Alþýðublaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 16
SKRAUTSYNINGAR Nú er fyrstu skrautsýningunni lokið í sjóvarpinu og sjálfsagt eru allir ákaflega ánægðir yfir því, hvað þeirra menn hafa tekið sig þar vel út. Þegar þetta er skrif að er þó enn ekki lokið nema fyrri hálfleik. og Baksíðan hefur því ekki séð nema tvo af fimm flokk- unum, sem þar fá að sýna alþjóð hve fallegir þeir séu. En trúlega verður síðari hálfleikurinn ekkert afskaplega frábrugðinn þeim fyrri, þótt öruggara sé kannski að full- yrða ekkert um það, en því er nú einu sinni svo farið með frumleik- ann, að hann er ekki mikið frá- brugðinn hvaða bókstaf sem menn cru merktir. Enda virðist þetta líka vera ágætasta sýningarform, |)ótt það verki raunar örlítið skrít'i Iega á mann, að atvinnuleikarinn sem kom fram í fyrradag skuli ckki hafa getað lært rulluna sína u.tan að, heldur þurfti að lesa hana upp af blaði. Rétt mun að taka fram, að með orðinu atvinnuleikari, er hér átt Við leikara sem kemur fram á leik oviði, en vissulega mætti segja íneð talsverðum rétti, að hinir væru atvinnuleikarar líka, að «iinnsta kosti atvinnumennirnir í pólitíkinni eða framagosarnir eða hvaða nafngift menn nú vilja fiæma þá. Sérstaka athygli vekur í sam- bandi við sjónvarpskynningu flokk anna nú, hvernig þeim er skipað niður á kvöldin tvö. Það getur vel verið að það sé tilviljun, en óneit- anlega er það dálítið skemmtileg tilviljun að íhaldið og Áki fái tíma sama kvöld og Harðjaxlinn, en liinir svo kölluðu vinstriflokkar settir á bekk með Steinaldarmönn unum. Þetta er alveg í stíl við grínið, sem útvarpið hefur iðu- lega viðhaft í sambandi við út- varpsumræður frá alþingi og ann að slíkt' efni, eins og t.d. hérna um árið, þegar lagið Rokkarnir eru þagnaðir var leikið við mik- inn fögnuð landsmanna í lok tveggja daga stjórnmálaumræðna í útvarpinu. Sjónvarpskynningin i gær og fyrragær er auðvitað ekki nema fyrsti þátturinn í þeim skraut- sýningum, sem sjónvarpið setur á svið vegna kosninganna. Á föstu- daginn verður framboðsfundur, og vonandi verður hann upp á gamla mátann, eins og slíkir fundir eiga að vera. Sá böggull fylgir þar þó skammrifi að slík fundahöld hafa svo mjög aflagzt hin síðari ár, að engan veginn er víst að þátttak- endurnir kunni að koma fram á' slíkum fundum, og þurfi jafnvel að fara að lesa rulluna sína upp af blaði, eins og leikkonan, sem minnzt var á hér að framan. Hún er merkileg tík, þessi póli KLAUFNASPARK Innan skamms verður kostuleg hátið hjá kúnum, með klaufnasparki ryðjast þær út úr fjósinu og loía eilífan guð, i grænkandi túnum er gott að hugsa fallega í blessuðu Ijósinu. Og þær munu strengja þess heit á þeim hátiðisdegl að herða á nyt'inni, undanrennunni og smjörinu, því enda þótt bóndinn sé birgur af fyrirtaks heyl, ér básinn og myrkrið andstætt lífinu og fjörinu. Og það verður hrist úr klaufum á kúanna þing! og kýld hver vömb á' nýsprottnu grasinu í lautunum. Vér samgleðjumst vorum svipmikla nautpeningi og sér í lagi héraðsráðunautunum. tík, var einu sinni sagt. Og lík- legast er það hverju orði sannara. Kannski er það þó merkilegast við hana, að hún virðist yfirleitt alls ekki vera neitt pólitísk. Kosn- ingabaráttan snýst um kaupfélags stjóra austur á landur og þrjátíu ára gamla pólitík flokkanna eða þá eitthvað sem þeir ætli að gera einhvern tíma í framtíðinni. Menn tala mikið um bæði fortíð og framtíð, en á samtíðina minn- ist helzt enginn. Og það er kannski heldur ekki von. En þó væri það nú samt óneitanlega dálítið gam- an, ef pólitíkin tæki allt í einu upp á því að snúast um pólitísk efni, svona rétt til tilbreytingar. ■— Ég var að tala við ÞIG. Ég var að spyrja hvort þú vildir ekki skreppa út og taka einnslagmeöstrákunum? — Þið eruð liklega í uppmælingu, eða hvað? Framsóknarmaðurinn, sem ég þekki varð reiður, þegar ég sagði við hann í gær, að mik il ósköp væru að sjá béaðan Tímann. Ilann sagði að þetta væru svívirðingar. En ég bað hann að æsa sig ekki svona upp, eða hvort hann sæi ekki eins og ég öll B-in, sem era þar. Jú, sagði hann, þetta ec auðvitað rétt, og þá getur maður líka sagt að Mogginn sé D-skotinn, Alveg missti ég allt álit á þessum stjórnmálamönnum, þegar ég sá í sjónvarpinu i fyrrakvöld, að foringi nýja stjómmálaflokksins vissi ekki einu sinni hvað flokkurinn hét. Hann talaði ýmist íuu Ó- háða lýðræðisflokkinn eða bara Óháða flokkinn eða jafn vel eitthvað enn annað . . . Alveg er ég stóiiineiksluð á útvarpinu. Auglýsir það ekki dagskrárlið undir nafninu: „Blautleg kvæði og brunavís- ur“. Og verst er þó að mér skuli vera boðið í afmæli ei* mitt þetta kvöld . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.