Alþýðublaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 5
SÖMARKÁPUR NÝTT ORVAL A F KVENSKÓM Tekilð fram í dag. KARLMANNASKí TIMPSON STÚDENTASKOR ) R DRAUGAR FYRIR nokkrum árum var ég á ferðalagi úti í Noregi. Höfð- um við ekið nokkuð langan spöl fyrri hluta dags eftir malbikuð- um þjóðvegi, sem var fremur mjór fyrir þá miklu umferð, er var á vegi þessum. Fórum við íslendingarnir inn í matsöluskála til þess að fá okkur bita. Sé ég þá að kemur vörubíll, sem stöðvar við skálann og kemur bílstjórinn inn til að fá sér að borða. Settist hann við borð okkar og tókum við tal saman. Spurði ég hann hvort ekki kæmu oft bílslys fyrir á vegi þessum og þá hver væri helzta ástæðan. Sagðist hann aka þennan veg nær daglega og því miður kæmu fyrir bílslys á þess- um vegi og væri fyrst og fremst þar um að kenna „draugunum” á veginum, en svo nefndi hann bíla þá, er ækju langt undir löglegum hraða. Bílar, sem færu á eftir „draugunum” reyndu oft að komast fram úr og kæmu þá oft fyrir bílslys á þessum fjöl- farna og tilíölulega þrönga vegi. Taldi bílstjóri þessi, að hægfara bílarnir væ u þarna hættuleg- ustu farartækin. Mér dettur samtal þetta oft í hug, þegar ég fer milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur og þá sér í lagi þar sem bannað er á þessari leið að aka fram úr. Það er bráðhættulegt að aka með ofsahraða á mjóum vegum, en líklega þó enn hættulegra að halda mörgum bílum á eftir sér vegna þess, að ekki er ekið á löglega leyfðum hraða; því slíkt freistar til varasams framúr- aksturs. Yörubílar, jeppar og alls konar farartæki láta sig litlu skipta, þótt margir bílar komist ekki áfram á löglegum hraða. Kranar og alls konar far- artæki, sem stöðva umferð, láta sig jafnan litlu skipta, þótt bíla- röðin sé löng á eftir „draug.” Það er viðburður, ef t. d. kran- ar og slík hægfara tæki aka út fyrir aðalbrautina til að hleypa bílum áfram. Vegalögreglan lítur eftir, að eigi sé ekið of hratt og er slíkt nauðsynlegt, en ég tel að sama lögregla eigi að áminna þá, sem trufla eðlilega umferð með allt- of hægum akstri. Ég hefi séð bíla undir slíkum kringumstæð- um taka sig út úr og reyna að tefla á tæpt vað að komast fram fyrir „draugana.” Og heyrzt hefur um bílslys, sem orðið hafa vegna framúraksturs. Þetta, sem hér er sagt, á sér- staklega við hinn þrönga og lé- lega veg milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Veitti því sannar- lega ekki af, að „draugarnir” fengju duglega ofanígjöf, engu síður en hraðakstursmennirnir. Það hefur tíðkazt að flytja stutta pistla í útvarpið um bílaakstur og veitti sannarlega ekki af að áminna hina hægfara bílstjóra á fjölförnum, mjóum vegum, sem oft gera framúr- akstur bráðhættulegan. Mér finnst jafnvel að komið gæti til mála að setja reglur um lágmarkshraða á fjölförnum veg- um og gilti það fyrir alla venju- lega bíla og skylda önnur stærri flutningatæki til að hleypa bíl- um framúr með vissu millibili. Mér virðist að íslendingar séu yfirleitt' miklu kærulausari í allri umferð, en flestar þær Ev- rópuþjóðir, sem ég hefi haft kynni af og er leitt að þurfa að játa þennan sannleika, en svona er það nú samt. Ég vil svo enda þessár línur með því að skora á vegalög- regluna, að gera sitt bezta til að fækka „draugunum” á hinni fjölförnu leið milli höfuðborgar- innar og Hafnarfjarðar, sem nú er fjölfarnasti þjóðvegur lands- ins. Myndi umferð á þessari leið greiðari eftir en áður. — Ó. J. BILAR TIL SOLU. Buick árgerð 1951, Chevrolet station árgerð 1954, 2 Chevrolet fólksbifreiðir árgerð 1953, Lincoln árgerð 1954. Seljast ódýrt. Sírni 36051. — Klipþið út auglýsinguna- Lönd & Leiðir- ferðir siimarið 1967 MAÍ JÚNÍ JÚNÍ JÚLÍ JÚLÍ JÚLÍ JÚLÍ JÚLÍ JÚLÍ 31 8 dagar 19 18 dagar 20 15 dagar 4 18 dagar 4 15 dagar 18 15 dagar 18 22 dagar 21 12 dagar 21 19 dagar írland Mallorca Norðurlönd Rúmenía Mið-Evrópa Beirut Beirut Rínarlönd Mallorca JÚLÍ JÚLÍ JÚLÍ JÚLÍ ÁGÚST ÁGÚST ÁGÚST ÁGÚST ÁGÚST 21 19 dagar Mallorca 23 15 dagar Norðurlönd 24 10 dagar Ólafsvaka Færeyjar 25 23 dagar Mið-Evrópa 8 17 dagar Rínarlönd 16 15 dagar Beirut 16 15 dagar Mið-Evrópa 17 15 dagar Heimssýn. Kanada t .18 22 dagar Mallorca ÁGÚST ÁGÚST ÁGÚST SEPT. SEPT. SEPT. SEPT. SEPT. SEPT. 18 18 30 6 6 6 12 23 28 22 dagar- 21 dagur 24 dagar 17 dagar 17 dagar 17 dagar 18 dagar 27 dagar S.um höfin 15 dagar Heimssýn. Mallorca Beirut Spánn Rínarlönd Mið-Evrópa Spánn Rúmenía M.s. R Maris Kanada Ferðir á vegum L & L hafa aldrei verið glæsilegri og ódýrari en í ár. Að ofan eru raktar allar hópferðir á vegum L & L, brottfarardagar og dagafjöldi, en allar frekari upplýsingar er að finna í hinum glæsilega, litprentaða bæklingi L & L, sem sendur er þeim er þess óska. Ferðaskrlfsftofains LðND & LEIÐIR Aðalstræti 8 Símar 243 13 og 208O O 1. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ l|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.