Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 14
Leikjanámskeið Frh. af 11. sí0u. Gamli golfvöllur. Leiksvæðið við Hofabæ. Þriðjudag ,fimmtudaga og laug- ardaga, kl. 9.30-11.30 og 2-4. Innritun fer fram á kennslu- Stöðunum um leið og námskeiðin hefjast á hverjum stað. Námskeiðsgjald kr. 25.00 greið- ist við innritun. Knattspr.mót Frh. af 11. síðu. 5. FLOKKUR: Hafnarfjörður: Haukar — Stjarn- an 4—0. Keflavík: UMFK - Grótta 2—0. Kópavogur: Breiðablik — FH 1—2. KFK sat yfir í 1. umferð. 4. FLOKKUR: Hafnarfjörður: FH — Breiðablik 1-1. Iveflavík: KFK - Haukar 1—2. Kópavogur: Grótta — UMFK 5-2. Stjarnan sat yfir í 1. umferð. 3. FLOKKUR: Hafnarfjörður: Haukar — UMFK 0-2. Keflavík: KFK — Breiðablik 1—2. Kópavogur: Stjarnan — FH 0 — 1. í þriðja flokki er stigakeppni og hafa UMFK, FH og Breiðablik 2 stig, en KFK, Stjarnan og Hauk- ar ekkert. Fjölsóttur fundur Framhald af 1. síðu. Reykjavík (Eggert G. Þorsteins- son var á fundi á Sauðárkróki). Ræðumenn lögðu á það áherzlu, að enda þótt Alþýðuflokkurinn stæði nú málefnalega vel mættu flokksmenn ekki vera of bjart- sýnir um góð úrslit kosninganna. Góður árangur næðist því aðeins að vel væri unnið. Var gerður góður rómur að máli ræðumanna. — Að ræðum þeirra loknum voru fram. bornar fyrirspurninr. —. Að lokum mælti Björgvin Guð- mundsson, formaður Alþýðuflokks féí. nokkur lokaorð. — Var fund- urinn í alla staði mjög vel heppn- aður. Eldsvoði Frh. af 1. síðu. kynni einnig að læsa sig í skála sem Málningarverksmiðjan Harpa hefur með að gera, en í honum var mikið af eldfimu efni, en skáli þessi er ekki nema í um meters fjarlægð frá brö'ggunum. Slökkvi- liðinu tókst þó að verja hann eld inum með því að breiða segl á milli, sem síðan var dælt á. Um eldsupptökin er það að segja, að þrír menn voru að vinna um morguninn í ryðvarnar verkstæðinu. Þarná var arinn, sem var notaður til að brenna ým- iss konar drasli, en á gólfinu var hrúga af olíurökum tvisti. Hefur neisti að líkindum hrokkið í þessa lirúgu. Var eldur laus á svipstundu og fengu mennirnir ekki við neitt ráðið. UMFÍ. Vrh. 11. síðu. UÍA UMSS UMSK HSÞ HSH UMFK UMSE UMSB HSK Knattspyrna 1. riðill 2. riðill 3. riðill UÍA USAH UMSB HSÞ USVH UMSK UMSE HSS UMFK UMSS HSH HSK Undankeppnin fer fram í sumar í handknattleik og knattspyrnu á tímabilinu 1. júní —1. september, en í körfuknattleik eftir áramót !á tímabilinu 1. janúar—1. marz. Fyr irkomulag undankeppninnar verð ur þannig að öll liðin í hverjum riðli leika saman. Tvö stig verða gefin fyrir unninn leik en eitt fyr- ir jafntefli. Verði tvö eða fleiri lið jöfn, gildir markahlutfall, en aukaleikur, ef markahlutfall er einnig jafnt. Allir leikir eiga að fara fram samkvæmt leikreglum ÍSÍ. Sérstakir leikstjórar verða ráðnir til að stjórna hópíþróttun- um til leiksloka. Verða nöfn þeirra birt innan tíðar. Framkvæmd und- ankeppninnar er í höndum við- komandi héraðssambanda. Ber þeim að tilkynna leikstj. hvar og hvenær einstakir leikir fari fram og senda þeim skýrslu að hverj- um leik loknum undirritaða af dómara. Dregið verður um hvaða lið leika saman í undanúrslitum. Eiga þeir leikir að fara fram strax og undankeppni er lokið. Þau lið, sem þá sigra, keppa til úrslita á landsmótinu. Hjartavernd Frh. af 2. síðu. Á sl. vetri samþykkti stjórn sam- takanna að stofna utanfararsjóð Hjartaverndar, og er sjóðnum ætl að það hlutverk að styrkja hjarta í sjúklinga, er þurfa að fara utan til hjartaaðgerða. Við stofnun sjóðsins lagði Hjartavernd sjóðn- um til kr. 1 milljón. Af framtíðarverkefnum sagði próf. Sigurður, að næst væru kaup á bifreið og tækjum til rannsókna í dreifibýlinu og stofnun endur- hæfingarstöðvar með sérhæfðu hjúkrunarliði. Á fundinum var samþykkt skipulagsskrá fyrir utanfararsjóð inn og eftirtaldar konur kosnar í stjóm hans. Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri Ólöf Möller, frú, Kristjana Helgadóttir, læknir, Sigurborg Oddsdóttir, frú, Guðríður Elíasdóttir, frú, Ingibjörg Ólafsdóttir, hjúkrunar- kona. Rósa Jensdóttir, frú. Á fundinum ræddu læknamir, Davíð Davíðsson, prófessor, Sig- urður Samúelsson, prófessor, Ás- mundur Brekkan, yfirlækni’r og Nikulás Sigfússoif læknir, um hjartaverndarmál og svöruðu spumingum. Að fundi loknum var farið að Lágmúla 9, og rannsóknarstöð samtakanna skoðuð. í stjóm samtakanna eru nú: Prófessor Sigurður Samúelsson, formaður, Benedikt Gröndal, alþingismaður, Eðvarð Sigurðsson, alþingismað- ur, Sigurður Bjarnason, alþingismað- ur, Þórarinn Þórarinsson, alþingis- maður, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Sigurliði Kristjánsson, kaupmað- ur, Pétur Benediktsson, bankastjóri, Sigurtryggur Klemenzsson, banka stjóri, Óskar Jónsson, forstjóri, Hafnar- firði, Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri Davið Davíðsson, prófessor, Ólafur Sigurðsson, yfirlæknir, Akureyri, Páll Gíslason, yfirlæknir, Akra- nesi, Snorri P. Snorraáon, læknir. U. Thant Frh. af 3. síðu. Góðar heimildir í New York herma, að U Thant muni reyna að fá Egypta til að fallast á áfram- haldandi dvöl friðargæzluliðs SÞ fyrir botni Miðjarðarhafs. Fleiri menn úr egypzka vara- hernum voru kvaddir til herþjón ustu í dag. Ferðamönnum hefur verið bannað að fara til Súez- skurðar og Port Said. Fjögur til fimm herfylki munu nú vera á skurðsvæðinu, að sögn sérfræð- inga. Margir ungir menn virðast fagna því að vera kvaddir í her- inn. Dæmigerð eru ummæli ungs verzlunarmanns: Ég var orðinn þreyttur á að bíða og vita ekki Grein Gylfa Frh. af 5. síðu. veittur stuðningur. Þá hefur verið sett sér- stök löögjöf um stuðning við leiklistarstarf- semi áhugamanna. Árið áður en þau lög voru sett, nam styrkur ríkisins til leikfélaga 800,000 kr., cn í fyrra nam hann 1,5 millj. íslenzkri Sinfóníuhljómsveit hafði verið komið á fót árið 1951, en hún barðist mjög í bökkum. Lá við bvað eftir annað, að leggja yrði starfsemi hennar niður. Árið 1961 var gerður samningur miíli menntamálaráðuneyt isins, Ríkisútvarpsins. Reykjavíkurborgar og Þjóðleikhússins um rekstur sinfóníuhljóm- 14 23. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ sveitarinnar, og hefur hún síðan starfað með reglulegum hætti og verið undirstaða fjöl- breytts hljómleikalífs í höfuðstaðnum, trygg- ing fyrir flutningi lifandi hljómsveitartónlist- ar í Ríkisútvarpinu, og verður það eflaust einnig í sjónvarpinu, auk þess sem hún hefur verið undirstaða óperu- og óperettuflutnings í Þjóðleikhúsinu. Rekstur sinfóníuhljómsveitar er dýrt fyrirtæki, en þó held ég, að enginn vilji í alvöru missa hana, eftir að henni hef- ur vcrið komið á fót. Merkur þáttur í starf- semi sinfóníuhljómsveitarinnar eru skólatón- leikar hennar. Væri raunar æskilegt að koma þeirri starfsemi í enn fastara horf en nú á sér stað. hvað mundi gerast. Ef við verð- um að berjast, því fyrr því betra. Áreiðanlegar heimildir herma, að egypzk herskip haldi áfram að sigla um Súezskurð í átt til Rauðahafs. Flotadeildir á Rauða- hafi geta sett hafnabann á ís- raelska hafnarbæinn Eilath. Ahmed Shukairy, leiðtogi Frelsishers Palestínu tilkynnti í dag að aðalstöðvar hersins yrðu fluttar frá Kairó til Gaza. Góð- ar heimildir í Bagdad herma, að Sýrlendingar muni sennilega leyfa ísraelskum hersveitum að taka sér stöðu á landamærum Sýrlands og ísraels, við lilið sýrlenzkra her manna. t Washington er sagt, að Banda ríkjastjórn hafi beðið sovétstjórn ina um að beita áhrifum sínuua til að koma í veg fyrír styrjöld fyrir Miðjarðarhafsbotni. Tyrkir ogl Persar hafa einnig verið beðn- ir um að beita áhrifum slnum og samband er haft við Breta og Jafnaðarmenn í Grikklandi AÞENU. 22. maí (NTB-Reuter) — Fjögurra manna nefnd frá Al- þjóðasambandi jafnaðarmanna kom í dag til Aþenu til að berj- ast fyrir því að pólitískir fangar í Grikklandi verði látnir lausir. Formaður nefndarinnar er Bruno Pittermann, fv. varakanzlari Aust urríkis. Nefndarmenn sögðu við kom- una til Aþenu að þeir væru þang- an komnir til að láta í ljós sam- stöðu Alþjó'ðasambands jafnaðar- manna með grísku þjóðinni og heimsækja fangabúðir í Grikk- landi. En talið er ósennilegt að nefndarmenn fái að heimsækja stærstu fangabúðirnar, sem eru á eynni Jaros. Þar hafa um 5.000 pólitískir fangar verið hafðir í haldi siðan herinn tók völdin 21. apríl. T rúlof unarhringar Sendum gegn póstkröfu. Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Koparpípur og Rennilokar. Fittings. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Bursfafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3. Siml 3 88 40. Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmiðja Alfjýðublaðsins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.