Alþýðublaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 7
Sunnudags AlþýðublaðiS — 4. júní 1967
7
Það tók mannkynið tvær millj-
ónir ára að verða milljarður ein-
staklinga. Það var um árið 1800.
100 árum síðar hafði þessi fjöldi
tvöfaldazt. Þriðji milljarðurinn
varð til á þrjátíu árum, sá fjórði
kemur til með að verða til á tutt
ugu árum og verður kominn í
heiminn árið 1875 eða þar um
bil. Fimmti milljarðurinn verður
til á 12 árum, sjötti milljarður-
inn sér dagsins ljós innan tíu ára
þar frá. Og það verður um alda
mótin 2000. Um það bil 2/3 hlut-
ar þess fólks, sem nú byggir
,,hinn þróaða heim'1 koma til með
að lifa aldamótin, en meðalajdur
inn fer síhækkandi á þessum slóð
um.
Þessi gífurlega mannfjölgun hef
ur margan vanda í för með sér.
Mest er fólksfjölgunin í Asíu.
(Kína), Afríku og Suður-Amer-
íku, þar sem víða er ríkjandi
hungursneyð og matvælafram-
leiðslan dregst aftur úr fólks-
fjölguninni með hverju ári, sem
líður.
Vísindamenn leita sífellt að
ráðum til að vinna næringar-
efni — og þá fyrst og fremst
eggjahvítu — úr forðabúri nátt
úrunnar, — en enginn hefur trú
á því, að unnt verði að halda
lífinu í sex milljörðum manna á
mannsæmandi hátt.
„Hið mikla hungur kemur,"
segja sumir. „Það er þegar kom-
ið“, segja aðrir, ,,og framtíðin
hefur ekki upp á annað að bjóða
en herðingu sultarólarinnar".
En það vantar ekki bara
fæðu. — Atvinnuleysi er líka yf-
irvofandi. í vanþróuðu -ríkjunum
er þriðji hver maður atvinnulaus
eða að minnsta kosti ófær um að
sjá sér farboða með eigin kaupi.
DR. MARTIN Luther King, rit-
höfundurinn Jean-Paul Sartre,
suður- afríska söngkonan Mirian
Makeba og sænski ráðherrann
frú Alva Myrdal eru meðal þeirra
kunnu manna sem boðnir hafa
verið til ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um kynþáttamisrétti í
Suður-Afríku, sem haldin verður
í Dar es Salaam í Tanzaníu dag-
ana 15. til 28. júlí næstkomandi.
Stórir hópar fæddra og ófæddra
barna eiga eftir að koma á vinnu
markaðinn, sem á það sameigin-
legt með matvælaframleiðslunni,
að hann þenst ekki út í sama
mæli og mannkyninu fjölgar.
Það er óraunhæft að hugsa sér,
að fjárstyrkir frá Vesturlöndum
geti nokkru verulegu umbreytt.
Hungrið helzt þannig í hendur
við almenna þjóðfélagslega
kreppu undir merki atvinnuleys-
isins. Engin þorir að hugleiða_
hvað þetta getur leitt af sér.
Von manna er fyrst og fremst
bundin við takmörkun barneigna
og fjölskylduáætlun. Slíkar að-
gerðir koma auðvitað í staðinn
fyrir efnahagslega aðstoð, en
stjórnmálamenn og vísindamenn
| eru alveg sammála um, að án
þess að barneignir verði takmark
aðar, verði öll hjálparstarfsemi
tilgangslaus, þegar fram í sækir.
Mörgum finnst, að of seint hafi
verið komið auga á gildi takmörk-
unar barneigna í sambandi við þró
unarlöndin. Þegar ýmis konar varn
ariyf voru tekin í notkun í þessum
löndum, lækkaði dánartala barna
um rúmlega helming, og enda
þótt mörg þessara barna lifi til
þess eins að alast upp við hung-
ur, hefur meðalaldurinn hækkað
nokkuð. (í Indlandi er meðalaldur
karlmanna ennþá undir 45 ára,
— en 68-70 á Vesturlöndum).
í Indlandi hefur nú í tíu ár
verið uppi hafður mikill áróður
og áætlanir um takmörkun barn-
eigna, en framfarirnar hafa orðið
hægar vegna þess, að erfiðlega
hefur gengið að fá stjómir hinna
einstöku fylkja til að fram-
fylgja því, sem ríkisstjórnin ætlar
sér. Indira Gandhi sagði nýlega,
að fjölskylduáætlunin væri aðal-
atriðið í uppbyggingu þjóðfélags-
55 lönd — þeirra á meðal
Danmörk, Finnland og Svíþjóð
— hafa fengið boð um að taka
þátt' í ráðstefnunni og sama er
að segja um ýmsar stofnanir.
Umræðurnar verða lagðar til
grundvallar skýrslu sem Alls-
herjarþingið fjallar síðan um á
komandi hausti.
Ráðstefnan hefst með yfirliti
yfir pólitískt, hernaðarlegt og
efnahagslegt ástand í landinu og
hlutverkið sem þeir gegna til
viðhalds kynþáttamisréttinu —
apartheid. Ennfremur er rætt
um það, livaða afleiðingar á'-
standið í Suður-Afríku kunni að
hafa fyrir heimsfriðinn og hvaða
alþjóðlegar ráðstafanir beri að
gera til að uppræta kynþáttamis-
réttið og nýlendustefnuna á
þessu svæði.
ins. Nú sem stendur fjölgar Ind-
verjum um 30000 manns á dag,
— en sú tala þyrfti að lækka
verulega.
í Japan hefur bezt skipan kom-
izt á þessi mál, — en þar hefur
fólksfjölgunin lækkað á 20 árum
úr 34 fæðingum á þúsundið nið-
ur í 17. Löglegar fóstureyðingar
hafa verið lausnarorðið þar. Á
Formósu hefur verið tekið stórt
skref í þá átt að takmarka fólks
fjölgun — með bandarískri að-
stoð.
Svíar hafa veitt fé til þessarar
starfsemi í Pakistan og sömuleið
is á Ceylon, en þar hefur nokk-
uð áunnizt. Túnis Marokkó, Maur
itius, Nepal og Tj'rkland bíða eft
ir sams konar-aðstoð og fleiri
lönd eru á biðlista.
En það er engan veginn einfalt
mál að koma þessu í kring. Sú
tækni, sem enn þekkist í þessum
efnum, er engan veginn fullnægj
andi. — Til þess að hún komi
að haldi, þarf aðgæzlu og sjálf-
stjórn, sem ekki er öllum gefin.
— Og í þeim löndum, þar sem
katólska kirkjan hefur sterk ítök,
eru önnur vandamál i þessu sam-
bandi. Páfinn hefur enn ekki tek
ið opinberlega neina nýja afstöðu
í þessu máli, þótt það sé knýjandi
nauðsyn. Enn sem komið er leyf-
ir katólska kirkjan ekki takmörk
un barneigna í neinni mynd og í
lok síðasta árs birtu bandarískir
biskupar yfirlýsingu, þar sem þeir
mótmæltu áróðrinum fyrir tak-
mörkun barneigna. Sem svar
fengu þeir heilsíðu auglýsingu i
The New York Times um nauðsyn
fjölskylduáætlana, undirritaða af
fremstu vísinda- og menntamönn
um, sem ekki voru háðir kirkj-
unni.
Þetta mál hefur í nokkur ár ver
ið í rannsókn hjá nefnd innan
Vatíkansins og í fyrra lá fyrir
álit nefndarinnar. En það var
svo róttækt, að formaður nefnd
arinnar færðist undan því að
leggja það fyrir páfann, svo að
talsmaður hins róttæka meirihluta
tók það verk að sér. Fyrir nokkru
kom svo hirðisbréf páfa, — en
þar vantaði alveg þá opinberu
afstöðu í þessu máli. sem beðið
var eftir. — Páfi ræðir í bréfi
sínu mikið um hungursneyðina í
heiminum og leggur áherzlu á
það, að samstaða þjóðanna sé eina
lausnin. En spurninguna um tak-
mörkun barneigna sagði hann að-
eins, að það ,gæti verið freist-
andi“ að reyna að koma í veg
fyrir offjölgun mannkynsins.
Meira sagði hann ekki. Þær
milljónir rétttrúaðra, sem höfðu
beðið eftir opinberu leyfi páf-
ans, fengu enga úrlausn, — en
ýmsir leggja þó þann víða skiln-
ing í orð hans, að katólska kirkj-
an muni ekki setja sig upp á
móti aðgerðum í þessa átt, — þótt
hún leyfi þær ekki í orði.
í sögu kirkjunnar má lesa um
athyglisverða hliðstæðu. f upp-
hafi miðalda var mikið um það
fíoðn/r d ráðstefnu
um kynþáttamál
deilt, hvort það væri syndsam-
legt að taka vexti af lánsfé.
Kirkjan taldi að svo væri. En
það kom í ljós, að þjóðfélagið gat
ekki verið án þessara peninga, —
og teknir voru vextir af lánum
eins og allir þekkja í dag. En
enn þann dag í dag er það form-
leg skoðun katólsku kirkjunnar,
að það sé syndsamlegt að krefj-
ast vaxta. Líklega verður tak-
möi’kun barneigna lögð í sömu
skúffu í siðaboðageymslu katólsku
kirkjunnar, — sem tíminn liefur
rykfellt.
Þess vegna má búast við því,
að á næstu níu árum verði miklu
meira á sig lagt til þess að koma
á fjölskylduáætlun í Austurlönd-
um og Suður-Ameríku, þar sem
þörfin er brýn. Brátt bætist Af-
ríka í hópinn, en til þessa hafa
af ýmsum ástæðum, ekki skapazt
út af eins mikil vandræði af
þessu þar. Hinn mikli barnadauði
á meðal annars þátt í því. En þeg
ar hinar nýfrjálsu þjóðir í Af-
ríku hafa komið skipulagi á heil
brigðismál sín og dánartala barna
lækkar — verður fjölskylduáætl
un ófrávíkjanleg nauðsyn.
Það er mikið vei’k að vinna
í þessum efnurn. En því Grettis-
tnki verður að lyfta, hvað sem
það kostar, annai-s líður mann-
kynið meiri þrautir en sögur
greina, — og hefur þó ýmislegt
á dagana drifið til þessa.