Alþýðublaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 1
Sunnudagur 4. júní 1967 - 48. árg. 131. tbl. --- VERD 7 KR, STUTTUR EINÞÁTTUNG Eysteinn (reiöur): Hvers vegna í ósköpunum töluðuð þið ekkert um hina leiðina í sjónvarpinu á föstu- dagskvöldið? Einar Ág. (vandræðalegur): Æ, ég var svo hræddur við að nefna hana. En ég mundi eftir móðuharð- indunum hans Karls. Þess vegna fannst mér tilvalið að líkja ástandinu í landbúnaðinum og iðnaðinum við gröf. (Glaðnar við) Fannst þér það ekki gott hjá mér? Eysteinn (fórnar upp höndunum); Æ, æ, guð minn almáttugur. Ég, sem hélt, að það væri nóg að senda ungan og laglegan mann í sjónvarpið. Og þá er hann svo gamaldags, að hann tekur mark á Karli Kristjánssyni. Gylfi Þ. Gislason ráðherra í viötali við Alþýðublaðið: Hann lætur malefnin ráða-Hann nærárangri í baráttu sinni ALÞÝBUBLAÐIÐ hefur komið að máli við Gylfa Þ. Gíslason ráðherra og beðið hann að svara nokkrum spurningum í sambandi við kosn- ingabaráttuna, sem nú er að ná hámarki. — Hvað viítu segja fyrst um aðstöðu Alþýðu- flokksins í þessum kosningum? — Við heyjum bessa kosningabaráttu fullvissir um það, að við höfum verið að gera rétt á und- anförnum árum. Ef til vill er munurinn á okkur í Alþýðuflokknum og hinum flokkunum sá, að við erum ekki fyrst og fremst áróðursmenn, heldur leggjum við megináherzlu á að ná árangri. Líf fólks verður ekki betra eða ánægjulegra við það, að því séu fengin áróðursblöð eða bækur með fallegum myndum og margs konar loforðum. Þat sem bætir líf fólksins, eru ráðstafanir, aðgerðir. Alþýðuflokkurinn er flokkur raunhæfra umbóta, ekki áróðursvél. Og þannig tel ég góðan stjórn- málaflokk eiga að véra. — TelurSu AlþýSuflokkinn hafa náS góðum ár- angri á undanförnum árum? — Já, tvímælalaust. Það er blindur maður á staðreyndir lífsins, sem sér ekki, að lífskjör al- mennings eru miklu betri nú en t.d. 1960, að alhliða framfarir hafa orðið í öllu atvinnu- og viðskiptalífi, að framþróun hefur orðið í félags- málum og að menningarlíf hefur aldrei staðið liér með jneiri blóma. — Aiþýðublaðið langar til að spyrja þig mikilvægr- ar spurningar: Þjóðviljinn hefur verið að ympra á því, að gengislækkun kunni að vera yfirvofandi í haust. Hvað segir þú um þetta? — Það, sem Þjóðviljinn á eflaust við. er, að svo mikið verðfall hefur orðið á um það bil 70% af útflutningsvörum þjóðarinnar, að það hlýtur að valda þjóðarbúskapnum erfiðleikum, ef verðið hækkar ekki aftur. Og þá heldur Þjóðviljinn, að ráðamönnum hljóti að vera gengislækkun efst í huga. Gengislækkunin 1960 var nauðsynleg vegna þess, að gengið hafði þá verið alrangt um langt skeið, það hafði verið lagfært með útflutnings- bótum og innflutningsgjöldum, halli hafði verið á viðskiptajöfnuðinum, landið var vafið lausa- skuldum erlendis, hér voru innflutnings- og gjald- eyrishöft, rangri stefnu hafði verið fylgt í pen- ingamálum, og vöxtur þjóðartekna hafðl ekki verið mikill. Nú er ástandið gerólíkt. Nú eig- um við gildan gjaldeyrisvarasjóð, verið hefur greiðsluafgangur á undanförnum árum í heild, innflutningsverzlunin hefur verið frjáls að mestu, og þjóðartekjur hafa verið mjög háar. Við erum því betur undir það búnir en nokkru sinni fyrr að mæta skakkaföllum af verðfalli. En hitt er annað mál, að hækki verðlagið erlendis ekki frá því, sem það er nú, kallar það á sérstakar ráð- stafanir. En ég tel ekki, að gengisbreyting eigi að vera einn þáttur þeirra. Kjami þeirra ætti að vera áframhaldandi verðstöðvun. Þetta er í raun og veru sama hugsunin og mótar stefnu Wilsons í Bretlandi og er undirstaða stefnu finnsku stjórnarinnar. — Tíminn er enn farinn a3 tala um fyrirætlanir stjórnarflokkanna um tengsl við viðskiptabandalög- in í Evrópu. — Málfiutningur Tímans um þessi efni eru miklar blekkingar. Tíminn veit vel, að ég hef marglýst því yfir, að full aðild að Efnahags- bandalaginu komi aldrei til greina fyrir ísland. Við höfum heldur ekki gert neina tilraun til neins konar aðildar að EFTA Hitt er svo annað mál, að umsókn Bi-eta um aðild hefur enn á ný gert þetta mál mikilvægt fyrir okkur, og ekki raunar aðeins umsókn Breta, heldur þróunin, sem átt hefur sér stað í þessum málum á und- anförnum árum. Ég er þeirrar skoðunar, að þeir Framhald 'á 15. síðu. GU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.