Alþýðublaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 5
Sunnudags AtþýðublatfiS 11. júnf 1967 5 msmm eimitp Ritstjóri; Benedikt Gröndal. — Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Sfmar: 149,00—14903. — Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. —' Askriftargjald: kr. 105,00. —• í lausa* sölu: kr. 7,00 eintákið. — Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. ÞU 1EFÖR VALDIÐ Mikilvægasti réttur manns í Iýðræðisþjóðfélagi er kosn- ingarrétturinn. í kommúnista ríkjunum er þessi réttur évnskrs vlrði. Þar er ekki á- kveðið í kosningum, hverjir stjórna. Þar ná menn og flokk ar völdum í byltingum og halda vöSdum í skjóli hers. En í Iýðræðisríkjum ákveður kjósandinn í kosningum, hverjir stjórna á næsta kjör- tímabiii. Kosningarnar í dag eru mik ilvægar. Undanfarin ár hafa verið tímafeil mikilía fram- fara á öllum sviðum þjóðlífs- ins. ASþýðuflokkurinn hefur fátt aðild að ríkisstjórn. Hann hefur beitt áhrifum sínum til þess að auka hagsæld, styrkja réttlæti, efla menn- ingu. Að því mun hann halda áfram að vinna, hvort sem hann verður í stjórn eða utan stjórnar að loknum kosning- um. En auðvitað verður hon- um meira ágengt, ef hann á aðiíd að ríkisstjórn. í dag er það á valdi þínu, kjósandi góður, í höndum hverra stjórnartaumarnir verða næstu fjögur ársn. Þú þekkir störf Aíþýðuflokksins og veizt, að hverju hann vill vinna. Þú viðurkennir ef- laust, að hann hefur sýnt á- byrgð í athöfnum sínum og náð árangri með verkum sín- um, Geturðu notað atkvæði þitt betur en að efla Alþýðu- flokkinn? aðar umhverfts okkur HVAR eru úhrif jafnaðar- stefnunnar á íslancLi? Alls staðar umhverfis okkur. Al- þýðuflokkurinn hefur öðrum stjórnmálaflokkum okkar frem- ur gert hugsjónir sínar að veruleika. Þetta skiptir alla íslendinga miklu, en sér í lagi unga fólk- ið. Það nýtur árangurs jafn- aðarstefnunnar í svo ríkum mæli, að ísland hefur þokazt í fremstu röð velferöarríkja heims. Slíkt er ævintýri um fá- menna þjóð í harðbýlu landi. Sóknin til fi'amtíffarinnar. Alþýðuflokkurinn hefur séð marga drauma sína rætast. Þó hefur hann aldrei verið meiri- hlutaflokkur á íslandi, en orð- ið að semja um framfaramál \sín við aðra flokka hverju sinni. Hvers mætti þá vænta af honum stærri og sterkari í framtíðinni? Þetta eru grundvallaratriði. Enginn stjórnmálaflokkur lifir aðeins á fornri frægð. Sóknin til framtíðarinnar ræður jafn- an úrslitum. í því efni er stefna Alþýðuflokksins glögg og skýr. Hann beitir sér fyrir heilla- vænlegri þróun í atvinnulífi og efnahagsmálum þjóöarinnar. Hann liefur forustu um mann- réttindi og jöfnuð í félagsmál- um. Þess vegna getur unga fólkið treyst honum. Veldur timamótum. Alþýðuflokkurinn beitir sér nú sem fyrr fyrir sanngjarnri lækkun kosningaaldurs. Þess vegna ber unga sfólkinu að veita honum brautargengi í kosningunum á sunnudaginn kemur. Alþýðuflokkurinn hefur nú efst á stefnuskrá sinni stofn- un lifeyrissjóðs allra lands- manna, svo að íslendingar, hvar í stétt sem þeir fæðast og hvaða störf sem þeir vinna í þjóðfélaginu, njóti eftirlauna. Það mál veldur tímamótum og skiptir því, að íslenzk framtíð verður betri og fegurri en for- tíðin og nútíðin. Þess á unga fólkið að láta Alþýðuflokkinn njóta. Þannig vinnur það sjálfu sér og samfélagi sínu bezt. RKLEFANIIM Teknar upp á morgun enskar unglingabuxna■ dragtir í tízkulitunum. S Ó L B RÁ Laugavegi 83. Ný sending af hollenzkum hötfum og hönzkum Giæsiiegf litaúrval. Bernhard Laxdal Kjörgarði. Náttúrugripasýningin á Fríkirkjuvegi 11 er opin sunnudag kl. 2-10. — Síðasti dagur- Hitastiliitæki fyrir hitaveitu, GÓÐ STJÓRN | rt ; á hitakerfi yðar er skilyrði fyrir |i| vellíðan fjöl- ji skyldunnar i Sjálfvirk hitastillitæki eru ó- metanlegr þægindi, sparar hita kostnaff og borgar stofnkostn aff á stuttum tíma. Mótorloki. VIÐ0ÐIHSTQRG slmi 10322 Áskriftasíminn er 14901

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.