Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 15
Grikkland Frh. af 2. síðu. ræðuskörungur Grikkja og hcfur að baki langan og storma ' saman stjórnmálaferil. Hann var forsætisráðherra um skeið 1944 og vann flokkur hans glæsilegan kosningasigur í kosningunum í nóvemher 1963 og febrúar 1964. Hann hefur alla tíð háð harða baráttu gegn íhaldsmönnum sem styðja kon- unginn og sakaði nýlega Kon- stantín konung um að vera flokksleiðtoga. Hann hefur al- drei getað gleymt ósigri sín- um fyrir konungi 1965 og fyr- irgefur konungi sennilega aldrei. □ Andreas Papandrcou lagði stund á nám í þjóðhagfræði í Bandaríkjunum og lauk prófi 1942. Seinna lauk hann dokt- orsprófi í þeirri grein við Har vardháskóla og um margra ára skeið kenndi hann við banda- ríska háskóla, m.a. í Berkeley. Andreas hefur ekki getað fyr- irgefið Konstantín konungi þá ráðstöfun að koma í veg fyrir að hann tæki að sér stjórn landvarnaráðuneytisins um það leyti sem Aspidamálið komst upp. Síðan hefur hann hvatt grísku þjóðina til bar- áttu gegn konungsfjölskyld- unni og auðkýfingum er öllu ráði í landinu. Stjórnin til- lieyrir alþýðunni, herinn til- heyrir þjóðinni og Grikkland tilheyrir Grikkjum, segir hann. 1 □ Panayotis Kanellopoulos er konungssinni, vel menntað- ur og gömul hetja úr and- spyrnuhreyfingunni á stríðs- árunum. Hann var forsætis- ráðherra í 21 dag 1944. Þrátt fyrir konungshollustu sina er hann talinn einn mesti fram- farasinni grískra stjórnmála og varð hann að sitja í fang- elsi í stjórnartíð einræðisherr ans Metaxas hershöfðingja fyrir heimsstyrjöldina. Hann barðist gegn ítölum er þeir réðust inn í Grikkland, varð varaforsætisráðherra útlaga- stjórnarinnar í Kairó og sneri aftur til Grikklands áður en Þjóðverjar hörfuðu þaðan til að miðla málum milli íhalds- samra og róttækra andstæð- inga nazista. Hann er meðlim- ur grísku vísindaakademíunn- ar og hefur sent frá sér rúm- lega 80 fræðirit. □ Konstantín konungur hef- ur liaft mikil afskipti af stjórn- málum Grikklands síðan hann tók við konungdómi eftir and- lát föður síns 5. marz 1964. Fréttaritarar í Aþenu segja að lýðhylli hans hafi aukizt að undanförnu þótt ekkert lát hafi orðið á árásum stjórn- málaandstæðinga hans, en slagorð Papandreous og stuðn- ingsmanna hans er: „Hver á Grikkland: Konungurinn eða þjóðin? Konstantín, sem er 26 ára gamall, hefur mikinn á- huga á íþróttum og er olympíu methafi í siglingum. Drottn- ing hans, Anna-María af Dan- mörku, á von á barni í maí. esið áiþýðubiaðið Athugasemd Framhald af 2. síðu. greiðslur hljóðvarps og sjónvarps fyrir höfundarétt. Þær eru skilj- anlega miklu hærri en greiðsl- urnar til félags vors. Gerið svo vel að birta leiðréttr ingu varðandi þetta í heiðruðu blaði yðar. Þökk aftur fyrir grein yðar og þökk fyrirfram fyrir leiðrétting- una. Virðingarfyllst, S T E F Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar e.u. Jón Leifs, formaður. Athugasemd blaðsins: Rétt er að hafa það, sem sann- ara reynist. Fullyrðingin um, að greiðslur Ríkisútvarpsins til STEFS nemi 4 milljónum var á misskilningi byggð. Útvarpið greiddi STEFI sl. ár kr. 2.256.000 vegna liljóðvarpsins eins. Greiðsl- nr vegna sjónvarpsins munu nema sömu krónutölu á hvert viðtæki, sem líklega verður á þessu ári 350—400.000 kr. í heild. FRAM Frh. af 11. síðu. og var sókn þeirra beittari en venjulega. Þá varði Þorsteinn eins og áður segir snilldarlega, en beztu menn liðsins auk hans voru þeir Ingólfur, Gunnlaugur oig Sig- urður Einarsson sem aldrei bregzt. Ungu menn liðsins áttu allir góðan leik. Lið FH náði aldrei að fara veru lega í gang og háði það liðinu mjög að Kristófer var langt frá sinu bezta og tók varla bolta þann hluta leiksins sem hann var inná. Karl. M. Jónsson sem kom í mark- ið varði hins vegar þokkalega. Ekki er hægt að gera upp iá milli einstakra leikmanna, allir virtust miður sín. Mörk Fram skoruðu: Ingólfur 5, Sig. Einarsson 4, Gunnlaugur 3, Gylfi og Sigurbergur 2 hvor. ( Mörk FH skoruðu: Geir 5, Ragn ar og Örn 2 hvor, Auðunn, Einar,. og Páll 1 hver. : Vísað af leikvelli í tvær mín.r Auðunn, Ragnar og Páll frá FH og Hinrik frá Fram. Karl Jóhannsson dæmdi leik- inn vel. Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmiðja Aíþýðuhiaðsins skemmtanalífið REYKJfiVÍK, á marga ágæta mat- og sksmmtistaSi. Bjóðið unnustunni, eiginkonunni eff-a gestum á einhvern eftirtalinna staða, eftir því hvort þér viljið borða. dansa - eða hvort tveggja. NAUST við Vesturgötu. Bar, mat- salur og músik. Sérstætt umhverfi, sérstakur matur. Sími 17759. ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN við Hverf Isgötu. Veizlii oe fundarsalir -- Gestaméttaka — Síml 1-9R-38. INGÓLFS CAFE við Hverfisgötu. - Gömlu og nvi" dansamir Rfmi 17826. KLÚBBURINN við lækiarteig. Mat- ur og dans. ítalski salurinn, veiði- kofinn og fjórir aðrir skemmtisalir. Sími 35355. HÁBÆR. Kínversk restauration. Skólavörðustíg 45. Leifsbar. Opið frá kl. 11 f.h. til 2,30 og 6 e. h. til 11.30. Borðpantanir ! sfma 21360. Opið alla daga. LfDÓ. Résturation. Bar, danssalur og matur. Hljómsveit Ólafs Gauks. HÓTEL B0RG við Austurvöll. Rest uration, bar og dans í Gyllta saln- um. Sfmi 11440. HÖTEL L0FTLEIÐIR: BLÓMASALUR, opinn alla daga vik- unnar. VÍKINGASALUR, alla daga nema miðvikudaga, matur, dans og skemmtikraftar eins og auglýst er hverju sinni. Borðpantanir í síma 22-3-21. CAFETERIA, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opinn alla daga. HÓTEL SAGA. Griliið opið alla daga. Mfmis- og Astra bar opið alla daga nema miðvikudaga. Sími 20600. ÞÓRSCAFÉ. Opið á hverju kvöldL SÍMI 23333. ÆfihhðJIO VANTAF 8LAÐBURÐAR FÓLSÍ » EFTÍRTAMN HVERFI: MIÐBÆ I og II HVERFISGÖTU EFRI HVERFFSGÖTU NEÐRI LAUGAVEG NEÐRI GNOÐARVOG KLEPPSIIOLT KLEPPSHOLT RAUÐARÁRHOLT BRÆÐRABORGARSTÍG LAUGARTEIG LAUGARÁS FRAMNESVEG 5331 UBJ Tilkynning um lóðahreinsun í Njarðvíkurhreppi. Samkvæmt 10. gr. a. og 17, og 18, gr. heilbrigðissamþykkt ar fyrir Njarðvíkurhrepp, er lóðar-eigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum og að sjá um að lok séu á sorpílátum Umráðamenn lóða eru hér með ámynntir um að flytja nú þegar brott af lóðum sínum allt, sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðimar skoðaðar, og þar sem hreinsun er ábótavant, verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseiganda, án frekari viðvörunar Sorptunnulok og sorptunnur fást keyptar hjá hreppnum, upplýsingar í síma 1202. Þeir, sem óska eftir brottflutningi á rusli vegna lóðahreins unar tímabilið • 1.-14. maí n.k, tilkynni það í síma 1202, Þessa daga verður akstur lóðahöfum að kostnaðarlausu Njarðvík, 19. apríl 1967. Sveitarstjóri Njarðvíkurhrepps. Kópavogur Vantar blaðburðarhörn í Vesturhæ. Upplýsingar í síma 40753. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 22. apríi 1967 ALÞÝÐUBLAÐiD J5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.