Alþýðublaðið - 27.04.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 27.04.1967, Blaðsíða 16
á Kryddsíld og súrsíld Útlendingar fýla stundum grön, þegar þeim eru bornir sumir þeir réttir, sem íslendingar (flestir vonandi) telja liið mesta hnoss- gæti. Hákarlinn okkar er ágætt dæmi um þetta. Óvönu fólki þyk- ir stækja og fýla vera af hákarli og grípa fyrir nefið, ef það kemst í námunda við hann, og sumir gera það jafnvel þótt ekki sé nema minnzt á hákarl, en hinir sem gott kunna að meta smjatta og sleikja út um. Nú er því engan veginn að heilsa að við íslendingar séum einir um það að þykja Ijúffengt það sem óinnvígðir kalla daun- illt óæti. í Norður-Svíþjóð er hafður í miklum metum matréttur sem nefnist a þarlendri tungu „surströmming", en „strömming" er síldarafbrigði, svo að rétturinn gæti einfaldlegá heitið súrsild á íslenzku. Þessi súrsíld er verkuð á listilegan hátt og tilreidd þann- ig í loftþéttar tunnur, að hún úldn ar og rotnar, án þess þó að grotna í sundur og verða að engu. Af henni leggur auðvitað sterka rotn- unarlykt, og er sannast sagna að lítið verður úr hákarlsilman hjá þeim ósköpum. Mönnum óvönum súrsíld þykir þessi lykt svo megn að þeir geta helzt ekki komið nærri uppsprettu hennar, en Norð ur-Svíum þykir þefjanin hreinasta indæli. Það er ekki nóg með að súr- síldarlyktin sé sterk, hún er líka áleitin og smýgur um alla króka og kima, þar sem súrsíld er með- höndluð. Eru þess ófá dæmi að menn verði súrsíldarlyktar varir í mörg hundruð metra fjarlægð frá matstaðnum, og þá bregða menn við eftir því hvaðan þeir eru upprunnir; sumir renna á lykt ina, aðrir leggja á flótta. Sá sem þetta ritar hefur eitt sinn tekið þátt í súrsíldaráti, og af því að^ hann var gestur, varð hann að gera svo vel og þrauka, þótt fýl- an væri voðaleg, en það vildi hon- um raunar til happs að hann var þrælstíflaður af kvefi, svo að lykt arskynið var í dofnara lagi. Þetta súrsíldarát fór fram uppi á átt- undu liæð í stúdentagarði, en það brást ekki að þver sá Norður-Svíi sem bjó í húsinu eða átti þar leið um, rakst inn, eins og af tilvilj- un auðvitað, meðan máltíðin stóð sem hæst. Það runnu allir á lykt- ina. Nú til dags er venjan að setja súrsild í niðursuðudósir og er síld in bezt til átu, þegar dósin er orð- in kúlulaga vegna gasþrýstings innan frá. Og súrsíldin á það sam- eiginlegt með hákarlinum okkar, að réttast þykir að skola henni niður með brennivíni; en það væri ljótt að hugsa sem svo að þar væri komin skýringin á vinsældum súr síldarinnar, því að það er engan veginn rétt. Það er vel hægt að drekka brennivín án súrsíldar. Allt hefur sína orsök, og það er ekki bara til að skemmta fólki án sérstaks tilefnis að súrsíld Norð- ur-Svíanna er færð hér í tal. ís- lendingar hafa nýlega orðið sér til hneysu fyrir að flytja út í stór- um stíl skemmda síld og úldna og kalla fullgóða vöru, og er ekki séð fyrir endann á afleiðingum þess enn. Hér á landi bíða enn haugar af tunnum, sem enginn vill taka við, sakir þess að síldin í þeim er ónýt af ýldu. Baksiðan yill hér með stinga upp á því, að reynt verði að losna við þessa síld með því að selja Svium liana, ekki sem kryddsíld eða sykursalt- aða síld, heldur sem súrsíld. Og ef það dugar ekki, þá væri reyn- andi að gera tilraun til að kenna íslendingum að éta súrsíld og reyna að svæla lienni í Iands- menn sjálfa. Brennivínsdrykkj- una þarf hins vegar ekki að kenna þvi að í henni eru menn svo sjálf- bjarga hér að þeir verða iðulega ósjálfbjarga. En þjóð sem þykir hákarl herramannsmatur ætti sjálfsagt ekki í vandræðum með að læra að meta súrsíld, enda er hún satt að segja herramanns- matur líka. Þessari tillögu er hér með kom- ið á framfæri við rétta aðila, en. Baksíðan fær ekki betur séð en þetta sé eina raunliæfa leiðin til ð bjarga okkur út úr þeim ógöng um, sem við erum komnir í með síldina. r Ls pau 7 : : ÓSKÖP Allir kóngar allir kóngar eru senn úr leik, Konstantínó kallinn kannski er nú fallinn, einhver dóni einhver dóni öðlingsmanninn sveik, Einmitt þessu einmitt þessu alla tíð ég kveið. Ósköp er að heyra, ekki segi ég fleira, ef fjallkóngarnir fjallkóngarnir fara sömu leið. : íáÉíffe Kakan er fín! Hvaða scmcnt notaðirðu í hana núna? Mér finnst vanta dálítið meira af hráolíu. í síðustu senunni, í samtal- inu við tengdamóður sína mæt ast þessir tveir heimar. Leikskrá Þjóðleikhússins Nú er Konstantín konungur Grikkja búinn að taka af skar ið ,en undanfarna daga liefur • hann sagt eins og Hamlet: To be or not to be. . , . Kennarablókin var að segja okkur að lesa undir prófin, sem nú eru að byrja. En það segir hann líka að við eigum að gera fyrir hvern tíma. . . Það var ljótt að sjónvarpið skyldi fresta Baltikumynd inni.. Og ég sem var iögð af stað í aitnað hús til að sjá ó- sómann. . . ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.