Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 15
Leikarar Frh. úr opnu. voru teknir inn nýir nemendur. Jafnframt fór ég í Háskólann og lærði tæknilega teiknun í verk- fræðideildinni. Um vorið sá ég, að ekki varð bæði sleppt og haldið. Það var of mikið að gera hvort tveggja . einu, o>g 'þótt ég væri engan veginn ákveðin í því enn, hvað ég ætlaði mér, þótti mér rétt að ljúka við leikskólann. Það var aðeins einn vetur til við- bótar. Næsta vetur fór ég svo til Frakklands og lærði látbragðs- leik, fór í ballett og fór í leikhús. Þegar heim kom dútl- aði ég við að leika í Þjóðleik- húsinu, svo fór ég á samning og fyrr en mann varir er vinnan bú- in að gera mann háðan sér. — I fyrra lögðum við Erlingur svo land undir fót og fórura utan til að kynna okkur leikstjórn. Kann- ski hefðum við átt að leggja pen- ingana okkar heldur í íbúð eins og allt almennilegt fóik, — en við gerðum það nú ekki. Við vorum á leikaranámskeiði í Englandi, sem háldið var á vegum brezka leik- arasambandsins (The'British Dra- ma League) og British Council. Þaðan fórum við Erlmgur svo til Austurríkis, fylgdumst með upp- setningu á Pétri Gaut í Burgteater, svo fórum við til Berlínar og vor- um við þetta fræga Berliner En- semble, sem Helena Weigei stjórn- ar, en hún er ekkja Bertholds Breehts. Við fórum í leikhús lá hverju kvöldi, þegar við komum því við og reyndum eins og við gátum að hafa gagn af timanum. — Okkur finnst þess vegna fjari hart að koma heim og la engin tækifæri til leikstjórnar. — Þao mættisegja að það væri áhætta með mig, en Erlingur getur varia talizt viðvan- ingur í leikhúsi, — hann á bráð- um 15 ára leikafmæli. Annars hef- ur maður svo ótrúiega iangan tíma til að vera efniiegur. Hann er til dæmis ennþá taiinn efnilegur og spá góðu, þótt hann sé kominn hátt á fertugs aldur, hvað þá ég, iem er barn innan við þrítugt. — Nei, ég á ekki að tala svona . . i — Ertu sár vegna dómanna? — Já, — en bara stutta Stund, svo telur maður sér trú um, að þeir hafi ekki svo mikið að segja, — að það, sem máli skipti sé að vera eða ekki vera. Þegar fólk er búið að vinna að einhverju vikum og mánuðum sam an þá veit það nokkum veginn hvar < það stendur. En svo koma kannski dómar, sem virðast órétt- mætir. — Nú fékkstu mjög góða dóma fyrir Jo í Hunangsilmi. Skipti það ekki miklu máli fyrir þig? - Jú, atvinnuleiga skiptir það á- reiðanlega einhverju máli, — en það ætti ekki að vera þannig. Leik húsið sjálft ætti ekki að vera háð gagnrýninni inn á við. — Og við leikararnir ætlum aldrei að geta trúað því, hvað gagnrýni blað- anna hefur mikil áhrif. Við þyrft- um að skilja það betur. En um leið verðum við reið, þegar ein- hver er tekinn af handahófi og settur í þetta starf að dæma okk- ur. Við höfum þó lært og stritað árum saman til að vinna þetta verk, og þá þykir okkur súrt í broti, þegar gagnrýnin virðist út í bláinn og kannski unnin af mönn um ,sem hlaupa í þetta ag hafa ekki einu sinni gaman af að fara í leikhús. En við skulum ekki tala meira um þetta. — Ætlarðu að halda áfram að leika? — Þú veizt, hvemig það er með fólk, sem fer að vinna á skrif- stofu og segist ár eftir ár ætla að hætta en hættir aldrei. Það þarf dugnað til að hætta. Mig langar j ekki heldur til þess. Mér þykir gaman að leika, og mér þykir gaman að hverju nýju hlutverki. Þegar kemur að nýju hlutverki liggur fyrir að hugsa um það, hvernig eigi að taka það, hvaða merkinlgu eigi að leggja i einstök atriði. á hvaða strengi eigi að leika. —En viltu nú ekki kaffi? Hg. Byggðaáætlanir Prh. úr opnu. um um þjóðarbúskapinn í heild yrði tekin upp kerfisbundin svæðisskipulagning í einstökum landshlutum. Atvinna hafði um skeið verið stopul á Norður- landi og kom þarna fram áhugi á kerfisbundinni athugun á möguleikum byggðarlaganna og vilji á verkaskiptingu milli þorpa, ef svo þætti henta. Síð- ar á sumrinu 1965 voru ákvæði í samkomulagi, sem gert var milli verkalýðssamtakanna á' Norðurlandi og ríkisstjórnar- innar, að framkvæmd skyldi heildarathugun á atvinnumál- um á Norðurlandi. Undirbúa átti framkvæmdaáætlun, er mið- aði að eflingu atvinnurekstrar í landshlutanum. Meðal annars átti að athuga um staðsétnlngu nýrra atvinnufyrirtækja, svo sem í stálskipasmíði, skipavið- gerðum og fleiri iðngreinum. Jafnframt skyldi efla núverandi atvinnugreinar í fjórðungnum. Ríkisstjórnin fól Efnahagsstofn- uninni að vinna að fram- kvæmdaáætlun fyrir Norður- land. Hefur það verk staðið yfir til þessa. Samdar hafa verið skýrslur um atvinnuástand á svæðinu og þær afhentar ríkis- stjórninni og stjórn Atvinnu- jöfnunarsjóðs. Eru þau gögn höfð til hliðsjónar við lánveit- ingar úr sjóðnum. Má ætla, að þessar athuganir hafi þegar komið til góða all mörgum líf- vænlegum atvinnufyrirtækj um. Samgöngumál skipa ekkl þann sess á Norðurlandi sem á Vest- fjörðum, með því að þar er vel á veg komið umtalsverðum sam- göngubótum svo sem vegi um Ólafsfjarðarmúla og Stráka- vegi við Siglufjörð. Höfuð áherzla er lögð á atvinnumál. Á Akureyri er nú unnið að smíði mikillar dráttarbrautar, sem fullgerð verður á tveimur árum. Samtímis eru lögð drög að stór- eflingu skipasmíða sem atvinnu reksturs. Þá er og kunnugt um framkvæmdir í Mývatnssveit við byggingu kísiliðjuvers og á Húsavík er unnið að hafnar- framkvæmdum og vörugeymslu húsum, auk þess sem vegalagn- ing og bygging íbúðarhúsa við Mývatn hefur fært fyrirtækj- um á' Akureyri stór verkefni, allt til aukinnar fjölbreytni í at- vinnulífi á Norðurlandi. Austurland. Á Austfjörðum hefur síldariðn- aðurinn kallað á meiri fram- kvæmdir heldur en vinnuafl heima fyrir hefur getað annað og hundruðum milljóna hefur verið varið til byggingar síldar- iðnaðarfyrirtækja á örfáum ár- um. Þar er því mikil grózka í atvinnulífi. Áhugi framámanna beinist þess vegna að verkefn- um, sem þar eru framundan á sviði opinberrar mannvirkja- gerðar svo sem athugun á stað- setningu menntastofnana og á raforkumálum. Greinilegt er, að þar er vilji fyrir aukinni verka- skiptingu milli þorpa og skiln- ingur á nauðsyn þess, að þróun byggðarlaga fari fram skipulega eftir áætlunum með heildar- stefnu að leiðarljósi. Suðurlandsáætlun. Að því hlýtur að koma, að gerðar verði innan fárra ára byggðaáætlanir fyrir alla lands- hluta. Það væri eðlilegt fram- hald á því starfi, sem hafið er með áætlunargerð fyrir Vest- firði og Norðurland. Það er hins vegar misskilningur, ef talið er, að eingöngu sé þörf á'ætlunargerðar til að ráða bót á atvinnuleysi eða sérstökum örð- ugleikum á atvinnumálum. Ég mundi þvert á móti telja, að brýnni ástæða væri til að hejj- ast handa um gerð heildaráætl- unar fyrir Suðurlandsundir- lendi heldur en mörg byggðar- lög önnur, vegna þess hve margt er hér óráðið og margir þættvr i mótun. Á Suðurlandi bíða svo fjölmörg verkefni úr- lausnar á þessu sviði, að fylli- lega er tímabært að hefjast' handa um kerfisbundna áætl- anagerð. í annarri grein, sem birtíst á morgun, verður vtkið að þeim verkefnum, sem ætla má að séu brýnust úrlausnar í þeim efn- um. Suðurl.kjödænni Frh. af. 7. síðu. landsihlutaáætlana í löndum Efna- hagsbandalags Evrópu. Brú á Ölfusárósa: Að endingu má geta þess, að ég mun hafa flutt tillögu um bygg- ingu brúar á Ölfusárósum. Brú á Ölfusárósum tel ég vera eitt merk- asta (hagsmunamál byggðanna á Suðurlandsundirlendi,, því að þá eru sköpuð nauðsynleg tengsl landshafnarinnar í Þorlákshöfn við byggðirnar á Suðurlandi, sem landshöfninni er ætlað að þjóna. Ennfremur' flutti ég á sínum tíma í samráði við Alþýðuflokks- menn í Vestmannaeyjum tillögu um að Alþingi oig ríkisstjóm beittu sér fyrir aðstoð til vatnsöflunár fyrir Vestmannaeyjakaupstað. Þetta áhugamál Vestmannaeyinga er nú komið heilt í 'höfn og er það ekki sízt að þakka atorku og dugnaði bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins í Vestmanneyjum, Magn- úsar Magnússonar, er beitt hefur sér mjög til lausnar á þessu máli. Kosningahorfur: Hvað viðvíkur spurningu ykkar um horfur varðandi fylgi Alþýðu flokksins á Suðurlandi í Alþingis- kosningum þeim, er nú standa fyr- ir dyrum, þá vil ég sem minnst um þær spá. Það hefur aldrei verið vani minn að kasta fram spádóm- um um fylgi eins eða annars flokks í kosningum. Um það er aldrei hægt að vita fyrirfram og allar splár því viðvSkjandi eru sleggjudómar, sem lítið mark er takandi á. Hins vegar má ætla, að möguleikamir á því að Alþýðu- flokkurinn hljóti nú uppbótarþing- sæti á Suðurlandi, séu vaxandi, en þeir möguleikar eru vissu- lega fyrir hendi, ef vel er unnið. Þessi staðreynd hlýtur að vera velunnurum Alþýðu* flokksins í kjördæminu hvatning til þróttmikils starfs og öflugrar baráttu fyrir því, að tryggja sem lengst áhrif jafnaðarmanna á með- ferð þjóðmála í framtíðinni. S.Í.B. - L.S.F.K. Uppeldismálðþing 1967 Uppeldismálaþing Sambands íslenzkra bama- kennara og Landssambands framhaldsskóla- kennara verður sett í Melaskólanum laugard. 3. júní n.k. kl. 10 árd. Helztu mál þingsins verða: Þjóðemið, skólinn og uppeldið, framsögumaður Þórhallur Vilmundarson, próf essor. Fréttir frá skólarannsóknum, Andri ísaksson, sálfræðingur. Kennaramenntunin, hringborðsumræður í Hagaskólanum. í sambandi við þingið verður sýning kennslu- tækja, sem félagið Kennslutækni hefur undir- búið. Stjórnir sambandanna. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Aðalfundur Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna j befst fimmtudaginn 25. maí n.k., kl. 10 f. h. í Hótel Sögu ffundarsal II. hæðar, inngangur hótelmegin). D A G S K R Á : Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. AÐALFUNDUR 1967 Aðalfundur Tollvörugeymslunnar hf. verður haldinn í Sigtúni, miðvikudaginn 24. maí 1967 og hefst kl. 20.30. TOLLVÖRUGEYMSLAN HF. 23. ma( 1967 - ALÞÝÐUBLA91Ð 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.