Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 13
SfeaS 41988 Fransma5ur i London. (AUez France). Sprenghlægileg og snilldar vel gfera, ný, frönsk-ensk gaman- mynd í litum. Robert Dhéry Diana Dors. Sýnd kl. 5, 7 oar 9 Venlulegur fasismi Afburðagóð heimildarmynd um þýzka nazismann. Enskt tal. Sýnd kl. 9. hæstaréttarlögmaður Lögfræðiskrifstofa Sambandshúsinu 3. hæð. Símar: 12343 og 23338. Allt til raflagna Rafmagnsvörur $ Heimilistæki. Útvarps- og sjónvarps- tæki. RAFMAGNSVÖRU- BÚÐIN S.F. Suðurlandsbraut 12 Sími 81670 BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Btia- og Búvélasalan v/Miklatorg, sími 23136. BÍLAMÁLUN - RÉIIINGAR BREMSUVBÐGERÐIR O. FL. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Siml 35740. Framhaldssaga eftir Nicholas Johns FANGI ÚTTANS samt yndislegasti maður ver- aldar. Hún var svo niðursokkin í hugsanir sínar, að hún sá ekki Ned fyrr en hún var alveg kom- in að honum, þar sem hann sat á steini. — Halló, kallaði hann. — Hvað ertu að gera hérna, Ned. Hann brosti til hennar. Hann var afar elskulegur, þegar það hentaði honum. Hann tók utan um hana og gekk við hlið henn- ar. — Ég bjóst við þú tækir þessa leiðina heim, sagði hann. Svo þú ert farin að vinna á' bónda- bæ? - Já. Hún var næstum stjörf af gleði yfir athyglinni, sem hann sýndi henni. — Hvers vegna? spurði hann og gaut augunum til hennar. Ertu skotin í Chris Manning? — Af hverju heldurðu það? — Hann virðist vera kvenna- gull. Hann var bara búinn að vera hér í tvo mánuði, þegar Hervey féll fyrir honum. Það hlýtur að vera eitthvað sérstakt við hann. Passa þú þig vel. Maisie langaði mest til að segja, að hún sæi aðeins Ned, en hún þagnaði. Henni kom dá- lítið til hugar, þegar Ned fór að tala um Chris Manning. — Er Hervey ekki að vinna allan daginn? spurði Ned. Hún gæti orðið afbrýðissöm, ef þú eltist við Chris Manning bak við hana. Maisie herpti saman augun og hugsaði ákaft. Svo þetta er ástæðan fyrir að Ned hafði beðið eftir henni. — Hann hugsaði ekki um hvort Hervey væri afbrýðisöm eða ekki — hann var það sjálfur! Hann áleit að hún væri skotin í Chris! Hvílíkt' flón hafði hún ekki verið að elta Ned á rönd- um, þegar hún hefði heldur átt að sýna honum að öðrum fynd- ist hún aðlaðandi. Hún þurfti aðeins að gera sig til fyrir Chris Manning og láta Ned sjá hvernig það færi. Hann kæmi víst' hlaupandi þegar hann yrði nægilega mik- ið afbrýðisamur. TÓLFTI KAFLI. Seint um daginn gekk Her- vey til móts við Chris nokkru seinna. Sólin var að setjast og langir skuggar féllu á engið, sem ilmaði af nýplægðri mold. Her- vey sá að Chris var þreytulegur en þreytan hvarf úr svip hans, þegar hann sá hana. — Á morgun ljúkum við að plægja, sagði hann. — Sam Tru- scott segir. ég plægi beint. Hann hló. Það er hrós sem segir sex þegar hann á í hlut. Þau tókust í hendur og leidd- ust. — Hann hrósar Maisie ekki, sagði Hervey. — Þarftu að hafa hana, Chris? Hún er húðlöt. — Hún batnar. — Ekkí heldur Sam. — Þurfum við að tala um Ma- isie? Hann kyssti hana og leit svo í auga hennar. Hefurðu á- hyggjur af einhverju? — Já, af Massie Barlow. 14 — Hvers vegna, hjartað mitt? Hún andvarpaði og sagði svo hreint út: — Hún gengur á eftir þér með grasið í skónum, Chris. — Hún eltir mig dálítið, við- urkenndi hann. — En það er að eins til að spyrja um eitthvað viðvíkjandi vinnunni. Hvernig eigi að gera eitthvað og hvað hún eigi að gera næst'. í gær meiddi hún sig á gaddavír. Þú ættir að heyra hvað hún öskr- aði. — Sam sagði mér það. Rödd hennar sýndi hve áhyggjufull hún var og Chris tók utan um hana. — Út með það, hjartað mitt', sagði hann. — En segðu ekki að þú sért afbrýðisöm. Ég trúi þvl ekki. Maisie er aðeins lítil gæs, sem hugsar um útlitið sittjjJ — Ég er ekki afbrýðisöm,# sagði Hervey rólega. — Ég veitB að enginn aðskilur okkur. En® ég hélt þú sæir það, Chris, hvem ig Maisie reynir til við þig. Það væri eðlilegra að hún spyrði Sam, ef hún þyrfti eitt- hvað að vita um starfið. Hann veit meira um sveitavinnu en þú. Mér lízt ekki á það, vinur minn, hvernig stelpan eltir þig. Chris kyssti hana aftur. — Ég skil þig vel, vina mín, en mér finnst' ekki að við ættum að reka hana, hún gerir sitt bezta. En ég skal lofa þér því að gera henni alveg ljóst, að ég er trúlofaður heimsiiis yndisleg- ustu stúlku. Hún þrýsti sér að honum, — henni hafði létt ögn, en ékki nóg. Jafnvel í hug sér neitaði hún afbrýðiseminni eða ótta um að missa Chris til annarrar. Hún vissi ekki hvað hún óttaðist sjálf. Sama kvöld fór Chris inn í hesthúsið rétt fyrir kvöldverð til að sjá um að hestunum hefði verið gefið fyrir kvöldið. Meðan hann var að því, kom Maisie inn í hesthúsið. — Þú ættir að fara að koma þér heim, Maisie, sagði hann. — Ég var að fara, þegar ég sá yður fara inn í hesthúsið. Gaf ég hestunum nóg? — Dálítið meira myndi ekki skaða, en ég skal sjá um það. Farðu heim, sagði hann. En hún stóð og virti hann fyrir sér, meðan hann gaf hest- unum hafrana. Augu hennar blikuðu, þegar hún sagði: — Nú er ég bráðum búin að spara fyrir reiðhjóli og þá þarf ég ekki lengur að ganga heim. Hann leit yfir öxl sér á' hana. — Það er gott. Mér hefur ekki litizt á að þú færir ein yfir heiðina í myrkri. Hún gekk að honum og leit biðjandi á hann. — Ég er dauðhrædd. Það er orðið svo dimmt. Viljið þér ekki fylgja mér á leið. Hann studdi sig við forkinn og horíði á hana. Vitanlega hafði Hervey rétt fyrir sér, telpan gekk á eftir honum með grasið í skónum. Hann hafði tekið eftir því lengi, en skemmt sér yfir því, en nú fór honum að leiðast og hann svaraði kuldalega: — Þú getur náð vagninum við krossgöturnar, ef þú flýtir þér. Hann stakk hendinni í vasann. Hér hefurðu fyrir farinu. Hann sá að hún beit á vör sér. — Hlauptu svo ! Hún tók við peningunum og fór. Chris sá hana ganga yfir engið og niður að veginum. — Þetta var nú það! Nú hafði hann gert: henni skiljanlegt, að hún eyddi tíma sínum til einskis — hún yrði ekki aftur fyrir hon- um. En Maisie fór ekki eftir þjóð- brautinni. Hún fór stytztu leið yfir heiðina, því hún ætlaði að hitta Ned Stokes áður en hún kæmi til borgarinnar. Hann kom og hitti hana á hverju kvöldi, en aðeins til að spyrja hana spjörunum úr um Chris Mann- ing. Hann vildi vita allt um hann og Hervey. Maisie andvarpaði. Það var leitt að Chris skildi ekki ganga í gildruna. Hana hafði langað til að hann fylgdi henni, svo Ned gæti séð að vinnuveitandi henn- ar væri hrifinn af henni. En Ned' var hvergi að sjá. Hún hitti hann ekki fyrr en í borginni úti á götu. Hún hljóp til hans. — Þú komst' ekki í kvöld, sagði hún. — Mér seinkaði á æfingunni. Hann var að æfa fyrir næsta kappleik. — En ég hitti þig hér. Hún breiddi úr sér, sannfærð um að hún yrði að gera hann afbrýðisaman, ef hún vildi sigra hann. ÞRETTÁNDI KAFLI. — Hve miklu viltu veðja, a8 þér takist að fá Hervey Galt- on til að slíta trúlofuninni og giftast þér? Ned kreppti hnefana í buxna- vösunum, þegar hann heyrði hláturinn. Hann reyndi að vinna, en gat ekki einbeitt sér. Hann var ringlaður og sá allt' sem I þoku. Margsinnis heyrði hann hlátursrokur og í hvert skipti varð hann æfari. Um kvöldið, þegar hann var að þvo sér, kom einn vinnufélagi hans til hans. — Þú verður að líta kring- um þig eftir annarri vinkonu, Ned, glotti hann. — Snautaðu burtu, sagði Ned illilega. — Þú þarft ekki að leita langt yfir skammt, sagði hinn og deplaði augunum til félaga sinna. — Þú hefur Maisie Bar- low! Hún jafnast að vísu ekki á við Hervey Galton, en þú veizt a.m.k. hvar þú hefur hana. Ned þurrkaði sér um hend- urnar. Hann var að missa stjórn á skapsmunum sínum. Hann heyrði kvalara sinn segja: — Nema þú haldir að þú get- ir enn náð í Hervey? Það ætti að vera auðvelt fyrir mann eins og þig — verðandi heimsmeist- ara! Því ferðu ekki út á Dale búgarðinn — og .... Ned þoldi ekki meira. Hann seildist til hins og sló hann upp að veggnum. Um leið var fjand- inn laus. Ned var í stríðsskapi. Hinir urðu að halda honum með valdi og hann barðist enn um á hæl og hnakka, þegar verk- stjórinn kom. — Ég var búinn að aðvara yður, Stokes, sagði verkstjórínn. Ég skipaði yður að geyma hnefahöggin til kappleikanna. Nú neyðist ég til að kæra yður og þér megið þakka fyrir, el þér haldið starfinu lengur. Ned sleit sig lausan og greip jakkann sinn. — Kærðu mig bara, urraði hann. Ég kem ekki á morgun hvort eð er. Ég hef fengið nóg af þessari búlu hérna. Hann stikaði stórum út úr verksmiðjunni og vissi, að þang- að myndi hann ekki stíga fæti sínum framar. Það hentaði hon- um eiginlega ágætlega. Hann hefði aldrei átt að monta sig með að Hervey væri stúlkan hans því að hún vildi ekki líta við honum, en hvernig hafði hann 23. maí 1967 - ALÞYÐUBLAÐH) |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.