Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 14
F. U. J. í Keflavík heldur hádegisverðarfund í Aðalveri, kl. 12,15 í dag. ÁVÖRP FLYTJA: Jón Á. Héðinsson, annar maður á lista Al- þýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi og Karl Steinar Guðnason, fimmti maður á lista Alþýðuflokksins í Reykaneskjördæmi. Fundarstjóri: Skarphéðinn Njálsson. F.U.J. KEFLAVÍK. Hjartanlega þakka ég öllum, sem sýndu mér hlýjan vinarhug á sjötugs afmæii mínu með gjöfum, skeytum og blómum. Ennfremur þakka ég Jóhannesi Jónssyni vini mínum sem orti til mín ljóð. Guð blessi ykkur öll. Betúel Jón Betúelsson Laugarnesvegi 106. LÖGTAKSURSK URÐUR Samkvæmt ósk bæj'arritarans í Kópavogi, úr- skurðast hér með lögtak fyrir ógreiddum fyrir framgreiðslum útsvara 1967 til Bæjarsjóðs Kópavogs sem fallin eru í gjalddaga sam- kvæmt ákvæðum 47. gr. laga nr. 51, 1964 Fari lögtak fram að liðnum 8 dögum frá lögbirt ingu þessa úrskurðar. Bæjarfógetinn í Kópavogi. 10. apríl 1967. hvert sem þér farí $ ferðatryggin K ALMENNAR Q TRYGGINGAR f 1 (SWLy j PÓSTHÚSSTRÆTl 9 \ J SÍMI 17700 Kjörskrá til alþingiskosninga í Reykjavík, sem fram eiga að fara 11. júní 1967, liggur frammi al- menningi til sýnis í Manntalsskrifstofunni, Pósthússtræti 9, 5. hæð, alla virka daga frá 25. apríl til 20. maí nk. frá kl. 917, nema laug ardaga frá kl. 9-12. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til skrif stofu borgarstjóra eigi síðar en 20. maí n.k. 21. apríl 1967. Borgarstjórinn í Reykfavík. Hernaðarástand Framhald af 1. síðu. fram í næsta mánuð;. Heimildir í gríska sendiráðinu í Belgrad herma að eina verkefni hersins sé að halda uppi lögiím og reglu og að borgaraleg stjórn verði á- fram við völd. Þetta þykir benda til þess, að herinn hafi hafizt handa fyrir hönd stjórnar Kanellopoulosar, sem komst til valda fyrir 18 dög um, en hann er einn hinna hand- teknu og var handtekinn um há- nótt að heimili sínu þótt hann mótmælti handtökunni harðlega og berðist um á hæl og hnakka til að losa sig, að sögn konu hans. Hermennirnir sem handtóku hann sögðu að hann væri handtekinn til þess að vernda hann. Tyrkneskir diplómatar staðfestu fréttina frá Belgrad og segja að forsætisráðherrann og ráðherrar hans hafi verið 'handteknir ásamt öðrum stjórnmálamönnum til þess að láta líta út fyrir að enginn greinarmunur væri gerður á mönnum eftir stjórnmálaskoðun- um. Því er talið, að forsætisráð- herranum og öðrum verði fljót- lega sleppt úr haldi. Ekkert hefur heyrzt um konung inn fyrir utan það að liann hafi' tekið embættiseiða af hinum nýju- ráðherrum □ GERÐIST UM MIÐNÆTTI. Það var skömmu eftir miðnætti ;WSMÍR||| Magnús E. Baldvinsson úra- og1 skartgripaverzlun Laugavegi 12 og Ilafnarg. 49. Keflav, Of SWITZER LA N D Aigerlega sjólfvirk Svissnesk fagvinna 100% vatnsþétt sem herinn lét til skarar skríða. Stríðsvagnar, brynvarðir vagnar og hersveitir tóku sér stöðu á mik ilvægum stöðum, umkringdu kon ungshöllina, stjórnarbyggingar og aðrar opinberar byggingar. Herinn hertók flugvöll Aþenu, pósthús, útvarps- og fjarskipta- stöðvar. Jafnframt fyrirskipaði herinn útgöngubann og yaraði við því að hver, sá sem léti sjá sig eftir myrkur yrði skotinn. Herinn skipaði svo fyrir að háskólum, öðrum skólum og kauphöllum í Aþenu yrði lokað og einnig var bannað að taka út innistæður í bönkum og verzla með gull. Þeir sem staðnir verða að hamstri á matvælum verða leiddir fyrir her rétt. Frá Belgrad bárust þær fréttir að skothljóð hefðu öðru hverju heyrzt á götum Aþenu snemma í morgun, en annars bendir allt til þess að byltingin hafi verið gerð án átaka í Napoli skýrði Suður-Evrópu stjórn NATO frá að fjarskiptasam- baná bandalagsins við Grikkland hefði ekki rofnað. Tyrkneska stjórnin ákvað á skyndifundi í dag að skipa her- sveitum á landamærum Grikk- lands að vera við öllu búna. í Brússel mótmælti Alþjóðasam band verkalýðsfélaga herbylting- unni, þar sem lýðræði og frelsi verkalýðsfélaga væri fótum troð ið. Isfrkov Framhald af bls. 3. ir hefðu hvergi borið árangur. Dæmi væru mörg um ráðstafan' ir, sem byggðar væru á sam- starfi þjóða og hefðu borið góð- an árangur. Nefndi hann sem dæmi selinn í Kyrrahafi, sem hefði verið að eyðast, en alþjóð legt samstarf hefði leitt til þess, að stofninn er nú að rétta við. Aðspurður um stærð rússneska fiskiflotans svaraði ráðherrann, að hann - teldi um 20.000 skip af öllum stærðum. Floti 500 skipa veiddi síld á Norður Atlantshafi, bó ekki öll í einu. Ekki kvað hann erfitt að fá fólk til starfa á fiski skipum, enda þótt þau væru að heiman, enda fengju fiskimenn gott kaup, bæði fast kaup og oremíu eftir afla. Ishkov rómaði mjög móttökur hér og gestrisni. Hann kvaðst hafa kynnzt vel íslenzkum sjávar útvbgi, sem væri aðalatvinnuveg- ur þjóðarinnar, svo og mörgu öðru. Taldi hann aukið samstarf í sjávarútvegsmálum æskilegt, enda gætu báðar þjóðir lært eitt hvað af hinum. Þótt íslendingar væru ekki stór þjóð, hefðu Sov- étmenn margt af þeim að læra. Tækhi í fiskveiðum og margvís- legum vinnutilhögunum í fisk- vinnslu væri á háu stigi hér á landi. Fermingar | Frh. af 6. síðu. Páll Rúnar Elísson, Kringlum.bl. 14, v. Miklubraut. Ragnar Bragason, Grensásvegi 58 Ragnar Sigurðsson, Hvassaleiti 43 [ Reynir Jóhannsson, Skálagerði 7 Sigmar J. Halldórsson, Réttarh.v. 63 Sigurður Þ. Guðmundsson, Skólag. líý Þór Magnússon, Hvammgserði 7 Þórarinn R. Ásgeirsson, Grensásv. 58 Þórhallur Hauksson, Hvassaleiti 41 Þórir Ingi Þórisson, Heiðargerði 54 l Fermingarbörn í safnaðarkeimili Lang holtsprestakalls sunnudaginn 23. apr- íl kl. 10.30. Aðalheiður S. Kristjánsd., Sólh. 14 Andrea Steinsdóttir, Goðheimum 2 Ásthildur Thorsteinsson, Gnoðarv. 22 Guðríður L. Guömundsd., Gnoðai*v. 36 Helga G. Gunnarsdóttir, Sólh. 5 Kristjana Þráinsd., Kleppsvegi 130 Eiríkur B. Barðason, Skeiðarvogi 137 Helgi Árnason, Skeiðarvogi 103 Hjalti Kristófersson, Sólheimum 23 Jón Gunnarsson, Langholtsvegi 116 A Ómar Blöndal Siggeirsson, Sólh. 23 Surla Rögnvaldsson, Eikjuvogi 23 ÍH vssin j Frh. af 11. síðu. eins og reyndar oft áður, að að- eins vantar herzlumuninn á, að liðið geti verið í fremstu röð og tekið þátt í baráttunni um toppsætið. Þórir var drýgstur í sókninni, skoraði 30 stig, og átti reyndar ágætan varnarleik líka. Einar átti einnig góðan leik og skoraði 15 stig, og Marinó skor- aði 10. Dómarar voru Kristbjörn AI- berstson og Guðmundur Þori steinsson. ★ ÍR - ÍKF í byrjun gekk báðum liðunum mjög illa að hitta í körfuna, og eftir 10 mínútna leik hafði hvort lið aðeins skorað 8 stig, sem er sennilega einsdæmi i fyrstu deild. Leikur beggja liða var þóf- kenndur fram undir lok hálfleiks- ins, en síðustu 5 mínúturnar breyttu ÍR-ingar stöðunni úr 16 — 12 í 28 — 12, og virtust þá fyrst komast í gang, en það er ekki í íyrsta sinn, sem þeir þurfa 10—15 mínútur til að átta sig á hlutunum. ÍR-ingar tóku strax forystuna í síðari hálfleik, og juku fljótt forskot sitt í 25 stig, án teljandi mótstöðu frá ÍKF. Svipaður stiga munur hélzt út hálfleikinn og endaði leikurinn með yfirburða- sigri ÍR, 63 — 38. : ÍR-ingar voru, eins og fyrr seg- ir seinir í gang, en léku ágætlega þegar þeir loksins náðu saman. Agnar og Pétur urðu stigahæstir með 18 stig hvor, og Skúli og Sigmar skoruðu 10 stig hvor. ÍKF menn börðust af grimmd eins og fyrri daginn, en gallinn er, að þeir virðast berjast meira af kappi en forsjá. Friðþjófur var aðalmaður liðsins að vanda, skoraði 12 stig, og Hilmar og Sig. urður skoruðu 7 stig hvor. Dómarar voru Gunnar Gunn- arsson og Kristinn Stefánsson. Heimssýning Frh. af 3. síðu. ir starfsmenn hennar, Gunnar Friðriksson, Skarphéðinn Jó- hannsson, Stefán Snæbjörnsson, Elín Pálmadóttir, Pétur Karls- son, Sveinbjörn Bjarnason, Þór- dís Árnadóttir og Vilborg Árna- dóttir. Alvarlegt slys Alvarlegt umferðarslys varð 4 gærkvöldi rétt fyrir kl. 8 á Soga- vegi. Sex ára drengur varð þar f.vrir bifreið og hlaut hann mikið höfuðhögg. Drengurinn var flutt- ur á slysavarðstofuna, og síðan á Landakotsspítala. 14 22. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.