Alþýðublaðið - 29.04.1967, Síða 11

Alþýðublaðið - 29.04.1967, Síða 11
ii - / jMsaS Vorhátíð Armanns fer fram í dag Vorhátíð Glímufélagsins Ár- manns fer fram í íþróttahöllinni í Laugardal í dag og hefst kl. 3 síðdegis. Þetta er starfssýning fé lagsins, en hún hefur verið haldin á vorin í allmörg ár, og notið mik illa vinsælda almennings.. Tiigangurinn með starfssýn- ingunni er að sýna hið almenna íþróttastarf félagsins, sem er mjög fjölbreytilegt, og að laða þngt fólk að hollum íþróttaiðkun um. Fjölmargir íþróttaflokkar karla og kvenna koma fram og 'ýna eftirtaldar íþróttagreinar: Glímu, judo, handknattleik kv. Myndin er frá leik Vals og Þróttar, núverandi Keykjavíkur- og íslandsmeistara. Þróttur er aS skora. Hefst Reykjavíkur- mótið á morgun? Fyrsti leikurinn yrði þá á milli Fram og Þróttar Reykjavík, Ifdan. Líkur eru á því að Reykjavík- urmeistaramótið í knattspyrnu hefjist á sunnudag kl. 2 með leik rnilli Reykjavíkurmeistaranna frá í fyrra, Þróttar og Fram. Eins og kunnugt er á mótið að hefjast á sumardaginn fyrsta en vegna þess hve Melavöllurinn hefur verið í slæmu ásigkomulagi vegna bleytu og leðju varð að hverfa frá því ráði. Næstu tveim leikjum, milli Fram og KR og Þróttar og Víkings varð einnig að frest af sömu ástæðu. En nú sem sé, er allt útlit fyrir að völl- inn verði kominn í sæmilegt keppnisástand um helgina, svo mótið geti hafist. Einnig fara fram tveir leikír í Litlu bikarkeppn- inni á sunnudag. Akranes mætir Breiðabliki úr Kópavogi kl. 15,30 SERVÍETTU PRENTUN SÍMI 32-101. á Akranesi og Keflvíkingar Hafn- firðingum í Hafnarfirði og hefst sá leikur kl. 14.00. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, var áformað að ís- landsmót 1. deildar hæfist með þrem leikjum, sunnudaginn 28. maí n.k. Nú er allt útlit fyrir að það breytist, þar eð hætt er við leikinn við A-Þjóðverja sem átti að fara fram 21. maí, en í stað þess er ákveðið að Spánverjarn- ir komi og leiki fyrri landsleik sinn við íslendinga á Laugardals- vellinum 31. maí. Eftir því sem við vitum bezt er ekki ákveðið Vel heppnuð fimleikasýning skólabama Um síðustu helgi var efnt til sýninga skólabarna í fimleikum í íþróttahöllinni í Laugardal. Mili fimm og sex hundruð börn sýndu og þótti sýningin takast með á- gætum. Hér sjást nokkrar stúlkur, sem þátt tóku í- sýningunni. ennþá hvenær mótið hefst, en næstu leikir voru áformaðir 4. júní með leik á Laugardalsvelli milli Vals og Akurnesinga og Ak- ureyringa og Fram á Akureyri. Vonandi tekst mótsstjórn KSÍ að ráða fram úr þessum vanda á Jiann hátt að öllum líki og kem- ur það í ljós á næstunni þegar leikjabókin kemur út, en hún er nú í prentun. Ágæturárangurný liöa í frjálsíþróttum Frjálsíþróttadeild ÍR efndi til frjálsíþróttakeppni stúlkna á mið vikudag í ÍR-húsinu. Sex stúlk ur sem allar eru nýliðar tóku þátt og árangur var góður. Sérstaka athygli vekur hástökk Friðar Proppé sem stökk 1,40 m. og átti ágæta tilraun við 1,45 m. URSLIT: Hástökk með atrennu: Fríða Proppé 1.40 m. Anna Jóhannsdóttir 1,26 m. Ragnheiður Davíðsdóttir 1,17 m. Ingveldur Róbertsdóttir 1,17 m. Langstökk án atrennu: Frí'ða Proppé 2,21 m. Ragnheiður Davíðsdóttir 2,15 m. Anna Jóhansdóttir 2,10 m. Ingveldur Róbertsdóttir 2,10 m. handknattleik karla, körfuknatt- leik (íslandsmeistarar 3 og 4. flokks keppa) frjálsar iþróttir karla og kvenna áhaldaleikfimi karla, fimleika kvenna, fimleika drengja ,leikfimi ,,old boys“ lyft ingar og borðtennis. Af skiljanleg um ástæðum verður ekki hægt að sýna sumar íþróttagreinar, sem eiga þó éinna stærstan þátt í starf semi félagsins, t.d. sund, skíðaí- þróttir, sundknattleik og róður. Allir eru hvattir til að koma og sjá þessa sérstæðu íþróttahátíð. Verð aðgöngumiða er mjög í hóf stillt. Aðgöngumiði fullorðinna kostar kr. 50.00 en fyrir börn kr. 10.00. Valgeir Stefánsson sigraöi í Glímu- móti UMSE Glímumót UMSE fór fram að Melum í Hörgárdal 14. apríl sL Kefjpendur voru átta og urðu úr slit sem hér segir.: Valgelr Stefánsson 7 v. j‘ Halldór Þórisson 6 v. ji Ármann Búason 5 v. jj Valgeir Guðmundsson 3,5 v. ! Anton Þórisson 3.5 v. 1 Gísli Pálsson 2 v. Allir glímumennirnir voru úr Umf. Skriðuhrepps. Einn gestur keppti, Sigurður Sigurðsson, Ak ureyri. Hann lagði alla nema Val geir'. Glímustjóri var Haraldur Sig urðsson, íþróttakennari. 29. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.