Alþýðublaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 2
 IIIIIIIIIIMIHIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIik Œv^3 f, gfr '®*'< , í Náftúru- gripa- \ - sýning \ Þessa dagana stendur yfir sýning á náttúrugripum að Fríkirkjuvegi 11. Að sýningu þessari standa áhugamenn um söfnun náttúrugripa og eiga 12 manns muni á sýningu þess ari. Sýningin er hin fjölbreytt asta, en margir þátttakenda hafa safnað náttúrugripum ár_ um saman og eiga hin glæsi legustu söfn. — Myndina hér til hliðar tók Bjarnlcifur af einum sýningarskápnum, en sýningin veröur opin daglega frá kl. 2-10 til 5. júní nk. í *Æm,. JlllMÍÍ í- * - ^ : II1111■ l ■ 1111■ 1111 ■ ■ i ■ ■ ■ 111■ l■ ■ ■ ■ I■ 1 ■ 111 ■ l ■ ■ 11 ■■ ■ ■ 111 ■ 1111 ■ 11 ■ ■ 1111 ■ ■ 11M M Sýning um samskipti manns og bókar opnuö í Myndlistar- og handíðaskóla ís lands verður opnuð í dag kl. 5 at hyglisverð sýning er nefnist Homo Jkegens eða Hinn lesandi maður og mun menntamálaráðh., Gylfi I>. Gíslason opna sýninguna. Sýn- ingin er lánuð hingað með aðstoð þýzka sendiráðsins frá „Marin- Behaim“-félaginu í Darmstadt í Þýzkalandi, en markmið þess fé- lags er að kynna þýzkar bækur og bókmenntir erlendis. Kurt Zier, skólastjóri Myndlist- ar- og 'handíðaskólans, sýndi blaðamönnum sýninguna í gær. Á henni eru samtals 110 myndir, eft irprentanir eftir listaverkum, ljós myndir og teikningar, er lýsa á margvíslegan og skemmtilegan hátt sambúð manna við bækur, Iblöð og bókmenntir í nær öllum heimsálfum. Auk þess verða þar til sýnis þýzkar og íslenzkar bæk- u r. Einkar athyglisvert þykir, að þessi sýning hefur — umfram of-. angreint markmið — almennt list _ rænt gildi, og er það þess vegna, i að skólinn Ihefur ákveðið að efna til hennar. Segja má, að í önnum hins daglega lífs, gefist mönnum j lítið tækifæri til að draga sig í hlé, skapa tsér helgidagsstund, ganga fyrir sjálfan sig. Menn gera það þó þegar þeir taka sér bók í hönd. Þá opnast allar gáttir, víkk ar heimurinn. Hugsanir, þjáning- ar og ihamingjudraumur annarra verða eign lesandans. Myndir sýningarinnar lýsa sam búð manna og bóka. Alltaf hafa menn reynt að svala þekkingar- þorsta sínum úr þessari upp- sprettulind andans. Þannig hafa vaxið upp hrnir miklu kennimenn og leiðtogar mannkysins: spá- menn, andlegir og veraldlegir framámenn, fcennarar, skáld og listamenn. Sýningin sýnir einnig hvernig á okkar dögum tugir og hundruð milljónir manna grípa til bóka og blaða í fyrsta skipti, hvernig heil- ar þjóðir vakna til sjálfsvitundar með því að lesa. Þessu er lýst með ágæturn ljósmyndum frá Asíu og Afríku. Nú hefur engin þjóð reynt á jafn eftirminnilegan hátt og ís- lendingar, að hve miklu leyti bar áttan um frelsi og sjálfstæði er háð fjársjóði bókmennta. Þeir ihafa sannreynt, að frj'áls og sjálf stæður maður er maður, sem les — Homo Legens. Þess vegna mætti ætla, að sýn- ingin, sem nú verður opnuð, eigi sérstakt erindi til allra þeirra ís- lendinga, er dá bækur og' taók- menntir, þ. e. a. s.: homo legens, hins lesandi manns. Sýningin verður opin daglega frá kl 3 til 10 síðdegis frá 1. til 10. júní í húsakynnum skólans að Skipholti 1. Bókasalar álykta um tollamál og söluskattinn Nýlega var haldinn aðalfundur Bóksalafélags íslands. Fundurinn gerði eftirfarandi samþykkt varð- andi tollamál íslenzkrar bókagerð- ar, svo og vegna söluskatts á ís- lenzkum bókum: „Aðalfundur Bóksalafélags fs- lands, haldinn föstudaginn 26. maí 1967, leyfir sér enn á ný að vekja athygli á hinni ranglátu skipan tollamála, sem íslenzkir útgefend- ur þurfa að búa við. Á sama tíma og erlendar bækur og blöð eru algerlega tollfrjáls flutt til lands- ins, er íslenzkum útgefendum gert að greiða háa tolla af pappír og bókbándsvörum. Augljóst er, að þessi skipan tollamála stendur ís- lenzkri útgáfustarfsemi verulega fyrir þrifum og neyðir íslenzka útgefendur til ójafnrar og órétt- látrar samkeppni við erlenda að- ila, sem njóta sérstakra fríðinda umfram íslenzka útgefendur. Þess vegna skorar fundurinn á ríkis- stjórnina að beita sér nú þegar fyrir endurskoðun á tollum á efni til bóka- og blaðaútgáfu, svo að íslenzkir útgefendur hafi ekki lak ari aðstöðu í sinu eigin landi en erlendir keppinautar þeirra. Sömu leiðis minnir fundurinn á, að fyr- Aukatón- leikar hjá Sinfóníunni Fimmtudaginn 1. júní heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands aðra aukatónleika starfsársins, sem nú er að Ijúka. Tónleikarnir verða tékkneskir tónleikar. ÖH verkin, sem leikin verða, eru eftir Dvorak, Karnival-forleikurinn fyrst, en síðan píanó-konsertinn í g-moll og eelló-konsertiim í h-moll. Einleik arar og stjórnandinn eru, hver á sínu sviði, í fremstu röð í Tékkó- slóvakíu. Stjórnandinn er Zedenek Maeal, Framhald á 13. síðu. ir alllöngu hafa Bretar afnumið söluskatt á bókum, og nýlega hafa norsk stjórnarvöld gert hið sama. Telur aðalfundur Bóksalafélags ís- lands að feta eigi í fótspor þess- ara þjóða og afnema nú þegar sölu skatt á íslenzkum bókum“. í stjórn Bóksalafélag íslands eiga nú sæti: Oliver Steinn Jó- hannesson formaður, en meðstjórn endur: Arnbjörn Kristinsson, Böð- var Pétursson, Gísli Ólafsson, Gunnar Einarsson, Hilmar Sigurðs son og Steinar Þórðarson. ✓ 4 Asgríms- myndir fóru á 119 þúsund Sigurður Benediktsson hélt lista verkauppboð á Hótel Sögu í gær og voru þar boðin upp 50 lista- verk. Margt manna var á uppboð- inu, en þó var Súlnasalurinn ekki þéttsetinn og voru tilboð dræm í byrjun. Dýrustu verði fóru mynd ir Ásgríms, Álfabyggð og manna eða úr Hellisgerði í Hafnarfirði og seldist hún á 40 þús. Myndin er 90 x 110 cm. Næst dýrust var mynd Ásgríms Úr Húsafellsskógi og fór hún á 36 þús. Mynd Kjar- vals, Sólskin, 13x137 cm. fór á 'kr. 25 þús. og Þrí-skrafs-sjón og Yndislega vornótt, fóru hvor um sig á 20 þús. kr. Mynd Ásgríms Ólafsvíkurenni fór á 23 þús. og Við Geitá fór á 20 þús. Alls seld ust fjórar myndir Ásgríms fyrir kr. 119 þús. og 9 myndir Kjarvals fyrir kr. 129.500. Verk Ásmund- ar Sveinssonar Eva yfirgefur Paradís, eirsteypa, seldist ekki, en lægsta hugsanlegt boð átti að vera 30 þús kr. Sjö myndir gengu til baka, þar eð ekki var boðið í þær. Á upp- boðinu voru verk eftir 22 íslenzka iistamenn. Þér sparið tfma Fokker Friendship skrú fuþoturnar eru hrað- skreiðustu farartækin innanlands. Þér sparið fé Lægri tryggingariðgjöld, örari umsetning, minni vörubirgðir. Þér sparið fyrirhöfn Einfaldari umbúðir, auðveldari meðhöndlun, fljót afgreiðsla. F/ytjið vöruna flugleiðis Flugfélagið heldur uppi áætlunarflugi milli 13 staða á landinu. Vörumóttakatil allra staðaalla daga. í Reykjavík sækjum við og sendum vöruna heim. FLUGFELAG ISLAMDS 2 31. maí 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.