Alþýðublaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 4
4
4. júní 1967 — Sunnudags AlþýðublaSið
ítðlskir þýzkir og franskir kvenskór
Mjög fallegir litir og fjölbreytt úrval.
VERÐ K'R. 383 til KR. 583.-
SKÓVAL, Austurstræti 18, Eymundssonarkjallara.
Þýzkir kðrlmannaskór
FRÁ GALLUS. Nýjar sendingar.
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR, Laugavegi 100.
NÚ er Moshe Dayan orðinn
varnarmálaráðherra ísrael, en
hver er hann eiginlega þessi
Dayan?
Hann er 52 ára, en er ennþá
talinn til þeirra „ungu manna”
sem Ben Gurion hvatti til að
taka landið í sínar hendur. —
Hann fæddist á einu elzta sam-
yrkjubúi landsins, Dganyz, og
er þannig úr hópi Sabra (fyrsta
kynslóð innfæddra ísraels-
manna).
Hann var ekki eldri en 14
ára, þegar hann tók virkan
þátt í að verja samyrkjubúið
sitt gegn Aröbum. Hann njósn-
aði fyrir brezku herdeildirnar
sem réðust inn í Sýrland, sem
var hertekið af Frökkum í síð-
ari heimsstyrjöldinni, en í því
stríði missti hann vinstra aug-
að.
Seinna tók hann þátt í neð-
anjaröarhreyfingunni Hagan-
ah, sem barðist gegn Bretum
í Palestinu og notfærði sér þá
alla þá hernaðarkunnáttu og
reynslu, sem hann hafði áunn-
ið sér í offíséranámi í Bret-
Landi. En hernaðarhugmyndir
hans eru þó miklum mun mót-
aðri eftir liinum mikla prúss-
neska hernaðarsérfræðingi
Clausewitz, — en Dayan dáir
hann rnjög. Dayan lieldur því
frarn eins og Clausewitz, að
stríð sé .áframhaldandi dipló-
ihatía, þar sem öðrum ráðum
cr beitt.’ Það ætti Nasser að
muna núna.
ÁRIÐ 1 9 5 6.
Moshe Dayan leiddi ísraels-
menn í sigurför þeirra á Sínai
árið 1956. Það voru hans her-
deildir, sem greiddu herdeild-
um Nassers banahöggið og
brutust eftir stígum, sem Da-
yan uppgötvaði eftir nákvæm-
an lestur biblíunnar, 1 gegnum
eyðimörkina og hefðu, ef utan
aðkomandi öfl hefðu ekki tek-
ið í taumana, — náð fram til
Suezeiðsins á fimm eða sex
dögum.
Þegar Eshkol myndaði stjórn
árið 1964, varð Moshe Dayan
landbúnaðarráðherra, — en
vaxandi óánægja á milli Ben
Gurions og hinna ,,ungu
manna” annars vegar og flokks
stjórnar Mapaiflokksins og Es-
hkols hins vegar leiddi til þess,
að Dayan fór úr ríkisstjórn-
inni í nóvember 1964 og stofn-
unar klofningsflokksins Rafi,
þar sem hann er flokksleið-
togi, þótt Ben Gurion sé tal-
inn foringi.
Framhald á 15. gíðu.
EINEYGÐIHERFORINGINN
DAGSTUND
SJÓNVARP
Sunnudagur 4. júní 1967.
18.00 Helgistund.
Prestur er séra Jón Árni Sigurðs
son, Grindavík.
18.20 Stundin okkar.
Þáttur fyrir börn i umsjá Hin-
riks Bjarnasonar. Sýndar verða
tvær kvikmyndir fyrir börn,
„Elgamir við vatnið", sænsk
mynd um pilt, sem hittir fyrir
dýr óbyggðanna, er hann leitar
að efni vegna ljósmyndasam-
keppni og „Fjaðrafossar", en sú
mynd er úr flokki leikbrúðu-
mynda, sem sýndar verða í sum
ar.
19.00 Fréttir.
Hlé.
20.00 Fréttir. Myndir mánaðarins.
20.35 Denni dæmalausi.
Aðalhlutverkið leikur Jay North.
íslenzkur texti Dóra Hafsteins-
dóttir.
21.00 Mannaforráð (The Command).
Bandarísk kvikmynd gerð eftir
sögu Rod Serling. í myndinni,
sem gerðist í styrjöldinni í Kó-
reu, segir frá liðsforingja, sem
á í innra stríði, þegar honum
ber að hlýða kalli skyldunnar.
Með Aðalhlutverk fara: Robert
Walker, Edward Binns og And-
rew Duggan. íslenzkur texti:
Ingibjörg Jónsdóttir.
21.50 Dagskrárlok.
Mánudagur 5. júni 1967.
20.00 Fréttir.
20.30 Samtalsfundur forystumannna
stjómmáiaflokkanna.
Forystumenn þingflokkanna
fjögurra ræðast við.
Alþýðubandaiag: Lúðvík Jósefs-
son.
Alþýðuflokkur: Emil Jónsson.
Framsóknarflokkur: Eysteinn
Jónsson.
Sjálfstæðisflokkur: Bjarni Bene
diktsson.
22.00 Lyn og Grahm MacCarty
skemmta. Áströlsku hjónin Lyn
og Grahm MácCarty syngja
þjóðlög frá ýmsum löndum.
22.20 Bragðarefir.
Myndin nefnist: „Menn okkar i
Marawat". Aðallilutverk leikur
Charles Boyer. Gestahlutverk:
Dana Wynter og John Williams.
íslenzkur texti: Dóra Hafsteins-
dóttir.
22.50Dagskrárlok.
ÖTVARP
8.30 Létt morgunlög.
8.55 Fréttir. Útdráttur úr forystu-
greinum dagblaðanna.
9. lOMorguntónleikar.
11.00 Messa í Neskirkju.
Prestur: Séra Felíx Ólafsson.
Organleikari: Jón ísleifsson.
12.15 Hádegisútvarp.
Tónleikar. 12.25 Fréttir og veður
fregnir. Tilkynningar. Tónleik
ar.
13.30 Miðdegistónleikar og erindi:
Elektra.
Kristján Árnason flytur fjórða
erindi sitt um gríska harmleiki,
og óperan „Elektra“ eftir Ric-
hard Strauss verður leikin
nokkuð stytt.
15.30 Kaffitíminn.
Peter Kreuder og félagar hans
leika.
16.00 Sunnudagslögin,
16.30 Veðurfregnir.
17.00 Bamatími:
Ingibjörg Þorbergs og Guðrún
Guðniundsdóttir stjórna.
a. Sitthvað fyrir yngri börnin,
þ.á.m. les Rósa Þóra Magnúsdótt
ir (6 ára) kvæði.
b. Þriðja kynning á íslenzkum
barnabókahöfundum.
Spjallað við Margréti Jónsdótt-
ur, sem les úr bókum sínum.
c. Framhaldssagan: „Ævintýri
öræfanna" eftir Ólöfu Jónsdóttur.
Höfundur les annan lestur.
18.05 Stundarkorn með Cherubini.
18.20 Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins- —1
19.00 Fréttir.
19.20 Tilkynningar.
19.30 Kvæði kvöldsins.
Kristinn G. Jóhannsson skóla-
stjóri velur kvæðin og les.
19.40 Victoria de los Angeles syngur:
Tvö lög eftir Raynaldo Hahn og
fjögur lög eftir Cabriel Fauré.
Gonzalo Soriano leikur með á
píanó.
19.55 Varúlfur.
Jón Hnefill Aðalsteinsson fil.
lic. flytur erindi.
20.20 Frá tékkneskum tónleikum Sin-
fónníuhljómsveitar íslands 1.
júní. Gestir Zdenek Macel hljóm-
svéitarstjóri og Stanisíav Apo-
in sellóleikari frá Prag.
21.30 Leikrit: „Ferðamenn í hraðlest
12.45“ eftir Rune Oxelpvist.
Þýðandi: Hjörtur Halldórsson.
Leikstjórí: Gísli Alfreðsson. Per-
sónur og leikendur:
Níels Þorsteinn Ö Stephensen.
Sven Róbert Arnfinnsson.
22.30 Veðurfregnir.
Danslög.
23.25 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
Mánudagur 5. júní 1967.
7.06 Morgunútvarp.
Veðurfregnir. Tónleikár. 7.30
Fréttir. Tónleikar. 7.55 Bæn.
8.00 Morgunleikfimi. Tónleikar.
8.30 Fréttir og veðurfregnir.
Tónleikar. 8.55 Fréttaágríp og
litdráttur úr forustugreinum
dagblaðanna. Tónleikar. 9.30
Tilkynningar. Tónleikar. 10.05
Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
Tónleikar. 12.25 Fréttir og veð-
urfregnir. Tilkynningar. Tónleik
ar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
41.40 Við, sem heima sitjum.
Finnborg Örnólfsdóttir les
framhaldssöguna „Skip sem
mætast á nóttu“ eftir Beatrice
Harraden í þýðingu Snæbjarnar
Jónssonar (15).
15. Miðdegisútvarp.
Fréttir. Tilkynningar. Létt lög.
16.30 Síðdegisútvarp.
17.45 Lög úr kvikmyndum.
18.20 Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Fréttir.
19.20 Tilkynningar.
19.30 Um daginn og veginn.
Ólafur Þ. Kristjánsson skóla-
stjóri talar.
19.50 Minningar frá Tívolí.
Tívolíhljómsveitin í Kaupmanna
höfn leikur létt dönsk lög.
20.15 íþróttir.
Örn Eiðsson segir frá.
20.30 Samtalsfundur forustumanna
stjómmálaflokkanna í sjónvarps
sal. Fyrir Alþýðubandalagið kem
ur fram Lúðvík Jósefsson, fyrir
Alþýðuflokkinn Emil Jónsson
og fyrir Framsóknarflokkinn
Eysteinn Jónsson og fyrir
Sjálfstæðisflokkinn dr. Bjarni
Benedjktsson. Umræðunum
stjórnar Vilhjálmur Þ. Gísla-
son. útvarpsstjóri.
22.00 Fréttir.
22.30 Veðurfregnir.
Hlj ómplötusaf nið.
í umsjá Gunnars Guðmunds-
sonar.
23.30 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
MESSUR
A Messur.
Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Ósk
ar J. Þorláksson.
Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Jón
Hnefill Aðalsteinsson.
Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11.
séra Felix Ólafsson.
SKIP
■jA' Hafskip hf.
M.s. Langá er í Kaupmannahöfn.
M.s. Laxá er í Gdynia. M.s. Rangá
er í Reykjavík. M.s. Selá fór frá Hull
1.6. til íslands. M.s. Marco er í Hels
inki. M.s. Andreas Boye fór frá Vest
mannaeyjum 30.5. til Helsinki.