Alþýðublaðið - 27.04.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.04.1967, Blaðsíða 3
Stjórnmálakynning Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykja- vík. Verður laugardaginn 29. apríl kl. 3 í Ingúlfskaffi. Fulltrúaráðið skipaði nefnd til undirbúnings fundinum og fjallar nefndin um menntamál. (Skólamál og listir). Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra er framsögun.Vður ncfnd- arinnar. £ Flokksfólk er hvatt til að sækja fundinn, og taka virk- an þátt í umræðum og bera fram fyrirspurnir. Ashkenazy kemur hingað á morgun Vladimir Ashkenazy er væntan- legur hingað til lands n.k. föstu- dag og heldur hann hér eina tón- leika, sem verða í Þjóðleikhúsinu á þriðjudag 2. maí. Ashkenazy kemur hingað frá Bandaríkjunum, en þar hefur hann verið í hljóm- leikaferð undanfarið. Með Ash- kenazy verður Þórunn kona hans og börn þeirra tvö og mun fjöl- skyldan dveljast hér á landi í viku, en halda síðan til Lundúna. Bandarísk blöð hafa lokið miklu lofsorði á Ashkenazy fyrir afburöa góðan píanóieik og segir World Journal Tribune m.a.: Þó að Vladi mir Ashkenazy sé tæpl. þrítugur að aldri, er hann án efa hæfasti píanóleikari af yngri kynslóðinni. Þetta er mikil staðhæfing, en hvað á að segja, þegar þessi framúf- skarandi tónlistarmaður flytur verk, hvort sem er eftir Chopin Rachmaninoff, Prokofiev eða Mo- zart — á þann hátt, sem við urð- um vitni að í gærkvöldi er hann lék með Philharmoniu hljómsveit- inni í New York? Ashkenazy lék einleik í Schu- mann Concerto op. 54 og túlkun- in var fullkomin á allan hátt. New York Times fór einnig svip- uðum viðurkenningarorðum um leik Ashkenazy’s og þar sagði m.a. að hann hefði leikið Schumann Concert á eins fullkominn hátt og hægt væri að hugsa sér. Spilakvöld í Garðahreppi Alþýðuflokksfélag Garða- hrepps heldur spilakvöld í Garðaholti í kvöld kl. 8,30. Er þetta síðasta kvöldið í fimm kvölda spilakeppni og verða heildarverðlaun keppn innar veitt í kvöld, auk venjulegra kvöldverðlauna. Emil Jónsson utanríkisráð lierra flytur stutt ávarp og ennfremur verður kaffi- drykkja. Ashkenazy. LEITAÐ AÐ ÁÁRALAUSU Akureyri, SJ—Hdan. Laust fyrir kl. 7 á miðviku- dagsmorgun var þess óskað við Norðurflug, að farið yrði í leit- arflug eftir trillu ér á var einn maður, Sveinn Eggertsson bak- ari. Hafði hann farið í róður síðdegis á þriðjudag. Brugðið var skjótt við hjá Norð urflugi og kl. 7,30 hafði flugvél hafið sig á loft, en flugstjóri var Jóhannes Fossdal. Flogið var út með vestur- strönd Eyjafjarðar og kl. um 8,15 fnnnst trillan á miðjum firði milli Hauganess og Höfða. Var þá Sveinn að reyna að róa á móti straumi með spýtu fyrir ár. Flugvélin hafði samband við símstöðina á Akureyri og bað um Fjórðungsmót hestamanna á Hellu í júlí í SUMAR ver'öur. haldið fjórð- ungsviót hestamanna á Hellu á Rangárvöllum, á vegum Búnaöar- félags íslands og Landssambands hestamannafélaga, en hesta- mannafélögin á Suöur- og Suð- vesturlandi sjá um framkvæmd þess. Mótið veröur haldið dagana 8. i 9. júlí, en dómarastörf hefjast aö morgni 7. júlí. Á mótinu verður sýning á úr- kynbótahrossa af félagssvæði Hrossaræktarsambands Suður- lands. Sýndar verða tamdar hryss- ur og stóðhestar og sambandið mun sýna 6 éða 7 stóðhesta með afkvæmum. Má geta þess, að áð- ur hafa hvergi verið sýndir svo margir hestar með afkvæmum sín um. Rétt er að vekja athygli þeirra, sem eiga hryssur og stóðhesta á félagssvæði Hrossaræktarfélags Suðurlands, að þeir tilkynni þátt töku til sýningar héraðsráðunaut- um, formönnum hestafélaga, eða Þorkeli Bjarnasyni, hrossaræktar- ráðunaut að Laugarvatni fyrir 15. maí n.k. Þá verður á mótinu gæðinga- keppni og kappreiðar. Gæðinga- keppnin verður tvískipt. í öðrum flokknum keppa alhliða gæðing- ar og má hvert hestamannafélag Framhald á 14. síðu Þjóðarsorg í Sovétríkjunum MOSKVU, 26. apríl (NTB6 — Ösku liins látna geimfara Vladi- mirs Komarovs var komið fyrir í múrum Kreml í dag, og eru fréttaritarar sammála um að aldrei hafi ríkt eins mikil sorg við fráfall nokkurs manns í Sov- étríkjunum síðan Stalín lézt. Segja má að þjóðarsorg ríki í Sovétríkjunum. í sjónvarpinu mátti sjá að Alexei Kosygin for- sætisráðherra og Nikolai Pod- gorny forseti voru með tárin í augunum. Þúsundir manna gengu fram hjá ösku Komarovs í gær og dag í byggingu klúbbs sovézka hers- ins, en um hádegisbilið í dag voru jarðneskar leifar Komarovs fluttar til Rauða torgsins. Lik- fylgdin var eins kílómetra löng og á undan óku 36 bifreiðar með blómsveigum. Tugir þúsunda Moskvubúa stóðu meðfram leið- inni sem ekið var um og fjöldi manns fylgdist með úr gluggum og af svölum húsa. að haft væri samband við Hauga- I nes, en þar sem ekki var búið að | opna símstöðina þar var það ekki hægt. Flaug vélin því yfir Hauga- j nes og varpaði niður miða í poka þar sem beðið var um aðstoð. ' Brugðu Haugnesingar skjótt við ; og fóru Sveini til aðstoðar. Sveinn var orðinn all þrekaður eftir næt- urbarninginn. en vél trillunnar : hafði bilað kl. 6,30 á þriðjudags- j kvöld skammt frá Sjávarborg í ; Arnarneshreppi. Þungur straum- ur var þá á firðinum og all hvasst á suð-vestan með köflum ' og rak því bátinn út fjörðinn. Sveinn hafði engar árar innan- borðs, en greip t'l þess ráðs að draga úr reki bátsins með spýtu, en árum bátsins hafði verið stol- ið fyrir nokkrum dögum.—• Þess má geta að Sveinn er nýkvænt- ur og tók kona hans þátt í leit inni með flugvélinni. Framhald á 14. síðu L MAI KAFFI 1. maí-kaffi kvennanna í Fulltrúaráði Alþýðuflokksins f Reykjavík, verður að venju haldið í Iðnó uppi, 1: maí n.k. Þær konur er ætla að. gefa kökur eða bjóða fram aðstoð sína eru vinsamlegast beðnar að hringja í síma 33358 (Svan- hxít Thorlacius) og 13989 (Emelía Samúelsdóttir). Nefndin sem undirbjó fundinn: Frá vinstri: Hjörtur Pálsson, dr. Gunnlaugur Þórðarson, Kristmann I Eiðsson, Bessi Bjarnason, Ingvar Ásmundsson, Einar Magnússon, dr. Gylfi Þ. Gíslason, Sigvaldi Hjálm- arsson, Ólafur Eggertsson, Jón E. Guðmundsson, Steindór Hjörleifsson, Helgi Sæmundsson, Gunnar Eyjólfsson og Sighvatur Björgvinsson. 27. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.