafi átt rikan þátt í þeirri breyt-
ingu, sem hér hefir orðið á,
verður að viðurkennast, að al-
þýðusamtökin, verkalýðsfélögin,
Alþýðusambandið og Alþýðu-
flokkurinn hafa. <átt sinn mikla
þátt í þessari breytingu. ~
Verkalýðsíélögin, sem hófu kaup
og kjarabaráttuna, og Alþýðu-
flokkurinn, sem hóf baráttuna
á Alþingi. Og það skyldu menn
muna, að þessi barátta var háð
gegn harðri andstöðu íhaldsafl-
anna í landinu. Dæmi um þetta
frá fyrstu áratugum Alþýðu-
flokksins á Alþingi skipta tugum
og jafnvel hundruðum. Þetta
þekkja þeir, sem nú eru miðaldra
og þar yfir, en hinir, sem yngri
eru og ekki tóku þátt í þessari
baráttu, ættu að k.vnna sér hana.
Það er lærdómsríkt.
En alltaf þokaðist í áttina. Fá-
tækrafiutningarnir voru afnumd
ir, en þeir voru einn ljótasti
bletturinn á íslenzku samfélagi,
og þó tókst ekki að losna við þá
fyrr en eftir 1930.
Kosningaaldurinn var lækkað
ur úr 25 og 35 árum niður í 21
ár, og fátækrastyrkur, eins og
hann var kallaður, ekki látinn
varða missi mannréttinda.
Verkamannabústaðalög voru
samþykkt, og hafa nú komið
mörgum fátækum mnninum að
miklu gagni. Síðast en ekki sizt
mætti svo nefna tryggingalögin,
fyrst alþýðutryggingalögin, þá al
mannatryggingalögin og loks at
vinnuleysistryggingalögin, sem
öll hafa komið ísjenzkri alþýðu
að ómetanlegu gagni. Það er af
nógu að taka, þó að ekki sé fleira
nefnt.
Andstaðan gegn þessari laga-
setningu, sem öll var flutt af A1
þýðuflokknum, var hörð í byrjun
en fór smám saman minnkandi,
þegar séð var, að þjóðin fylkti
sér um þessi mál og vildi, að bau
næðu fram að ganga. Og nú er
svo komið að allir vildu Lilju
kveðið hafa.
ÍSLAND VELFERÐARRÍKI
í DAG.
Fortíðina þekkja ekki allir og
þá baráttu, sem þá var háð fyrir
velferðarmálum almennings.
En ástandið í dag skynja allir,
sem hafa opin augun. í dag hafa
allir nóg að bíta og brenna. Það
þarf enginn að líða skort. Veik
ist maður eða verði fyrir slys-
förum eða hljóti hann varanlegt
mein eða örorku, koma trygging
arnar til. Verði hann atvinnulaus,
ALÞÝÐUBLAÐIÐ