Alþýðublaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 4
4 Sunnudags AlþýSublaSið — 11. júní 1967 Við viljum frelsi af því að við teljiim frelsið vera undirstöðu far- sældar einstaklingsins og allra framfara. Kommún- istar afnema frelsi, þar sem þeir ráða. Stuðningur við þá, er stuðningur við ófrelsi. Vilt þú ekki einnig hafa frelsið sem undirstöðu ís- lenzks þjóðfélags? Við viljum lýðræði af því að við teljum lýðræðið eitt tryggja mann- réttindi og stuðla að heilbrigðu stjórnarfari. Þar sem kommúnistar ráða, er einræði. Vilt þú ekki einnig, að ísland sé lýðræðisríki? af því að við teljum, að samfélagið eigi að rétta þeim hjálparliönd, sem höllum fæti standa af ein- hverjum ástæðum, og að. jafna eigi aðstöðu borg- aranna til gæða lífsins. Vilt þú ekki einnig efla almannatryggingar og koma á fót lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn? Vio viljum framfarir ai' því að við viljum bæta hag launþega og vitum, ao varanlegar kjarabætur fást með framleiðslu- aukningu. Viit þú ekki einnig stuðla að því, að framfarir vev?i sem mestar? Við viljum áætlunarbúskap af því að við teljum, að með því að skipuleggja þjóðavbúskapinn skynsamlega, geti framleiðsluaukn ingin orðið mest og kjör fólksins þezt. Vilt þú ekki einnig láta starfa samkvæmt áætlun? Viö viljum framfarir í húsnæöismálum af þvi að við viljum að sérhver fjölskylda geti búið í góðu húsnæði með viðráðanlegum kjörum og telj- um, að rikisvaldið eigi að stuðla að því, að svo geti orðið. Vilt þú ekki einnig, að hið opinbera greiði fyrir því, að allir hafi gott húsnæði? Viö viljum efla og bæta skólana af þvi að við teljum, að allir eigi rétt á sem full- komnastri menntun við sitt hæfi. Góð menntun er ekki aðeins uppspretta hamingju, heldur einnig bezta tækið í lífsbaráttunni. Vilt þú ekki einnig stuðla að því, að æskan liafi sem bezt mcnntunarskilyrði? Viö viljum efla vísindi og listir af því að við vitum, að vísindin er undirstaða allra framfara í nútímaþjóðfélagi og að listirnar þroska manninn og bæta hann. Vilt þú ekki einnig, að vísindin eflist og listirnar blómgist? Við viljum samvinnu við allar þjóðir af því að við teljum, að aukin alþjóðasamvinna sé líklegust tl þess að útrýma fátækt og ranglæti í heiminum. Vilt þú ekki einnig vinna gegn örbirgð, kúgun og kynþáttamisrétti? Við viljum efla frið af því að við teljum, að ekkert vandamál sé unnt að leysa með ófriði og að framtíð siðmenningarinn ar sé undir því komin, að friður ríki í heiminum. Vilt þú ekki líka vinna að því, að allar þjóðir geti lifað saman í friði? Alþýðuflokkurinn segir: Við höfum starfað í hálfa öld að því, að bæta ís- lenzkt þjóðfélag, treysta réttlæti, efla hagsæld, tryggja jafnrétti, auka menningu. Enginn sanngjarn maður mun bera brigður á, að Alþýðuflokkurinn hefur markað djúp spor í sögu iþjóðarinnar á þessari halfu öld og öll til góðs. í meira en áratug hefur Alþýðuflokkurinn nú átt sæti í ríkisstjórn. Hann hefur liaft liagsmuni þjóð arheildarinnar að leiðarljósi og lagt sérstaka á- herzlu á að efla hag launþega. Vilt þú ekki styðja Alþýðuflokkinn til þess að halda áfram að vinna að því, að ísland verði síbatnandi heimili fyrir íslendinga?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.