Alþýðublaðið - 31.05.1967, Side 13
Leyniinnrásin
(The Secret Invaison)
Hörkuspennandi og vel gerð
ný, amerísk mynd í litum og
Panavision.
Stewart Granger
Mickey Rooney.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Allra síöasta sinn.
JUDITH
Frábær ný amerísk litmynd.
Sophia Loren
ÍSLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 9.
Allt til raflagna
Rafmagnsvörur
Heimilistæki.
Utvarps- og sjónvarps-
tæki.
RAFMAGNSVÖRU-
BÚÐIN S.F.
Suðurlandsbraut 12
Sími 81670
BÆNDUR
Nú er rétti tíminn til að skrá
vélar og tæki sem á að selja.
TRAKTORA
MÚGAVÉLAR
BLÁSARA
SLÁTTUVÉLAR
ÁMOKSTURSTÆKI
Við seljum tækin.
Bíla- og
Búvélasalan
v/Miklatorg, sími 23136.
BÍLAMÁLUN -
RÉITINGAR
BREMSUVIÐGERÐIR O. f'L.
BIFREIÐAVERKSTÆÐEB
VESTURÁS HF.
Súðavogl 30 — Simi 35740.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
'
rramhaldssaga effir Nicholas Johns
FANGI ÖTTANS
________________ ____ __
Chris hreyfði sig ekki. — Síð-
ast þegar þér komuð sagði Her-
vey yður, að hún vildi ekkert
við yður tala.
— Það hefur breytzt. Ned
glotti. — Eftir það, sem skeð
hefur væri það brjálsemi að vera
undir sama þaki og þér. Ég tek
hana með mér og ráðlegg yður
að reyna ekki að halda aftur af
mér.
— Burt af mínu landi, Stok-
es, sagði Chris rólega. — Ég
bannaði yður fyrir löngu að
koma hingað.
Hnefaleikamaðurinn gekk ógn
andi áfram en á næstu stundu
riðaði hann því Chris sló til
hans.
— Gott, bróðir. Ef þú endi-
lega vilt. Mig hefur lengi lang-
að til að sýna þér í tvo heim-
ana! hvæsti Ned.
Chris bar af sér fyrsta högg-
ið og sló hnefaleikamanninn aft
ur svo fast að hann riðaði við.
Ned rauk áfram og lamdi hnef-
unum í líkama Chris en Chris
hopaði hvergi. Hann sló svo fast
undir höku Neds að hann nær
féll við. — Það er víst kominn
tími til að sýna þér í tvo heim-
?na, stundi Chris.
Hervey hafði heyrt hávað-
ann inn í eldhúsið. Hún reif upp
öyrnar og þaut út. — Chris,
veinaði hún.
Hann hikaði augnablik og leit
á hana og þá fékk Ned tæki-
færið sem hann hafði beðið eft-
ir. Hann lagði allt sitt afl í högg
ið sem lenti á vanga Chris.
Chris féll aftur á bak og rak
höfuðið í steinvegginn. Hann lá
einkennilega kyrr á jörðinni og
gapandi sár var á höfði hans.
Hervey hljóp til hans.
— Chris. Chris. Hún lagði
höfuð hans í kjöltu sér og
reyndi að vekja hann til með-
vitundar en hann bærði ekki á
sér. Hún leit á Ned Stokes.
— Þú hefur drepið hann,
kjökraði hún.
Ned þurrkaði sér um munn-
inn. Hann var skelfdur. Sárið
sem var á höfði Mannings var
ljótt. Þar voru hvassar brúnir
á steinveggnum.
— Leyfðu mér að' reyna,
sagði hann.
— Ég hringi ' lækninn. Hann
' erður að koma stiax, sagði Her
vey og hljóp skelfingu lostin
i pp að húsinu.
18. KAFLI
Hervey fannst þessi dagur
lengsti dagur í 1 fi sínu Chris
hafði verið meðvitundarlaus síð
an hann rak hö^'uðið í. Allan
daginn hafði hú.i setið við beð
hans en nú hafði liún farið í
eldhúsið til að fá sér tebolla
og matarbita, en hún hafði enga
eirð í sínum beinum. Hún var
alltaf að fara upp stigann til að
hiusta.
Berring læknir fannst það ráð
legast að láta hann liggja heima
í stað þess að flytja hann á
sjúkrahús. Hann lofaði að líta
inn um kvöldið til að vita,
hvort einhver breyting hefði
orðið.
— Ég held það sé ekkert að
óttast, sagði hann. — En hann
gæti verið meðvitundarlaus í
fleiri tíma. Sæktu mig strax ef
honum versnar.
19
Frú Galton leit á Hervey sem
gekk eyrðarlaust um gólfið. —
Setztu og borðaðu meðan tími
gefst vina mín. Þú hefur ekk-
ert borðað í kvöld.
Hervey greip fram í fyrir
henni. — Heyrirðu!
Það heyrðist lágt hljóð að of-
an og Hervey þaut upp.
— Það er Chris. Hann er kom
inn til meðvitundar.
Hún þaut upp stigan i og inn
til Chris. Hann lá með opin
augun og horfði á bana. Hann
tók um hendur hennar þegar
hún kom að rúminu.
— Liggðu kyrr ástin mín,
sagði hún. — Berring læknir
sagði að ég ætti að hringja til
hans, ef einhver breyting yrði.
Liggðu nú kyrr á meðan.
En hann sleppti henni ekki.
Hann var undrandi á svipinn og
djúpar hrukkur milli augnanna.
— Þú lentir í slysi, sagði Her-
vey.
— O, ég man hvað skeði,
sagði hann styrkum rómi. —
Ég slóst við Ned Stokes og hann
henti mér á steinvegginn.
— Rétt, en þú mátt ekki tala
svona mikið.
Hann þagnaði ekki. — Furðu-
legt, hve ég man allt vel Ég
hef ekki verið svona skýrt hugs-
andi síðan ég lenti í fallhlífar-
slysinu. Hann brosti. — Ég
vaknaði fyrir fimm mínútum
og ég hef legið og hlustað á
ykkur tala síðan meðan ég var
að jafna mig. Veiztu, hvað ég
man?
— Segðu Berring lækni það.
Hervey reyndi að slíta sig lausa
en hann hélt fast. — Fyrst segi
ég þér það. Ég man, hvað skeði
á heiðinni um kvöldið.
Hervey stundi. — Minnstu
ekki á það, Chris, bað hún.
En hann virtist ekki heyra
orð hennar.
— Ég elti Maisie þegar hún
hljóp frá mér, sagði hann. —
En mér var svo óendanlega illt
í höfðinu að ég gat ekki séð.
Þessvegna missti ég hana úr
höndunum á mér. Ég flæktist
um ég gat ekki staðið kyrr fyr-
ir höfuðkvölum. Svo sá ég hana
aftur. Hún sat á steini.
Það fór hrollur um Hervey.
— Segðu ekki meira, Chris, bað
hún.
— Nú man ég allt, hélt hann
áfram. — Hún sat ein á stein-
inum. Ég sá hana greinilega og
gekk til hennar, en svo. . .
hann hikaði smástund. Hervey
fannst það heil eilífð. — Þá sá
Aukatónleikar
Frh. af 2. síðu.
rúmlega þrítugur að aldri, en hef
ur þegar staðið á stjórnpalli hljóm
sveita í mörgum löndum Evrópu
og Ameríku, auk hljómsveitanna
í heimalandi sínu. Macal hefur |
einnig tekið þátt í alþjóðlegum I
samkeppnum ungra hljómsveitar-
stjóra, unnið fyrstu verðlaun í Be-
sancon 1961, þriðju verðlaun í
Mitropoulos-samkeppninni í N.Y.
1966.
Cellóleikarinn, Stanislav Apolin,
nam fyrst cellóleik við Janace'k
tónlistarháskólann í Brno, en gerð
ist síðan nemandi Rostropovitsj í
Moskvu. Apolin hefur leikið í flest
um löndum álfunnar með hinum
fremstu hljómsveitum. Á verkefna
skrá sinni hefur Apolin öll þekkt
cellóverk.
Um píanóleikarann, Radoslav
Kvapil, má segja hins vegar, að
hann hafi sérhæft sig í leik hinna
sjaldgæfustu píanótónsmíða. Árið
1958 vann hann fyrstu verðlaunin
í Janacek-samkeppninni, og hefur
á takteinum öll píanóverk Jana-
ceks og Dvoraks. Kvapil er einnig
eftirsóttur kammermúsikant og
kennari, en hann kennir við Tón-
listarháskólann í Prag á mUli þess
sem hann fer í tónleikaferðir til
flestra landa álfunnar.
Aðgöngumiðar að þessum tón-
leikum eru seldir í bókabúðum
Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg
og Vesturveri og í bókaverzlun Sig
fúsar Eymundssonar, Austurstr.
Tilboð
Frh. af 1. síðu.
um. sænskum, þýzkum mörkum,
pundum o.s.frv. Sagði hann hins
vegar, að mikill munur væri á
þeim lægstu og hæstu.
Tilboð þessi cru margs eðlis,
m.a. er innifalin þjónusta, nám-
skeið fyrir bifvélavirkja, verð á
varahlutum o.fl. Tekur um hálfan
mánuð að vinna úr þeim öllum.
ég annan mann. Hann sá mig
og hljóp. Ég hef víst verið ótta
legur að sjá.
— Hvern sástu? spurði hún
spennt.
— Ég þori næstum að sverja
að það hafi verið Ned Stokes
en ég er ekki viss. Hann var
a.m.k. líkur honum.
— En Ned Stokes var í Lon-
don, sagði hún örvæntingarfuU.
— Lögreglan fann hann þar.
Hann fór daginn áður — eftir
því, sem Maisie segir. Talaðu
ekki meira, vinur minn. Ég
hringi í lækninn.
Læknirinn kom hálftíma sið-
ar. Hann var lengi hjá sjúkl-
ingnum og hann kom brosandi
niður í eldhúsið. — Hann jafn-
ar sig, Hervey. Ég gaf honum
Frá Náttúru-
lækningafélagi
Reykjavíkur
frá og með 1. júní verður
góður morgunverður fram-
reiddur í matstofu félagsins
auk annarra máltíða.
MATSTOFA N.-L.-F.-R.
Hótel Skjaldbreið.
N
FRYSTIKISTUR.
Frystikistur þrjár stærðir.:
275 lítra kr. 13.550.-
350 lítra kr. 17.425.-
520 lítra kr 21.100.-
VID'QÐINSTORG
SI M I 1 0 3 2 2
31. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3