Alþýðublaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 8
8 4. júní 1967 - Sunnudags Alþýðublaðið Jón Pálsson í viðtali v/ð Alþýðublaðið Það með er gaman að vinna ungu fólki í dag Fnsmvarp Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra um aðstoð hins op- inhera við æskulýðssfarfsemi markar tímamót ÞAÐ er reglulega gaman að vinna með ungu fólki í dag, sagði Jón Pálsson fulltrúi hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur er Alþýðu- blaðið ræddi við hann um æskulýðsmál fyrir stuttu. Unga fólkið, sem er að alast upp í dag er mynd- arlegt og getur gert margt gott fái það rétta tilsögn, sagði hann. Jón Pálsson hefur unnið að æskulýðsmálum um langt skeið. Þegar árið 1952 tók hann að sér útvarpsþáttinn „Tómstundaþátt- ur barna og unglinga,” sem varð mjög vinsæll, en sá þáttur hef- ur haldið lífi allt til þessa. Þeg- ar sr. Bragi Friðriksson varð framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur árið 1957 réði hann Jón Pálsson til starfa hjá sér og það kom í hlut Jóns að skipu- leggja það tómstundastarf, sem hófst á vegum Æskulýðsráðs Reykjavík og iþróazt 'hefur mjög mikið síðan. Jón sagðist hafa haft mikla ánægju af að starfa að æskulýðs málunum. Reynsla mín af því að starfa með æskunni er góð, sagði Jón. Það er að vísu meira los á æskunni nú en fyrr á tím- um, sagði hann. Æskufólk hef- ur í dag meiri peningaráð en áður og mun fleiri tækifæri gef- ast en með góðri tilsögn getur æskan vissulega uppfyllt þau fyrirheit, sem við hana eru bundin, sagði Jón. Jón sagði, að erfiðasti aldur unglinganna væri 12—15 ára aldurinn, þ. e. þegar þeir vaéru á breytingatímanum, væru að hætta að vera börn og að verða unglingar. Og það er einmitt þessi aldur, sem við hjá' Æsku- lýðsráði höfum miðað starf okk- ar við fyrst og fremst, sagði hann. Jón Pálsson sagði, að það hefðu orðið mikilvæg þáttaskil í æskulýðsstarfinu í höfuðborg- inni er samstarfið við gagnfr- skólana hefði hafizt. Með því að færa starfið inn í skóla hefði ver ið unnt að ná til mikið fleiri en áður. — Að mínu áliti á ekki að reisa neinn unglingaskóla án þess að gera ráð fyrir í hon- um aðstöðu til tómstunda- og æskulýðsstarfs. Jón sagði, að sl. vetur hefðu um 2500 tekið þátt í tómstundastarfinu í skóiunum í Reykjavík. Greinar hefðu verið 20 talsins, þar á meðal mosaik, tágavinna, leðurvinna, leikstarfsemi, málfundarstarf- semi og afþreyingarstarfsemi eins og tennis o.þ.u.l. Jón sagði, að það sem staðið hefði æskuiýðsstarfseminni mest fyrir þrifum hefði verið fjár- skortur bæjarfélaganna. En í lok síðasta þings hefði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra iagt fram frumvarp um æsku- lýðsmái, sem væntanlega mundi marka þáttaskil í þessum efn- um. Gerði frumvarpið ráð fyrir að betra skipuiagi yrði komið á fjárhagslegan stuðning hins op- inbera við æskulýðsstarfsemi í landinu. Ætti menntamálaráð- herra mi:klar þakkir skildar fyrir að hafa lagt fram frum- varpið. Hefði hann skipað nefnd haustið 1963 til þess að semja það, einmitt rétt eftir að hin miklu ólæti unglinga áttu sér stað í Þjórsárdal sumarið 1963, en þau opnuðu augu margra fyrir því að gera þyrfti átak tii aukningar æskulýðsstarf- semi. Jón sagði, að merkasti hluti frumvarpsins væri III. kaflinn, sem fjallaði um stuðning við fé- lags- * og tómstundastarfsemi. Væri þar gert ráð fyrir styrkj- um til sumarbúðastarfsemi og bætt aðstaða á útivistarsvæðum vegna ferðalaga æskufólks. En mikil nauðsyn væri einmitt á því að koma betra skipulagi á slíka starfsemi til þess að ekki kæmi til „slysa” eins og orðið hefðu oft á undaní'örnum árum, t: d. inni á Þórsmörk og í Þjórs-. árdai. Jón sagðist t. d. vilja í þessu sambandi minna á, að um 'verzlunarmannahelgina sumarið 1964 hefði Æskulýðsráð Rey.kja- víkur skipulagt skemmtun fyrir unglingana á Þórsmörk. Hefði það haft mjög góð áhrif á hegð- un unglinganna. Þá gerði frumvarpið ráð fyrir opinberum fjárframlögum til þjálfunar æskulýðsleiðtoga og leiðbeinanda. Væri gert ráð fyr- ir að framlög ríkisins gætu numið allt' að 50% af launakostn- aði leiðbéinenda. Þetta finnst mér veigamesta atriði frum- varpsins. Frumvarpið um æskulýðsmál kveður svo á, að myndað skuli Æskulýðsráð ríkisins, skipað 5 mönnum. Æskulýðsráð ætti að samræma æskulýðsstarfsemi fé- la^a,- skóla og sveitarfélaga, og stuðla að samvinnu þeirra aðila um æskulýðsmál. Ætti það að gera tillögur til menntamála- ráðuneytisins um f jáfveitingar tii æskulýðsmála. Sérstakur æskulýðsfulltrúi ríkisins ætti að annast framkvæmdastjórn ráðs- ins. Yi-ði því vissulega mikil framför frá því sem nú væri að fá 'sérstakan mann launaðan af ríkinu til. þess að sinna þessum málum. Jón Pálsson sagði, að nefndin ,sem samdi frumvarpið hefði orðið sammála um það að leggja bæri mesta áherzlu á stuðning við hina svonefndu „frjálsu æskulýðsstarfsemi," þ.e. hin fjölmörgu félagasamtök æsku- manna sjálfra. En allmikill hluti unglinga stæði þó utan við slíka starfsemi og ná yrði til þeirra líka. Það ætti að gera með starfsemi æskulýðsráða í bæjunum og í skólunum. Kvaðst Jón að lokum vilja vona, að frumvarp menntamálaráðherra um æskulýðsmál yrði sem fyrst að lögum, þar eð það yrði áreið- anlega mikil lyftistöng fyrir æskulýðsstarfsemina í landinu. .ýx-.Svx Barnastjarnan GELGJUSKEIÐIÐ er aldrei auðveldur tími, hvorki fyrir börn né foreldra, og þó er það sýnu erfiðara þegar svo vili til, að unglingurinn er einnig heims- fræg kvikmyndastjarna. Hayley Mills hefur átt við tvöfait gelgju- skeið að stríða, ef svo má að orði komast, því að auk hinna venjulegu örðugleika táningsins varð hún að umbreyta sér úr vinsælli barnastjörnu í unga leikkonu. Nú er Hayley orðin tuttugu og eins árs, ljóshærð og aðlaðandi stúlka og sjálfstæð í fasi. Hún er flutt að heiman frá' foreidrum sínum til að læra að standa á eigin fótum og býr í lítilli íbúð í London með bróður sínum, Jonathan, sem er seytján ára. Hún klæðist mini-pilsum af stytztu gerð og fylgir nýjungum í tízkuheiminum djarflega, en andlit hennar er enn barnslega ávalt og mjúkt, og stundum flissar hún krakkalega í miðjum samræðum. Hún hefur lokið fyrstu „full- orðinsmynd” sinni, The FamiXy Way þar sem hún leikur unga eiginkonu. Stundum minnir hún

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.