Alþýðublaðið - 31.05.1967, Page 7

Alþýðublaðið - 31.05.1967, Page 7
Samtal við Guðmund Gíslason Hagalín: Jafnaðarstefnan hefur fært okkur jafnrétti, öryggi og manndóm ENGUM dettur víst í hug, að Guðmundur Gíslason Hagalín horfi á kosningabaráttuna sem honum óvið- komandi atburð. Hann er þrautreyndur og áhuga- samur baráttumaður fyrir margþættum hugsjónum, er skipta þjóðlíf okkar og samfélag miklu nú og í framtíðinni. Þess vegna finnst A'lþýðublaðinu við- eigandi að ræða við hann helztu hugðarefni hans. Hagalín tók þeim tilmælum ljúfmannlega, þó að hann væri raunar önnum kafinn á leið til útlanda. — Hver eru að þínum dómi gleggstu dæmin um áhrif jafnaðarstefnunnar á íslandi? Hagalín svarar: „Ég held ég verði að svara eins og þú hefðir spurt: Hver eru að þínum dómi gleggstu áhrif jafn- aðarstefnunnar á íslandi sem vegvísis frjálsrar og heilbrigðrar skynsemi í þjóðmálum? Og svo svara ég: Yfirbragð almennings, framkoma og búnaður.” — Skýrðu þetta svolítið nánar. „Yfirbragðið er frjálslegt' og velsældarlegt, — þetta er auðsjáanlega ekki kúgað fólk og kvalið — og það er líka undantekning að sjá einhvern, sem sé gikkslegur eða hlálega derrinn, og ekki er heldur hægt að sjá, að skraddarans pund sé mikilvægt til sundurgreiningar í stéttir — eins og það áður var, já, langt fram yfir daga Jörundar sáluga og jafnvel Þorsteins skálds Erlingssonar, sem um hann kvað og pund skraddarans .... Ja, þér detta nú kannski í hug nokkrir rytjuskeggjaðir, síðhærðir og álappa- lega búnir ungir menn, en þeir vitna líka um frjáls- ræðið. Menn voru illa klipptir á hár og skegg og ótótlega búnir hér áður fyrrum og sérvizkulegir í framkomu af fátækt, kúgun og skorti á umgengnis- menningu, en nú eru menn svona til að vekja á sér athygli á þessari miklu öld jafnaðar.” — Og þú eignar breytinguna mannréttinda- og kjarabaráttu jafnaðarmanna? „Já, í meginatriðum, grundvallaratriðum. Jafn- rétti, öryggi og almennt aukinn mánndóm hefur hún fært okkur, sú jafnaðarstefna, sem lýðræðisjafn- aðarmenn liafa fylgt hér á landi — eins og raunar annars staðar, þar sem svipað er komið málum.” — Þú ert þá ánægður með árangurinn? „Hvenær myndi maður verða ánægður, meðan ellikölkun hefur ekki gert mann að hálfgildings skynskiptingi? En mikið hefur unnizt. Munurinn á lífskjörum og aðstöðu til fræðslu er orðinn það lít- ill, að ég tel það komið undir greind manna, hneigð þeirra, áhuga og framtaki í hvaða stétt þeir — ekki 1 e n d a — heldur v e 1 j a sér stað og starf. Rosk- inn verkamaður á fjóra syni: Einn er læknir, annar verkfræðingur, þriðji blaðamaður, fjórði fulltrúi í einhverju af okkar sendiráðum. Háttsettur emb- ættismaður á líka fjóra syni: Einn er fulltrúi í stjórnarráðinu, annar skipstjóri, þriðji bílstjóri, fjórði prófessor. Stéttaskipting mótuð af ætt og bernskukjörum er varla til — minnsta kosti ekki í svipuðum mæli og áður fyrrum — ekki eins og í bernsku minni, hvað þá lengra aftur í tímann — ekki einu sinni ámóta og á unglingsárum þínum." — En þetta munu nú fleiri vilja eigna sér en Alþýðuflokkurinn. „Auðvitað. En barátta hans fyrir mannréttindum og almennu öryggi ungra og aldinna — baráttan fyrir kosningarétti og kjörgengi fátækra og sjúkra, tryggingum alls konar, réttindum til að hafa hönd í bagga um kjör og kaup o. s. frv., er geysimikil- vægur grundvöllur þess jafnaðar, sem unnizt hefur og flokkurinn hefur knúið fram í baráttu gegn öðr- um flokkum eða samvinnu við þá. .. Já, allir vildu Lilju kveðið hafa, og sannarlega eru viðhorfin bi'eytt, en maður man það gamla og þyrftu sem flestir að þekkja það og muna. Annars ætla ég að taka dæmi: t Hópur manna er að bisa við að ýta þungum vagni upp bratta hæð. Þeir færa gild rök að því, að þang- að upp sé mikið að sækja, sem verða megi til gagns og gleði. Stór hópur horfir á aðgerðalaus, en annar reynir eftir megni að sporna við því, að takast megi að koma vagninum upp. Þangað sé ekkert nema ónýti að sækja, og þetta sé algerlega mein- ingarlaust strit — já, eyðsla á kröftum og tíma — það sé svo sem fullgott, sem fyrir sé. Þriðji hóp- urinn segir, að önnur hæð og brattari sé mun vænlegri — og auk þess verði aldrei komizt neitt' nema farið sé eins að í öllu og gert sé í hinu mikla fyrirmyndarríki veraldar, og svo reynir þessi hópur að torvelda förina, stundum opinberlega, stundum og oftar í laumi .... En það tekst að koma vagninum upp. Og sjá: Þangað er mikið og gott að sækja. Og þá er svo sem ekki að sökum að spyrja: Þeir, sem strituðust við að sitja lijá, þeir sem beinlínis eða óbeinlínis reyndu að hefta förina, þeir stökkva upp á vagninn, hrópa húrra, bravó, — sjáið nú bai'a, hvað ég hef afrekað!” — Ertu ánægður með ástandið og hoi-furnar í menningarmálum? i „Margt hefur unnizt og mikið verið gert sein- ustu árin og er verið að gera í skólamálum og listum, og ég undrast ekkert þó að ýmsu — já, mörgu sé ærið ábótavant, svo mikil og hröð sem breytingin hefur verið á öllum sviðum.” — Óttast þú um forna menningu íslendinga í þjóðfélagi nútímans og fratntíðai’innar? „Við skulum bara segja: íslenzkt þjóðerni og þar meS sjálfsiæði. Til þess að íslenzkt þjóðenii og sjálfstæði glatist' ekki, þarf að leggja rækt við íslenzka tungu og þá auðvitað islenzkar bókmennt- ir, kynna þær fornu, og halda við þær tengslum, og efla þær nýju að þjóðlegum og sammannlegum kjai-na, listfengi og eðlilegri fjölbreytni, en ekki fígúruverki. Ég hef áður bent á, að breyttar að- stæður valda því, að líklegt megi teljast', að hug- ur mai’gra, sem gætu orðið vel liðtækir á vett- vangi bókmenntanna, beinist yfir á önnur svið, og að bókmennirnar þurfi mikinn og skynsamleg- an stuðhing þjóðarheildarinnar og ríkisvaldsins. Skáld og rithöfundar þurfa að vita sig — eins og aðrir menn — hafa til einhvers verulegs að vinna, vita, að þeir megi vænta þess að geta lifað eins og menn, ef þeir dugi að marki. En hér gagna ekki einvöi-ðungu ríkisstyrkir eða laun frá ríkinu. Bókaútgáfan verður að búa við sæmileg skilyrði, en ekki verður sagt, að hún eigi því láni að fagna nú i jafnríkum mæli og nauðsynlegt er. Það cr hár tollur á nauðsynjum hennar — meðal annars á pappír, en hins vegar greiðir ríkið lítt fyrir út- gáfu bóka. Svo er það þjóðin, Grundvallarskilyrði þess, að hér þrífist bókmenntir og bókaútgáfa, er auðvitað það, að þjóðin g i r n i s t bækur og kunni að meta gildi þeirra, gera mun góðs og ills. En það kemur hreint ekki af sjálfu sér. Ekki eru bækur lesnar upphátt á heimilum og siðan rætt' um efni þeirra og persónur, og engin áherzla er á það lögð í skólunum að kenna börnum að lesa bækur og tengja það efni og þau örlög, sem þar koma fi-am, hinu lifandi lífi og sögu og örlögum þjóðarinnar í fortíð og nútíð. í nálægum menn- ingai’löndum eru skólabókasöfnin sjálfsagt og ómiss- andi tæki til fræðslu, áhugaaukningar og til undir- búnings þeirri sjálfsfræðslu hvers einstaklings ævi- langt, sem einmitt er nú orðin liöfuðskilyrði þess, að rnenn geti fylgzt með breytingum og framförum og fái áttað sig á því, sem sténuna þarf stigu við. En við þetta sjálfsnám að loknu skólanámi eru sem allra fjölbreyttust og fullkomnust almenningsbóka- söfn það nægtabúr, sem ekki verður án verið. Þó að úrbætur hafi orðið í þessum málum liér á landi, er enn ákaflega tilfinnanlegur skortur á, að ráðamenn almennt skilji, að bókasöfn séu ekki aðeins skemmtistofnanir, heldur bráðnauðsynleg til viðhalds og velfarnaðar íslenzku þjóðerni og þjóð- legri menningu — eins og þau eru líka mikilvæg tæki til fræðslu á öllum sviðum þjóðlífsins.” — Hvað viltu segja nú í tilefni af málflutningi þínum í „Gróðri og sandfoki” á sínum tíma? „Út af því máli gæti ég auðvitað margt sagt. En vist er um það, að bókstaflega allt, sem ég sagði, hefur reynzt satt og rétt, þó að ennþá séu menn, sem eru svo vanir þeim klafa, er þeir á sig smeygðu hér áður fyrrum, að klafalausir kunni þeir ekki við sig, mundu fara sér andlega að voða, ef þéir væru lausir. Og látum nú þetta vera — þessa menn og þetta fyrri tíðar fyrirbrigði. En að menntaðir menn og heilvita skuli nú teygja fram hausinn og baula eftir þessum sama klafa — það er næsta furðu- legt, — já, mikill er andskotinn, sagði meistari Jón.” Og svo er Hagalín rokinn á dyr, háleitur og gustmikill, skapríkur og baráttuglaður. — H. S. 31. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐ1Ð J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.