Alþýðublaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 3
KONSTANTÍN FANGI í
HðLLINNI I TATOI?
Aþenu 24. apríl (NTB-Reuter). — Konstantín konungur mun bráð-
lega stjórna fundi í hinni nýju stjórn, sem mynduff var eftir bylt-
inguna í Grikklandi, aff því er Konstantín Kolias forsætisráðherra
skýrði frá í kvöld. Hinn ungi konungur hefur ekki gefiff ncina opin
bera yfirlýsingu um afstöðu sína til byltingarinnar síðan hún var
gerff, en ityja stjórnn segir konung styðja byltingarmenn.
Talsmaður stjórnarinnar neit-
aði því í dag, að konungur væri í
stofufangeisi.
Kolias forsætisráðherra sagði í
formlegri yfiriýsingu sem lesin
var upp í útvarpinu í Aþenu að
lífið í landinu væri komið í eðli-
legt horf á ný. Hann sagði aö mál
allra þeirra sem handteknir hefðu
verið yrði rannsakað ítarlega og
sagði að allir þeir sem hafðir væru
í haldi sættu góðri meðférð og
væru við góða heilsu.
□ Valdatöku mótmælt
Frá Vínarborg berast þær frétt-
ir að um 400 Grikkir og austur-
rískir sósíalistar hafi í dag geng-
ið um götur borgarinnar og hróp-
að „Burtu með fasistana frá
Grikklandi" og „Niður með ein-
ræðisherrann Ko(nstantín“. Ekki
kom til átaka.
Kaupmannahafnarblaðið „Poli-
tiken‘“ hermdi í dag að um 50
Grikkir búsettir í Kaupmanna-
höfn hefðu komið á fót andspyrnu
hreyfingu til að samræma mót-
mæli við stjórnir NATO-landa
vegna byltingarinnar í Grikk-
landi. Foringi hópsins er Georg
Mavroganis, sem var starfsmaður
gríska sendiráðsins í Kaupmanna-
höfn þar til byltingin var gerð.
Hermenn voru enn á verði á
mikilvægustu stöðum í Aþenu í
dag, en verzlanir, kaffihús og veit
ingahús voru opin eins og venju-
lega. Ekki virtist vera neinn sér-
stakur viðbúnaður við konungs-
höllirja í Tatoi, sem er 24 km frá
höfuðborginni. Konungur hcfur
dvalizt þar síðan byltingin var
gerð.
□ Langur affdragrandi
Vitað er að konungur hefur sýnt
herforingjunum töluverðan mót-
Framhald á 15. siðu.
Konstantín konungur og Anna María drottning.
Viljð reka
Grikkland
úr NATO
A Norðurlöndum hafa ver-
ið bornar fram kröfur um
að Grikkland verði rekið úr
NATO vegna valdatöku hers-
ins.
Formaður utanríkisnefnd-
ar norska Stórþingsins, Bent
Roiseland, segir í blaðavið-
tali, að ef Grikkland verði
rekið- úr NATO kunni það
að treysta einræðisstjórniná
í sessi. Við vitum, að meiri-
hluti grísku þjóðarinnar er
lilynntur lýðræði og það eru
þessi öfl sem við verðum að
styrkja, sagði 'hann.
Per Borten forsætisráð-
herra og John Lyng utan-
ríkisráðherra hafa rætt á-
standið í Grikklandi eftir
herbyltinguna og utanrikis-
Framhald á 15. síðu.
Mjölskemmur í Vestmanna-
eyjum skemmast í eldi
Vestmannaeyjum, ES-SJO
í fyrrinótt kom upp mikill eld-
ur í tveim mjölskemmum Fiski-
mjölsverksmiffju Vestmannaeyja
og brann önnur þeirra til kaldra
kola. Þarna eyðilögðust um 900
Jónína Guffjónsdóttir.
Hafdis Sigurbjörnsdóttir
Félagsfundur Kven-
félags Alþýðuflokksins
Kvcnfélas: Alþý^uílokkBins í væntanlegar alþingiskosningar.
Reykjavík heldur félagsfund í Sýnd verður kvikmynd frá
kvöld 25. apríl í Ingólfskaffi Skaftafellssýslu. Félagskonur
niffri. Jónína Guðjónsdóttir og' eru livattar til að fjölmenna og
Hafdís Sigurbjörnsdóttir ræffa mæta stundvíslega. - Stjórnin.
tonn af mjöli og er tjóniff talið
nema tugum milljóna.
Eldurinn kom upp milli kl. 3 og
4 um nóttina og urðu menn fyrst
varir vi'ð ,hann rétt fyrir kl. 4. Var
þegar kallað (á slökkviliðið og kom
það strax á vettvang með báða
slökkviliðsbíla sína. Einnig tók
lóðsinn þátt í slökkvistarfinu og
var dælt úr honum, en skemmurn-
ar voru staðsettar rétt við hafn-
arbakkann.
Drengur fyrir bíl
Rvík, SJÓ
I gærmorgun varff 9 ára gamall
drengur fyrir vörubifreið á Þúfu-
barði í Hafnarfirffi. Drengurinn
var á Ieiff í skólann, er þetta gerö-
ist. Við ákeyrsluna lærbrotnaði
drengurinn og var fluttur á spit-
ala í Reykjavík.
Önnur skemman var úr timbri
með járnklæðningu og brann hún
til kaldra kola. Hin er aftur á
móti steinsteypt og stendur því
enn uppi, nema hvað þakið er
fallið. Álitið er að eldurinn hafi
komið upp í trésmíðaverkstæði,
sem er til húsa ^ annarri skemm-
unni. Mjölið er geymt á trépöll-
um, sem lyft var upp á bílana og
komst eldurinn inn á milli þess-
ara palla^og gerði það slökkvi-
starfinu erfitt fyrir. Má segja, að
skemmurnar hafi orðið svo til al-
elda á svipstundu. Sunnanátt var
og tókst að verja nærliggjandi
hús, en það voru m.a. vinnslustöð
og vélsmiðja frá Magna, en það
var aðeins vindáttinni að þakka,
því ef um austaanátt hefði verið
að ræða, nfátti búast við að vél-
smiðjan hefði einnig orðið eldin-
um að bráð.
Mest varð tjónið á mjölinu, en
einnig skemmdust nokkur tæki í
skemmunum og ýmislegt fleira.
Mjölið var aðallega af loðnu.
Rauk enn úr rústunum um miðj-
an daginn í gær og voru slökkvi-
liðsmenn að störfum eitthvað
fram eftir degi.
Hvert viljið þér fara ?
Ferðamannatekjur
aukast um 15%
Nefnið staðinn. Við flytjum
yður, fljótast og þœgilegast.
Hafið samband
við ferðaskrifstofurnar cða
PA.IV AMBRICAIV
Hafnarstrrcti 19 — simi 10275
Árið 1966 keyptu bankarnir
gjaldeyri af erlendum ferðamönn
um fyrir kr. 94 miljónir 513 þús
und, en það er rétt liðlega 15%
aukning frá árinu á undan. Með
aleyðsla á hvern ferðamann ér
þó nokkru minni 1966 en árið áð
ur, þannig að aukningin stafar al
gjörlega af auknum ferðamanna
straumi. Séu fargjöld og fríhafnar
sala talin með gjajdeyristekjum
af ferðamönnum má gera ráð fyr
ir því að þær hafi samtals numið
um 324 milljónum króna.
Frá þessu segir í ársskýrslu
Ferðamálaráðs, en ferðamálaráð-
stefna verður haldin að Hótel
Borg í Reykjavík á fimmtudag og
föstudag og hefst ráðstefnan kl.
10 árdegis. Verða á ráðstefnunni
rædd ýmis máj, sem snerta ferða
mál og skyld efni, t.d. náttúru
vernd móttaka erlendra ferða-
manna, samgöngumál og mögu-
Ieikar íslands sem ferðamanna
lands.
25. apríl 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3