Alþýðublaðið - 25.05.1967, Side 5

Alþýðublaðið - 25.05.1967, Side 5
Gylfi Þ. Gíslason: Stuðningur v/ð íslenzka námsmenn FRIMERKI TIL skamms tíma starfaði við Háskóla ís- lands lánasjóður stúdenta, sem veitti háskóla- stúdentum námslán. Veitti Alþingi fé tii hans árlega í íjárlögum. Auk þess veitti Alþingi ár- lega fé til styrktar íslenzkum námsmönniun erlendis, og úthlutaði Menntamálaráð því fé, sumpart til námslána og sumpart sem gtyrkjum. Árið 1956 nam framlag ríkisins í lánasjóð stúdenta við Háskóla íslands 650,000.- kr., og lán og styrkir til náms- manna erlendis námu 1,3 millj. ltr., sam- tals 1,9 millj. kr. 1961 var sett ný löggjöf um þessi efni. í kjölfar hennar jukust lán og styrkir til síúdenta heima og erlendis £ 12,5 millj. kr. Þar af voru 8. millj. kr. bein framlög frá ríkinu, en 4,5 millj. kr. lánsfé frá 'bönkum. Eftir sem áður úthlutaði stjórn iánasjóðs stúdenta við Háskóla íslands lánum til háskólastúdenta, en Menntamála- ráð lánum og styrkjum til námsmanna er- lendis. Síðasta Alþingi samþykkti frumvarp um nýskipan á þessum málum Sú skipulagsbreyting er nú að eiga sér stað, að um einn sjóð verður að ræða, sem lýtur einni stjórn. Er henni ætlað að samræma lánveitingar og styrki til stúd- enta heiina og erlendis. í stjórninni eiga sæti fulltrúar stúdenta heima og erlendis, isiensk mennta- mál í Háskólans og rikisstjórnarinnar. En auk skipulagsbreytingarinnar gera lögin ráð fyr- ir stórauknum framlögum ríkisins til náms manna. Á þessu ári munu framlög ríkis- ins aukast í 21,6 millj. kr. og heildarláni og styrkir til stúdenta heima og erlendis verða á þessu ári 29,8 millj. kr. eða nær 15-föld upphæðin 1956. Auðvitað hefur náms mannatala vaxið mjög síð an og verðlag hækkað. En þó að tekið sé tillit til bæði aukins fram- færslukostnaðar og fjölg- unar námsmanna, er stuðn ingur við hvern námsmann í raunverulegum verðmætum tvöfalt hærri en hann var fyrir 10 árum. Þá er það mikilvægt nýmæli í lög unum, að teknir verða nú á þessu ári upp styrkir til kandidata til framhaldsnáms, en það hefur fram. að þessu verið mjög baga legt, að kandidatar hafa ekki átt völ á slík- um styrkjum. Verður notuð ein millj. kr. nú í ár í þessu skyni, og hefur verið rætt um að veita 25 40.000.- kr. styrki. Er fjárveiting til þess á fjárlögum ársins. Serjoza Vera Panova: SAGAN AF SERJOZA Þættir úr lífi lítils drengs Geir Kristjánsson þýddi úr frummálinu . Heimski-ingla, Rcykjavík 1967. 174 bls. Fyrir nokkrum árum sást rúss- nesk kvikmynd, ein þeirra mynda sem I seinni tíð hafa hald- ið uppi oriV.áír sovézkrar kvik- myndageroar, uin lítinn dreng í samyrkjuþorpi einhvers staðar í Rússlandi. Ekki man ég nú þessa mynd ler ur í smáatriðum — nema drenginn sjálfan í mynd- inni, lítið alvarlegt andlit, stóran ljósan hárlubba, Mynd hans hef- ur eflaust orðið mörgum áhorf- endum hugstæð öðrum en mér. Og nú er sagan, sem kvikmynd þessi var gerð eftir, komin út í íslenzkri þýðingu og reynist ekkí síður liugþekkur lestur en kvikmyndin var á tjaldinu forð- um. Því miður þekki ég ekki til Veru Panovu annað en þessa litlu sögu; en hún mun vera ein þeirra sárfáú liöfunda sem tókst nokkurn veginn að hiiðra sér hjá falsi og lygum stalínstímans í bók- menntum áratuginn eftir stríð, skrifa nokkurn veginn heiðarleg verk, óflekkuð af pólitík. Pólitlk þarf enginn að láta sér detta í hug í sambandi við sögu henn- ar af Serjoza frekar en hún væri ekki til. En þeim mun sannfróð- ari kann sagan að vera í sínum smá(a stil um hversdiagslíf og hagi í hversdagslegu Rússlandi, lífi þorpsins sem hún lýsir og barnanna sem þar eru að vaxa upp. Móðir Serjoza missti mann sinn í stríðinu; hún býr með öldruðu frændfólki í þorpinu á- samt drengnum unz hún giftist að nýju, og Serjoza eignast „nýj- an pabba”; þau flytjast burt á annað samyrkjubú. Þetta er í stytztu máli efnið í sögunni, jafn- hversdagslegt og hugsazt getur; það eru engin átök, engin bar- átta í sögunni, en. Ser joza litla, lífi hans og félögum er lýst með rauntrúum næmleika sem gerir Frh. á 10. síðu. Nýtt íslenzkt frímerki Rétt fyrir kosningar til Al- þingis, sem fram eiga að fara . i 11. júní næstk. munu frí- * merkjasafnarar fjölmenna á < sinn ,,kjör”-stað, þ.e.a.s. póst- © |§t . i húsið í Reykjavík. Því, eins og h h pLí WiiÉl m vffl áður er sagt, er útgáfudagur nýja merkisins 8. júní. — Á þessu * 4 nýja frímerki er öðru megin * Ú 4 sem gert er af Sigurði Stefáns- syni, en hann var skólameistari í Skálholti. Mun hann hafa teiknað þetta kort um 1590, þá tvítugur að aldri, því að' fæddur er Sigurður árið 1570 í Skál- holti. Foreldrar hans voru Stef- án prestur Gíslason og Þorgerð- ur Oddsdóttir. Sigurður var fjöl- hæfur námsmaður og hafði á- huga á að nema margskyns fræði, einnig fékkst hann við skáldskap og kom þar víða við. Nú er það svo — því miður — að hið upphaflega landabréf Sig- urðar er glatað, en mynd sú, sem á frímerkinu verður, er gerð eftir afriti af landabréfi Sig- urðar, en afrit þetta gerði Þórð- ur biskup Þorláksson árið 1669. Ekki er því að neita, að þetta landakort Sigurðar skólameist- ara er um margt mjög merki- legt, þegar tekið er tillit til þess tíma, er það var teiknað. Jafn- gömul kort' eru fá til, sem sýna jafnvel legu Hellulands, Mark- lands og Vínlands. Er lega þess- ara landa mörkuð á kortið furðu nærri því, sem nútímahugmynd- ir ætla þeim stað. Talið er að landabréf þetta hafi Sigurður gert úti í Kaupmannahöfn. Geta menn þess til, að e.t.v. standi þessi kortagerð í einhverju sam- bandi við það, að á þessum tíma höfðu Danir mikinn áhuga á rannsóknum á norðvesturleið til Indíalanda. Einnig vissu Danir þá um ferðir íslendinga til Græn- lands og Vínlands í fornöld. — Sigurður Stefánsson fórst af slysförum fyrir aldur fram, en hann drukknaði í Brúará snemma vetrar 1595. Með útgáfu þessa minningar- frímerkis mun póststjórnin is- lenzka vilja vekja athygli á gömlum og nýjum samskiptum íslands og Kanada. Fjöldi fólks af íslenzkum ættum býr í Kan- ada og vissulega voru það íslend- ingar, sem fyrstir af Evrópu- þjóðum sigldu upp að ströndum N orður-A mer íku. :WI Útgáfudagur: .......... 8. júní 1967. Verðgildi: ................ Kr. 10,00. Litur: ................ Blátt' og brúnt. Prentunaraðferð: ....... Sólprentun. Prentsmiðja: .... Courvoisier S.A. La Chaux-de-fonds, Sviss. Fjöldi merkja í örk:....... 50 stykki. Stærð: ................ 26x36 m.m. Tilefni útgáfunnar: ....... Heimssýningin í Montreal. Útgáfunúmer: .............. 112. Upplag: ................... Ekki gefið upp að svo stöddu. Upplýsingar ............... Frímerkjasalan, Reykjavík. Mynd: ................ Landabréf frá árunum 1590 og 1907. ÞJÓÐVILJINN mælist til he.ss við kjósendur, að þeir velji Alhýðubandalagið við kjörborð- ið 11. júni af því að þá muni leyst úr vanda húsbyggjenda. Birtir hann á þriðjudag mynd af nýju stórhýsi og prentar undir feitu letri: „Stórsigur G-listans }iéðhr gerbreytingu á húsnæðis- málvM.” Tilefnið er sýndartil- laga Einars Olgeirssonar, Geirs Gunnarssonar og Eðvarðs Sig- urðssonar á Alþingi. Þetta er nokkuð mikil tilætl- unarsemi. Fólk tekur í þessu efni sýnu meira mark á raun- hæfum framkvæmdum en há- værum loforðum stjórnarand- stæðinga að gera betur en nú- verandi valdhafar. Reynslan og hávaðinn. Viðhorfin í húsnæðismálum hafa gerbreytzt til batnaðar undanfarm ár. Alþýðuflokkur- inn hefur lagt mikla áherzlu á lausn þeirra og núverandi rík- isstjórn ráðizt í stórvirki á því sviði. Þetta er almennt viður- kennt af landsmönnum. Feng- in reynsla vegur því mun þyngra en hávaði Þjóðviljans, þegar hann er að reyna að gera F.inar, Geir og Eðvarð að af- reksmönnum í húsnæðismálum. Ætli Þjóðviljinn tíni ekki til dagana fyrir kosningar, hverju Hannibal Valdimarsson áork- aði í húsnæðismálum, meðan hann var félagsmálaráðherra, og biðji svo urn atkvæði aðdá- enda hans á G-listann! Myndin og álímingurinn. Myndin af stórhýsinu, sem Þjóðviljinn birti með áróðurs- grein sinni á þriðjudag, er hæp- ið val. Hún minnir á framtak og forustu núverandi ríkisstjórnar í húsnæöismálum. En Þjóðvilj- inn ætti að draga upp fyrir kj ósendum aðra mynd — lýs- inguna á útliti og innviðum Al- þýðubandalagsins. Alþýðubandalagið er eins og logandi hús, sem er að lirynja. Þeir, sem þar höfðu áður sama- stað, hafa lent í hár saman og kveikt l húsinu. Alþýðubanda- lagið verður því sannarlega ekki íslenzkur mannabústaður í framtíðinni. Þessu ástandi á að leyna með þvi, að líma á Þjóð- viljann myndir af því, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur gert — og syngja hátt, að Alþýðu- bandalagið ætli að gera betur.t 25. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.