Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 1
Sunnudagur 28. maí 1967 - 48. árg. 117. tbl. -■ VEIIÐ 7 KR.
SJÓMENN!
Alþýðublaðið minna á
Á sjómannadaginn
þrjár staðreyndir.
v
I.) Eignir sjávarötvegs og fiskiðnaðar í skip-
um, verksmiðjum, vélum og öðrum fjármun-
um hafa aullízt um rúmlega 50% frá árslok
um 1958 til jársloka 1966.
2) Rúmlestatala fiskiskipa yfir 100 lestir hefur
aukizt um meira en 400% síðan í árslok
1958.
3) Afkastageta síldarverksmiðja á Suíiur-, Vest-
ur- og Austurlandi jókst um 300% frá árs-
lokum 1958 til ársloka 1965.
SJÓ^IENN!
AlþýSublaðiS spyr ykkur, hvort þið metiS melra:
Athafnir til eflingar sjávarútveginum
eða
Áróður um, aS allt gangi þar á afturfótum.
Eggert G. Þorsteinsson ráðherra í viðtali við Alþýðublaðið
Góð samvinna við verkalýðs-
samtökin merkastur
EINHVER mikilvægasti árangurinn af störfum og I
stefnu núverandi ríkisstjórnar er hin góða samvinna,
sem tekizt hefur með verkalýðshreyfingunni og ríkis
síjórninni, sagði Eggert G. Þorsteinsson, ráðherra, í!
viðtali við Alþýðublaðið í gær. Núverandi ríkisstjórn;
hefur í þessu efni tekizt það, sem vinstri stjórnin
reyndi, en tókst ekki, sagði ráðherrann.
Alþýðublaðið spurði rá'ðherr-
ann hverja hann teldi lielztu á'-
stæðu til þess, að svo gott sam-
starf hefði - tekiat við verkalýðs-
lireyfinguna sem raun bæri vitni.
Það er að mínu áliti hin mikil-
væga lagasetning í þágu verkalýðs
hreyfingarinnar, sem á stærsta
þáttimv í þessu, sagði Eggert G.
Þorsteinsson. Og þar ber hæst lög-
in um láunajöfnuð karla og kvenna
og lögin um byggingu 1250 íbúða
fyrir láglaunafólk í verkalýðsfé-
lögunum. Með byggingu íbúða í
stórum stíl fyrir láglaunafólkið er
ætlunin að gera tilraun til þess að
. læk.ka stærsta utgjaldalið launa-
manna og þá' sérstaklega unga
Tvö blöð
- 32 síður
í tilefni af sjómannadegin
um er Alþýðublaðid tvö blöð
í dag, alls 32 síður. í auka-
blaðinu er grein eftir Jón-
as St. Lúðvíksson um sjó-
slys við Eyjar 1916, greinin
Á Royndinni eftir Óskar
Jónsson, myndir úr lífi s.jó-
manna og sittbvað fleira.
fólksins, þ. e. húsnæ'ðiskostnað-
aðinn.
Eggert. sagði,, að við sjálfar
byggingaframkvæmdirnar í Breið-
holtshverfi yrði beitt öllum hugs-
anlegum aðferðum, er lækkað
gætu byggingarkostnað. Yrðu þar
að verki jafnt einstaklingar sem
félög. Það þyrfti að komast inn í
huga fólks, að það væri verðugt
markmið að keppa að því að byggja
og selja húsnæði með sem sann-
gjörnustu verði. Og hið opinbera
ætti að mæta þeim aðilum, sem
beztan árangur sýndu í þessu efni
með því að veita þeim forgangs-
fyrirgreiðslu.
Alþýðublaðið spurði Eggert,
hvort betur hefði gengið að leysa
húsnæðismálin í tíð núverandi
stjórnar en í tíð vinstri stjórnar-
innar. Hann sagði, að það, sem
gerði gæfumuninn nú væri það,
að nú væri vandinn á sviði hús-
næðismálanna viðurkenndur sem
þjóðfélagslegt vandamál. En svo
hefði ekki verið áður. í tíð vinstri
stjórnarinnar hefðu hlaðizt' upp
lánsumsóknir hjá Húsnæðismála-
stjórn, án þess að nokkur tök
i hefðu verið á því að leysa úr
i þörfum allra vegna þess áð ékkert
i hafði verið gert. til' fjáröflunar
| annað en að koma á skylduspam-
| aðinum. En á þessu' hefði oxðið
i mikil breyting í tíð núverandi
[ stjórnar.
I Eggert G. Þorsteinsson sagði,
að starf núverandi ríkisstjórnar
hefði orðið til hagsbóta fyrir
verkafólk til lands og sjávar og
það hefði tekizt að tryggja því
þau lífskjör, sem það byggi við
í dag. Sjómenn ættu nú við mun
betri aðstæður að búa en éður
vegna nýrra glæsilegra fiskiskipa,
sem komið hefðu til landsins- í tíð
núverandi ríkisstjómar.
Ráðherrann sagði, að gerbylt-
ing hefði orðið í sjávarútvegin-
um með tilkomu hinna nýju fiski-
skipa. Áður hefði meðalstærð
fiskiskipa annarra en togara ver-
ið 30—40 tonn, en nú væri með-
alstærðin nær 200 tonn hvert
skip.
Á undanfarandi ári eða frá 1.
júní 1966 hefðu komið til landsins
25. ný fi8kiskip, 6949 brúttó rúm-
lestir að stærð. Og á undanförnum
árum hefði mikill fjöldi nýrra
Framhald á 13. síðu.
Gullþjéfar
handleknir
í London
LONDON, 27, maí (NTB-
Reuter) — Lögreglan í Lon-
don handtók í nótt tvo karla
og eina konu, sem ákærð
verða fyrir hlutdeild í gull-
ráninu mikla í Lordon 1.
mai. Yerðmæti þjfir.ins er
talið nema 800.000 pnndum.
Glæpamennirnir réðust á
þrjá menn, sem fluttu gull-
ið í brynvörðum bíl milli
staða í London. Glæpamenn-
irnir beittu gasbyssum gegn
vörðunum, læstu ])á inni í
bílnum og hurfu s ðan á
brott með ránsi'enginn.
Þau þrjú sem hafa ver
ið handtekin eru Leslie Al-
dridge, 37 ára gamal tækni
starfsmaður sjónvarps, Nor-
man Margre þrítugUr stú-
dent sem stundar nán í húsa
gerðarlist og Brenda Des
mond, 24 ára göniuj síma-
mær. Þau eru öll frá Lon-
don.