Alþýðublaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 5
Gylfi Þ. Gislason: LISTKYNNING I SKÓLUM KOMIÐ hefur verið á fót í skólunum starf- semi, sem nefnd er Listkynning í skólum. Eru helztu listamenn þjóðarinnar þar kynntir skólaæskunni, og koma þeir oft sjálfir í skól- ana, rithöfundar lesa úr verkum sínum, tón- skáld og tónlistarmenn Ieika verk sín eða þau eru leikin eða sungin af öðrum, myndlistar- menn skýra verk sín eða segja frá sjálfum sér, leikarar Iesa sögu, ljóð eða leikrit, og á- vallt talar einhver sérfróður maður um þann listamann, sem verið er að kynna. Komasi þannig á bein tengsl milli listamannanna og skólaæskunnar, og er hér um góða og vin- sæla starfsemi að ræða. Margir skólar hafa yfir að ráða svo góðum salarkynnum, að starfsemin getur farið fram innan skólanna sjálfra. Er það að ýmsu 'leyti æskilegast. Hins vegar getur verið nauðsyn- Iegt, að þessi starfsemi eigi sér stað utan skólanna, í samkomuhúsum. Þetta á t.d. við um skólatónleika sinfóníuhljómsveitarinnar. En þeir þyrftu samt að verða reglulegur þáttur í skólastarfinu, liður í tónlistar- fræðslu skólanna. í dreifbýlinu eru skólarnir hins vegar ým- ist minni en svo, að fært þyki að efna til slíkrar listkynningar fyrir einstaka skóla, eða þá að þeir hafa ekki umráð yfir hentugu hús næði til slíks. Er þá sjálfsagt að nota hin nýju og glæsilegu félagsheimili til þess að efna til slíkra listkynninga fyrir marga skóla í einu. Hefur þetta verið gert. og verið ein- staklega vel þegið af skólaæskunni í dreifbýl inu. Er í undirbúningi að stórauka þessa starfsemi. Er enginn efi á því, að með því væri merkt spor stigið í skólamálum dreif- býlisins. UNGA FÓLKIÐ OG SLYSIN HELZTU dánarorsakir í 23 iðn- arlöndum (þar með talin Norð- urlöndin öll) og 17 vanþróuðum löndurn hafa verið kannaðar af Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni (WHO). Niðurstaðan í iðn- aðarlöndunum var í stuttu máli sem hér segir: □ Á aldrinum 1-45 ára eru slys (fyrst og fremst umferðarslys) algengasta dánarorsökin. □ í öllum öðrum aldursflokkum eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsökin. □ Krabbamein er önnur al- gengasta dánarorsök þegar allir aldursflokkar eru teknir saman. Á tíu árum hefur hlutfallið auk- izt úr 15 upp í 18,6% af saman- lögðum mannslátum. □ Sjálfsmorð verður æ algeng- ari dánarorsök og er sjötta al- gengasta orsökin í löndum eins og Danmörku, Finnlandi og Sví- þjóð. □ Berklar eru enn skæðir í Finn landi og eru þar sjöunda algeng- asta dánarorsökin. Ungverjaland er efst á sjálfs- morðslistanum, en þar í landi nema sjálfsmorð 2,9% af öllum dai ðsföllum. í öðru sæti eru Danmörk og Finnland með 2,1% hvort, en Svíþjóð kemur þar á eftir með 2,0%. í Noregi er hlut fallið 0,8%, en ísland gefur ekki upp neinar tölur. Fimm algengustu dánarorsakir á Norðurlöndum, reiknaðar í hundraðstölum: Vor aldurhniginna FYRIR nokkru birtist grein í Alþýðublaðinu eftir Erlend Vil- hjálmsson, um leiðir til þess að hlúa að því fólki, er skilað hefur lífsstarfi sínu til þjóðfélagsins. ALLT heilbrigt fólk óskar eftir því að eiga langt líf fyrir hönd um, takist það eru lögmálin óum flýjanleg það verðu gamalt. Þess vegná fjallar grein Erlend- ar ekki eingöngu um þá aldur- hnignu er í erfiðleikum, standa í dag og leiðir til að gera líf þeirra áhyggjuminna, heldur einnig innlegg til óborinna kyn- slóða, kannski verðum við með í þeirra lest. Við sem erum ungir eða miðaldra höfum flest okkar umgengizt eða alizt upp með gömlu fólki, og orðið þess að- njótandi að finna Ihina mildu hendi þess strjúka tárvotan vanga og þerra tár, er eitthvað hafði hrætt okkur, eða þegar okkur fannst að þessi stóri heim ur hefði beitt okkur hróplegum rangindum. Við getum ekki, og megum ekki gleyma þessum stundum, og heldur ekki fallegu sögunum er það sagði okkur er við s'átum í keltu þess. Þá leið okkur vel, þar fundum við ör- yggi. Fyrir þessar stundir ber Frh. á' 15. síðu. Hjartasjúkd. Krabbi Danmörk 33,0 22,4 Finnland 35,3 17,1 ísland 33,4 15,2 Noregur 32,1 17,7 Svíþjóð 36,0 19,1 Sé miðað við aldursflokka er útkoman sem hér segir: 1—4 ára: 32% af dauðsföllum barna stafa af slysum. Fyrir 10 árum var hlutfallstalan aðeins 28%. Þar næst koma meðfæddir gallar, krabbamein, inflúenza og lungnabólga — í breytilegri röð í hinum ýmsu löndum. 5 — 14 ára: Hér eru slys líka efst' á blaði með 43%, en þar næst kemur krabbamein með 15 % — og er þar um að ræða 2% aukningu á einum áratug. 15—44 ára: Hér eru slys enn efst á blaði með 27%. Þar næst kemur venjulega krabbamein og síðan hjartasjúkdómar. Inflúenza Heilablóðfall Slys Lungnabólga 12.7 5,2 2,7 13,9 6,1 2,3 12,0 3,1 4,9 15.7 5,0 5,3 12,1 4,5 4,5 45 — 64 ára: Hér eru krabba- mein og hjartasjúkdómar algeng ustu dánarorsakir, og valda þess- ir sjúkdómar hvor um sig 30% dauðsfaila. Heilablóðfall er í 3. sæti með 8,6% og slys í fjórða sæti með 4,8%. PRÖF ÚR SKÚLA ÞJÓÐVILJINN sendi á sjó- mannadaginn Emil Jónssyni og Eggerti G. Þorsteinssyni tóninn jyrir störf þeirra að sjávarút- vegsmálum og kallaði þá „tvo óhæfa krata.” Afstaðan til Emils er auðvitað sjúklegt hat- ur, en sakargiftin í garð Eggerts hins vegar sú, að hann sé miirari og þess vegna ekki þeim vanda vaxinn að vera sjávarútvegsmálaráðherra. Þetta sýnir mætavel, hvers konar fyrirhæri Alþýðubanda- lagið er, og hver munurinn á því og Alþýðuflokknum. Mesti sigurinn Hlutverk Alþýðuflokksins hefur verið að koma verkalýðs- hreyfingunni ttt þroska. Það hefur honum tekizt svo, að fyrri stéttaskipting þjóðfélags- ins er úr sögu. Nú dettur eng- um í hug, að ætt eða uppruni ráði úrslitum um hæfni manna til opinberra starfa. Ennfrem- ur viðurkenna íslendingar fús- léga, að meðfæddir hæfileikar og sjálfsnám geri menn hæfa að sitja á þingi og í ríkisstjórn og keppa um slíkar mannvirði-ngar við langskólagengna samborg- ara. Þetta er einmitt mestur sigur jafnaðarstefnunnar. Sví- ar eru víðfræg menningarþjóð, en þar í landi finnst eðlilegt og sjálfsagt, að utanríkisráðherr- ann sé múrari, af því að hann er duglegur, gáfaður og reynd- ur stjórnmálamaður. íslenzka verkalýðshreyfing- in hefur sömuleiðis valið til forustu menn eins og Jón Báldvinsson og Eggert G. Þor- steinsson — og er sómi að. Alþýðuflokkurinn var einmitt til þess Stofnaður, að þvílíkir menn fái notið sín. Þessa „gáfumenn“! J Kommúnistar hafa ekki þessa trú á mönnum eins og Jóni og Eggerti. Verkalýðshreyfingin á að leggja Alþýðubandalaginu svokallaða til atkvæði, en mál- gagni þess finnst hneyksli, að múrari sé ráðherra. Önnur eins mannáforráð eiga af hálfu verkálýðshreyfingarinnar að koma í hlut „gáfumanna” eins og Magnúsi Kjartanssyni og Lúðvíki Jósepssyni. Alþýðuflokkurinn telur sér aftur á móti sóma að múraran- um í ráðherrastólnum og ætlat hann táknrænni og farsælli fullj trúa verkalýðshreyfingarinnar á íslandi en Magnús og Lúði vík, þó að margt sé gott um gáfnafar þeirra. Próf úr skóla líf sins skipta sannarlegd nokkru máli í þjóðfélagi nú‘- tímans. \ 31. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.