Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 7
t51§ íd Ss! Æb Slíí Útgefandi: Sam- band ungra Jafnað- armanna Unnar Stefánsson, viffskipta- fræðingur, slcipar efsta sæti á lista Alþýðuflokksins í Suðurlandskjör- dæmi. Unnar er fæddur 20. apríl 1934 á Neskaupstað og- er af vestfirzku og sunnlenzku bergi brotinn. Á öðru ári fluttist hann með foreldr- um sínum til Hveragerðis og ólst Þar upp. Unnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugar- vatni 1954 og var í hópi fyrstu stúdenta er þaðan útskrifuðust. Prófi frá viðskiptadeild' Háskóla íslands lauk hann í janúar 1959. Unnar hefur síSan .starfað hjá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga. Unnar tók snemma þátt í störf- um viðvíkjandi félags- og stjórn- málum. Unnar var blaðamaður hjá Alþýðublaðinu jafnhliða námi í háskóla og þingfréttaritari um hríff. Ariff 1959, þá nýkominn úr námi var Unnar Stefánsson í framboði til Alþingiskosninga í Árnessýslu af hálfu Alþýffuflokksins. Fylgi þaff, er Unnar hlaut viff þær kosn- ingar vakti athygli og þótti hinn ungi frambjóffandi Alþýffuflokks- ins hafa staffiff sig hiff bezta þrátt fyrri þá staffreynd aff Alþýffu- flokkurinn hefffi ekki boffiff fram í Amessýlu f kosningunum næstu á undan og flokkurinn ætti þá viff ýmsa erfiffleika aff etja. Haustið 1959 var Unnar Stef- ánsson valinn í efsta sæti á fram- boðslista Alþýffuflokksins í Suff- urlandskjördæmi, og tókst Unnari aff auka fylgi Alþýðuflokksins til muna frá því sem samanlagt fylgi fiokksins hafði verið í einmenn- ingskjördæmum á Suffurlandi áff- ur. Unnar tók sæti á Alþingi sem 1. varamaffur Alþýffufiokksins áriff eftir, þá affeins 25 ára gamall. Var hann þá þriffji yngsti maffur, er sæti hafffi átt á Alþingi. Á undanförnum árum hefur Unn ar átt setu á Alþingi nokkrum sinnum sem varaþingmaffur og vak iff þar máls á mörgum merkum málum og látið mjög aff sér kveöa. Viff síffustu alþingiskosningar skip affi Uimar efsta sæti á lista Alþýffu flokksins í Suðurlandskjördæmi. Fylgi Alþýðuflokksins viff þær kosningar jókst um nær 10% á Suðurlandi. Þegar ritnefnd Æskulýðssíðunn- ar kom að máli við Unnar Stefánsson nú fyrir skömmu og bað hann að svara nokkrum spurn ingum varðandi þau mál helzt, er hann hefur barizt fyrir, tók hann því vel að vanda. Spumingunni um það, hvert hann teldi merkasta umbótamálið, sem hann hefði borið upp á Al- þirJgi, svaraði Unnar á þessa leið: Eftirlit með samtökum fyrirtækja: Ef taka skal það mál, er varðar þjóðarheildina og ég hefi mest beitt mér fyrir, þá er ekki að efa, að tilölgur mínar um eftirlit með samtökum fyrirtækja, bera hæst. Það er raunar langt síðan ég fór að hugleiða nauðsyn þess, aff hið opinbera kæmi á einhverju eftir- liti, er varnaði því, að fyrirtæki mynduðu með sér samtök, svokall- aða hringa, til þess að halda uppi verði á einstökum vörutegundum og þjónustu. Til gamans má geta þess, að einmitt þetta efni valdi ég til meðferðar í prófritgerð minni úr viðskiptadeild háskólans. Eftirlit af hálfu hins opinbera með samtökum fyrirtækja er eðli- legt og sjálfsagt hagsmunamál alls almenninigs. Þetta eftirlit þykir sjálfsagt í nágrannalöndum okkar og jafnvel í Bandaríkjunum, landi auðhringanna. Hefur þess konar eftirlit lengi verði framkvæmt og þykir reynast vel. Ég er sannfærð- ur um að eftirlit þetta eigi fullan rétt á sér á íslandi og sé ekki hægt að una við það, að ríkisvaldið og Alþingi taki þessi mál ekki til með ferðar til endanlegrar úrlausnar. Unnar Stefánsson. Eitt fyrsta verk mitt á Alþingi sem varamaður var að bera fram tillögu í þessu efni. Sú tillaga náði eiígi fram að ganga á því þingi, en síðar flutti ég ásamt öllum þing- mönnum Alþýðuflokksins tillögu til þingsályktunar, þar sem Al- þingi skorar á ríkisstjómina að beita sér fyrir setningu löggjafar um eftirlit með samtökum fyrir- tækja. Sú tillaga var samþykkt á Alþingi 1964. Nýverið hefur svo viðskiptamála ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, til- kynnt, að ríkisstjórnin hafi ákveð- ið að beita sér fyrir löggjöf um þessi mál og verði skipuð nefnd, er hafi það með höndum að undir- búa setningu slikrar löggjafar. Þessari yfirlýsingu viðskipta- málaráðherra ber að falgna og ég vona að viðunandi lausn fáist á máli þessu, sem ég tel mjög mik- ið hagsmunamál almennings, jafn vel meira hagsmunamál en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Eft- irlit með samtökum fyrirtækja er að mínu áliti alger forsenda þess, að hægt sé að koma á fót heil- brigðri samkeppni um eðlilegt vöruverð til hagsbóta fyrir allan almenning. Varðandi sérhagsmunamál mins kjördæmis vildi ég rétt drepa á þessi atriði, er ég hefi reynt að beita mér fyrir. Öflug héraffsstjórn: Eitt það málefni, sem verið hef- ur mér hulgstætt, er efling héraðs- stjóma og sameining sveitarfélaga. Tillögu um þetta efni flutti ég á Alþingi á sínum tima. Þessi tiUaga náffi því miður ekki samþykki þá, en varð til þess að vekja umræður á opinberum vettvangi um þetta efni. Tillagan bar þó þann árang- ur, að skömmu síðar skipaði fé- lagsmálaráðherra nefnd til þess aff athuga, hvort unnt væri og hvern- ig framkvæma ætti sameiningu sveitarfélaga og héraðsstjórna. Mér var faliff að sitja í þessari nefnd af hálfu Alþýðuflokksins oig) var kjörinn ritari hennar. Ég tel það ótvírætt vera eitt liöfuðverk- efni dreifbýlisins að mynda öfl- ugar félagsheildir til sóknar og varnar varðandi liagsmunamól sín. i Landshlutaáætlanir: Af öðrum hagsmunamálum mínsi kjördæmis, sem ég hef reynt aff beita mér fyrir, má nefna, að ég flutti tillögu á Alþingi þéss efnis að gert yrffi heildarskipulag fyrir Suðurlandsundirlendi ásamt franr kvæmdaáætlun. Þetta er í fyrsta skipti, mér vitandi, sem sett er fram hugmyndin um byggðaáætl- anir hér á landi. Þessari hugmynd hefur þegar verið hrundið i fram- kvæmd með samningu svokallaðr- ar Vestfjarðaáætlunar og undir- búningi framkvæmdaáætlunar fyr- ir Norðurland vestanvert. Ég tel engan vafa leika á því, að þessar landshlutaáætlanir eru einhver mikilvægasti ávinningurinn, sem leitt hefur af þátttöku Alþýðu- flokksins í ríkisstjóm. Ég hef reynt eftir föngum aff kynna mér gerð landshlutaáætlana erlendis, svo sem í Noregi, og hcf sótt ráðstefnu og námskeið í Þýzka landi, þar sem fjallað var um gerff Frh. á bls. 15. UNGIR MENN Á A- LISTA Æskan og landið vill kynna fyrir lesendum sínum eitthvað af þvi unga fólki sem skipar framboðslista Alþýðuflokks- ins við komandi Alþingiskosningar. Þetta unga fólk er úr hópi þeirra mörgu ungu kjósenda, er styðja vilja Alþýðuflokkinn og efla áhrif hans á með- ferð þjóðmálá. Undanfarin ár hafa félög og starfshópar ungs fólks í Alþýðuflokknum eflzt mjög og ungt fólk hefur haft sívaxandi áhrif á stefnumál og baráttumál Alþýðuflokks ins. Unga fólkið hefur tekið mjög virkan þátt í flokksstarf- inu og er þess skemmst að minnast frá síðustu bæjarstjórnar- kosningum, þegar kosningayinna á kjördegi og öll undirbún- ingsvinna fyrir kosningarnar var unnin að miklum hluta af ungu, dugmiklu fólki. Úrslit bæjarstjórnarkosninganna um land allt og öflugt og þróttmikið starf unga fólksins í þágu Alþýðuflokksins á þeim vettvangi sýndu glöggt, að stefna og störf Alþýðuflokks ins eiga mikinn hljómgrunn meðal ungs fólks. Þessu trausti ungu kynslóðarinnar hefur Alþýðuflokkurinn ekki brugðizt. Alþýðuflokkurinn hefur barizt fyrir lækkun kosn ingaaldurs, auknum opinberum lánum til húsbyggjenda, ný- skipan menntamála, stórauknum lánum til námsfólks. stuðn- ingi hins opinbera við íþróttastarfsemi og önnur félagsmál ungu kynslóðarinnar ásamt fjölmörgum umbótamálum, er varða sérstaklega hag unga fólksins. IIIIIIIIIIMtMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIlMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIII Samband ungra jafnaðarmaiina hefur vakið miklar umræð- ur um áhugamál ungs fólks í nútíma þjóðfélagi og fengið til liðs við sig ýmsa unga vinstrimenn og áhugamenn um fé- lagsmál til að ræða sérstaklega þessi hagsmunamál ungu kynslóðarinnar. Árangur þeirra umræðna er viðamikil stefnuskrá, sem vprið hefur í rúmt eitt og háft ár í undir- búningi. Gætir þar margra merkra nýmæla og er óhætt að fullyrða, að það verk, sem hér er að unnið og langt er á veg komið, verður eitt merkásta framlag jafnaðarmanna til baráttunnar fyrir bættum hag og aukinni velsæld alls al- mennings á íslandi. Ungir jafnaðarmenn hafa jafnframt látið mikið að sér kveða í félags- og framfaramálum utan stjórnmálasamtaka sinna og unnið þar mikið og gott starf, bæði á opinberum vettvangi og innan sinna byggðarlaga. Hluti þessa unga fólks á nú sæti á framboðslistum Alþýðuflokksins um land allt. Þetta unga fólk, bæði karlar og konur, eru glæsilegir full- trúar þeirrar þróttmiklu æsku, er kosið hefur sér það hlut- skipti að berjast til sigurs fyrir áhugamálum sínum undir merki Alþýðuflokksins. í komandi Alþingiskosningum mun hópur ungra, framfarasinnaðra kjósenda því stuðla að efl- ingu Alþýðuflokksins — KJÓSA ÁBYRGÐ OG ÁRANGUR, — KJÓSA A-LISTANN. IIIUIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIHIIIIIIIIIIIMIIIIIIII»MIIIIIIIIIIIIHMIIIIIIIMmilllMI»m*l*iMMIII»IUMIIlMIIU»»llim»IIMII»Mlllft 23. maí 1967 - AtÞÝÐUBLAÐIÐ J ^MIIIllllllllllllllttlIlllllllllltllltllltlllllllltlllllllllllllllllllÍllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllltlllttlIlltllllllllllllllllllltllllllllltlllllllllllllt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.