Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 2
KOSNINGASKRIFSTOFUR EEYKJAVÍK: SuSurlandsbraut 12, opið daglega kl. 5-10, sunnudaga kl. 2-0. SÍMAR; 81220 — 81222 — 81223 — t 81224 — 81228 — 81230 — 81283. Hverfisgötu 4 opið daglega kji. 10-10, sunnudaga kl. 2-6. SÍMAR: 11260 — 10671. Upplýsingar um kjörskrá og aðstoð vegna utankjörfundarat- kvæðagreiðslu er veitt á skrifstofunni að Hverfisgötu 4. REYKJANESKJÖRDÆMI: Alþýðuhúsinu, Strandgötu 32, Hafnarfirði, opið daglega kl. 14-22. SÍMI; 50499. Auðbrekku 50, Kópavogi. opið daglega kl. 16-19. SÍMI: 42419. Smaraflöt 9, Garðahreppi, opið eftir kl. 7 síðdegis. SÍMAR: 42556 og 42557. VESTURLANDSKJÖRDÆMI: Félagsheimilinu Röst, Akranesi, opið kl. 13-19 og 20-23. SÍMI: 1710. NORÐURLAND VESTRA; Borgarkaffi, Siglufirði. SÍMI: 71402. Knarrarstíg 1, Sauðárkróki. SÍMI: 61. NOIUOURLAND EYSTRA: Strandgata 9, Akureyri, opið kl. 9-19 og 20-22. SÍMI: 21322. AUSTURLANDSKJÖRDÆMI: Nesgata 3, Neskaupstað, opið daglega kl. 16-19. SÍMI: 274. SUÐURLANDSKJÖRDÆMI: Heimagata 4, Vestmannaeyjum, opið daglega kl. 17-19. SÍMI: 1060. Austurvegi (gömlu símstöðinni), Selfossi. Opið daglega kl. 17- 22. SÍMI 1630. Hafnargötu 79, Keflavík. SÍMI: 1212. Kosningaskrifstofurnar veita upplýsingar nm kjörskrá og að stoða við utankjörfundarkosningu. — Alþýðuflokksfólk er favatt til að hafa samband við skrifstofurnar og gefa allar þær upplýsingar, sem að gagni mega verða. Hjartaverndarfél- ögin nú orðin 22. Rvík, S.TÓ. UmferOarslys varS á laugar- dagskvöldið á móts viS hús nr. 78 á Laugavegi. Þar óku fólksbifreið og stræt- isvagn samhliða á hægri akrein og var fólksbíllinn á undan. Skyndilega sveigði fólksbíllinn tll hægri og hægði um leið á ferð- inni. Skipti þá engum togum, að strætisvagninn lenti aftan á hon- um og varð það harður árekstur. Við áreksturinn valt fólksbíllinn á hliðina og skemmdist talsvert. í fólksbílnum slösuðust tvær stúlkur og varð að flytja þær á slysavarðstofuna. Einnig voru tveir karlmenn í bílnum, en þeir sluppu ómeiddir. Þessa mynd tók Bjamleifur, er verið var að ná stúlkunum út úr bílnum. Hjartavernd, landssamtök hjarta- og æðavemdarfélaga á íslandi, hélt aðalfund sinn laugardagim,n 29. apríl sl. í Bláasal Hótel Sögu. Fundinn sóttu fulltrúar hinna ýmsu svæðafélaga, sem nú eru 22 að t'ölu. Formaður samtakanna, prófessor Sigurður Samúelsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. í upphafi máls síns minntist prófessor Sigurður tveggja látinna forvígismanna Hjartavemdar, þeirra Eggerts heitins Kristjánssonar, stórkaup- manns, sem var einn af hvata- mönnum að stofnun samtakanna og átti sæti í stjóm og fram- kvæmdastjóm samtakanna frá stofnun þeirra til dauðadags og Helga heitins Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra, sem var einn af stofnendum samtalcanna og átti sæti í fjáröflunarnefnd sam- takanna. Fundarmenn risu úr sætum, til að votta hinum látnu brautryðjendum virðingu sína. Fundarstjóri var kosinn Páll Sigurðsson, tryggingayfirlæknir og fundarritari Helgi Þorláksson, skólastjóri. Próf. Sigurður Sam- úelsson, formaður samtakanna, flutti skýrslu framkvæmdastjórn- arinnar. Eins og áður hefur verið igetið um í fréttum, keyptu sam- tökin, snemma á árinu 1965, tvær hæðir í há'hýsinu Lágmúla 9, Reykjavík, undir rannsóknarstöð samtakanna. í skýrslu sinni gat próf. Sigurður þess, að mikið starf hjá framkvæmdastjórninni hefði farið í byggingamálin, hins vegar væri húsnæði það, sem Hjarta- vernd keypti að Lágmúla 9, nú að mestu búið og innréttingumi lokið. Að stöðinni hafa nú verið háðn- ir læknarnir Ólafur Ólafsson og Nikulás Sigfússon, sem báðir hafa dvalið erlendis og kynnt sér sér- staklega í Svíþjóð og víðar hlið- stæðar rannsóknir og Hjartavemd hyggst framkvæma. Þá hefir Elín borg Ingólfsdóttir, hjúkrunarkona verið ráðin að stöðinni, en Elín- borg hefur dvalist í Svíþjóð og kynnt sér þar og unnið við 'hlið- stæðar rannsóknir. Samtökin hafa gefið út fræðslu ritið Hjartavemd, en alls hafa komið út af því 6. tölublöð, þat af 3 á árinu 1966. Framhald á 14. síðu. Starf forstjóra Norræna hússins Stjórn Norræna hússins hefir ákveðið að auglýsa laust til um- sóknar starf forstjóra stofnunar- innar, og er starfið auglýst á öll um Norðurlöndum. Starf for- stjórans er ákveðið í samþykkt- um fyrir stofnunina. Er það fólg BILVELTA Rvík, — SJÓ. Um helgina gerðigt það, að vöruflutningabíll valt í Kömbum. Var bíllinn staddur neðarlega. er þetta gerðist. Missti ökumaður allt í einu vald á bifreiðinni, sem fór eina veltu og kom nið- ur á hliðina. Ökumaðntrinn rif- beinsbrotnaði og hlaut nokkrar skrámur. Farþegi, sem var í bíln um slapp hins vegar mjög veL BUhúsið lagðist næstum saman viX vplfnna ið í að veita forstöðu þeirri starf semi, sem fram fer í stofnuninni, en henni er ætlað að stuðla að norrænum menningarmálum svo og að stuðla að aukinni þekk- ingu og áhuga manna á hinum Norðurlöndunum á islenzkrl menningu. Umsækjandi skal hafa lokið liáskólaprófi og hafa gott vald á einu norrænu tungumáli og a. m. k. nokkra þekkingu á ís- lenzkri tungu. Starfið verður veitf frá 1. janúar 1968 til fjögurra ára og er hægt að endurráða for- stjórann eftir lok þess tíma Árslaun eru 322.000,oo ísl. kr. og nýtur forstjóri leigulausrar í- búðar í Norræna húsinu eftir að hún er tilbúin. Umsóknir um starfið ber að senda til háskóla- rektors Ármanns Snævars fyrir 15. júlí n.k. 3 23. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.