Alþýðublaðið - 27.04.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.04.1967, Blaðsíða 5
Persónunjósnir á italíu iillpiflŒI WM m M di LORENZO: Sviptur embætti TREMELIONI: Boðar upp- ljóstranir. Forsetinn, Saragat og forsætisráðherrann, Moro. Það er forsætis- ráðherrann sem hneigir sig. FORSETA ítalska herráðsins hefur skyndilega verið vikið úr embætti. Samtímis hefur ítalski landvarnaráðherrann sagt í skýrslu til stjórnarinnar, að rann sókn hafi leitt í ljós að ýmsar misfellur hafi átt sér stað í starf semi ítölsku leyniþjónustunnar. Ekki er sagt benlínis að brott vikning forseta herráðsins standi í sambandi við starfsemi leyni- þjónustunnar, en allir vita aið svo er. Á næstunni mun land- varnaráðherrann gefa þinginu skýrslu um niðurstöður rannsókn arinnar og búast má við fjörug- um umræðum. Herráðsforsetinn, Giovanni di Lorenzo hershöfðingi, var um 6 ára skeið yfirmaður leyniþjón- ustunnar. Eftirmaður hans í em bætti herráðsforseta er Guido Vedovato hershöfðingi, sem ný- lega var skipaður yfirmaður land hers NATO í Suður-Evrópu. Þingmaður úr flokki kristi- legra demókrata á Sikiley. Mes seri, olli uppnámin.u yegna starf- semi ítölsku leyniþjónustunnar þegar hann gerði harða hríð að leyniþjónustunni í ræðu á þingi fyrir tveimur miánuðum. Hann gagnrýndi ekki aðeins leýniþjón ustuna, sem auðkennd er með skammstöfuninni SID, og yfir- menn hennar heldur einnig nú- verandi landvarnaráðherra og nokkra fyrrverandi landvarna- ráðherra, sem hafa haft yfirum- sjón með starfsemi leyniþjónust- unnar. Messeri hélt þvi fram, að þegar hann hefði verið í Bandaríkjun fyrir nokkrum árum í einkaerind um en einnig til að hitta banda ríska landvarnaráðherrann, Mac Namara, að máli, hefðu starfs menn SID fylgt honum hvert fót mál. Messeri las til sönnunar upp skýrslu, sem starfsmenn leyni- þjónustunnar höfðu samið, en hann lét þess ekki getið hvernig hann hefði komizt yfir skýrsluna. □ LEYNILEGAR UPP- LÝSINGAR Flokksbróðir hans, Adreotti, sem gegndi embætti landvarna- ráðherra á árunum 1959—66 og gegnir nú embætti iðnaðarmála ráðherra, sagði að hann hefði aldrei vitað til þess að leyniþjón ustan hefði undir höndum sþjald skrá með leynilegum upplýsing um um stjórnmálamenn, að fylgzt væri með öllum ferðum þessara stjórnmlálamanna og stöð ugt safnað upplýsingum um þá í spjaldskrána. En einni'g skýrði Androotti svo frá, að þégar hann hefði látið af embætti landvarna ráðherra hefði hann fengið í hendur skjöl, sem hefðu verið persónuleg eðlis, en eyðilagt þau samstundis. Eftirmaður hans, jafnaðarmað urinn Tremelloni, sem enn gegn ir embætti landvarnaráðherra, gaf í skyn að slíkar leynilegar upplýsingar um ítalska stjóm málamenn fyrirfyndust í raun og veru eða að minnsta kosti hefðu þær fyrirfundizt hvort sem þeim hefði verið útrýmt eða ekki. Tremelloni lét það verða sitt fyrsta Verk þegar hann tók við embætti landvarnaráðherra að endurskipuleggj^ le^iþjónust- una og hann breytti nafni henn ar úr SIFAR í SID. Sjá má, að mál þetta er aðeins á frumstigi og að margt gruggugt á eftir að koma fram í dagsljósið. Reyndar hefur ítalskt vikublað, ,,Europeo“ nú þegar birt nokkuv þeirra leynilegu skjala, sem land varnaráöherrann og fyrirrennari hans töluðu um. I þessum skjölum kemur meðal annars fram, að leyniþjónustu- starfsmenn fylgdust nákvæmlega með öllum ferðum núverandi for seta ítalíu, Saragats, þegar hann var enn þingmaður jafnaðar- manna. Einnig hleruðu þeh- öll samtöl hans í sima. ■Blaðið lét þess ekki getið frem ur en þingmaðurinn Messeri hvernig það komst yfir þessi leynilegu skjöl frá leyniþjónust unni, en svo virðist að ýmsir aðil ar hafi greiðan aðgang að skjöl unum. Skjölin sem ,,Europeo“ birti sýndu ótvírætt, að starfsmenn leyniþjónustunnar fylgdu Sara- gat svo að segja hvert fótmál. Hér eru tvö atriði úr skýrslunni: ,,10. ág. 1961 — Saragat hefur boðið nokkrum liægrimönnum til hádegisverðar í kaffihúsi í út jaðri Rómar (síðan eru gestirn ir taldir upp. . . “) 12. ág. 1961 „Saragat hefur skorað á Verkamannaflokkinn brezka að leggja fast að flokki Nennis að greiða ekki Gronchi atkvæði. . .“ (Gronchi var þáver andi forseti). UMRÆÐUR Á ÞINGI. Þegar Tremellqni lendvarna ráðherra hefur umræður þær um leyniþjónustuna, sem boðaðar hafa verið, munu þingmenn reyna að fá svör við þeim spurn ingum hvers vegna leyniþjónust an virðist aðallega hafa einbeitt sér að njósnum inn á við, það er að segja gegn ítölskum stjórn- málamönnum, og ekki sízt hvern ig á því standi að leynilegar skýrslur ganga manna á milli og hafna á ritstjórnarskrifstofum blaða og enn fremur hvort marg ar slíkar skýrslur séu í umferð. Um þetta munu umræðurnar aðallega snúast. En nú þegar hafa umræðurnar um leyniþjón ustuna, sem stundum er kölluð’ „hin ósýnilega stjörn ítalíu" kost að forseta herráðsins stöðu sína. Bókhlaðan og Þingvallarhðllin NEFND sú, er skipuð var að gera tillögur um undirbúning hátíðar í tilefni af ellefu alda afmæli íslandsbyggðar . árið 1974, hefur sætt nokkru á- mæli fyrir hugmyndir sínar. Það er þó ástæðulítið. Hér er um ráðgjafarnefnd að ræða, og hún ákveður ekki fram- kvæmdir. Hins vegar á hún þakkir skilið fyrir að hugsa málið upphátt í áheyrn þjóð- arinnar. Svo er almennings- álitsins að láta til sín taka og stjórnvaldanna að ákveða framkvæmdir. Engan þarf að undra, að nefndinni detti margt í hug. Verkefni eru vissulega nóg, þrátt fyrir allar þær framfar- ir, sem orðið hafa á íslandi undanfarna áratugi. En ein- mitt þess vegna er vandi að velja og hafna. Kannski er á- stæða að hafa vit fyrir nefnd- inni, en hún er síður en svo ámælisverð fyrir að koma með hugmyndir. Álitleg tillaga. Félag íslenzkra fræða hefur brugðizt skynsamlega við til- lögugerð nefndarinnar og mælt með því, að reist verði bók- hlaða í tilefni þessa sögulega afmælis. Sú tillaga er mjög álitleg og mun flestum betur að skapi en hugmyndin um svokallað þjóðarhús á Þing- velli. Auðvitað þarf að byggja hér veglega bókhlöðu og sjá fyrir framtíðarþörfum lands- bókasafns, háskólabókasafns og þjóðskjalasafns. Slík stofn- un er brýnna verkefni en að byggja höll til fundahalda og gistingar. Og nefna mætti fleiri söfn, sem íslendingar þurfa að efla að húsakosti og munum. Mun þá ýmsum hugs- að til náttúrugripasafnsins og listasafnsins. Ennfremur verð- ur þess skammt að bíða, að þröngt reynist um þjóðminja- safnið, sér í lagi ef þar á að koma fyrir nauðsynlegum heimildum um íslenzka at- vinnusögu eins og til stend- ur. Blöðin ættu að ræða þetta mál af hófsemi og sanngirni, svo að til árángurs leiði. Til- laga Félags íslenzkra fræða virðist tímabær og viðeigandi. Vegleg bókhlaða hæfir sannar- lega vel ellefu alda afmæli íslandsbyggðar. Grundvöllur ménningariiuiar. Þjóðminjasafnið við Hring- braut var reist í tilefni af end- urstofnun lýðveldisins 1944. Sú framkvæmd kom raunar til sögu af nokkurri tilviljun, en nú munu allir sammála um, að næsta vel hafi til tekizt. Eig um við ekki að halda áfram á sömu braut 1974 ? Bókmenntirnar, sagan og listirnar eru grundvöllur ís- lenzkrar menningar. Hún er okkar sérstaða og réði úrslit- um um frelsi og sjálfstæði íslendinga, þó að ekki skuli lítið gert úr verkkunnáttu og tækniþróuninni, sem olli hér aldahvörfum. Vitaskuld gleðj- umst við með söng og dansi á afmælinu 1974 eins og við önnur slík tækifæri, en víst fer vel á því, að við minnum jafnframt rækilega á menn- ingu okkar í íslands þúsund ár og bráðum öld betur. Herjólfur. 27. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.