Alþýðublaðið - 27.04.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 27.04.1967, Blaðsíða 14
Auglýsing um skoðun bifreiða í Lögsagnarumdæmi Kópavogs Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðalskoðun bifreiða fer fram 2. maí til 1. júní n.k., að báðum dögum meðtöldum3 svo sem hér segir: Þriðjudaginn 2. maí .. .. Y-1 til Y-100 Miðvikudaginn 3. maí .. .. Y-101 - - Y-200 Föstudaginn 5. maí .. .. Y-201 - - Y-300 Mánudaginn 8. maí .. .. Y-301 - - Y-400 Þriðjudaginn 9 . maí . ... Y-401 ■ —Y-500 Miðvikudaginn 10. maí .. .. Y-501 - - Y-600 Fimmtudaginn 11. maí'.. .. Y-601 - - Y-700 Föstudaginn 12. maí .. .. Y-701 - - Y-800 Þriðjudaginn 16. maí .. .. Y-801 - - Y-900 Miðvikudaginn 17. maí .. .. Y-901 - - Y-1050 Fimmtudaginn 18. maí .. .. Y-1051 - - Y-1200 Föstudaginn 19. maí .., .. Y-1201 - - Y-1350 Mánudaginn 22. maí .. .. Y-1351 - - Y-1500 Þriðjudaginn 23. maí .. .. Y-1501 - - Y-1600 Miðvikudaginn 24. maí .. .. Y-1601 - - Y-1700 Fimmtudaginn 25. maí .. .. Y-1701 - - Y-1800 Föstudaginn 26. maí .. .. Y-1801 - - Y-1900 Mánudaginn 29. maí .., .. Y-1901 - - Y-2000 Þriðjudaginn 30. maí .. .. Y-2001 - - Y-2100 Miðvikudaginn 31.jnaí .. .. Y-2101 - - Y-2200 Fimmtudaginn lv júní .. .. Y-2201 - - Y-2300 Bigreiðaeigendum ber að koma með bifreið- ir sínar að Félagsheimili Kópavogs, og verður skoðun framkvæmd þar daglega kl. 9—12 og 13—16,30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að ljósatæki hafi verið stillt, að bifreiðaskattur og vátrygging- ariðgjald ökumanna fyrir árið 1967 séu greidd, og fögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjld þessi ekki verið greidd eða ljósatæki stillt, verður skoðun ekki fram- kvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Gjöld af viðtækjum í bifreiðum skulu greidd við skoðun. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta til- kynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Kópavogi 20. apnl 1967, SIGURGEIR JÓNSSON. fþróttir Frh. af 11. síðu. Loks er það rúsínan í pylsu- endanum, landsleikur við Dani í Kaupmannahöfn 23. ágúst. Ekki ber á öðru en verkefnin verði næg fyrir knattspyrnumenn ina í sumar og nú er það þeirra að standa sig sem bezt, ekki endi- j lega að sigra í hverjum leik, en i sýna þokkalega getu og góða fram komu. Reynir Karlsson sem sér um þjálfun A-liðsins, en liann ásamt Sæmundi Gíslasyni skipa lands- liðsnefndina. Þjálfari unglinga- landsliðsins er Guðmundur Jóns- son. Leit aö manni Frh. af 3. síðu. Miklar annir hafa verið hjá Norðurflugi síðustu daga og í fyrradag var m.a. flogið til Djúpa vogs með konu, sem var nýkom- in af Sjúkráhúsinu á Akureyri. Lent var í fjörunni á Djúpavogi í miklum sjógangi, en flugvöllur- inn þar er enn ónothaefur. Lend- ing og flugtak tókst vel, en flug- stjóri í ferðinni var Torfi Gunn- laugsson. LeftieiÖir Frli. af 2. síðu. skattar hafa nú verið felldir nið- ur á Norðurlöndum. Til nýlundu má það teljast í fargjaldamálum, að nú eru komin til sögu svonefnd ungmennafar- gjöld innan Evrópu, en þá er ung mennum, 12—22 ára, veittur af- láttur 25% fullra fargjalda, sé farmiði keyptur fram og til baka. Hópar 20 ungmenna eða fleiri fá þar að auki 10% afslátt og fritt far fyrir fararstjóra, sem eldri er en 22 ára. Nýleg tollalækkun á flugfragt hefir leitt til stórfelldrar aukn- ingar á flutningi varnings með flugvélum, og nýtur hin nýja sam- eiginlega afgreiðsla flugfélaganna mikilla vinsælda meðal kaupsýslu manna. Auk hinna föstu áætlunarferða munu bæði Cloudmaster- og Rolls Royce flugvélar Loftleiða fara all margar leiguferðir á sumri kom- anda, og má þar t.d. nefna Lun- dúna- og Mallorcaferðir Sunnu, Útsýnarferðir til Lundúna og ír- landsferðir, sem Lönd & Leiðir skipuleggja. Þess má geta, að Loftleiðir skipuleggja nú viðdvöl í Luxem- borg með svipuðum hætti og héi í Reykjavík. Er þó einungis gert ráð fyrir sólarhrings viðdvöl, sem ætti að geta verið heppileg fyrii þá sem eru að hefja eða ljúka Evrópuferð. Farþegum er séð fyr , 'r farkosti milli flugvallar eðs járnbrautarstöðvar og fyrsta fl gistihúss, þar sem borðað er og dvalizt. Farið er í kynnisför uir Luxemborg með leiðsögumanni Allur er dvalarkostnaðurinn frá 645,75 til 839,67 kr. og samsvar- ar hann 15 og 19,50 Bandaríkja dölum, sem greiddir eru fyrir jafr langa dvöl gesta hér á íslandi. Daglegar ferðir áætlunarbif reiða eru milli Luxemborgar, Par ísar og Kölnar og Frankfurt, oí eru þær í beinum tengslum vií flugferðir Loftleiða. Góðar sam göngur eru einnig í lofti mill Luxemborgar og annarra landa, en auk járnbrautarferðanna trygg- ir allt þetta farþegum Loftleiða ó- dýra og fróðlega viðdvöl í Lux- emborg og þægilegar ferðir milli Luxemborgar og annarra landa. Loftleiðir hafa nú eigin skrif- stofur í San Francisco, Chicago, New York, Kaupmannahöfn, Ham- borg, Frankfurt, París, Vínarborg, Glasgow, I.ondon -og Luxemborg, en aúk þess sérstakar umboðs- skrifstofur í 25 borgum víðsveg- ar um heim. Nýjasta umboðsskrif stofan er í Mexíkó og annast for- stjóri hennar sölumál Loftleiða í Mið- og Suður-Ameríku. Hann var nýlega á ferð hér í Reykjavík og táldi markaðshorfur Loftleiða góð’ ar á sölusvæði sínu. í sl. marzmánuði lauk námskeiði 34 stúlkna, sem ráðgert er að hefji störf hjá Loftleiðum, sem flug- freyjur, á sumri komanda, en á- ætlað er að alls muni um 170 flug ' freyjur vinna hjá Loftleiðum í sumar. Hestamannamót Frh. af 2. síðu. senda 3 hesta til keppni. í hinum flokknum verða klárhestar með tölti og koma fram tveir hestar frá hverju félagi. Hvert félag vel- ur sína hesta heima í héraði. í kappreiðum verður keppt í skeiði, stökki 300 m og 800 m og verða veitt há verðlaun. Tilkynningar um þátttöku í gæð ingakeppni og kappreiðum skal senda til framkvæmdastjóra móts ins eigi síðar en 15. júní n.k. Hdstam/annafélögifc hafa skipað | framkvæmdanefnd mótsins og eiga f sæti í henni fimm menn, þeir J Einar Þorsteinsson ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands, sem er formaður nefndarinnar, Árni ísleifsson tamningastjóri S Hellu, Bergur Magnússon fram- kvæmastjóri Fáks í Reykjavík, Gunnlaugur Sigmundsson bóndi, Syðra-Langholti. Framkvæmdastjóri mótsins er ráðinn Steinþór Runólfsson á Hellu og fulltrúi hans verður Árni ísleifsson Hellu. Undirbúningur mótsins er haf- inn fyrir nokkru og mun hesta- mannafélagið Geysir taka að sér verklegar framkvæmdir, enda verður mótið haldið á skeiðvelli þess og athafnasvæði. Eldur á Akureyri í fyrrinótt kom upp eldur í kjall ara hússins að Sólvangi, sem er rétt ofan við Lystigarðinn á Ak ureyri. Eldurinn kom upp í þvotta potti í kjallaralnum og brann þvottahúsið að innan og urðu þar talsverðar skemmdir. Fjórir hestar voru í skúr áföstum við hús ið og fylltist hann af reyk. Var talsvert stímabrak við að koma hestunum út og mátti ekki tæpara standa að þeim yrði bjargað. SVEINN H. VALDIIVIARSSON hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgata 4 (Sambandshús 3. hæð). Símar: 23338 — 12343. Sparisjóður Alþýðu OPNAR LAUGARDAGINN 29.APRÍL Kl. 9 f.h. að Skólavörðustíg 16, inngangur frá Óðinsgötu. Sparisjóðurinn annast alla innlenda banka- starfsemi. Afgreiðslutími er kl. 9 til 4, á föstudögum kl. 9 til 4 og kl. 5 til 7, og á laugardögum kl. 9 til 12. SPARISJÓÐUR ALÞÝÐU. 14 27. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.