Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 8
Árið 1960 bar ég fram á' Al- þingi tillögu til þingsályktunar um heildarskipulag Suðurlands- undirlendis. Var þar gert ráð fyrir, að ríkisstjórnin léti skipu- lagsnefnd ríkisins í samráði við sérfróða aðila og þar til kjörna fulltrúa viðkomandi sýslufélaga gera frumdrög að heildarskipu- lagi Suðurlandsundirlendis, mið að við 10-15 ára tímabil. Skyldi með slíkri áætlunargerð að því stuðlað, eins og segir í tillög- unni, „að mannvirkjagerð hins opinbera og önnur fjárfesting á svæöinu miðist við að fá sem hagkvæmasta nýtingu orku- linda og annarra lands og sjáv- argæða.” Síðan hefir áætlunar- gerð sú, sem hér var brotið upp á, verið falin Efnahagsstofnun- inni með lögum. 1 greinargerð með tillögunni var að því vikið, að nauðsyn- legt væri að gera áætlanir um æskilega þróun byggðar og að ríkisvaldið stuðli með bein- um aðgerðum að hraðari upp- byggingu þeirra landssvæða, sem undangengnar rannsóknir leiddu í ljós, að bezt væru til búsetu fallin. Gera skyldi heild- artillögur um vi'ðskipta- og sam- göngukerfi, staðsetningu íelags- heimila, íþróttamanhvirkja og annarra opinberra bygginga. í niðurlagi greinargerðarinn- ar sagði á' þessa leið: „Loks fengist af slíkri heild- arskipulagningu heils lands- hluta dýrmæt reynsla, sem kæmi að miklu gagni við skipu- lagningu annarra byggðarlaga. Jafnframt yrði, að fenginni slíkri reynslu, mun auðveldara að semja sérstök lög um heild- arskipulagningu landsins alls, sem æskilegt væri að gera svo fljótt sem kostur er.” í þessari tillögu og greinar- gerð kemur í fyrsta skipti fram opinberlega á íslandi hugmynd- in um byggðaáætlanir, sem næðu yfir heila landshluta.Lagt var til, að gerð yrði heilstæð út- tekt á félagslegum og efnahags- legum möguleikum byggðarlags ins, sem síðan yrði grundvöllur að skipulegri uppbyggingu. Frá því var skýrt í greinargerð, að slík heildarskipulagning lands- svæða hefði rutt sér til rúms er- lendis. Og nauðsynlegt var tal- ið, að íslendingar fylgdust með þeirri þróun og tækju upp beit- ingu slíkra hagstjórnartækja. „Þjóðin hefur ekki efni á að lá'ta byggð og atvinnulíf þróast á jafn tiiviljunarkenndan hátt og verið hefur til þessa,” sagði í greinargerðinni. Tillaga þessi hlaut ekki af- greiðslu en vakti nokkurt um- tal, og jákvæðar umsagnir bár- ust frá þeim, er til var leitað, þar á meðal sýslunefnd Ár- Unnar Stefánsson. í Sunnlendingi,' blaði Al- þýðuflokksins í Suðurlands- kjördæmi, birtist nýlega grein um Suðurlandsáætlun eftir Unnar Stefánsson, við- skiptafræðing, sem skipar efsta sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu. Ger- ir hann þar grein fyrir gerð byggðaáætlana, sem hafin er hér á landi, Vestfjarðaáætl- un og Norðurlandsáætlun, og er sá' hluti greinarinnar birtur hér í dag. Þá færir Unnar rök að því, að ástæða sé til að hraða gerð lands- hlutaáætlunar fyrir Suður- landsundirlendi og leggur til, að unnið verði að því að tengja þorpin í Árnessýslu og gera þau að einni líf- rænni atvinnulegri og menn- ingarlegri heild og að te.kin verði upp verkaskipting þeirra á milli. Er um það rætt í síðari hluta greinarinnar, 'sem birtist í blaðinu á rhorg- un; nessýslu, sem tók undir hug- myndina. Vestfjarðaáætlun. i Tveimur árum síðar, eða árið 1963 var hins vegar hafizt handa um skipulegar athuganir á vandamálum Vestfjarða. Var það gert til fi’amkvæmdar á til- lögu, sem samþykkt var á Al- þingi það ár um stöðvun fólks- flótta frá Vestfjörðum. Beind- ist þessi athugun í senn að at- vinnu og samgöngumálum. Var hér um að ræða upphaf byggða- áætlana á landinu. Við undir- búning Vestfjarðaáætlunar störfuðu m. a. norskir sérfræð- ingar, ;sem unnið höfðu að áætl- unargerð í Noregi. Réðust þeir hingað með tilstyrk Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París. Höfuðatriði Vestfjarðaáætl- unar voru tvö. — Annars vegar var stefnt að eflingu byggða- kjarna á ísafirði og á Patreks- firði. Með eflingu þessara bæja var áætlunin að skapa innan landshlutans það þróttmikil þéttbýlissvæði, að þau gætu veitt meiri þjónustu og skapað möguleika á fjölbreyttara at- vinnulífi en verið hafði. Þá fór og fram sérstök athugun á sam- göngumálum Vestfjarða. Fór það saman, að til þess að auka gildi byggðakjarnanna fyrir landshlutann, var talið nauðsyn legt að bæta til muna samgöng- ur innan byggðarlagsins við Patreksfjörð og ísafjörð. Til að ná þessu markmiði var ráðizt í stórfelldar framkvæmdir í vegagerð yfir Hálfdán til Pat- reksfjarðar og yfir Breiðadals- heiði til ísafjarðar. Samhliða var unnið að flugvallargerð á Patreksfirði. Til að standa straum af kostnaði við þessar framkvæmdir var m. a. tekið lánsfé erlendis. N orðurlandsáætlun. Sumarið 1965 var haldin á Akureyri ráðstefna um atvinnu- mál á Norðurlandi. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði nefnd- ar, sem skipuð var fulltrúum kaupstaða og kauptúna. í ályktun ráðstefnunn- ar var talið nauðsynlegt, að samhliða framkvæmdaáætlun- Framhald á 15. síðu. g, 23. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ANNAÐ HVO EÐA STÆRC Það er sólbjartur dagur, og vorið er áreiðanlega að koma. Ég hleyp þrjá -stiga upp í húsinu núm er 37 við Háaleitisbraut og kveð dyra. Húsmóðir í mjög stuttu pilsi opnar dyrnar og býður mér inn. Hér búa leikararnir Brynja Bene- diktsdóttir og Erlingur Gíslason í tveggja herbergja nýlegri íbúð, (leiguíbúð). Það hanga stórar par- isískar auglýsingar á veggjunum, langt allsnægtaborð úr þverhand- arþykkri furu stendur út frá veggnum, gamall píanóstóll með bláu kögri og köflóttu áklæði úti í horni, glerskápur frá Siggu frænku með alls konar litlum skrítnum hlutum til dæmis pinku- litlum kínverskum skóm, sem ein- hver kona með reyrða fætur hef- ur gengið á. — Hér er alltaf gott að koma, því að húsráðendur eru gestrisnir og Ihúsmóðirin snilldar kokkur. Ég las einu sinni í blaði, að leik arahjón ein hér í bæ færu jafn- an eftir sýningar og fengju sér hrásteikt nautabuff oig rauðvín heima hjá sér áður en þau færu að sofa. Þetta hástig munaðarins hefur mér ekki úr minni liðiö og svo einkennilegt sem það er, hef ég rekið mig á það, að fleiri hafa ekki getað gleymt þessari lýsingu. — og kannski er þetta þaö eina, sem menn muna frá liðnum ár- um úr blaðinu. — En þetta að borða blóðhrátt nautakjöt og drekka rauðvín hvundags heima hjá sér er vissulega aristókratísk- ara en að drekka kók með prins- póló eða ganga um göturnar með kærustuna í annarri hendinni en útavrpstæki í hinni, — en allt er þetta munaður. Svo fer það eftir stétt og stöðu, 'hvað menn velja. Þótt ég minntist á þetta vegna þess, að ég ætlaði að lýsa skink- unni, sem Brynja úbjó úr svíninu, sem hún keypti í heilu og sargaði niður í frystiskápinn sinn, nú eða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.