Alþýðublaðið - 29.04.1967, Síða 7

Alþýðublaðið - 29.04.1967, Síða 7
Útgefandi: Sam- band ungra Jafnað- armanna HER HVERFI FRÁ DÓMINGO Ályktun xun Dominikanska lýff veldiff. 8. þing Alþjóðasambands ungra jafnaðarmanna (IUSY). Harmar að kosningar skuli Ihafa farið fram í Dominikanska lýð- veldinu meðan það var hernum- ið af herjum Bandala'gs Ame- ríku ríkjanna, sem eru, vafalaust hlyntari pólitískum öflum til liægri; Harmar að eftirlit með her- setunni og yfirumsjón með kosn ingunum voru ekki í höndum S.Þ. (Sameinuðu þjóðanna) . Harmar, að Juan Bosch skyldi þurfa að halda kyrru fyrir með- an á hersetunni stóð, sem sýnir ljóslega þær ólýðræðislegu að- slæður, sem ríktu á þessum tíma; Fagnar Juan Boseh forseta og Dominikanska byltingar- flokknum sem hinum raunveru- legu fulltrúum lýðræðisins’ ■ Krefst þess, að aliar erlendar hersveitir hverfi úr Domini- kanska lýðveldinu. FRANCISCO GAAMANO var fyrirliffi í upprcisninni í Domini kanska lýffveldinu 24. apríl 1965. OFRELSi AUST- AN JÁRNTJALDS ALÞJÓÐASAMBAND ungra jafn aðarmanna (IUSY) harmar mjög handtöku meðlima róttækra and stöðuflokka, sem reynt hefur að byggja upp hinn sanna sósíal- isma í Póllandi. Margir þeirra voru meðlimir Alþjóða verka- mannasambandsins (kommúnist3- fl;ctirsins), og Mill IUSY því beina þeim tilmælum til pólsku stjórnarinnar, að hún láti þá lausa þegar i stað. Bodowiski, Hass Kuron, Modsel- ewski og félagar þeirra voru dæmdir í fangelsi af pólskum dómstólum fyrir að láta í ljósi það, sem er grundvöllur póli- tískra réttinda og tryggt er hverjum manni í hinni pólsku stjórnarskrá, sem sé, 'að eiga og dreifa ritlingum, sem lýstu pólsku stjórnarfyrirkomulagi sem „skrifstofueinveldi", og fyr- ir að heimta aftur „alþjóðastefnu öreiga“. 8. þing IUSY fordæmir fangels- un hinna frjálshuga sovézku rit- höfunda, sérstaklega þó fang- elsun rithöfundanna Siniavsky og Daniels. Grundvailað á Alþjóða mannrétt- indayfirlýsingunni, sérstaklega gr. 13 (ferðafrelsi)), gr. 18 (hugs- ana- samvizku- og trúarbragða- frelsi), svo og gr. 27 (frelsi til að taka þátt í menningarlífi sam félagsins), jafnframt grundvall- að á yfirlýsingu Sameinuðu þjóð anna um afnám kynþáttamisrétt- is í öllum myndum, sérstaklega gr. 3 (misrétti, sem byggt er á kynþætti, hörundslit og upp- runa), vill 8. þing IUSY samankomið í Vín dagana 2. til 5. júní lýsa yfir hanni s,num á þeinii höftum, sem stjórn Sovétrikj- anna hefur lagt á ferðafrelsi og menningarlegt frelsi Gyðinga- minnihlutans í Sovétríkjunum, og ber eindregið fram þá ósk, aff sá möguleiki (eins og viðurkennt hefur verið í stjórnarskrá Sov- étríkjanna) verði veittur þess- um minnihluta, sem sé að skapa sér sitt eigið menningarlíf á sama hátt og aðrir minnihlutar og þjóðabrot, sem eru löglega viðurkenndir í Sovétríkjunum. að þessum minnihluta verði gef- inn kostur á að ferðast, yfirgefa landið eða snúa aftur til Sov- étríkjanna, svo og að hinar að- skildu fjölskyldur geti fljótlega sameinazt á þeim stað, sem þær kjósa. Vilji allra æskumanna ætti að vera sá, að sameinast um að vinna með þolinmæði að því markmiði að brúa bilið milli aust ur og vestur Evrópu. Ósk okkar er sú, að sjá Evrópu mannlegri og frjálslyndari en hún er í dag. Þess vegna styðjum við víðtækari og haftaiaus skipti í útgáfu, frétt um og á fólki. 8. þing IUSY hvetur öll aðildar- samtök innan IUSY til að styrkja 'skipti milli æskumanna í Aust- ur- og Vestur-Evrópu og 'hvetur stjórn IUSY til að taka þátt í því starfi að koma á nýjum sam- böndum milli aðildarsamtaka IU SY og Austur-Evrópulandanna, og þar sem aðstæður leyfa, aff tengja saman þau sambönd, sem þegar hefur verið stofnað til. Þess vegna er mikilvægt, að Frh. 10. síðu. S.Þ. VÍSIR AÐ ÁHRIFAMIKILLI HEIMSSTJÖRN 8. þing IUSY lýsir yfir fullum stuðningi sínum við SÞ. Þó að núverandi skipulagi samtakanna sé ábótavant verðum við að viður kenna að SÞ er eini (fyrsti) vís- irinn að áhrifamikilli alheims- sljórn, sem tekið igæti við af nú- verandi jáfnvægi milli heims- velda. Ef SÞ á að gegna þessu hlut- verki fullkomlega, eru margar breytingar nauðsynlegar. Mkil- vægust þessara breytinga er að SÞ verður að vera alheimssam- tök. Þetta krefst aðildar kín- verska lýðveldisins í samtökin. Róttæk endurskoðun á því hvernig samtökin taka ákvarð- anir ætti að fara fram. Stofnun friðarrannsóknarstofnunar inn- an ramma SÞ myndi gefa heim inum grundvöll fyrir starf í þágu friðarins. Auk þess að framfylgja frið- argæzlustarfi sínu á áhrifameiri hátt, myndi SÞ verða veitt á- hrifameira framkvæmdavald til að ráða fram úr miklum.stjórn- málalegum vandamálum um leið og þau koma upp. Slíkt hlutverk er óhugsandi, samt sem áður, án stóraukinna fjárhagslegra og efn alegra framlaga. Aðeins Sþ get ur leyst 'hið mikla vandamál, sem bilið milli ríkra og fátækra þjóða skapar. Kalda stríðið leiddi til þess, að mynduð v.oru valdasamtök og hernaðarbanda- lög. Skylda allra ungra jafnaðar manna er að vinna að afnámi þeirra (því, að þau verði lögð niður). IUSY skorar á ríkisstjórnir um allan heim að komast að sam Framhald á 10. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ J 29. apríl 1967

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.