Alþýðublaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 10
Nýfa Cortinan er meiri Cortína! Yfir 500 sigrar í erfxðustu þol- og kappaksturskeppnum um allan heim, Nýja Cortinan er 6 cm breiðari. Hún er mýkri í akstri, rúmbetri og stöðugri ó vegum. Hin nýja kraftmikla 5 höfuðlegu vél gefur bifreiðinni mjúkan og öruggan akstur. Gúmmíhlífar yfir höggdeyfurum varna skemmdum vegna óhreininda. Kraftmikil miðstöð og loftræsting með lokaðar rúður. Mikið farangursrými. Ný og betri bólstrun ó sætum, NtWHNt SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 Verð á CORTINA DE LUXE ER KR. 187.000.oo. Innifalið: Hlífðarpanna undir vél og .... benzíngcymir. — Styrkíar fjaðrir og t BBBja höggdeyfar. — Stór rafgeymir. — Hjól- Kw' t /\H !$■ v\Sp* baröar 560x13. 1 / \~? !■: \i UMBOÐIÐ Opnan... Frb. úr opnu. þegar hafa komið og eiga eftir að koma verkafólki að góðu haldi. Og þá skulum við hér geta hinna merku laga um launa- jafnrétti kvenna. En samkvæmt þeim lögum hafa konur nú öðlazt rétt til sömu launa og karlmenn fyrir sömu vinnu. Réttlætismál þetta náöist fram fyrir forgöngu Alþýðuflokksins. Að lokum skal þess getið, að nú eru verkalýðsfélögin innan Verkamannasambands íslands að undirbúa samninga um ákvæðisvinnu verkafólks, er vinnur í frystihúsum. Ekki að- eins þess fólks, er vinnur við flökun og pökkun fisksins lieldur einnig alls þess fólks, sem vinnur að vinnslu fisksins. Og reynslan mun sýna, að þetta er . öruggasta leiðin til varan- legVa kjarabóta cg sú kjarabót, sem þarf að færast yfir á fleiri vinnusvæði. Þær stafireyndir, sem hér hafa verið skráðar, sýna ljóslega hví- líkur reginmunur hefur verið á því að fá bætt kjör verkafólks á stjórnartímabili núverandi ríkis- stjórnar eða meðan vinstri stjórnin undir forustu Fram- sóknar sat' að völdum. Enda hefur árangurinn orðið eftir því. Ragnar Guðleifsson. Viðtal við Þóru Frh. úr opnu. aftur aðalhlutverkið í Fædd í gær. Það á aldrei að endurtaka góða brandara. — Ég vildi ekki heldur leika unglingstelpu hl'ina. Mér finnst ég bara ekki hæfa hlutverkinu. — Veiztu, hvað þú gerir næst? — Nei, ég hef ekki hugmynd um það. Hver veit það? — Þá kemur þessi sígilda spurning: Hvers vegna varðstu ieikkona? — Nú, mér datt það bara í hug, þegar ég var búin með gagnfræðaprófið, að prófa þetta. Ég býzt við, að mér hafi þótt það „spennandi”. Ég fór fyrst í Leikskóla Ævars R. Kvarans, svo í Þjóðleikhússkólann, — nú og svo hefur þetta bara gengið svona áfram. Mig dreymdi alls ekkert um að verða leikkona frá því að ég var barn eða neitt svoleiðis. Þá kemur önnur sígild spurning: — Eru nú ekki einhver óska- hlutverk, sem þig dreymir um, heilaga Jóhönnu eða eitthvað slíkt? Nei, það er af og frá og því síður Lady Macbeth. Ég geng ekki með neitt svoleiðis í mag- anum. Þriðja sígilda spurningin: — Hvernig samræmir þú nú leikstarfið og hlutverk þitt sem húsmóðir og móðir? — Þetta er skorpuvinna. Stundum er vifína frá morgni til kvölds í fimm e’ða sex vikur, — en svo er kannski alveg frí í mánuð. Auðvitað væri ómögu- legt að stunda þetta, ef ég hefði ekki hjálp, — en ég hef unga stúlku, sem hjálpar mér. (Litla barnið er Kristín, tveggja ára. Stóra barnið er Lára, 11 ára, eiginmaðurinn er Jón 10 J. júní 1967 - manni er fengið upp í hendurn- ar, — eins og Þóra sagði: — Auðvitað hafði maður þessa kellingu við hliðina á sér í tvo mánuði og reyndi einhvern veg- inn að koma auga á hana. BRAGÐBEZTA AMERÍSKA SÍGARETTAN Sigurbjörnsson leikari og óperu- söngvari). — Værir þú tilbúin að setj- ast' um kyrrt og helga þig heim- ili og börnum, eins og það heit- ir? — Ég gæti ekki lifað það af. — Þú ert þá ekki á þeirri skoðun, að börnin bíði óþætan- legt tjón á sálinni, ef móðirin er ekki heima til að vera t'il taks, ef þau vilja til hennar taka? — Nei, ég hef enga trú á því. Ég held þvert á móti, að það geti verið skemmtilegra fyrir börnin, ef mamman sér eitthvað fyrir utan hina 4 veggi heimilisins. (Pabbar eru jú alltaf að vinna). Þá væri líklega einfaldast' að segja eins og þar stendur: — Er það ekki eitthvað, sem þú vilt taka fram að lokum, Þóra? — Nei, í guðs bænum, segðu þetta ekki. — Þetta minnir mig alltaf á það, þegar föngum er boðið upp á síðustu máltíðina. Meðan Þóra og Jón voru að koma sér fyrir á' myndinni töluð- um við um hestana þeirra, sem Jón var að koma frá að heim- sækja. Þeir búa í hesthúsi uppi við Vatnsenda, — en eigend- urnir í „leikarablokkinni” við Fálkagötuna. Ég sá hvergi ryk- korn á parkettgólfinu og enga rispu á hvítmálaða ,borðstofusett- inu,’ sem Jón og Þóra keyptu úti í Svíþjóð, þegar Jón var að leika og syngja í Stokkhólms- óperunni og Þóra var að bíða eftir Kristínu. Það þýðir ekki fyrir neinn að reyna að sjá' ryk- korn hjá Þóru, „þótt hún vinni úti.” Hún er ein af þessum hús- mæðrum, sem á ávaxtagraut og hrygg á sunnudögum og köku með kaffinu á kvöldin. Svo hefur hún spékoppa í kinnum og hefur gaman af fallegum fötum. Og þegar hún er að æfa nýtt hlut- verk blómstrar hún eins og fíf- ill í túni.Það hlýtur þó stundum að vera erfitt að komast til botns í því hlutverki, sem Lausar stöður Staða forstöðukonu og staða matráðskonu við Dagheimili Kópavogs eru lausar til umsókn ar frá 15. september n.k. Allar nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar Dagheimilisins, frú Svandís Skúla- dóttir í síma 41833 árdegis. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 15. júlí n.k. 31. maí 1967. Bæjarstjórinn í Kópavogi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.