Alþýðublaðið - 01.06.1967, Side 7

Alþýðublaðið - 01.06.1967, Side 7
Þoiir þvott og strokjárn ÞAÐ þarf hugrekki til að ■stinga ljósu rúskinnsdragtinni í þvottavélina, stilla hana á 40 gráðu hita og láta vélina svo sjá um þvottinn. í Danmörku er nú farið að selja rúskinnsfatnað, sem má bæði þvo og strauja, en skinnið er fíngert og litirnir í fötunum ljósir, t.d. beige, ljós- blátt og Ijósgrænt. Fötin eru flutt inn frá Englandi og eru að sjálfsögðu þar til sölu líka. Öllum flíkunum fylgir merki, sem segir, hvort þau séu þvott- ekta. Þessi kápa er ljós að lit og er úr rúskinni sem má þvo. Ljósblár jakki úr rúskinni, sem má þvo og strauja. Hvað á að hafa með í nesti FLESTIR reyna að fara eitt- hvað út úr borginni á sunnudög- um, ef veðrið er gott og vegirn- ir þplanlegir. Þá er mest gaman að hafa með sér nesti og borða á einhverjum fallegum stað. Þegar nestið er útbúið er gott að hafa hugfast: — Helzt á að forðast að smyrja með safamiklu áleggi, t.d. tómatsneiðum, agúrkum, rauðbeðum og heldur ekki fitu- miklu, t.d. majones. Slíkt álegg er betra að hafa með sér í lok- aðri krukku. — Gott er að hafa pappadiska og pappabikara, sem má svo henda. Þó ekki í rjóðrið, þar sem snætt var, heldur á að hafa með sér stðran plastpoka fyrir allt rusl. — Fyrir þá, sem eru með smá börn, er nauðsynlegt að muna eftir að hafa með rakan klút og gott er að geyma hann í plast- poka. — Það er þægilegt að hafa meðferðis mat, sem má borða með fingrunum, t.d. kjúklinga, samlokur, kaldar kótelettur o.s. frv. — Maturinn getur haldizt til- tölulega kaldur, ef utan um um- búðirnar er settur blautur papp- ír. — í nestiskörfunni verður að vera nóg af góðum mat, því að aldrei er fólk eins svangt og á ferðalagi. — Mjög gott er að pakka inn í álpappír, t.d. til að halda mat aðskildum, sem er 1 sama kassa. Og svo eru hér nokkrar upp- skriftir af góðum nestismat. ur á ská eða skerið þær kringl- óttar. Hádegismatur í sveitinni. (Útbúið áður en farið er af stað). Fylltir tómatar. Tómatarnir eru hreinsaðir að innan og fylltir með léttsoðnum hrísgrjónum og kavíaij. Skreytt með salatblaði. Pylsusalat. Framhald á 15. síðu. Síldarsamlokur. Hreinsið vel 2 reyktar síldar. Saxið í smátt nokkrar hreðk- ur. 1 harðsoðið egg. Þessu er öllu blandað vel sam an, þar til það er orðið deig- kennt. Þá eru búnar til úr því litlar kringlóttar kökur, sem lagðar eru á milli í rúnstj'kki. Franskbrauðsstangir. SKERIÐ langt franskbrauð í 10-15 sm löng stykki á ská. Skipt ið hverju stykki aftur eftir endi- löngu, smyrjið stykkin og leggið síðan á þau álegg, t.d. lifrar- kæfu, niðurskorið kjöt, o.s.frv. Leggið síðan brauðstykki ofan á áleggið og þrýstið samlokunum vel saman. Rúgbrauðssníttur. Leggið saman tvær og tvær smurðar rúgbrauðssneiðar með osti á milli. Skerið í litlar snitt- 1. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.