Alþýðublaðið - 07.06.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.06.1967, Blaðsíða 3
Egyptar slíta stjórnmálasam- bandinu við Vesturveldin Beirut 6/* (NTB-Reuter). i EGYPTAR kafa slitið stjórn- málasambandi yíS Bandaríkin, að I því er Kairó-útvarpið sagði í kvöld. Útvarpið sagði ennfremur, að 32 bandarískar flugvélar, sem voru staðsettar í Libýu hafi farið baðan í dag til ísrael. Þessi tíl- kynning kom frá yfirherstjórn Egypta sem jafnframt sagði, að brezkar sprengjuflugvélar með brezkum einkennismerkjum hefðu tekið þátt í sprengjuárásum á egypzkar stoðvar í Sínaí eyði- mörkinni í gær. Fréttir herma einnig , að Sýrland og Alsír hafi einnig slitið stjórnmálasambandi við Bandaríkin og Sýrland einnig stjórnmálasambandi sínu við Bretiand. Moskva (NTB-Reuter). Tassfréttastofan fór í dag hörð um orðum um ,,hið svo kallaða hlutleysi" Bandaríkjamanna gagnvart styrjöldinni í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Tass sagði, að Bandaríkjamenn gerðu ekkert til þess að stöðva fjársöfn- un fyrir ísraelsmenn, sem hafin er í Bandaríkjunum, loftbrúin á Kiilli New York og Tel Aviv svo og amerískir sjálfboðaliðar til ís- raels, allt séu þetta tákn þess, að ÍBandaríkin séu hlutlaus í orði en ekki á borði. Tass vitnar í orð margra banda- rískra iþingmanna, sem taka af- stöðu með ísrael. Markmiðið er að æsa til stríðsvilja gegn Araba- löndunum, segir Tass. Tass Qiafði rétt áður tilkynnt, að Kosygin, forsætisráðherra hefði veitt egypzka ambassadörnum í Mosk- vu áheyrn, og þeir hefðu ræðzt við um sameiginleg áhugamál. Erlendir fréttamenn telja, að Sovétmenn taki nú sterkari til orða vegna framvindu mála á Sínaískaga, en enginn veit, 'hver viðbrögð Kreml verða við sókn ísraelsmanna þar. Tass ásakaði ísraelsmenn fyrir að (hafa undir- búið árásina á Egyptaland lengi og falið undirbúninginn á bak við fjálgt málskrúð um friðarvilja. Talsmaður fréttastofunnar sagði, að það væri augljóst, að ráðandi aðilar í ísrael ihefðu aldrei viljað varðveita friðinn. Stéttarfélög mótmæla misnotkun kommúnista í blaðinu Alþýðubandalagið, sem kom út um helgina, birtist á forsíðu „Opið bréf til launa- fólks“. Undir þetta bréf ritar talsverður hópur fólks, en neðan við hvert nafn, sem er handskrif að, er vélritað nafn þess stéttarfélags, sem við- komandi er félagsmaður í, og verður ekki annað séð af uppsetningunni en verið sé að gefa í skyn, að undirskriftirnar séu á einhvern hátt gerðar í nafni þessara félaga. Út af þessu hafa stjórnir þriggja stéttarfélaga, Póstmannafélags íslands, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Félags íslenzkra símamanna sent frá sér yfirlýsingar, þar sem þessari misnotkun á nafni félaganna er mómælt. Yfirlýsing Póstmannafélags íslands er á þessa leið: „Stjórn Póstmannafélags íslands vill taka eftirfarandi fram í sam- bandi við yfirlýsingu í ákveðnu kosningablaði, m. a. undirrit- aða af tveimur póstmönnum með undirskrift vélritaðri „Póstmannafélag íslands“, að þessi yfirlýsing er á engan hátt viðkomandi Póstmannafélagi ís lands“. Frá Starfsmannafélagi Rvík- urborgar hefur blaðinu borizt svohljóðandi yfirlýsing: „í 4. tbl. Alþýðubandalagsins, sem út kom í dag, er birt „op- ið bréf til launafólks", þar sem Framhald á 15. síðu. AELSM LLUM V Tel Aviv 6. júní (NTB-REUTER). HER ísraels heldur áfram sókn sinni yfir Sínaí- skaga og vörn Araba á landamærunum hefur víða verið brotin á bak aftur, segir í tilkynningu frá yfir- herstjórn ísraelsmanna. — ísraelsmenn segjast hafa lamað flugher Egypta, svo að nú verði aðalbardaginn háður með sprengjuvörpum og á skriðdrekum- Isra- eiskir herir hafa náð Jerúsalem, Jórdaníumegin, á sitt vald, en herir Araba höfðu flúið um nóttina. Þeir hafa einnig bæinn El-Arish á valdi sínu og sækja nú fram í átt til Súez-skurðar. Beirut (NTB-REUTER) Kairóútvarpið tilkynnti í dag, að harðir bardagar væru háðir á egypzku landsvæði. Egyptar verð- ust árás ísraelsmanna hetjulega, en við ofurefli væri að etja, þar eð Bretar og Bandaríkjamenn hefðu nú tekið þátt í bardaganum með ísraelsmönnum. Þótt Egypt- um hefði tekizt að skjóta niður margar flugvélar fyrir ísraels- mönum og eyðileggja marga skrið dreka, sæu þeir, sem stæðu á bak við þá til þess, að skaðinn væri jafnharðan bættur, sagði Kairó- útvarplð. Þessi tilkynning frá herstjórn Egypta var fyrsta frásögnin frá gangi stríðsins í Kairóútvarpinu síðustu tólf tíma. Damaskusútvarpið sagði einnig frá hörðum bardögum á landá- mærum ísraels og Sýrlands. AFP-fréttastofan segir að blöð í Sovétríkjunum minnist ennþá ekk- ert á fullyrðingu Araba þess efn- is, að Bretar og Bandaríkjamena taki virkan þátt í styrjöldinni. Tass-fréttastofan skýrði frá því í dag, án þess að segja nokkuð um það frekar, að ísraelsmenn liefðu náð Gaza á sitt vald og fleiri arabiskum borgum svo sem El-Arish og hinum jórdanska hluta Jerúsalem. Tel Aviv (NTB-REUTER) Levi Eskhol, forsætisráðh. ísra- el, hefur sent persónulegt bréf til Kosygins, forsætisráðh. Sovétríkj- anna, þar sem hann biður hann að vinna að því að koma ó friði í Austurlöndum nær. I bréfi Esk- ols sagði m. a. að ísrael væri nú Framhald 'á 15. síðu. Emil Jón Arm. Ragnar Stefán Karl St. HAFNARFJORÐUR A-listinn heldur almennan kjósendafund í Alþýðuhú sinu í Hafnarfirði annað kvöld, fimmtudaginn 8. júní og hefst fundurinn kl. 8. 30. Fimm efstu menn á lista Alþýðuflokksins í Reykja teskjördæmi flytja ræður. \ Ómar Ragnarsson og Guðmundur Jónsson skemmta.Þórður Þórðarson verður fundarstjórí. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hópurinn enn í Jerúsalem íslcnzki ferð'ahópurinn í Jerú- salem komst ekki til Líbanon í gaer eins og vonir höfðu stað'ið' til, en flugvöllurinn í Beirut var enn lokaður og mjög ótryggt að ferðast land- leið frá Jerúsalem. Samkvæmt upplýsingum Guðna Þórðarson ar, en hann hafði samband við forstjóra Middle-East Airlines flugfélagsins í morgun, þá mun allt ferðafólk í Jerúsalem, sem þar var, er átökin byrjuðu, vera þar ennþá., en þar munu vera þúsundir ferð'amanna. — Ferðafólkið heldur sig innan dyra á liótelunum, en hótclin eru við' gömlu borgina og þar er ekki vitað til að orðið liafi nein átök. Bardagarnir geisa allir í nýja borgarhiutanum, og er því ekki álitið, að ferða- Framhald á 14. síðu. 7. júní 1967 - ALÞÝDUBLAÐIÐ 3 s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.