Alþýðublaðið - 01.06.1967, Page 9
[jónin Þóra Friðriksdóttir og Jón Sigurbjörnsson, bæði leikarar.
JNK og frú við falkagötu
Hamingjan vendir hjóli niðr
til jarðar.
Háfur eru til einskis vansa
sparðar.
Leggst í spenning lönd og
gull og garðar,
fu sinni.
en gætt er síður hins, er
meira varðar.
Þetta erindi Skáld-Sveins er
prentað í leikskrá Þjóðleikhúss-
ins, sem fjallar um Hornakór-
alinn, klink-klínk kómedíu Odds
Björnssonar, Leifs Þórarinsson-
ar o'g Kristjáns Árnasonar. Höf-
undarnir segja, að þetta erindi
ætti að leysa þá undan því ómaki
að fjalla nánar um klínkkómedí-
una þeirra. Það væri vissulega
freistandi að taka á sig ómakið
og ræða hana, — ert það er nú
einu sinni hlutverk leikgagnrýn-
enda en ekki almúgafólks. —
Við látum það því vera, en í
þess stað fórum við og heim-
sóttum Þóru Friðriksdóttur, leik-
konu, sem leikur eitt aðalhlut-
verkið í Hornakóralnum og fékk
mikið klapp að lokinni frumsýn-
ingu fyrir frammistöðuna.
Þóra leikur þarna móður
Erlings Gíslasonar, — en þótt
„barnið” sé vaxið úr grasi, er
móðirin létt á fæti og til í tungl-
ferðir, ef því er að skipta.
— Hvernig leizt þér á að
taka þetta hlutverk að þér,
Þóra?
— Mér leizt ágætlega á það.
Mér þótti að vísu skrítið fyrst
í stað, að ég ætti að leika
mömmu Erlings, en við erum
líklega jafn gömul. Þegar ég svo
las hlutverkið, þá skildi ég, að
móðirin átti ekki að vera neitt
tiltakanlega gömul, — aðeins
móðir yfirleitS á óákVeðtium'
aldri. Móðir, sem hugsar bara
um drenginn sinn.
— Hver átti frumkvæðið að
því, að þú lékir móðurina á
þennan hátt, — sýndir eins kon-
ar skopmynd af gigtveikum
mæðrum stórra drengja. Hreyf-
ingarnar voru allar ákveðnar í
handritinu, hitt' kom einhvern
veginn. Ef ég hefði farið að leika
hana eins og reglulega gamla og
þreytta konu, — þá hefði úr því
orðið aðeins léleg leikskólastæl-
ing á gamalmenni. Það er ekki
auðvelt að leika trúverðuglega
þrjátíu eða fjörutíu ár fram fyr-
ir sig. Með því að velja mig í
hlutverkið hljóta þeir, sem því
réðu, hafa ætlað sér að fá fram
eitthvað annað en venjulegt gam-
almenni. Ef svo liefði verið hefðu
þeir valið gamla konu í hlut-
verkið.
Mér fannst mjög gaman að
glíma við þetta lilutverk. Það er
liættulegt fyrir leikara að lenda
í einhverri ákveðinni „skúffu”
eins og við leikararnir kölium
það, — að vera alltaf settpr í
sams konar hlutverk. Ég held,
að það gefi miklu meiri þroska-
möguleika, ef maður fær að
reyna sig á sem allra flestu.
— Þú hefur líka fengið það.
í fyrra varstu skvísa í Járn-
hausnum og einu sinni varstu
Fædd í gær. Var það ekki fyrsta
stóra hlutverkið þitt?
— Jú, ég fékk það hlutverk,
þegar ég var nýútskrifuð úi' leik-
skólanum.
— Og fékkst mjög lofsamlega
dóma.
— Já, það má segja það.
— Mundir þú vilja leika það
aftur? Mundirðu vilja leika
fimmtán ár „aftur fyrir þig”?
— Nei, ég vildi ekki leika
Framhald á 10. síðu.
Hiíseignin
Sjafnargata 14 er til sölu. Húsið er stórt og
vandað einbýlishús, 10 herbergi, eldhús, bað
og snyrtiherbergi.
í kjallara lítil sundlaug. Stór og fallegur
garður. Bílskúr.
Semja ber við Hauk Þorleifsson, aðalbókara
Búnaðarbanka íslands.
Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra.
HAFNARFJÖRÐUR
Óskum nú þegar eftir trésmið til þess að sjá
um viðhald á skólum bæjarins.
Upplýsingar gefur bæjarverkfræðingurinn.
VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOFAN.
SKRIFST OFUSTARF
Stúlka óskast til bókhaldsstarfa. Skriflegum
umsóknum ásamt meðmælum veitt móttak?
til 10. júní á skrifstofu borgarverkfræðings,
Skúlatúni 2.
GJALDKERI
Staða gjaldkera, sem jafnframt hefur umsjón
með innheimtu, er laus til umsóknar. Skrifleg-
um umsóknum ásamt meðmælum veitt mót-
taka til 10. júní á skrifstofu borgarverkfræð-
ings, Skúlatúni 2.
Sýnishorn Sýnishorn
Nokkur stykki bílar, þríhjól og hlaupahjól til
sölu á heildsöluverði næstu daga.
Lárus Ingimarsson, heildverzlun,
Vitastíg 8A. — Sími 16205.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að leg'gja hitaveitu í Árbæjarhverfi, 1.
áfanga.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, gegn 3.000.—
króna skiiatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudaginn 12. júní
kl. 11.00.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
1. júní 1967
ALÞYÐllBLAÐIÐ $