Alþýðublaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Benedikt Gröndai. Símar 14D00—14903. — Auglýsingasfmi: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið- við Bverfisgötu, Rvik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14903. — Askriftargjald kn. 105.00. — t lausa- sölu kr. 7'.00 eintakíð. — útgefandfc Albýðuflokiturinn. AÐ SVÍKJA LIT AUGLJÓST er, að Alþýðubandalagið er endanlega klofið. Það er óhugsandi, að t. d. Magnús Kjartans- son og Hannibal Valdimarsson geti starfað saman á Alþingi. Þjóðviljinn hefur stimplað Hannibal Vald- imarsson klofningsmann og svikara; Þjóðviljinn hef ur meira að segja sagt, að framboð Hannibals sé ó- beinn stuðningur við ríkisstjórnina. Meiri fordæm- ingu er víst varla hægt að hugsa sér í því blaði. Og blað Hannibals Valdimarssonar hefur stimplað Magn- ús Kjartansson og hans lið ofstækisfulla kommúnista klíku, sem einskis svífist til þess að halda völdum í Alþýðubandalaginu. Það er augljóst, að svona fólk getur ekki unnið saman framar. En ekki aðeins Magnús Kjartansson og Hannibal Valdimarsson eru í framboði. Alþýðubandalagið býð- ur fram í öllum kjördæmum landsins. Hver er af- staða hinna frambjóðandanna? Styðja þeir Magnús Kjartansson eða Hannibal Valdimarsson? Sá eini þeirra, sem knúinn hefur verið til þess að segja eitthvað um þetta mál, er Gils Guðmundsson í Reykjaneskjördæmi. En ummæli hans voru ekki ■hraustlegri en það, að hann hygðist ekki skipta sér af átökunum innan Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Enginn mun hafa búizt við því, að Gils Guð- mundsson skipti sér nokkuð af þessum átökum. Hann er yfir höfuð að tala ekki afskiptasamur. En ein- 'hverja sköðun hlýtur frambjóðandinn að hafa. Hann -getur ekki verið sammála bæði Magnúsi Kjartanssyni og Hannibal Valdimarssyni. Þá byggju tvær sálir í brjósti hans og harla ólíkar. Hann hlýtur annað hvort að fylgja Magnúsi í deilunum eða Hannibal. Ilvorum fylgir hann? Aðrir frambjóðendur Alþýðubandalagsins verða einnig að láta skoðanir sínar í ljós. Enginn vafi mun leil:a á um skoðanir Lúðvíks Jósefssonar og Stein- gríms Pálssonar. Þeir eru hvor sínum megin. Þá eru komnir tveir í hvort lið. En hvað um hina? Hvar standa þeir? Alþýðublaðið vill liér með beina þeirri fyrirspurn til efstu manna Alþýðubandalagsins utan Reykjavík- ur, Au~-urlands og Vestfjarða, hver afstaða þeirra sé í deilum Hannibals við forystu Alþýðubandalags- ins. Kjósendur-eiga rétt á svari við þessari spurningu. Þeir vcrða að vita, hvað þeir eru raunverulega að kjósa, frambjóðanda, sem er svikari og dulbúinn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar, eða kommúnista- klíku, sem engu svífst í harðvítugri valdabaráttu. Ef þessir frambjóðendur þegja um þetta mál gera þeir tilraun til þess verknaðar, sem í spilum er nefnd ur að svíkja lit. 4 25. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ VANTAR BLAÐmjRÐAR- f0l.ii s EFTIRTALIN HVERFI: miðbæ i oe n HVERFISGÖTU EFRI RAUÐARÁRHOLT LAUGARAS FRAMNESVEG msb mmmmœmm Auglýsið i Alþýðublaðinu krossgötum ★ ÓVIÐKUNNANLEGUR ÁRÓÐUR. Húsmóðir hefur sent okkur svo- hljóðandi bréf: — „Heldur þótti mér það óvið- kunnanlegt, er ég var að hlusta á' Ríkisútvarpið um daginn, er einn af starfsmönnum Reykjavíkur- borgar var að guma af afrekum borgarinnar í leik- vallamálum. Þessi starfsmaður Reykjavíkur- borgar, sem hefur það í hjáver.kum, að sjá um ein- hvers konar umferðarþætti í útvarpinu lét svo um- mælt, að mjög hefði verið vel unnið að léikvalla- málum í borginni undanfarið, en játaði þó, að t. d. í miðborginni væri ástandið ekki sem bezt. En hinu hrósaði hann í hástert hve vel hefði að þessu verið unnið í úthverfunum. Mér blöskraði að heyra þetta, því ég veit mæt'a vel, að í þessum efnum er ástandið langt frá því að vera gott, og mjög víða vantar leik- velli, sérstaklega í nýju hverfunum þar sem yfir- leitt' býr barnflesta fólkið. Mér fannst' þetta því einstaklega ósmekklegt af þessum borgarstarfsmanni, að vera að guma af þvi sem engin ástæða er til að guma af og alls ekki i hans verkahring að leggja dóm á fyrir hlustendur. Vænti ég þess að heyra ekki slíkt aftur, enda á það ekki erindi í þessa þætti. Þess ber að geta, sem vel er gert, en frammístaða Reykjavíkurborgar í leikvallamál- um hefur ekki verið slík að vert sé að guma af henni.” j ★ LEIKVELLI VANTAR. \ Við heyrðum ekki þennan um- rædda útvarpsþátt, en auðvitað er það ámælisvert, ef menn misnota sér útvarpið eins og „Húsmóðir” telur umræddan borgarstarfsmann hafa gert. Það er ástæða til að taka undir þau orð bréfritara, að ástandið í leikvallamálum í Reykjavík er langt' frá því að vera gott. Hefur raunar ríkt undarleg fásinna um þetta allt of lengi. Það var veruleg bót, þegar fundið var upp á' þvl að hafa gæzluvelli, þar sem mæður eiga að geta vitað af börnum sínum í öruggri gæzlu. Sá er bara gallinn á gjöf Njarðar, að þessir vellir eru allt of fáir og dreifðir um borgina og koma því ekki öllum borgarbúum jafnt að gagni. Eins hefur oft verið á það bent að hér í borgina vantar algjörlega athafnasvæði fyrir börnin, sem eru orðin of gömul fyrir leik- vellina, en ekki nógu gömul til að vinna. Þarna er ærið verkefni til að vinna að og hefur oft verið i það bent, m. a. hér í Alþýðublaðinu, hver nauösyn það er að koma upp einhvers konar athafnasvæðum fyrir þessi börn, meðal annars til að forða þeim af götunni, sem oft vill verða þeirra helzti leikvöllur. Karl. Áskriftasími AJþýðublaðsins er 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.