Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 11
FRAM ísiandsmeistari 1967 -sigraði FH í hörkuleik i gærkvöldi með 16 gegn 12 Aukaúrslitaleikur íslandsmóts- ins í 1. deild karla fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Þar áttust við höfuðféndurinir Litla Bikar- keppnin heldur áfram á morgun Um hclgina voru háðir tveir leik- ir í Litlu bikarkeppninni. Kefla- vík vann Breiðablik 1:0 og Akra- nes Hafnaríjörð 2:1. Á morgun verða háðir tveir leik- ir. Þá leika Keflavík og Akranes á Akranesi kl. 15.30 og Breiðablik og Hafnarfjörður kl. 2 í Hafnar- firð. FH og Fram. Eftir hörkuspenn- andi leik sigraði Fram með 16 mörkum gegn 12. Stærstan þátt í sigri Fram átti markvörðurinn Þorsteinn Björnsson, sem oft á tíðum varði snilldarlega góð skot Hafnfirðinganna. Bikarinn lendir því í Reykjavík núna eftir tveggja ára veru í Hafnarifirði, en full- víst má telja að þeir Hafnfirð- ingar séu ákve’ðnir í því nú þeg- ar að koma bikarnum suður eftir næsta ár. ★ FYRRI HÁLFLEIKUR 8-7 FH byrjar með boltann og áður en hálf mínúta er liðin brýst Leifur í gegn en brotið er á hon- um og víti er dæmt, en Þorsteinn ver vel og það gerði hann svo sannarleg það sem eftir var leiks- ins. Fyrsta mark leiðsins skorar Ragnar með snöggu skoti en Sig. j Einarsson jafnar með því að brjót j ast laglega í gegn og Gunnlaugur j nær yfirhöndinni með þrumu- skoti á 6. mín. Geir jafnar en Ingólfur skorar þriðja mark Fram, Ragnar jafnar og skömmu síðar nær Örn yfirhöndinni fyrir FH með laglegu upphoppi. Sigur- bergur skorar laglegt mark af línu, en næstu tvö mörk eru hafn- firzk, Páll skorar úr víti og Geir skorar með stórglæsilegu lang- skoti niðri. Framarar eru ekki af baki dottnir og skora næstu fjögur mörk og ná yfirhöndinni í 8—6, en síðasta mark háifleiks- ins skorar svo Geir úr víti er brotið var á Einari, en þá hafði FH ekki gert mark í 15 mínút- ur. * SEINNI HÁLFLEIKUR Fram skorar fyrstu þrjú mörk háifleiksins og eru komnir í 11:7 á 11. mín. Hafði Gylfi skorað tvö mörk, hið síðara stórglæsilega er boltinn fór í tvær stengur og inn. En nú taka FH-ingar við og skora fjögur mörk án þess Fram fái svarað og jafna því leikinn 11 :11 og voru þá 10 mínútur til leiks loka. Gunnlaugur skorar með fal- legu langskoti og skömmu síðar út víti er brgtið var á Ingólfi. Auðunn minnkar muninn með marki af línu, en það mark var síðasta mark FH í þessu íslands-^ móti, en hins vegar átti Fram eft- ir að skora þrjú þannig að leikn- um lauk með sigri Fram 16:12 og verður sigur Fram að teljast sann- gjarn, þó ’hann sé kannski helzt til stór. ★ LIÐIN Lið Fram var gott í þessum leik Framhald á 15. síðu Haildór sigrabi í 52. Víbavangshlaupi ÍR Víðavangshlaup IR, hið 52. í röðinni var háð á sumardaginn fyrs.ta að venju. Skráðir þátttak- endur voru 13, en aðeins 7 mættu til leiks, og KR-ingar voru þeir einu, sem sendu 3ja manna sveit. Unnu þeir þar með bikar, sem Hagtrygging hf. hefur gefið, í fyrsta sinn. Keppnin var ekki spennandi, Halldór Guðbjörnsson, KR tók fljótlega forystu í hlaupinu og vann örugglega. Tími hans var 7:58,2 mín. Jafn öruggur í öðru sæti var Agnar Levý, KR, en hann hljóp vegalengdina á 8:10,7 mín. . Þriðji varð Gunnar Krist- insson, HSÞ á 8:22,0 mín. Fjórði varð Gunnar Snorrason, UBK, fimmti Þórarinn Arnórsson, ÍR, sjötti Páll Eiríksson, KR og sjö- undi Jón Gúðlaugsson, HSK. Þrír fyrstu í 52. Víffavang-shlaupi ÍR, taliff frá vinstri: Gunnar Kristinsson. HSÞ, Halldór Guffbjörns ■on, KR og Agnar Levý, KR. Sigurffur Einarsson Fram skorar. ÍR VannlKF og KR KFR í körfubolta Á miðvikudagskvöld. voru leikn- ir tveir leikir í 1. deild íslands- mótsins í körfuknattleik KR sigr- aði KFR, 76—61, og ÍR vann ÍICF, 63-38. ★ KR - KFR KR-ingar skoruðu 4 fyrstu stig- in, en eftir 3 mínútur hafði KFR yfir í eina skiptið í leiknum, 6—4. KR-ingar jöfnuðu og kom- ust yfir 8—6, og skömmu síðar var staðan orðin 13 — 8. KFR tókst að minnka bilið í 1 stig, 13 — 12, með tillagi bræðranna Einars og Hauks, en Kolbeinn, Guttormur og Einar náðu 10 stiga forystu fyrir KR eftir 15 mínútna leik, 24—14. Síðustu 5 mínúturnar skoruðu KR- ingar 8 stig gegn 3 stigum KFR- inga, og höfðu náð 15 stiga for- ystu í hálfleik, 32—17. Síðari hálfleikur var mjög jafn og skemmtilegur, og leikur og hittni beggja liðanna mun betri en í fyrri hálfleik. Eftir 5 mín- útur höfðu KR-ingar enn 15 stiga forystu, 42—27, en á næstu mín- útum tókst KFR að minnka bilið í 7 stig með ágætum leik, 50—43. Gunnar og Kolbeinn lagfærðu stöðuna aftur fyrir KR og þegar 5 mínútur voru til leiksloka liafði KR 11 stig yfir, 60—49. Eftir það var eins og dofnaði yfir KFR-ing- um, sem höfðu sýnt um tíma á- gætan leik, og KR vann nokkuð örugglega, 72—61. KR-ingar áttu í heild mjög góð- an leik. Liðið er mjög heilsteypt og býr yfir miklum hraða. Bezt- an leik áttu bakverðirnir, Kol- beinn með 19 stig, Guttormur, sem skoraði 16 stig, og Gunnar með 10 stgi. Einnig átti Einar ágætan leik og skoraði 16 stig. KFR-ingar áttu oft í leiknuml góða leikkafla, og kom þá í Ijós, Framhald á 14. síðu ' ií „Höllinni" í dag í dag kl. 14 hefst skóla- leikfimisýning í íþrótta- höllinni í Laugardal. Sér- stök nefnd hefur undirbúið þessa sýningu, en þátttak- endur eru um 500. 22. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.